Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 9
HEIMURINN S-Afríka Neyðarástandslög í landinu S-Afríkustjórn hefur lögleitt neyðarástandslög sem gera það að verk- um að öryggissveitir hafa svo til óskoruð völd til að hafa upp á svo til hverjum sem er og eru þœr nú svo til utan við lög og rétt Lög og regla. Öryggissveitir eru nú á ferð um alla S-Afríku, en nýju lögin kveða svo á um að nú eru sveitirnar utan við lög og rétt. N-írland Þingið leyst upp Mótmœlendur hættu að starfa á hinufjögurra ára gamla heimaþingi vegna óánœgju með ensk-írska samkomulagið ogþað endaoimeðþvíað breska stjórnin leysti þaðupp London — Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að þingið á N- Iriandi hefði verið leyst upp þar sem því hefði ekki tekist að leysa deilur kaþólskra og mótmælenda. Það var Norður-írlandsmála- ráðherrann, Tom King sem skýrði frá þessu í gær á breska þinginu. Hann sagði um n-írska þingið sem sett var á stofn fyrir fjórum árum til þess að bera fram tillögur um að færa landinu heimastjórn og að hafa eftirlit með beinni stjórn frá London: „Nú er staðan sú að þingið sem átti samkvæmt Norður- London — Atvinnuleysi eykst stöðugt í Bretlandi, eftir maí mánuð eru 13,3 % vinnufærra manna í landinu atvinnulausir. Embættismenn sögðu í gær að atvinnuleysistölur hefðu lækkað um 54.166 manns í 3,270.892 eða 13.5 % vinnuaflsins. Þessi lækk- un er hins vegar undir meðaltal- slækkun í maí, þegar atvinnutæk- ifæri aukast með komandi surnri. Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra hefur hvað eftir annað neitað kröfum um að aukin verði fjárframlög ríkisins til sköpunar nýrra atvinnutækifæra. Stjórnin írlandslögum frá 1982 að leysa tvö mikilvæg mál, hefur ekki leyst úr neinu.“ King sagði að ekki væri verið að afnema þingið, aðeins verið að leysa núverandi þing upp þannig að möguleiki gæfist á nýjum kosningum. Hann vildi ekkert segja um það hvenær þær yrðu haldnar. Upplausn þingsins er tilkomin vegna óánægju mótmælenda á N- Irlandi varðandi ensk-írska samkomulagið sem breska stjórnin gerði við írska lýðveldið á síðasta ári. Samkvæmt því fær stjórnin í Dublin ákveðin at- kvæðisrétt um málefni N-írlands. heldur því fram að slíkar ráðstaf- anir myndu spilla fyrir áætlunum hennar um að draga úr verðbólgu sem nú er urn 3 %. Talsmenn stjórnarinnar halda því fram að frá mars 1983 þar til í desember 1985 hafi verið sköpuð ein milljón nýrra atvinnutæki- færa. Gagnrýnendur hennar af- neita þessu og segja að mörg þessara nýju atvinnutækifæra séu aðeins hlutastörf. Atvinnuleysi í Bretlandi er einna mest meðal iðnvæddra þjóða. Það er aðeins meira meðal Hollendinga en í Japan Bandaríkjunum og V- Þýskalandi er það mun minna. London — Hin hvíta minni- hlutastjorn Suður-Afríku til- kynnti í gær að sett hefðu verið neyðarástandslög í landinu til þess að ná tökum á óeirðum sem geisað hafa undanfarið og kunna að verða. Auk þess handtók herlögreglan mörg hundruð svarta herskáa rót- tæklinga. Þessar aðgerðir komu ekki á óvart en þær voru fordæmdar harðlega víða um heim. Varað var við að þær myndu hafa í för með sér blóbað í landinu en á síðustu 27 mánuðum hafa 1600 manns látist þar í óeirðum. Á næstkomandi tnánudag verða 10 ár liðin frá því næstum 6oo manns létust í óeirðum í Soweto og hafa leiðtogar svartra hvatt til þess að þeirra verði minnst með funda- höldum þó svo stjórnin hafi ný- lega sett lög sem banna þau. Bandaríkjastjórn gagnrýndi í gær neyðarástandslögin harka- lega, sagði þær þvingunaraðgerð- ir stjórnvalda gegn svörtum og að S-Afríkustjórn hefði gert alvar- leg mistök. Reagan stjórnin hef- Bugojno Karpof vann Bugojno — Anatólí Karpof, fyrrum heimsmeistari frá Sovétríkjunum varð sigur- vegari í „sterkasta skák- móti heims“, sem lauk í gær. Hann náði þeim 8,5 vinn- ingum sem þarf til sigurs með því að gera jafntefli við Tony Miles frá Bretlandi. Með sigr- inum fékk hann 6000 dollara í verðlaun. Boris Spasskí sem nú teflir fyrir Frakkland, gerði jafntefli við Jan Timman frá Hollandi og varð í öðru sæti. Risahumar Lifði í eina og hálfa öld Galveston, Texas — Risa- humarinn, Conan, sem lifði af bandarísku borgarastyr j- öldina seint á 19. öld og nýlega matarveislu í Texas, er loksins dauður, rúmlega 150 ára gamall. Vísindamenn áætla að Con- an hafi orðið 154 ára gamall. Þessi risahumar sem fannst í Maine, á austurströnd Banda- ríkjanna, hafði næstum lent í matarveislu einni mikilli í Texas en var bjargað á síðustu stundu fyrir þrýsting frá al- menningi sem frétti af þessum humri í fjölmiðlum. Hann var fluttur í stórt ker í sjódýras- afni í Texas þar sem átti að hafa hann