Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 5
FISKIMÁL Breytinga er þörf á okkar fiskimjölsverksmiðjum Stór þáttur í íslenskum sjávar- útvegi eru veiðar á uppsjávarfiski svo sem loðnu og fleiri tegundum til mjöl- og lýsisvinnslu. Þegar það er skoðað að á sl. ári komu til vinnslu frá íslenskum loðnuveiði- skipum 997.323 tonn af loðnu til mjöl- og lýsisvinnslu þá segir það sig sjálft að á miklu veltur að verksmiðjurnar sem vinna úr þessu mikla hráefni séu á hverj- um tíma í því vinnsluástandi að þær geti skilað frá sér eins verð- mætum afurðum og hægt er að vinna úr þessu hráefni. Hér er um sameiginlega hagsmuni að ræða, bæði verksmiðjanna og veiðiflot- ans. Á síðustu áratugum hafa orðið geysilega miklar tæknilegar fram- farir í þessum verksmiðjurekstri sem allar miðast við að fá betri og verðmætari afurðir. Eldþurrkan sem upphaflega var í öllum þess- um verksmiðjum er nú horfin úr verksmiðjum nágrannalandanna svo sem Danmerkur og Noregs en í stað eldþurrkaranna eru komnir gufuþurrkarar og í sumum tilfellum loftþurrkarar. Hinsvegar sitja flestar íslensku verksmiðjumar eftir með eld- þurrkara. Ég veit ekki um neina af stóm íslensku verksmiðjunum nema Krossanesverksmiðjuna, en hún mun nú búin fullkomnum loftþurrkara. Munurinn á þessu er sá að dýr- asta mjölið sem nú er framleitt er úr fiski sem verður að vera nýr og án rotvarnarefna. Það er notað í fiskeldisfóður, loðdýrafóður og kálfafóður og er eftirspurn eftir þessu mjöli hraðvaxandi með hverju ári sem líður. Þetta mjöl er ekki hægt að framleiða þar sem eldþurrkarar eru notaðir í verk- smiðjum. Á árinu 1985 sem er eitt lakasta loðnuár Norðmanna á löngu tímabili, seldu þeir loðnumjöl undir sérstökum gæðamerkjum til framangreindra þarfa fyrir n.kr. 350 miljónir, í íslenskum krónum 1 miljarður og 886 miljónir. Flutningur íslenskra skipa á loðnu til erlendra verksmiðja á sl. ári, þar sem hægt var að greiða hærra verð fyrir loðnuna, styðst ekki bara við lægra olíuverð hinna erlendu verksmiðja heldur jafnframt þá staðreynd að þær hafa verið endurbyggðar á síð- ustu árum og eru nú búnar nýrri tækni sem flestar okkar verk- smiðjur vantar, t.d. hinar nýju þurrkunaraðferðir. Nú mun standa fyrir dyrum að gera þurfi breytingar á íslenskum fiskimjölsverksmiðjum til að losna við mengun frá þeim eða hina hvimleiðu lykt sem einusinni var nefnd peningalykt. Tækni- menn segja mér að með breyttum þurrkunaraðferðum sé þarna hægt að slá tvær í einu höggi, losna við mengun, fá betri afurðir og auk þess hagkvæmari vinnslu. Nú er framundan mikill vöxtur í fiskeldi ekki bara á íslandi held- ur líka meðal margra annarra þjóða. Vafalaust verður þurrfóð- ur stór þáttur í fiskeldinu vegna þess hve auðvelt er að beita raf- eindatækni við fóðrun sé þurr- fóður notað. En stærsti hlutinn í slíku þurrfóðri er fiskimjöl fram- leitt úr nýju hráefni án rotvarnar- efna og gufu, eða loftþurrkað. Það er því sjáanlegt að vaxandi eftirspum verður eftir slíku fiski- mjöli á næstu ámm. Það