Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 6
MINNING Brynjar Guðmundsson fæddur 19.10.1916-dáinn 4.6.1986 Á skilnaðar- og saknaðar- stundum verður manni oft orða vant. Svo fer mér nú þegar ég kveð tengdaföður minn Brynjar Guð- mundsson Selvogsgötu 7 Hafnar- firði, hinstu kveðju. Það eru rétt rúmlega 25 ár síðan við sáumst fyrst. Sá dagur er mér enn í fersku minni. Þá stund blandaðist í huga mér eftirvænting og kvíði. Eftir- vænting, að hitta væntanlega tengdaforeldra, mága og mág- konur og kvíði fyrir því hvernig mér yrði tekið og hvernig ég félli að fjölskyldunni. Þetta er í eina skiptið sem ég hef fundið til kvíða yfir að heimsækja Selvogsgötu 7, eftir- vænting hefur hins vegar ailtaf fylgt þeim heimsóknum. Brynjar Guðmundsson, var fæddur í Reykjavík 23. október 1916. Sonur hjónanna Guð- mundar Júlíussonar, sjómanns og konu hans Guðrúnar Guð- jónsdóttur, elstur í hópi sex systkina. Hann ólst upp í Reykja- vík og gekk þar í barnaskóla en dvaldi flest sumur vestur á Rauðasandi þaðan, sem foreldr- ar hans voru ættaðir. Þangað reikaði hugur hans oft síðar á ævinni, til unglingsáranna á Rauðasandinum. Guðmundur og Guðrún fluttu með börnum sín- um til Hafnarfjarðar árið 1932. Að loknu námi í barnaskóla tók alvara lífsins við hjá Brynjari. Þrátt fyrir góðar gáfur og ótví- ræða námshæfileika þá kom tæp- ast tii umræðu framhald skóia- göngu. Hann fór til sjós og stund- aði sjómennsku allt til ársins 1954 með fáum hléum er hann vann almenna verkamannavinnu eins og gerðist og gekk á þeim tímum. Þegar Byggingarfélag alþýðu hóf byggingu verkamannabú- staða við Selvogsgötu í Hafnar- firði, þá var Guðmundur Júl- íusson með þeim fyrstu sem hóf þar byggingu. Við það var Brynj- ar foreldrum sínum ómetanleg hjálp enda var faðir hans löngum fjarverandi vegna atvinnu sinnar. Árið 1943 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Hólmfríði Ragnarsdóttir Konráðssonar og konu hans Hólmfríðar Ásbjörns- dóttur frá Hellissandi. Þau hófu búskap að Selvogsgötu 12, í næsta nágrenni foreldra Brynjars en fluttu síðar með tvö börn í íbúð að Selvogsgötu 7. Þar hafa þau búið æ síðan og komið á legg sjö börnum. Lítið var Brynjar fyrir að skipta um vinnustaði, enda vel liðinn verkmaður, duglegur, verklaginn og einstaklega Ijúfur í umgengni. Á sjómennskuárum sínum var hann lengst af á togurum og sigldi meðal annars öll stríðsárin. Þegar hann hætti á sjónum þá hóf hann störf hjá Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni á Kletti og vann þar allt til þess dags er hann hóf að leita lækninga við því meini sem ekki varð við ráðið. Hvar sem hann vann eignaðist hann vini sem bundust honum traustum böndum og sakna nú vinar í stað. Slíkt var ævihlaup Brynjars Guðmundssonar í örstuttu máli. Þegar ég les þetta yfir þá finn ég að um leið og flest er sagt þá er þó ekkert sagt. Það er fágætt að kynnast manni með jafn mikið jafnaðargeð, jafn traustan og áreiðanlegan og gegnum heiðarlegan eins og Brynjar var. Börnum sínum og tengdabörn- um var hann jafnt faðir og vinur og barnabörnum sínum einstakur afi. Æðruleysið og kjarkurinn brást honum aldrei og þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm, sem enginn mannlegur máttur gat læknað, heyrðist hann aldrei kvarta en tók þessum örlögum sínum, sem öðrum, af dæmigerðri karl- mennsku og æðruleysi. Þótt efst í huga sé söknuður nú við leiðarlok, þá er samt einnig ofarlega í huga þakklætið fyrir að hafa fengið að vera samferða honum langa lífsleið. Það var mannbætandi að vera í návist hans og minningin um góðan dreng á eftir að ylja um ókomin ár. Hólmfríður, eða Fríða eins og hún er kölluð af vinum, var Brynjars trausti lífsförunautur. í erfiðri sjúkdómslegu þá var hún honum sú sama stoð og stytta sem hún hefur alla tíð verið. Hennar missir er mestur en okkar allra mikill. Starfsfólk St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði á miklar þakkir skildar fyrir góða og hlýja um- önnun. Sigurjón Pétursson Brynjar