Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Þjóðviljinn Megn óánægja Ritstjórnfundaði um fréttir affjölgun ritstjóra á Þjóðviljanum. Vantraust á ritstjórnarstefnuna Megn óánægja kom fram á fundi, sem ritstjórn Þjóðvilj- ans hélt í gær, vegna frétta af mögulegum breytingum á rit- stjóraskipan blaðsins. Aðrir fjöl- miðlar hafa verið með fréttir um að til standi að bæta við þriðja ritstjóranum, við hlið þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Arna Bergmann. Svavar Gests- son, formaður flokksins hefur verið orðaður við stöðuna og er Vísitalan Hækkar um 0.66% Verðbólguhraðinn um 24% síðustu 12 mánuði Vísitala framfærslukostnaðar reyndist vera samkvæmt útrcikn- ingum Kauplagsnefndar 170.6 stig fyrir júnímánuð eða 0.66% hærri en hún var í maíbyrjun. Af þessari hækkun stafa 0.2% af hækkun á verði matvöru, eink- um vegna verðhækkunar á eggj- um og mjólkurafurðum, en að öðru leyti stafar hækkun vísitöl- unnar af verðhækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða. Síðustu 12 mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækk- að um 23.9%. Hækkun vísitölu- nnar um 0.66% á frá maí til júní svarar til 8.2% árshækkunar. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 3.0% og svarar sú hækkun til 12.6% verð- bólgu á heilu ári. —lg. Trimmdagar Ráðstefna um heilbrigði í Evrópu Þjóðviljinn minnir á Trimm- dagana á Jónsmessu, 20. til 22. júní. Föstudagurinn 20. júní er dagur leikfiminnar, 21. júní er dagur sundsins og 22. júní er dag- ur gönguferða og skokks. Vikuna fyrir Trimmdagana verður haldin á Hótel Sögu Evr- ópuráðstefna um heilbrigðismál. Læknar og sérfræðingar frá öllum Evrópulöndum mætast og efst á blaði hjá þeim eru umræður um holla hreyfingu og mataræði. Trimmdagarnir eru hugsaðir sem upphaf að því að sem flestir fslendingar beini sjónum sínum í ríkari mæli að eigin líkamlegri velferð. Með aukinni framþróun og tækni verða kyrrsetustörfin í þjóðfélaginu æ fleiri og því er enn brýnna en fyrr að standa vörð um eigin heilbrigði og heilsu. ljóst að ákveðnir aðilar í útgáfu- stjórn Þjóðviljans eru þess mjög fýsandi. Svavar hefur sjálfur ekki látið uppi afstöðu sína opinber- lega um málið. Á fundinum í gær kom fram sú skoðun að blaðamenn töldu hug- myndina um að ráða nýjan rit- stjóra að blaðinu, vera vantraust á þá ritstjórnarstefnu, sem blaðið hefur haft að undanförnu og ein- ing verið um á ritstjórninni. Engin ályktun var gerð á fund- inum heldur ákveðið að bíða átekta þar til útgáfustjórn Þjóð- viljans hefur fjallað um málið á mánudag. Það kom hins vegar fram að nokkrir blaðamenn eru ákveðnir í að segja upp störfum verði nýr ritstjóri ráðinn í blóra við vilja ritstjórnarinnar. Þjóðviljinn hafði tal af Svavari Gestssyni um málið en hann kvaðst ekki vilja tjá sig að svo stöddu. Sama afstaða var uppi hjá ritstjórum blaðsins. -ÞH/-v/-Sáf Landbúnaður Átak í sölu dilkakjöts Markaðsnefnd landbúnaðar- ins hefur nú efnt til sérstaks kynn- ingarátaks í því skyni að glæða sölu og neyslu á íslensku dilka- kjöti. Er vonast til þess að með margþættu sölu- og kynningar- átaki nú í sumar náist verulegur árangur í að auka sölu á kjötinu. Ætlast er til þess að í sumar verði 4 ntilj. kr. varið til þessa markaðsátaks. Verður kjötið auglýst og selt undir heitinu „ís- lenskt fjallalamb". Miðar her- ferðin öll að því að undirstrika þá sérstöðu íslenska dilkakjötsins að vera hrein og ómenguð villibráð, þar sem lambið nærist að mestum liluta á villtunr gróðri og er slátr- að að hausti án þess að hafa svo til nokkurn tíma komið í hús. Markaðsnefndin hefur leitað eftir víðtæku samstarfi við dreifingaraðila og smásala um þetta kynningarátak. Gert er ráð fyrir því, að sveit sérfróðra manna í meðhöndlun og frani- leiðslu dilkakjöts heimsæki versl- anir um allt land nú í sumar, vinni þar með kaupmönnum og kjöt- iðnaðarmönnum, gefi og þiggi góð ráð, fylli kjötborðin af til- reiddu og lystaukandi dilkakjöti og örvi neyslu