Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Brasilía-N. Irland Loksins réttir taktar! Tvö mörkfrá Careca í3-0 sigri. Zico kom inná Brasilíumenn náðu loksins að sýna eitthvað af þeirri snilli sem knattspyrnan í heimaiandi þeirra hefur orð á sér fyrir. I gærkvöldi unnu þeir öruggan sigur á Norður-írum, 3-0, og tryggðu sér þar með sigur í D-riðli heimsmeistarakeppninnar í Mex- íkó. Þeir fengu ekki á sig mark í leikjunum þremur, og það lofar einnig góðu fyrir framhaldið hjá þeim. Norður-írar léku með fjóra sóknarmenn en allt kom fyrir ekki. Careca skoraði eftir send- ingu frá Muller og rétt fyrir hlé kom stórkostlegt mark. Josimar skaut af 30 metra færi, óverjandi þrumufleygur fyrir Pat Jennings sem í gær varð 41 árs og lék sinn Spánn-Alsír Mikil haríca Prír Spánverjar og markvörður Alsír slösuðust 119. og síðasta landsleik fyrir Norður-írland. Brasilíumenn gáfu nokkuð eftir í seinni hálfleik og Norður- írar áttu nokkur ágæt skot á mark þeirra. Zico kom inná hjá Brasil- íu í fyrsta sinn í keppninni, í stað- inn fyrir Socrates sem gekk af leikvelli við dynjandi lófatak áhorfenda. Careca skoraði aftur á lokamínútunum, 3-0. Brasilíumenn leika við Pól- verja á mánudaginn en Norður- írar halda heimleiðis, þeir kom- ast ekki áfram þótt þeir hafi lent í þriðja sæti í riðlinum þar sem þeir hlutu aðeins 1 stig. —VS/Reuter Alsír tókst ekki að leika eftir afrek nágranna sinna frá Mar- okkó og komast í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar. Spán- verjar sáu til þess með því að sigra afríska liðið 3-0 í gærkvöldi, í leik sem einkenndist af mikilli hörku. Þrír Spánverjar meiddust í leiknum, Salinas, Butrageno og Miguel, og þurftu tveir þeir síðar- nefndu að fara af leikvelli. Drid, markvörður Alsír, meiddist illa á upphafsmínútunum þegar „slátr- arinn“ Goicoechea braut illa á honum og var fluttur á sjúkrahús eftir aðeins 19 mínútna leik, meiddur á höfði, hálsi og öxlum. „Ég hélt að dómurum hefði verið fyrirskipað að koma í veg fyrir ójparfa hörku í leikjunum. Mér er sama við hverja við Leikirnir á HM í gær, úrslit, lokastaða, markaskorarar og liðsuppstillingar: D-riðill: Brasilía-N.írland 3-0 (2-0) Guadalajara, 12. júní Dómari: Kirschen (A.Þýskalandi) Áhorfendur 51,000 1-0 Careca (15.), 2-0 Josimar (41.), 3-0 Careca (87.) Brasilía: Carlos, Josimar, Cesar, Edin- ho, Branco, Elzo, Alemao, Junior, Socrat- es (Zico 68.), Muller (Casagrande 27.), Careca. N.írland: Jennings, Nicholl, Donaghy, ONeill, McDon íld, McCreery, Mcllroy, Stewart, Clarke, Whiteside (Hamilton 68.), Campell (Armstrong 72.). Spánn-Alsír 3-0 (1-0) Monterrey, 12. júní Dómari: Takada (Japan) Áhorfendur: 23,900 1-0 Caldere (15.), 2-0 Caldere (69.), 3-0 Eloy (71.) Spánn: Zubizarreta, Renones, Camac- ho, Victor, Goicoechea, Butrageno (Eloy 46.), Gallego, Francisco, Caldere, Salinas, Michel (Senor 65.) Alsír: Drid (Larbi 19.), Megharia, Manso- uri, Korichi, Guendouz, Kaci-Said, Madjer, Maroc, Harkouk, Belloumi, Zidane (Menad 59.) Lokastaðan i D-riðli: Brasilía................3 3 0 0 5-0 6 Spánn...................3 2 0 1 5-2 4 N.lrland................3 0 1 2 2-6 1 Alsír...................3 0 12 1-51 Leikir í dag E-riðill: V.