Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 14
NRON og ASÍ/BSRB Samanburður á verði gisti þjónustunnar Talsverður munur áverði eftirstöð- um Neytendafélag Reykjavíkur og nágrennis, ASI og BSRB hafa gert könnun á verði gistingar og annarrar þjónustu á ýmsum hót- elum og gististöðum landsins. Var könnunin gerð dagana 6.-11. júní. Hér á eftir birtum við töflu yfir stöðina sem kannaðir voru og jafnfram skýringar frá þeim sem könnunina gerðu. „Vegna fjölda hótela og gistist- aða á landinu nær könnun þessi aðeins til hluta þeirra og er þeim raðað þannig að byrjað er á Akranesi og síðan réttsælis um landið. Sérstök áhersla er lögð á að íburður herbergja er mjög mis- munandi, t.d. sími, sjónvarp, ís- skápur o.fl., og einnig önnur þjónusta sem er í boði. Ekki er tekið tillit til þessa í könnuninni. Nefna má ýmsa aðra gisti- möguleika eins og Ferðaþjónustu bænda. Víða hjó þeim er hægt að fá leigð sumarhús og hjólhýsi. Eftirfarandi verð er vikuleiga á sumarhúsunum þeirra: 3-5 manna, 9,500 kr. 6-10 manna, 11,500 kr. Hjólhýsi minnst 4 manna, 5.000 kr. á viku. Hótel KS í Vík í Mýrdal leigir út sumarhús sem eru með tveimur tveggja manna herbergj- um og er húsið leigt á 3,000 kr. yfir nóttina. Gistihúsið Mosfell á Heilu leigir einnig út sumarhús og tjaldstæði. Um er að ræða 3 stærðir húsa. Lítið 4 manna hús kostar 1,200 kr. yfir nóttina. Stærra 4 manna hús er leigt á 1,980 kr. og 6 manna á 2,990 kr. yfir nótt. Farfuglaheimilin bjóða upp á gistingu á 19 stöðum á landinu. Á þessum stöðum er bæði eldunar- og hreinlætisaðstaða. Nánari upplýsingar um gisti- staði innanlands gefur Ferða- málaráð íslands, Laugavegi 3, Reykjavík. FRETTIR 1 m. herb. 1 m. herb. 1) 2 m. herb. 2 m. herb. . 2) Aukarúm/ Svefnp. Morgun- MDla- Gos án baðs m/baði án baðs m/baði dýna, umb. pláss veróur kaffi Ik'itol Akr .u >cs, Akxancs i 1.100 1.500 300 220 45 50 IkStel Bifröst, Borgarfirði 1.150 1.500 1.500 1.950 300 250 250 60 70 Ik'itel Stykkisl>óInur,Stykkish. 1.890 2.350 450 250 60 100 Ik'jtcl Búðir.Sruefellsncsi 1.100 1.600 250 300 60 -35 i versl. Mótel Búðardalur.BúðéLrdal 1.000 1.450 300 250 250 50 50 Gistih.Vegamót.Bildudal 1.000 1.500 300 250 200 30 25 llótel Hólnavik,lkf>lnavik 850 1.250 250 260 230 50 50 Hótel ísafiöróur,Isaf. 1.950 2.450 300 250 60 80 -"- heimavist,Isaf. 1.200 1.500 450 Ikf>tel Blönduós,Blönduósi 1.150 1.800 1.500 2.200 350 350 250 60 70 lkf>tel 1t>rg, Sauðárkrók 1.100 1.550 1.550 1.950 300 210 35 30 lkf>tel Ftelifell,Sauóárkrók 1.250 1.500 1.500 1.950 300 310 250 60 80 lkf>tel Höfn,Siglufirói 1.050 1.300 200 50 50 Gistlh.,Akureyri 800 1.100 300 300 200 40 35 Ikitel Akureyri,Akureyri 900 1.200 1.200 1.500 300 180 35 ^25 litið gl. ^•35 st. gl. 35/70 teria/rrats. Hótel KEA,Akureyri 2.250 3.100 615 300 41/67 Ikbtel Stefania,Akureyri 1.500 2.150 2.000 2.900 350 280 innif. 