Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Hafskip Albert kallaður fyrír? Órói í ríkisstjórninni. Tóku stjórnmálamenn við greiðslum afleynireikningi Hafskipsmanna? Umræðan um möguleg tengsl Alberts Guðmundssonar iðnað- arráðherra inn í Hafskipsmálið veldur nú talsverðum titringi í ríkisstjórninni. Þessi órói jókst eftir að Þjóðviljinn birti ít- arlegt viðtal við ráðherrann í gær. Forsætisráðherra vildi sem minnst tjá sig um málið í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann sagði þó að því væri ekki að neita að þetta mál ylli ákveðnum óþæg- indum. Hann sagði: „Ég vona að það sannist að eng- inn ráðherra í ríkisstjórninni sé í það flæktur. Ef að svo reynist vera þá er það vitanlega mitt mál að taka það til meðferðar og það mun ég gera ef svo fer. En ég vil ekki bera neinn sökum á þessari stundu.“ Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans líður nú óðum að því að iðnaðarráðhera verði kallaður fyrir og yfirheyrður um meintan þátt sinn í þessu máli. Rannsóknarlögreglan vildi hvorki staðfesta né neita að þetta stæði fyrir dyrum. Hvalveiðar Ályktun að skapi íslands Ekki lagstgegn útflutn- ingi á hvalaafurðum. Viðrœður við Japani að hefjast. Óljósthvort Bandaríkjamenn sam- þykkja að íslendingar selji h valkjöt til Japan Íslenska sendinefndin hafði í gegn orðalagsbreytingu á ál- yktun, sem lá fyrir Alþjóða hval- veiðiráðinu, áður en ályktunin var samþykkt síðdegis í gær á fundi ráðsins í Malmö. Með ályktuninni er ekki lengur lagst gegn útflutningi á hvalaaf- urðum, heldur er talað um að afurðir af þeim dýrum sem drepin eru í vísindaskyni, skuli fyrst og fremst notaðar til neyslu innan- lands. fslenska sendinefndin telur að íslendingar geti vel unað við þessa niðurstöðu og eru nú fyrir- hugaðar viðræður við Japani um kaup á hvalkjöti, hinsvegar er enn óljóst hvernig Bandaríkja- menn bregðast við ef Japanir ætla að kaupa hvalkjöt af Islending- um. -Sáf Iðnaðarráðherra neitar því staðfastlega að hann hafi notið annarra greiðslna eða hlunninda frá Hafskipi en sem nemur einni utanlandsferð í tengslum vð sex- tugsafmæli sitt. Helgarpósturinn segir frá því í gær að ráðherra hafi tekið við 117 þúsund króna ávís- un sem greidd hafi verið út af leynireikningi þeirra Hafskips- manna í Útvegsbankanum. Ráð- herra staðfestir að hafa veitt um- ræddri ávísun viðtöku en segir að hér hafi verið um eðlilega afslátt- argreiðslu að ræða. Um leynir- eikning kveðst hann ekki vita. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans munu ýmsir aðilar hafa notið greiðslna af leynireikningi þeirra Hafskipsmanna. Þar munu hafa legið á vöxtum tugir miljóna króna. Herma heimildir blaðsins að greiðslur af þessum reikningi, eða jafnvel reikningum, teygi sig með fleiri en einum hætti inn í stjórnmálalíf þjóðarinnar. -G.Sv./ÖS Hank Marvin, gítarleikari hljómsveitarinnar The Shadows töfraði hljóma árana fyrir tæðingu Bítlanna úr gítar sínum við góða aðstoð hinna Skuggaspilaranna á hljómleikum á Broadway í gærkvöldi. Húsfyllir var og kunnu hljómleikagestir vel að meta leik piltanna og var haft'á orði, að þrátt fyrir öll gítargoð, sem poppið hefur getið af sér, þá séu hljómarnir úr rauða fendernum hans Hank Marvins einstakir í sinni röð. Mynd Ari. GLÆTAN FISKIMÁL UM HELGINA ÍÞRÓTTIR Páll Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, er líklega á heini- leið eftir ársdvöl hjá Dankersen í Vestur-Þýskalandi. Hann er orð- aður bæði við Víking og Val. —VS Sjá íþróttir bls. 15 Hafskipsmálið Gæslu- varöhald framlengt Sakadómur Reykjavíkur . samþykkti ígœr ósk RLR um framlengingu gœsluvarðhalds Ragnars Kjartanssonar og Björgúlfs Guðmundssonar til 25. júní. Úrskurðinum skotið til Hæstaréttar Sakadómur Reykjavíkur varð í gær við beiðni RLR um að gæslu- varðhald þeirra Ragnars Kjart- anssonar og Björgólfs Guð- mundssonar yrði framlengt til 25. júní nk. Það átti samkvæmt úr- skurði Hæstaréttar að renna út í gær. Þeir Ragnar og Björgólfur hafa vísað úrskurði Sakadóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Það mun taka einn eða tvo daga fyrir Hæstarétt að dæma í málinu. Eins og menn eflaust muna var gæsluvarðhald tvímenninganna í upphafi ákveðið af Sakadómi Reykjavíkur til 25. júní, en Hæstiréttur stytti það til 11. júní. Nú er eftir að vita hvort Hæsti- réttur fellst á þennan síðari úr- skurð Sakadóms Reykjavíkur. Héðan af er úrskurðar Hæstarétt- ár varla að vænta fyrr en eftir helgina. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.