Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Stjórnmál Nýtt hótel opnar við Geysi í Haukadal 21. júní. Það er Már Sigurðsson, sem hefur látið endurbyggja gömlu skólahúsin á staðnum og verður hann bæði með hótel- og veitingarekstur í þeim húsakynnum. Már sagði að íþróttasalurinn, sem nú er verið að innrétta, hafi verið byggður 1945. Þetta er um 400 fermetra húsnæði og verður sett upp aðstaða til veitingarekst- urs þar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veitingarekstur er við Geysi, því Sigurður, faðir Más, hóf veitinga- rekstur á staðnum árið 1927. Már hefur rekið söluskálann við Geysi og mun halda því á- fram. Gamlar byggingar við í- þróttahúsið hafa einnig verið gerðar upp og verður þar gistiað- staða í sumar. Þá er í bígerð að gera upp sundlaugina á staðnum og hefur Þorsteinn Einarsson, í- þróttafulltrúi gefið ráðleggingar um hvernig að því skuli staðið. Hefur hann gert drög að endur- bótum á sundlauginni og einnig að setlaugum sem verða hjá sundlauginni. Er vonast til að sundlaugin opni seinna í sumar. í öðrum áfanga á að reisa við- byggingu fyrir fleiri gistirými en enn hefur ekki fengist leyfi fyrir því. Verður hafist handa við það á hausti komanda ef leyfi fást. Már sagði að það væri mis- skilningur að þeir bræður Þórir og hann væru í fangbrögðum vegna þess að Þórir ætlar að vera með veitingarekstur í gróðurhúsi sínu, einsog fram kom í Þjóðvilj- anum í gær. Sagði hann að þeir bræður ættu í engum illdeilum þó skiptar skoðanir væru á milli þeirra um hvort rétt væri að vera með tvö veitingahús á staðnum. Hinsvegar væri það yfirvalda að skera úr um hvort Þórir fengi veitingaleyfi. „Einu fangbrögðin sem ég veit um hér í sveit eru í sveitarstjórn- armálunum, en mikill bardagi er milli manna vegna sveitarstjórn- arkosninganna, sem verða nú um helgina,“ sagði Már. Klofnaði sveitarstjórnin í þrjá framboðslista og standa sjálf- stæðismenn að einu framboði en hinir tveir eru ópólitískir listar. —Sáf TORGIÐ Tjái mig ekki að svo stöddu. Veitingarekstur Hótel við Geysi Hótelvið Geysiopnaðnúíjúní. MárSigurðsson, hóteleigandi: Verðumbœðimeð hótel- og veitingarekstur. Engin glímutök hjá okkur brœðrum. Glímuskjálfti í sveitarstjórnarkosningunum Ný sósíalísk samtök BlaðberarÞjóðviljanshafaíveturtekiðþáttísérstökuhappdrættioghefurþaðverið fastur liður í starfsemi útburðardeildar blaðsins undanfarin ári. í vor var dregið um vinninga og voru fimm blaðberar svo hepþnir að hreppa ferð með Samvinnuferðum Landsýn til Danmerkur. í dag leggja blaðberarnir upp í ferðina ásamt fararstjóranum Jóhannesi Harðarsyni. Hann er yst til vinstri á myndinni en síðan koma Magnús Steindórsson Vestmannaeyjum, Hjalti Guðjónsson Sand- gerði, Arni Pálsson Reykjavík, Gunnar Sigurðsson Kópavogi, og Berglind Berg þórsdóttir Reykjavík. Yst til hægri er Helgi Daníelsson frá Samvinnuferð- um-Landsýn. Skólakerfið Vantar heildarstefnumöikun ídrögum úttektar OECD á íslenska skólakerfinu segir m. a. ekki sé til heildarstefnumörkun fyrir nám á framhaldsskólastigi og að aukaþurfi tengsl skóla og atvinnulífs annars vegar og skóla og heimila hins vegar Ný sósíalísk samtök verða stofnuð á morgun og segir í fréttatilkynn- ingu frá undirbúningsnefnd að helsti hvatinn að stofnun samtak- anna sé gífurlcg óánægja með síð- ustu kjarasamninga. í fréttatilkynningunni segir að fyrir nokkru hafi urn 50 manns sem hafa starfað á vinstri kanti íslenskra stjórnmála hist, og sam- þykkt að vinna að stofnun sósíalí- skra baráttusamtaka. í undirbún- ingsnefnd fyrir