40 -"- heimavist,A.ey. 1.000 1.500 Hótel Varðborg,Akureyri 900 1.800 1.300 2.200 500 220 40 45 Hótel Reykjahliö,Mývatni 1.060 1.560 250 Hótel Reynihlið,Mývatni 1.070 1.890 1.680 2.400 440 210 60 55 lkf>tel Húsavik,Húsavik 1.100 1.700 1.650 2.300 300 250 50 50 Hótel Horðurljóe,Raufarhöfn 1.100 1.500 300 450 230 Gistih. Tangi,Vopnafirði 850 1.250 300 250 50 40 lkf>tel Egilsstaðir,Egilsst. 900 1.200 1.600 300 400 200 50 Ikf>tel Valaskjálf ,Egilsst. 1.100 1.500 1.500 1.950 600 250 250 70 60 Hótel Sn*fell,Seyóisfirói 1.300 1.600 250 250 50 50 Hótel Askja,Eskifirði 1.000 1.800 250 250 innif. 50 lkf>tel Bláfell,Breiódalsv. 1.150 1.500 300 250 250 50 35 Hótel Hi3fn,Höfn,Homafirði 1.260 1.890 1.770 2.350 500 250 50 80 Gi s t ih. He imir, Ves tm. ey j um 1.000 1.400 1.300 1.600 500 úr issk. á Gistih.Skútinn,Ves tm.eyjum 1.000 1.300 500 400 200 75 70 lkf>tel Gestgjafinn,Vestm. 1.435 1.970 1.750 2.430 400 250 50 50 Hótel KS,Vik i Mýrdal 950 1.400 250 lkf>tel Hvolsvollur.Hvolsv. 1.150 1.500 1.950 300 450 250 50 60 Gistih.ítosfell,Hellu 1.150 1.500 lkf>tel Selfoss,Selfossi 1.450 1.950 725 250 60 80 lkf>tel hóristún.Selfossi 1.190 1.600 1.600 1.950 330 250 Ikótel Valhöll,I>ingvöllLBTi Bláa lóniö,Svartsengi 1.500 1.680 3) 1.950 2.000 3) 300 615 3) 260 60 40 e.mat 60 60 60 Hótel Keflavik,Keflavik 1.900 2.300 400 200 50 EDOU - liótclin, á 20 stöðum á landinu 1.150 1.500 1.500 1.950 300 250 250 60 40 e.mat 55 I'orðabjónusta hmda, á 72 stöóvm á landinu 1.700 31 250 llÆsta verð 1.500 2.250 2.000 3.100 725 450 300 75 100 Lagsta verð 800 1.200 1.100 1.500 250 250 180 30 21 Munur i kr. 700 1.050 900 1.600 475 200 120 45 79 Munur í l 87,5 87,5 81,8 106,7 190 80 66,7 150 376,2 Þar sem baö er ekki inni á herbergjum er yfirleitt baðherbergi frammi á gangi. Gjaldíö miðast við umbúið rúm eðadýnu. Yfirleitt kostar ekkert að fá aukarúm eða dýnu fyrir börn, sofi þau í svefnpokum. Morgunverður innifalinn í gistiverði. HITTOG ÞETTA Trimm Ný aðstaða til allra handa leikfim- is og líkamsræktar opnar í Fella- helli. Húsið opið LA: 10-16. Nonnahús Starfsemin hefst með kynningu á NonnaSU: 16. Sögustund fyrir börn SU: 17. Sumarstarfsemin opnarformlega LA: 14. Hananú! Frístundahópurinn Hana nú í Kópavogi fer í vikulega laugar- dagsgöngu frá Digranesvegi 12 LA: 10. Sjóminjasafnið Sjóminjasafn íslands í Bryde- pakkhúsinu í hjarta Hafnarfjarðar er opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. Þar er nú sýn- ing á gufuskipatímabilinu, milli- landa- og strandferðasiglingum í byrjun aldarinnar, togaraútgerð og saltfiskverkun, upphafi stéttar- baráttu sjómann