eins og frekast er unnt. Jafnframt verður kjötið auglýst sem hráefni á útigrillið og í hefðbundna matreiðslu. Áhersla verður lögð á rétta með- höndlun fyrir notkun og tilraun gerð til þess að auka enn frekar á vinsældir þessa einstaka sérís- lenska hráefnis. Björg Þorleifsdóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir: töldum nauðsynlegt að ísland slægist í hóp annarra Norðurlanda- þjóða á Kílarvikunni. Ljósm. Sig. Landkynning ísland á Kielarviku ísland með í annað skiptið í landkynningu sem haldin er á sumarhátíð borgarinnar Kiel í Þýskalandi. Danfríður Skarphéðinsdóttir: Við söknuðum Islands meðal hinna Norðurlandanna og ákváðumþví sjálfar að taka til okkar ráða ar á ferðaþjónustu á Islandi. Danfríður sagði að það hefði verið áberandi í fyrra hvað fólk hafði mikinn áliuga á að fræðast um landið. Þá voru þær með myndabandasýningu í bás íslands og m.a. var sýnt myndband um íslenska hestinn sem vakti mikla athygli. Borgarstjórnin í Kiel býður stjórnmálamönnum frá öllum þátttökuþjóðunum og þekktust nokkrir íslenskir stjórnmála- menn boðið í fyrra. ______Sáf Kynningarátakið nú í sumar er fyrsti þáttur víðtækra aðgerða til þess að styrkja stöðu íslenska dilkakjötsins á marknum. Endur- skoðun á ýmsum framleiðsluþátt- urn og aðlögun að ýmsum óskum og þörfurn neytenda, samfara markvissri kynningarstarfsemi er á næstu árum ætlað að varðveita og efla þá afdráttarlausu sér- stöðu, sem villt íslenskt fjalla- lamb hefur haft meðal íslenskra neytenda til þessa. -mhg Neytendasamtökin Mótmæla nafnbirtingu hjá happdrættunum Nauðsynlegt að hiðfyrsta verði reglur um happdrœtti endurskoðaðar og sett skýr ákvæði um framkvœmd þeirra Vikuna 21.-29. júní er haldin árleg Kielarvika í Norður-. Þýskalandi. Hátíð þessi er sumar- hátíð borgarbúa og er ýmislegt á dagskrá þessa vikuna, svo sem siglingakcppni og aðrar skemmtanir. Miðpunktur vik- unnar er svo alþjóðlegur markað- ur í miðborginni í Kiel og taka um 30 þjóðir þátt í kynningunni. Islendingar eru nú með í annað skiptið, en það eru þrjár ungar konur, sem allar hafa stundað nám í Kiel, sem sjá um þátttöku okkar íslendinga. Það eru þær Lovísa Birgisdóttir, sent býr í Kiel og þær Danfríður Skarphéð- insdóttir og Björg Þorleifsdóttir, sem eru komnar aftur heim til ís- lands eftir nokkurra ára náms- dvöl í Kiel. Danfríður sagði í samtali við Þjóðviljann, að ástæðan fyrir því að þær réðust í þetta í fyrra væri sú að þær hefðu saknað íslands meðal Norðurlandanna, þegar þær voru í Kiel á sínum tíma. Sagði hún að þær væru allar áhug- amanneskjur um ferðamál og þegar þær hefðu séð hversu vel hin Norðurlöndin voru kynnt á hátíðinni hefðu þær ákveðið að gera eitthvað í málinu. í ár munu þær kynna Llenskar lopapeysur, fiskafurðir og íslensk skáldverk á þýsku, auk sjálfrar landkynningarinnar og kynning- Stjórn Neytendasamtakanna hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega eru fordæmdar allar hugmyndir og hótanir happ- drætta um að birta opinberlega nöfn þeirra sem hefðu fengið vinning meðþvíað kaupa miða. Hvetja samtökin til þess að reglur um happdrætti verði teknar til endurskoðunar og sett skýr ákvæði um hvernig þeir sem fá leyfi til að efna til happdrættis standi að framkvæmd mála. Segja samtökin að full ástæða sé til að gagnrýna söluaðferðir happdrætta í ýmsum tilvikum. Til dæmis þegar beitt er þeim sál- fræðilega þrýstingi að tengja happdrættismiða ákveðnum ein- staklingum með því að nota sím- númer hans eða bifreiðanúmer. „Með þessu er einstaklingurinn settur í þá stöðu, ef hann kaupir ekki miða, að eiga það á hættu að sjá númer sitt dregið til vinn- ings." Jafnframt benda Neytenda- samtökin á það í ályktuninni að einfalt sé fyrir almenning að komast undan póstsendingum af því tagi sem hapdrættin séu með, með því að fara fram á það við Hagstofuna að nafn viðkomandi sé tekið af þeirri skrá sem notuð er til þessara póstsendinga. —lg- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.