er orðið aðkallandi allra hluta vegna, að íslenskum fiskimjölsverksmiðj- um án undantekninga, verði komið í fullkomið nútímahorf Fiskimjölsverksmiðjan að Kletti tæknilega séð svo fljótt sem þess er nokkur kostur. Ole Enger forstjóri hjá Nor- sildmel sagði nýlega á fundi í Stavanger að þeir hjá Norsildmel reiknuðu með að selja á þessu ári fiskimjöl og lýsi til fiskeldis fyrir n.kr. 500 miljónir eða í íslenskum krónum 2 miljarða og 695 miljón- ir. Hinsvegar voru fluttar út frá íslandi 143,579,7 tonn af loðnu- mjöli á sl. ári og fyrir það fengust 1 miljarður 838 miljónir og 148 þúsund ís' kr.. Vaxandi útflutningur á fiskréttum Það var rétt fyrir 1970 að sölu- samtök norskra frystihúsa, Frio- nor, keypti nýja fiskréttaverk- smiðju í Þrándheimi sem einstak- lingur hafði byggt og rekið í fá ár. Síðan hefur Frionor rekið verk- smiðjuna og fullunnið fiskrétti þar fyrir Evrópumarkað úr frosn- um fiskblokkum. Ég hef tvisvar rengið að skoða þessa verksmiðju fyrir sérstakan velvilja stjómarmanns í Frionor. í síðara skiptið sem ég kom þang- að hafði verksmiðjan verið stækkuð mikið enda húsrými mikið til stækkunar. Þá var þessi verksmiðja orðin eins og best- búnu fiskréttaverksmiðjur Bandaríkjanna og stóð þeim ekk- ert að baki. Nú hefur sala full- unninna fiskrétta í neytendaum- búðum vaxið svo frá þessari verk- smiðju að þeir gátu ekki lengur annað eftirspum og hafa því byggt nýja fiskréttaverksmiðju í Alta á Finnmörku. Ég sagði lítil- lega frá þessu áður hér í fiski- málaþætti en hef nú fengið nánari fréttir af þessum framkvæmdum. Hin nýja fiskréttaverksmija er rekin af sérstöku fyrirtæki sem Frionor stofnaði um verksmiðj- una og heitir Frionor Polar Pro- dukter A.S.. Þama á framleiða á ári 8000 tonn af fullunnum fisk- miðað við verðlag í ár, n.kr. 130 miljónir, í íslenskum krónum rúmar 700 miljónir króna. Þess skal getið að dagvinnukaup í nor- skum verksmiðjum er nú hvergi undir n.kr. 50.00 á klst. en sum- staðar hærra, í íslenskum krónum reiknast þetta sem 268.00 á klst. Það skal tekið fram að Norð- menn skortir frosnar þorskafurð- ir í framleiðslu sína og má því gera ráð fyrir að talsvert sé af blokk unninni úr ódýrari fiskteg- undum. Með fullvinnslunni vinnst það hjá Norðmönnum að þessi út- flutningur þeirra á fullunnum fiskréttum, í stað útflutnings á hráefni í fiskrétti sem fullunnir væru síðan í verksmiðju í mark- aðslandi, að þeir fá meira af gjaldeyri markaðslandsins við söluna í sinn hlut því við vinnsl- una heima þá flytja þeir út í stór- um mæli aukna vinnu við fram- leiðsluna. réttum í neytendaumbúðum fyrir Evrópumarkað úr frosinni fisk- blokk. Unnið er samtímis á þremur framleiðsluárum. Alls er starfsfólk við verksmiðjuna 160 manns þar af vinna við fram- leiðsluna í verksmiðjunni 115. Útflutningur frá verksmiðjunni árlega í krónum talið, og er þá Ég skrifaði um það fyrir mörg- um árum að æskilegt væri að fullvinna fiskrétti úr frosinni fiskblokk hér heima fyrir markað í Evrópu. Á þessu voru þá