Þýskaland-Danmörk E-riðill: Uruguay-Skotland Markahæstir á HM: Sandro Altobelli, ftalíu.............4 Preben Elkjær, Danmörku.............4 Careca, Brasilíu.....................3 Gary Lineker, Englandi...............3 Jorge Valdano, Argentínu.............3 leikum í næstu umferð, bara ef við fáum dómara sem verndar leikmennina og fer eftir reglum,“ sagði Miguel Munoz, landsliðs- einvaldur Spánar, eftir leikinn. Kollegi hans hjá Alsír, Rabah Sa- adane, tók undir með honum að leikurinn hefði verið alltof grófur. Ramon Caldere, sem lék í stað hins meidda Rafaels Gordillo, skoraði tvö markanna. Það fyrra eftir korter, eftir sendingu frá Salinas, og það seinna eftir miðj- an seinni hálfleik. Varamaðurinn Eloy sá um þriðja markið. Spánverjar leika við sigurveg- arann í E-riðli, Vestur-Þýskaland eða Danmörku, í 16-liða úrslitum en Alsírbúar hverfa heim á leið. —VS/Reuter Andoni Goicoechea, „slátrarlnn frá Bilbao“ sendi markvörö Alsír á sjúkrahús. Kvennaknattspyrna Fóm heim! Flautað afí Kópavogi. Þrenna Heru gegnÍBK Ekkert varð af leik Breiðabliks og Hauka í 1. deildinni í Kópavogi í gærkvöldi þar sem þjálfari Hauka, Loftur Eyjólfsson, neitaði að af honum yrði. Dómar- inn kom 15 mínútum of seint og línuverðir mættu ekki. Þegar þeir mættu, 36 mín. eftir að leikurinn átti að hefjast, var Loftur búinn að senda lið sitt heim. Dómarinn flautaði leikinn á og af — Breiðablik telst því sigurvegari þar til annað kemur í ljós. Dóm- ari var ekki boðaður á leikinn og kemur það alltof oft fyrir, aðal- lega þá hjá kvenfólkinu. Þarna fór líka mikil vinna vallarstarfs- manna fyrir lítið en hún hafði verið mikil við að gera völlinn leikhæfan. Vh'sstúlkurnar áttu ekki í erf- Handbolti Pállá heimleið? Gæti leikið með Víkingi eða Val Páll Ólafsson leikur ekki með Dankersen í vestur-þýsku 2. deildinni í handknattleik næsta vetur. Stjórn félagsins ákvað að endurnýja ekki samning sinn við hann þrátt fyrir eindregnar óskir þjálfara og leiknranna liðsins þar að lútandi. Páll hafði áhuga á að tara til Spánar en ekkert verður af því þarsem tímabil félagaskipta er búið Til tals hefur komið að hann fari til Þorbjarnar Jenssonar og félaga í Malmö í Svíþjóð en Páll hefur meiri áhuga á að leika hér á landi næsta vetur. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans eru Vík- ingur og Valur spennt fyrir því að fá hann í sínar raðir — enda er hér einhver snjallasti handknatt - leiksmaður Islands á ferð. —VS Mexíkó Eittsæti em laust Uruguay eða Skotland númer 16. Leikum til sigurs, segir Piontek. Óhag- stœtt V. Pjóðverjum og Dönum að sigra! iðleikum með ÍBK á Valsvellin- um í gærkvöldi. Þær réðu lögum og lofum á vellinum frá fyrstu mínútur til þeirrar síðustu og sigr- uðu 6-0. Fyrsta markið kom á 4. mín. Viðstöðulaust skot Ingibjargar Jónsdóttur hafnaði í þaknetinu. Hera Ármannsdóttir bætti síðan öðru við skömmu fyrir hlé. Hera skoraði 2 í viðbót í seinni hálfleik, Kristín Arnþórsdóttir 1 og Ragn- hildur Sigurðardóttir 1, og segir það nokkuð um hve yfirburðir Hlíðarendaliðsins voru miklir. Valsliðið var mjög jafnt en í liði Keflavíkur voru það systurnar Helga