Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 4
LEHDARi Herflugvöllur á Sauðárkróki Á síðustu árum hafa hernaðarumsvif Banda- ríkjanna stóraukist hér á landi, og oft er einsog landsmenn geri sér ekki grein fyrir þessari hættulegu þróun. Það má minna á, að það er ekki langt síðan Nató tókst með stuðningi hern- aðarsinna að knýja í gegn stórfelldar fram- kvæmdir við olíuhöfn í Helguvík. Það er ekki heldur ýkja langt síðan hernaðarmáttur banda- ríska heraflans hér á landi var aukinn verulega með tilkomu F-15 flugsveitarinnar, sem hingað kom nánast án þess að nokkur ábyrgur inn- lendur aðili væri spurður. í tengslum við flug- sveitina voru svo á Keflavíkurflugvelli byggð sprengjuheld flugskýli. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt skammt í að mikilvirk stjórnstöð rísi, svo tröllaukin að hún á að þola margra daga kjarnorku- og gerlastríð. Það er líka öllum kunnugt sem til þekkja, að stjórnstöðin er reist meðal annars til að geta stjórnað árásum langt inn á yfirráðasvæði So- vétríkjanna. Þetta skapar auðvitað gífurlega hættu fyrir okkur íslendinga, vegna þess að árásarmannvirki hér á landi hljóta eðlilega að magna upp líkur á því að okkar litla land verði að skotmarki, dragi til tíðinda á milli stórveldanna. Því má heldur ekki gleyma, að búið er að samþykkja byggingu ratsjárstöðva á Norð- austurlandi og í Bolungarvík. Það er táknrænt fyrir þá, sem vinna að framgangi bandaríska hersins hér á landi, að klækjum og undirferli var beitt á báðum stöðum. Þannig voru Bolvíkingar ekki spurðir ráða, heldur var samið við tiltekna aðila, og ratsjárstöðin eiginlega samþykkt án þess að málið væri útkljáð fyrst í bæjarstjórn- inni. Bolvíkingar mundu þetta vel í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, en Alþýðubandalag- ið stórjók einmitt fylgi sitt í bænum, meðal ann- ars vegna skeleggrar baráttu sinnar gegn rat- sjárstöðinni. Enn á ný eru nú Bandaríkjamenn komnir á ferð, og hyggjast með brögðum draga okkur íslendinga lengra í net sín. Flotastjórn Atlants- hafsbandalagsins hefur lýst yfir áhuga sínum á því að byggja það sem hernaðarsinnar kalla „varaflugvöll" á Sauðárkróki. Hinn aldni höfð- ingi Framsóknarflokksins, Þórarinn Þórarins- son, fyrrverandi ritstjóri og alþingismaður, skrif- ar merka grein um þessa ætlan Bandaríkja- manna í Tímann í gær. Þórarinn, skyggn að vanda, reifar hugmyndirnar um varaflugvöllinn og segir síðan: „Hér er vafalítið mál á ferð, sem vert er að þjóðin fari að ræða en láti ekki liggja í þagnargildi. Öll rök hníga til þess, að hér geti orðið um meira en varaflugvöll að ræða, ef til framkvæmda kæmi.“ Síðan ræðir Þórarinn þá yfirlýsingu utanríkis- ráðherra frá í vetur, að ekki séu uppi neinar hugmyndir um staðsetningu hersveita við vara- flugvöllinn. Þórarinn segir: „íslendingar eru tæplega þau börn, að þeir láti sér til hugar koma að slíkt mannvirki og fullkominn varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll verði látið varnarlaust, eftir að honum hefði ver- ið komið upp. Hér er um allt annað og meira mannvirki að ræða en radarstöðvarnar, sem stundum er vitnað til í þessu sambandi. Á öld hryðjuverkamanna verður enginn flugvöllur, sem ætlaður er til einhverra hernaðarlegra af- nota, látinn óvarinn. Eigi líka flugvöllur að geta orðið varaflugvöllur fyrir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli, þarf hann stjórnstöð og meiriháttar olíugeymslur, svo að nokkuð sé nefnt. Hver og einn, sem nokkuð ígrundar þessi mál, hlýtur að gera sér Ijóst, að hér er verið að fara fram á að koma upp herflugvelli, sem með tíð og tíma gæti gegnt svipuðu hlutverki hernað- arlega og Keflavíkurflugvöllur. Hernaðarleg þýðing íslands þykir slík að hér dugi ekki að hafa einn hernaðarflugvöll. En þettaverðurekki sagt í upphafi, heldur verður smátt og smátt fikrað sig upp á skaftið. Þetta hefur átt sér stað í sambandi við Keflavíkurflugvöll, sem hefur breyst úr lítilli herstöð í öflugt flugmóðurskip. Sú saga ætti að verða til lærdóms." Þjóðviljinn tekur heils hugar undir þessi orð Þórarins Þórarinssonar, fyrrverandi ritstjóra. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ Alan Garcia Perez, forseti Perú: Það erum ekki við sem tökum einhliða ákvarðanir.... Við borgum ekki í hitteðfyrra blés Fidel Castro Kúbuforseti til ráðstefnu fulltrúa þróuunarríkja í Havana. Þar var fjallað um hinar miklu skuldir þróunarlanda við auðug iðnríki og Castro hélt fræga ræðu sem kalla mætti: Við borgum ekki! Þar rak hann áróður fyrir því, að skuldunautar tækju sig saman um að hunsa þær greiðslubyrðar sem á þær væru lagðar - á þeim for- sendum að mikið af þeim væri til komið vegna viðskiptakerfis sem ynni gegn þróunarlöndum og svo þeim, að einatt væru það spilltar herforingjakh'kur og einræðis- herrar sem hefðu skuldunum safnað og reyndar stolið miklu af fénu undan. Ekki varð af því að ráðamenn í skulifugum löndum fylktu sér undir þessu merki Fidels. En yngsti forseti Suður-Ameríku, Alan García Perez, hefur einna helst haldið uppi andófi gegn því fjármálakerfi sem hann gekk inn í þegar flokkur hans, Byltingar- sinnað Alþýðubandalag Amer- íku, APRA (Alianza Popular Revolucionaria Americana) vann mikinn kosningasigur í fyrravor. Alan Garcia Perez tók við efnahag Perú í rústum eftir stjórnartíma íhaldsins og þar með 14 miljarða dollara skuldum. Og hann vakti mikla athygli með því að reyna að blása til samstöðu hinna skuldugu, þótt ekki væri það með jafn róttækum hætti og Fidel Castro boðaði. Perúforseti hefur einhliða ákveðið að Perú- menn geti ekki og muni ekki borga meira en 10% af útflutn- ingstekjum sínum á ári til að greiða vexti af skuldum. Meira getur þetta fátæka land ekki bor- ið segir hann, og þessi 10% duga nokkurnveginn fyrir vöxtum af þeim 11,5% miljörðum dollara af erlendu skuldunum, sem teknar hafa verið til láns af hinu opin- bera. Hringekjan gengur ekki Og til að sýna að hugur fylgi máli hefur Alan Carcía Perez sagt upp öllum samskiptum við Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðinn og ákveðið að hjá þeim aðilum muni hann aldrei biðja um lán framar. í viðtali við vesturþýska viku- blaðið Spiegel segir Perúforseti á þessa leið: „ Perústjórn tekur sjálfstœðar á- kvarðanir um sín efnahagsmál. Engin stofnun getur skipað okkur fyrir um vaxtapólitík, gengismál eða ríkisútgjöld. Við þolum engar nefndir yfir okkur sem sitja yfir okkur og skipa fyrir...." Spiegel spurði hvort Perúmenn ættu það ekki á hættu að missa allt lánstraust ef þeir með þessum hætti stæðu uppi í hárinu á vold- ugum peningastofnunum. For- setinn svaraði: ,,Aö vísu þurfum við á fjárfest- ingu og tœkni að halda frá út- löndutn, en það er blekking að halda að lönd þriðja heimsins geti lifað við lánapólitík sem er ekki annað en peningahringekja: Við fáum nýja peninga til að greiða með okkar gömlu skuldir. Ogþar að auki með þeim skilmálum, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stjórni efnahagsmálum okkar. “ Forsetinn sagði ennfremur, á þá leið, að hann vildi ekki sætta sig við þá hagspeki, sem í raun „gerir okkar lönd að þénurum hinna voldugu". Spiegel sagði: ,AIþjóðabankinn og bankarnir eru œfir yfir því að þið viljið ein- hliða taka ákvarðanir um með- ferð skuldamála. “ Alan García Perez svaraði: „Lánadrottnar okkar hafa skrúfað einhliða upp vextina. Peir hafa einhliða lokað mörkuðum fyrir okkar afurðir. Peir þrýsta niður verði á hráefnum með ein- hliða aðgerðum. Og hjálp þeirra við gagnbyltingarmenn í Nicarag- ua er líka einhliða. “ Ertu marxisti? Pað kemur fram í því samtali sem hér er til vitnað, að Alan García Perez segir að Perú hafi valið „leið sósíalismans“ - enda þótt hann viðurkenni, að deyfð fátæktarinnar og gróin spilling og valdníðsla embættismanna og herforingja séu allri hans um- bótaviðleitni mikill fjötur um fót. Við verðum smám saman að vinna gegn ofbeldinu, sem á sér djúpar rætur í samfélagsgerðinni, í eymd hinna fátæku og í afskipta- ieysi ráðamanna.... Spiegel spurði forsetann að því, hvort hann teldi sig vera marxista. Garcia svaraði á þá leið, að marxisminn væri tilraun til sögu- skýringar, sem því miður hefði verið fryst í vélrænu alræðis- formi: „Maður getur ekki gefið sig fullkomlega á vald einum hug- myndafrœðilegum straumi. Kenning flokks míns, Byltingar- sinnaðs Alþýðubandalags Amer- íku, hefur orðið fyrir áhrifum frá marxisma en ekki eingöngu það- an. Aukþess erþað að stjórna ríki ekki það sama og að fílósófera eða skrifa bók. Sérhver heimspeki þarfá staðreyndaprófi að halda ef hún á ekki að steypast niður í ó- raunveruleikann. “ -ÁB DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrui: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: (íarðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. iðslustjóri: Hörður Jónsson. iðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. ilmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. rrsla, afgreiðsla, ritstjórn: núla 6, Reykjavík, sími 681333. j'singar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. ’nt ati potnínn• DrontRmiðÍQ ÞÍÓðVÍIÍOnS hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánufti: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.