talin öll tormerki m.a. vegna fjar- lægðar frá markaðinum. Nú hafa Norðmenn hinsvegar sannað að þetta er hægt og með því að stað- setja síðari fiskréttaverksmiðju sína norður á Finnmörku, sem er mikið lengri flutningsleið heldur en héðan frá íslandi á Evrópu- markaði, þá undirstrika þeir að lengd flutningsleiðar sé ekki að- alatriði í þessu sambandi heldur markaðsöflunin og gæði fram- leiðslunnar. Fiskrétturinn Kamaboko Þetta er eftirlíking af krabba- fiski, japönsk uppfinning og ein grein surumiframleiðslunnar. Af þessum rétti fluttu Japanir á Bandaríkjamarkað á sl. ári 38.985 tonn. Þetta var 20% sölu- aukning frá árinu 1984. Fyrir þessa japönsku framleiðslu fékkst mjög gott verð. Nú hafa Bandaríkjamenn sjálf- ir hafið framleiðslu á Kamaboko í Alaska og er hráefnið Alaskaufsi sem er ódýrt hráefni. Vinnslu- leyfi og vélar til framleiðslunnar er keypt frá Japan. En til marks um hvað Japanir eru góðir sölu- menn þá seldu þeir á Kanda- markaði mikið magn af Kama- boko á sl. ári en Kandamenn eru með stærstu fiskframleiðsluþjóð- um í heimi. Sala skreiðar til Nígeríu Sala skreiðar til Nígeríu hefur verið til umræðu að undanförnu og er sagt að komið hafi til tals að afhenda Sölusambandi ísl. fisk- framleiðenda, S.Í.F. allan út- flutning á skreið héðan. Sagt er að tveir af stærstu skreiðarútflytj- endum héðan, Skreiðarsamlagið og Sjávarafurðadeild sambands- ins hafi getað fallist á þetta fyrir- komulag í útflutningi. Hinsvegar stendur íslenska umboðssalan, eða Bjarni Magnússon öndverð- ur gegn slíku sölufyrirkomulagi. En Bjarni hefur verið einn af stærstu útflytjendum skreiðar á undanförnum árum. Fullyrt er að S.Í.F. setji það að skilyrði að fá alla skreiðarsöluna ef það fyrir- tæki tæki verkefnið að sér. Á árinu 1985 var allur skreiðar- útflutningur héðan frá íslandi 924,8 tonn og fór til 16 landa þar af 429,6 tonn til Ítalíu og 104,6 tonn til Nígeríu. Nokkuð af ítal- íuskreiðinni var send til baka sem óhæf vara. Á árinu 1985 fluttu Norðmenn út 6.349 tonn af skreið til 5 ónafngreindra landa. Engin skreið fór til Nígeríu hins- vegar fóru 3,864 tonn á markað á Ítalíu og er sagt að norska skreiðin hafi líkað vel. Útflutn- ingur skreiðar frá Noregi er frjáls eins og verið hefur hér. Það er ekki sölufyrirkomulagið á skreiðinni sem hindrað hefur sölu til Nígeríu heldur fjárhags- erfiðleikar þar í landi. Þá er sagt að stjórnvöldum í Nígeríu þykir skreiðin dýr miðað við gæði. Norskur kaupsýslumaður með mikil viðskipti við Nígeríu kom þaðan á sl. vetri og sagði þær fréttir að ríkisstjórnin í Nígeríu hefði látið manneldisfræðinga gera úttekt á innfluttri skreið og hefði álit þeirra verið að skreiðin væri of dýr miðað við gæði. Ráð- lagði hann mikla verðlækkun sem ekki var fallist á. Hinsvegar hefur sala á frosnum makríl til Nígeríu haldist og hefur verið í kringum 30 þúsund tonn, þar af frá Noregi 1985 6.243 tonn, hitt frá Bret- landseyjum. 9. júní 1986 Föstudagur 13. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.