Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 13
LISTAHÁTÍÐ UM HELGINA Poppið í gang 8 sveitir í Höllinni á mánu- og þriðjudag Popphátíð Listahátíðar fer í gang eftir helgi. Á mánudaginn spila í Laugardalshöll hljóm- sveitirnar Lloyd Cole and the Commotions, Simply Red, Grafik og Bjarni Tryggva. Á þriðjudeg- |inum, sjálfum 17. júní, troða svo upp Madness, Fine Young Canni- bals, Rikshaw og hin efnilega jungdómssveit Greifarnir. The Shadows í kvöld og næstu kvöld leika The Shadows af fingrum fram í Broadway. Hljómsveitin saman- stendur af trommuleikaranum Brian Bennett og gítarleikurun- um Bruce Welch og gleraugna- glámnum Hank Marvin. Þessir þrír eru kjarninn í sveitinni, en auk þeirra troða upp með þeim bassa- og hljómborðsleikari: Alan Jones og Cliff Hall. Svavar Guðnason Verk Svavars Guðnasonar Á laugardaginn verður opnuð yfirlitssýning á verkum eins af brautryðjendum fslenskrar nú- tímamyndlistar í Norræna hús- inu. Svavar Guðnason mun sýna þar verk sfn og þarf ekki að fjöl- yrða hversu kærkomin þessi sýn- ing er áhugamönnum um mynd- list. Markmið sýningarinnar, sem er framlag Norræna hússins til Listahátíðar, er að gefa yfirlit yfir listferil Svavars og verður sérstök áhersla lögð á tímabilið 1940-50. Verkin eru um 45 talsins og feng- in að láni víða að, bæði hérlendis sem erlendis. Vínar- Strengja- kvartettinn Leikur í Gamla bíói á sunnudag Enn einn tónlistarviðburður verður á vegum Listahátíðar. Á sunnudaginn klukkan 16 leikur Vínar-strengjakvartettinn í Gamla bíó. Þennan fræga kvartett skipa: Werner Hink, 1. fiðla Hubert Kroisamer, fiðla, Klaus Peisteen- er, vióla og Friedrich Dolezal, selló. Kvartettinn hefur leikið mjög víða við góðan orðstír og fengist jöfnum höndum við klass- ísk meistaraverk fyrri tíma sem og tónlist þekktra tónskálda tutt- ugustu aldar. Efnisskráin er líka í þeim dúr. Þeir leika verk eftir Mozart, Alban Berg og Franz Schubert. Margaret Price Syngur á laugardaginn í stað Ricciarelli Sópransöngkonan Margaret Price hljóp sem kunnugt er í veikindaskarð Katiu Ricciarelli og mun syngja með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat í Háskóla- bíó á laugardaginn klukkan 16. Margaret Price Margaret Price hefur sungið með mörgum af frægustu söngv- urum heimsins, svo sem Placido Domingo, Pavarotti. Ennfremur hefur hún sungið við óperur víða um heim og söngur hennar verið gefinn út á fjölmörgum hljóm- plötum. Vínar-strengjakvartettinn. UM HELGINA Eitt verka Jóhönnu Bogadóttur á Akureyri. MYNDLISTIN Picasso Meistari tuttugustu aldar mynd- listar, Pablo Picasso á Kjarvals- stööum. Einstakurstórviðburöur. Opiö 14-22. Tryggvi Yfirlitssýning í Listasafni ASÍ á verkum Tryggva Magnússonar málara og teiknara. Lýkur 22. júní. Opið 16-20 virka, 14-22 helgar. ThorogÖrn Þeir félagar sýna Ijóðmyndverk í anddyri Norræna hússins, sem er opið alla daga. Eina