og Katrín Eiríksdóttir ágætar ásamt Ingu Birnu Hákon- ardóttur. —MHM Nú er Ijóst hvaða lið komast í 16-Iiða úrslit heimsmeistara- keppninnar í knattspyrnu í Mex- íkó, nema hvað citt sæti er laust. Það eru Uruguay og Skotland sem leika hreinan úrslitaleik um það í dag í E-riðlinum, Uruguay dugar jafntefli en Skotar þurfa sigur. Nokkuð heilleg mynd er komin á hvaða lið mætast, nema hvað í dag ræðst hverjir andstæðingar Vestur-Þýskalands og Danmerk- ur verða, svo og mótherjar Arg- entínu. Eftir leikina í gærkvöldi líta 16-liða úrslitin þannig út: Mexíkó-Búlgaría Sovétríkin-Belgía Brasilía-Pólland Argentína-Uruguay eöa Skotland Italía-Frakkland Marokkó-Danmörk eða V.Þýskaland England-Paraguay Spánn-V.Þýskaland eöa Danmörk Vestur-Þjóðverjar og Danir leika í dag úrslitaleik um sigur í E-riðli og Dönum dugar jafntefli. En það er athyglisvert að báðum þjóðum myndi sennilega gagnast betur að lenda í öðru sæti í riðlin- um. Liðið sem verður númer tvö mætir Marokkó í 16-liða úrslitum og sigurliðið þar leikur við sigur- vegarann úr leik Mexíkó og Búlg- aríu í 8-liða úrslitum. Sigurliðið í E-riðli leikur hinsvegar við Spán í 16-liða úrslitum og sá sem vinnur þann leik á yfir höfði sér viður- eign gegn hinum sterku Sovét- mönnum í 8-liða úrslitunum! Það er því ógerlegt að spá um hvernig leik við fáum að sjá í beinni útsendingu í dag. Þó má búast við því að rígur grannþjóð- anna og metnaður, og hin ó- stjórnlega leikgleði dönsku leik- mannanna geri viðureignina líf- legri en vænta mætti. „Auðvitað veltir maður því fyrir sér hverjum maður mætir næst og það gæti verið hagstætt fyrir okkur að tapa. Leikmenn mínir hugsa eflaust svipað. En ég mun skipa þeim að leika til sig- urs, ekkert annað kemur til greina,“ sagði Sepp Piontek, landsliðseinvaldur Dana —VS Knattspyrna Prinsinn til Parísar Enzo Francescoli meðfimm ára samning við Racing Club Enzo Franccscoli, hinn snjalli sóknarmaður Uruguay og Knattspyrnunraður ársins í Suður-Ameríku 1985, er genginn til liðs við Racing Paris, nýliðana í frönsku 1. deildinni. Hann hefur undanfarin ár leikið með River Plate í Argentínu. Francescoli hefur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar með landsliði Uruguay í Mexíkó. Það er fyrst og fremst talið vera vegna hinnar stífu varnarleikaðferðar liðsins, hann fellur ekki inní hana og hefur sjaldan náð sér á strik með landsliðinu. Með River Plate hefur hann hinsvegar gert þvílíka hluti að fáir leikmenn í heimi standast honum snúning. Kaupverð Francescolis er 2,5 miljónir dollara. Hann fær sjálfur 4 miljónir í laun næstu 5 árin, glæsilega íbúð í rólegasta úthverfi Parísar, 22 flugmiða, báðar leiðir, milli Parísar og Montevi- deo á ári og tvær lúxusbifreiðar með einkabílstjórum. Hann er kallaður „Prinsinn" í Argentínu en virðist ósnortinn af allri frægðinni. „í mínum huga er að- eins til ein knattspyrnuhetja og mun verða um ókomna framtíð — Pele,“ segir Enzo Francescoli. —VS/Reuter Enzo Francescoli leikur listir sínar í Frakklandi næsta vetur. En ná hann og félagar hans í landsliði Uruguay stigi gegn Skotum í dag? Föstudagur 13. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.