til sýnis, þar lést hann síðan í vikunni. Conan hefur verið frystur og verður að öllurn líkindum grafinn í sædýrasafninu í Gal- veston, mun það vera gert sem virðingarvottur við hinn aldna humar. „Hann verður ekki étinn og hann verður ekki stoppaður upp“, sagði John Serivan forstöðumaður safnsins. ur hingað til verið talinn nánasti af fáurn vinum stjórnvalda í S- Afríku. Larry Speakes, talsmað- ur forsetans sagði að Bandaríkja- stjórn væri orðlaus yfir þessurn aðgerðum sem eiga sér ekki for- dæmi. Fjölmargar aðrar þjóðir fordæmdu aðgerðirnar. Aðgerðir S-Afríkustjórnar voru yfirleitt túlkaðar á þann veg að stjórnvöld hefðu ákveðið að ögra almenningsáliti heimsins og setja herinn til höfuðs andspyrn- uhreyfingu svartra manna. Sam- einaða lýðræðishreyfingin (UDF) sem í eru tvær milljónir manna, tilkynnti úr felurn í dag að hún byggist við miklu blóð- baði á mánudaginn. Tilkynnt var um lögin hálfurn sólarhring eftir að þau gengu í gildi þannig að lögregla og her næðu forskoti tii að handtaka þá sem berjast gegn kynþáttaað- skilnaðarstefnunni. „Botha er að taka öryggisventilinn af,“ sagði einn svartur fréttamaður þegar öryggissveitir þeystu inn í hverfi svartra til að handtaka fólk. „Með því að handtaka leiðtogana er hann einfaldlega að flýta fyrir því, að rniklar ofbeldisaðgerðir verði,“ sagði talsmaður UDF, Murphy Morobe, en hann var í felum eins og aðrir leiðtogar sam- takanna. Lögreglan og öryggissveitir hennar hafa nú öðlast geysimikið vald í landinu og hún sýndi for- smekkinn af því með því að loka öllum inngönguleiðum inn í Sow- eto hverfið fyrir þeirn sem ekki búa þar, auk þess gefur hún nú engar upplýsingar til fréttamanna urn átök í hverfum svartra. Upplýsingar lögreglunnar hafa verið mikilvægar fyrir fréttamenn til þess að komast að því hvað er að gerast þar. Oryggissveitir gerðu áhlaup fyrir dögun í gær á aðsetur verka- lýðsfélaga, hópa sem berjast gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn- unni og mannréttindahreyfinga en fjölmargir róttæklingar höfðu þegar farið í felur. Hvítir stjórnmálamenn í stjórnarand- stöðunni og menn í viðskiptum lýstu yfir undrun sinni á lögunum og vöruðu við því að aðgerðirnar nryndu einangra S-Afríku enn frekar og leiða til þess að settar yrðu efnahagslegar þrýstiaðgerð- ir á landið. Botha, leiðtogi stjórn- arinnar, sem verið hefur undir þrýstingi undanfarið frá hægri- sinnuðunt hvítum mönnum fyrir að reyna að friðmælast við svarta, sagði hins vegar á s-afríska þing- inu í gær að aðgerðirnar hefðu verið nauðsynlegar til að komast hjá ntiklum óeirðum sem hann sagði að hefðu verið skipulagðar 16. til 18. júní næstkomandi. Neyðarástandslögin eru mun harkalegri en þau sem áður hafa verið samþykkt, fyrri lög hafa að- eins náð yfir hluta landsins. Nú eru öryggissveitirnar utan ramma laganna. Neyðarástandslögin nýju munu verða til þess að lítið vérður um sjónvarpsfréttamynd- ir eða almennar fréttir af óeirðum frá landinu. Ólympíuleikar Síðasta boð Lausanne — Alþjóðaólympíu- nefndin (IOC), bar í fyrradag fram tillögu um að N- Kóreumenn myndu sjá um framkvæmd borðtennis og bogfimikeppni á komandi ól- ympíuleikum eftir tvö ár sem upphafiega áttu allir að fara fram í S-Kóreu. Formaður nefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, sagði að þetta væri lokatilboð nefndarinn- ar til N-Kóreuntanna. Þeir hafa krafist þess að fá jafnan hlut af Ólympíuleikunum á við S- Kóreu. Samaranch gaf Kóreu- þjóðunum tveimur frest til 30. júní til að santþykkja tilboð IOC. Nefndin lagði einnig fram tillögu um að 100 km hjólreiðakeppnin myndi hefjast norðan megin og enda í Seoul, höfuðborg S- Kóreu. Sömuleiðis að einn hinna fjögurra knattspyrnuriðla á leikunum færi fram í Pyongyang, höfuðborg N-Kóreu. N- Kóreumenn verða aftur á móti að samþykkja að opna landamæri sín að fullu „meðlimum Ólympí- ufjölskyldunnar". í þeirri fjölskyldu eru um það bil 30.000 manns, íþróttamenn, þjálfarar, formenn ólympíu- nefnda hvers lands fyrir sig og fréttamenn. Samaranch sagði að spurningin um ferðafrelsi áhorf- enda yrði hins vegar aðeins rætt þegar og ef boðið hefði verið samþykkt. N-Kórea hefur krafist þess að leikarnir yrðu haldnir til jafns af báðum hlutum Kóreu. Einnig að skipulagsnefndin verði sameigin- leg svo og opnunarathöfnin. Forseti S-Kóreu Chun Doo Hwan, vill ólmur fá Ólympíuleikana til að vega upp á móti slakri frammistöðu á forsetastóli. Bretland Atvinnuleysi eykst Nú eru rúm 13 % vinnufœrra manna atvinnulausir í Bretlandi og Thatcher neitar að setja aukiðfé í að skapa ný atvinnutækifœri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.