Guðmundsson fæddist í Reykjavík þann 19. október árið 1916. Hann var elsti sonur Guðmundar Júlíussonar og konu hans Guðrúnar Guðjónsdóttur, sem voru bæði frá Rauðasandi á Barðaströnd. Þótt Brynjar hafi alist upp í Reykjavík og gengið þar í skóla, lágu rætur hans vestur á Rauðasand. Þar voru afi hans Júlíus Halldórsson bóndi á Mela- nesi og amma Sesselja Benja- mínsdóttir. Hjá þeim dvaldi Brynjar öll sumur meðan hann var drengur, og seinna eftir að föðursystir hans, Ingibjörg og maður hennar ívar Halldórsson, höfðu tekið við búi og hann sjálf- ur farinn að stunda sjóinn, notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að fara vestur á Rauðasand. Þann stað á íslandi sem honum þótti líklega vænst um. Seinna sendi hann þrjá af fjórum sonum sínum í sveit á Melanes og bera þeir allir staðnum gott vitni. Árið 1932 flyst Brynjar með foreldrum sínum til Hafnarfjarð- ar. Þá hafði hann eignast þrjú systkini, Sesselju Unni árið 1920, en hún lést vegna veikinda aðeins tíu ára gömul, árið 1930. Dóra Sigríður fæddist 1925, Ingólfur 1928 og 1930 eignaðist hann litla systur og var hann gefið nafn lát- innar systur sinnar, Sesselja Unn- ur. Sama ár og þau flytjast til Hafnarfjarðar fæðist foreldrum hans svo sjötta barnið, drengur sem síðan var skírður Barði. Syst- urnar Dóra og Unnur búa báðar í Hafnarfirði, en bræðurnir Ingólf- ur og Barði eru nú búsettir á Vopnafirði. Kreppuárin í Hafnarfirði, hafa vafalítið verið svipuð fyrir stórar fjölskyldur og á öðrum stöðum á Islandi. Guðmundur, faðir Brynjars, var sjómaður, og um leið og aldur gafst og tækifæri kom, fetaði Brynjar í fótspor föður síns og fór á sjóinn. Á tog- urunum starfaði hann mest megnis í vélarrúmi, aðallega sem kyndari. Þetta voru kolatogarar í þá daga og man ég alltaf eftir því þegar Brynjar var að minnast þessara tíma og segja frá kynd- arastarfinu. Þá skipti það mestu máli hvort kolin voru góð eða slæm. Hvort þetta eru harðir og stórir kolamolar sem brunnu heitt og vel, eða hvort þetta var aumingjaleg mylsna sem bara sviðnaði og gaf engan damp. Þá var það, sem oftar verkvitið sem gaf mestan árangur. Á þessum árum voru verka- mannabústaðirnir að koma til sögunnar og byggðu þeir feðg- arnir Guðmundur og Brynjar, ásamt fleiri verkamönnum og sjómönnum úr Hafnarfirði, bú- staðinn á Selvogsgötunni. Þar í neðsta húsinu bjó Brynjar, fyrst með foreldrum sínum, og seinna er hann sjálfur hafði eignast fjöl- skyldu, bjuggu þau á Selvogsgötu númer 7 fram á þennan dag. Þann 2. desember árið 1941, þegar Heimsstyrjöldin síðari hafði staðið í rúm tvö ár og kaf- bátahernaður Þjóðverja var í há- marki, ferst togarinn Sviði ein- hvers staðar út af Breiðafirði í vonsku veðri og allir menn með. Þar á meðal var Guðmundur Júlí- usson, faðir Brynjars og 3 aðrir heimilisfeður af Selvogsgötunni. Það vitnaðist aldrei hvort það var veðrið eða þýskur kafbátur sem grandaði Sviða, en það hljóta að hafa verið dapurleg jól. Árið 1943 þann 28. febrúar, þegar Brynjar er tuttugu og sjö ára gamall, kvæntist hann Hólm- fríði dóttur Ragnars Konráðs- sonar sjómanns af Hellissandi og konu hans Hólmfríðar Ásbjörns- dóttur Gilssonar úr Breiðafjarð- areyjum. Síðar sama ár fæðist þeim fyrsta barnið, stúlka sem fær nafnið Ragna, skírð í höfuðið á móðurafa sínum. Þremur árum síðar eða árið 1946 fæðist annað barnið þeirra, drengur skírður Guðmundur Rúnar í höfuðið á föðurafa sínum og ömmu. Árið 1954 þegar Brynjar hefur verið til sjós í tuttugu og tvö ár, skiptir hann um, kemur í land og fer að vinna í fiskimjölsverksmiðjunni Kletti í Reykjavík. Þá voru börn- in þegar orðin fjögur. Hólmfríð- ur Hrönn sem fékk nafn móður- ömmu sinnar hafði fæðst 1950 og Smári árið 1952. Líklega hefur það ekki síst verið barnanna vegna sem Brynjar hætti á sjón- um, því hann átti sérstaklega gott með að umgangast börn og hafði gaman af. Það kom sér líka vel því enn átti eftir að fjölga í fjöl- skyldunni. Árið 1956 fæðist Auglýsing um lögtök fasteigna- og brunabóta- gjalda í Reykjavík. Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 11. þ.m. verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og brunabótaiðgjöldum 1986. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 11. júní 1986. Menntaskólinn á ísafirði innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang á 6 kennslu- stofum o.fl. í hluta af kennslustofubyggingu Menntaskólans á ísafirði. Verkinu skal skila að mestu 1. okt. 1986, en sé að fullu lokið 1. febrúar 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgártúni 7, Rvk. og hjá skólameistara Menntaskólans á ísafirði gegn 2.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Rvk. þ. 26. júní 1986, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7 Frá menntamálaráðuneytinu: Við Menntaskólann að Laugarvatni kennarastaða í eðlisfræði og tölvunarfræðum. Við Menntaskólann í Kópavogi ein kennarastaða í stærðfræði og ein í eðlisfræði. Umsóknarfrestur til 20. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6. 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið. Útboð Úlfar, 1959 fæðist þriðja dóttirin Rut og 1961 fæðist þeim fjórði sonurinn og sjöunda barnið Þröstur. Tveim árum síðar fæðist þeim Brynjari og Fríðu svo fyrsta barnabarnið, sonur Rögnu og eiginmanns hennar Sigurjóns Péturssonar, og fær hann nafn Brynjars afa síns. Tólf barnabörn hafa síðan fæðst, og lýsir það Brynjari ef til vill betur en allt annað að, alla tíð hafa litlir krakkar verið í kring um hann og þurft á hjálp hans og vináttu að halda. Fyrst litlu systkinin hans, síðan hans eigin börn og svo barnabörnin. Lítil saga vestan af Rauðasandi undir- strikar þessa gæfu og þessa eigin- leika Brynjars. Þannig var að eitt sumarið er Brynjar var ungur drengur í sveitinni á Melanesi, var þangað send lítil stúlka úr Reykjavík. Hún var send í sveitina til að vera um tíma og svo fór hún aftur til Reykjavíkur og Brynjar vissi aldrei neitt meira um af henni eftir það. Nema hvað, að fyrir einu eða tveimur árum fær hann senda bók frá Danmörku ásamt bréfi. Sendandinn var stúlkan sem hann hafði hitt í sveitinni á Rauðasandi 60 árum áður. í bréf- inu segir að hún hafi flust snemma til Danmerkur og starf- að sem rithöfundur og aðallega skrifað barnabækur. Bókin sem hún sendi Brynjari segir frá lítilli stúlku sem lendir í þeirri ógæfu að foreldrar hennar slíta samvist- um. Særð og niðurbrotin, eins og títt er um börn við þess háttar kringumstæður, er hún send upp í sveit um tíma. Þar hittir hún þennan strák, aðeins eldri en hún sjálf, sem er henni svo mikil stoð og stytta meðan hún, í ókunnugri sveit bíður þess að skilnaður for- eldra sinna gangi yfir. Þessi saga segir margt og þess- um eiginleikum tengdaföður míns kynntist ég persónulega er við hjónin eignuðmst litlu tvíbur- ana okkar svo ung að árum. Þá var gott að vera undir verndar- hendi hans þann tíma er tók að safna kjarki og fara sjálf út í hringiðu lífsins. Hafi hann og Fríða kona hans eilífa þökk fyrir. Að lokum vil ég fyrir hönd fjöl- skyldu Brynjars, senda vinnufé- lögunum í Kletti kveðjur, ég veit að þeir sakna góðs starfsfélaga. Ingvar Guðmundsson Kveðja frá barnabörnum í dag kveðjum við afa okkar Brynjar Guðmundsson. Nú þeg- ar hann er horfinn yfir móðuna miklu er margs að minnast. Það var alltaf tilhlökkunarefni að hitta Binna afa, því hann var sér- stakur barnavinur og okkur leið alltaf vel í návist hans. Afi var mjög réttlátur maður sem gaf okkur mörg góð heilræðin og fór- um við ávallt fróðari af hans fundi. Það er mikill söknuður er býr í brjósti okkar nú að eiga aldrei eftir að bregða á leik með afa né hlusta á hann segja okkur sögur og fara með ljóð, sem hann kunni svo mikið af. Við þökkum afa all- ar góðu stundirnar sem við áttum með honum. Við munum varð- veita minningarnar um ókomna tíð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku amma, megi góður Guð styrkja þig í þinni miklu sorg. Afabörnin. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.