stofnfundinn voru kosin þau Hjördís Hjartardóttir, Ragnar Stefánsson, Reinold Ric- hter, Soffía Sigurðardóttir, Stella Hauksdóttir, Þóroddur Bjarna- son, Þorvaldur Örn Árnason og Þorvaldur Þorvaldsson. Undirbúningsnefndin segir í fréttatilkynningu að með stoínun samtakanna sé ætlunin að snúa sér af krafti að verkalýðsbarátt- unni, „móta nýja stefnu í stað þeirrar stéttasamvinnu sem nú heltekur verkalýðshreyfinguna, og fylgja henni eftir innan hreyfingarinnar. Hin nýju samtök munu væntanlega verða alhliða stjórnmálasamtök er láta sig varða bæði inrianlands- og al- þjóðastjórnmál. Með þeim mun róttæku fólki gefast kostur á að ræða saman og sameina krafta sína.“ Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg klukkan 10 árdegis á morgun. —gg Drög að úttekt menntamála- nefndar Efnahags- og fram- farastofnunarinnar í París (OECD) á íslenska skólakerfinu hafa nú verið lögð fram, en í þeim er bent á atriði sem sérfræðing- unum sem unnu að úttektinni þykir ástæða til að taka til sér- stakar athugunar eða endurskoð- unar. Þeir sérfræðingar sem unnu að útektinni hér á landi í febrúar sl., benda á að á tiltölulega fáum árum hafi verið byggt upp öflugt menntakerfi á íslandi og að frarn hafi farið merkilegt þróunarstarf innan skólakerfisins, einkum á grunnskólastigi. Hins vegar væri ástæða til þess að endurmeta ýmsa þætti skólakerfisins og efla sérstaklega tengsl milli skóla- stiga, tengsl milii skóla og at- vinnulífs og svo tengsl milli skóla og heimila. í þessu sambandi var m.a. lögð rík áhersla á það að endurskoða þyrfti skólakerfið með tilliti til aukinnar fjölbreytni í atvinnulíf- inu og að í framhaldsskóla- og háskólanámi þyrfti í ríkari mæli að bjóða upp á hagnýtt nám, en of mikil áhersla virtist lögð á bók- legt nám á þessum skólastigum. Framhaldsskólarnir miðuðust of mikið við að undirbúa nemendur undir háskólanám og of lítið framboð væri á stuttu hagnýtu háskólanámi. Hvað varðar tengsl skóla og heimila var spurt hvern- ig íslenska skólakerfið ætlaði að mæta aukinni þátttöku í uppeldi barna vegna þátttöku beggja for- eldra á vinnumarkaðinum. Jafn- framt var minnst á það að da- gvistunarstofnanir og forskóla- deildir gætu e.t.v. gert meira af því að búa nemendur undir reglu- íegt nám í skóla. Ymis atriði varðandi stöðu há- skólans voru rædd sérstaklega. M.a. voru gerðar athugasemdir við takmarkað umfang rannsókna í háskólanum og spurt hvort ekki væru fyrirhugaðar leiðir til þess að efla rannsóknar á þeim vettvangi og hvort ekki væri tímabært að koma á fót svoköllu- ðu Ph. námi eða doktorsnámi við einstaka deildir háskólans. Hið mikla brottfall nemenda á þessu skólastigi var tekið til umfjöllun- ar og álíta sérfræðingarnir að það gæti átt rætur sínar að rekja til of mikillar sérfhæfingar á fyrsta námsári og/eða kennsluaðferða þar sem of mikil áhersla væri lögð á fyrirlestra. Staða kennara almennt, bæði hvað varðar kjör og menntun, var gerð að sérstöku umræðuefni og óskað var eftir upplýsingum um það hvernig ætlunin væri að bregðast við vaxandi kennara- skorti. Að lokum var vakin athygli á því að ekki væri til heildarstefnu- mörkun fyrir nám á framhalds- skólastigi og óskað var eftir um- ræðum um áform um aukna áætl- anagerð í skólakerfinu og aukið almennt eftirlit með skólastarfi. Skýrslan sem drögin eru unnin úr er væntanleg fullunnin síðar í sumar, en þá er fyrirhugað að efna til sérstakra umræðna um skólamál m.a. á grundvelli þess sem kemur franr í skýrslunni. -K.Ól. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.