á íslandi, ver- kfærum til bátasmíða, líkan af gufuvél, landhelgisgæslunni o.fl. Þá er gestum boðið að skoða kvikmyndina Lífið er saltfiskur sem Lifandi myndir gerðu fyrir 50 ára afmæli FIS. Er kvikmyndin sýnd á myndbandi, fyrri hlutinn kl. 15 og seinni hlutinn kl. 16. Fiðlarafólk; frá vinstri Friðjón Árnason, Helga Sif Friðjónsdóttir, ZophoníasÁrnason og Gunnlaug Ottesen. Mynd G.Kr. J. Akureyri Nýr matsölustaður Fiðlarinn opnaður á 5. hœð Alþýðuhússins Á Akureyri hefur verið opnað- ur nýr matsölustaður. Hann er til húsa í nýja Alþýðuhúsinu við Skipagötu og er uppi á 5. hæð. Staðurinn hefur hlotið nafnið FIÐLARINN. í anddyri Alþýðu- hússins er lyfta. Þegar komið er upp á 5. hæð er útsýni hið besta og ætti enginn að vera svikinn af því. Fiðlarinn er í alla staði smekklega hannaður og býður upp á þægilegt andrúms- loft. Það er létt yfir innréttingum sem eru að öllu leyti teiknaðar af eigendunum, en smíðaðar hjá Trésmiðjunni Þór á Akureyri. Rúmgóðar svalir eru sunnan við sjálfan matsölustaðinn, þar sem gestir geta setið í „blíðunni" og matast. 1. júlí í fyrra var fyrirtækið „Svartfugl“ stofnað í þeim til- gangi að hefja veitingarekstur í Alþýðuhúsinu. Eigendur fyrir- tækisins eru þau Gunnlaug Otte- sen, reiknifræðingur, Zophonías Árnason matreiðslumaður og Friðjón Árnason hótelrekstrar- fræðingur. Fyrirtækið rekur einn- ig ráðstefnu- og fundaraðstöðu á 4. hæð hússins, en salurinn þar tekur allt að 300 manns í sæti. Þeim sal má síðan skipta niður í tvo smærri sali. Að sögn Friðjóns Árnasonar hefur verið mjög gott samstarf við eigendur hússins, sem eru verkalýðsfélögin á Akureyri. Hann benti líka á þann leiða mis- skilning hjá sumum sem telja að nafnið Svarfugl eigi við salinn á 4. hæð. „Það er Alþýðuhúsið," sagði Friðjón. „Svartfugl er að- eins rekstrarfélag." Hjá fyrirtækinu starfa 18 manns, þar af 5 nemar í fram- reiðslu og matreiðslu. Ekki er að efa að Fiðlarinn á eftir að skipa sér veglegan sess í veitingahúsa- sögu Akureyrar, því hér er á ferð- inni mjög smekklegur staður með fyrsta flokks útsýni. Á matmáls- tímum verður lifandi tónlist, en sá liður er í höndum Michael Jóns Clarke. Eini ókosturinn við það að vera kominn svona hátt upp er sá, að þá sér maður ofan á húsþökin við Hafnarstrætið. Það er full ástæða fyrir verslunareigendur við þá götu að gera sér ferð upp á Fiðlarann og horfa á fasteignir sínar úr lofti. Etv. sæi þá einhver sóma sinn í því að fjárfesta í pensli og málningardós, að mað- ur tali nú ekki um kúbein til að slá timbur frá áratuga gömlum steinvegg sem blasir við. Eins og málin horfa núna snýr maður sér ósjálfrátt frá þessari götumynd og lítur út yfir Pollinn. G.A. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.