sýningar- helgin. Ásgrímur Ásgrímssafni með sýningu í tilefni Listahátíðar. Aöallega myndir málaðar á árunum 1910-1920. Opið 13.30-16 nema LA. Baltasar Sýning á teikningum Baltasars, sem ber nafnið Fimm þemu, er haldin í Galleri Gangskör. Hún hefur verið framlengd til tólfta júní vegna góðrar aðsóknar. Opin 12- 18. Reykjavíkurmyndir Listahátíð (og 200 ára Reykjavík): Sýningin Reykjavík í myndlistá Kjarvalsstöðum stendur til 27 júlí. 60 Reykjavíkurverk eftir 33 mynd- listarmenn. Opið 14-22. Karl Kvaran Listahátíð: Yfirlitssýning á verk- um Karls Kvaran, lýkur 29. júní. Opin daglega 13.30-22.00. Lista- safn íslands. Austurrískt Tíu austurríkismenn í Nýlista- safninu Vatnsstíg, lýkur 15. júní. Opið virka daga 16-20, helgar 14- 20. Jóhanna Boga Opnar sýningu á Akureyri. Mál- verk, teikningar og grafík í Verk- menntaskólanum við Þórunnar- stræti. Opið til 17. júní frá 15-22. OpnarLA: 16. ÓlafurTh opnar sýningu 46 olíu- og vatns- litamynda í Eden á mánudaginn. Stendur til 30. júní. Langbrókarflækja Samsýning aðstandenda Lang- brókar, Amtmannstíg 2, skúiptúr, vefnaður, þrykk; samheiti: Flækja. Lýkur 15. júní. Opið dag- lega 14-18. Ásmundur Sýning Reykjavíkurverka Ás- mundar Sveinssonr í Ásmund- arsafni í Sigtúni hefst FÖ. Opin 10-17 alla daga, stendur fram á haustið. Mokka Kristján Fr. Guðmundsson sýnir vatnslitamyndir og olíumálverk á Mokka. Opin út mánuðinn. Einarssafn Safn Einars Jónssonar Skóla- vörðuholti er opiö alla daga nema MÁ13.30-16. Höggmyndagarð- urinndaglega10-17. SPORTIÐ Knattspyrna Sjötta umferð 1. deildar karla: FH-Fram Kaplakrikavöllur LA 14.00, ÍBV-Valur Vestmannaeyjavöllur LA14.00, í A-Þór Akranesvöllur LA14.30, Víðir-ÍBK Garðsvöllur LA16.00 og KR-Breiðablik KR-völlur SU 14.00. 2. deild: Þróttur R.-Völsungur, Selfoss-KS, ÍBÍ-KA, Skallagrímur-Einherji og UMFN- iVíkingur, allirLA 14.00. 3. deild: Stjarnan:Fylkir FO 20.30. ReynirS.-ÍK, LeiknirF.- Valur Rf. Magni-Reynir Á, Tindastóll-Austri E. og ÞrótturN,- Leiftur LA14.00, Ármann-ÍR LA 16.00. 1. deild kvenna: Þór A.-Haukar Þórsvöllur LA14.00, Valur-KR ValsvöllurSU 14.00. Golf Stigamót GSÍ, Golfklúbburinn Keilir, LAogSU. Nessopið, Nesklúbburinn, LAog SU. Frjálsar Vormót UMSB, Borgarnesi LA. Vormót UÍA, Egilsstöðum LA. Frjálsíþróttaskóli UÍA, Eiðum, Fl- SU. Selfoss-Keflavík, Selfossi MÁ. TÓNLIST Djass Þekktir spámenn í djassi spila í Djúpinu. SU, MÁ: 21.30. Kórar Skólakór Seltjarnarness og Kór Landakirkju í Vestmannaeyjum syngja ásamt ýmsum söngvurum ÍHáteigskirkju. SU: 14. Hálft í hvoru Hljómsveitin ferðast nú um landið. Spila á Blönduósi FÖ: 22, Sauöárkróki LA: 22, Húsavík SU: 21 og Vopnafirði MÁ: 21. LEIKLIST Deiglan Allra síðasta sýning á þessu róm- aða verki Arthurs Miller. LA: 20. Helgispjöll eftir Peter Nichols í Þjóðleikhús- inu. Síðustu sýningar leikársins. FÖ, SU:20. Föstudagur 23. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.