Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.06.1986, Blaðsíða 16
Ríkisfjármálin Lagður verður á óreiðuskattur Ragnar Arnalds alþingismaður: Það er blekking að haldaþvífram að hœgtsé að komast út úrþessum ógöngum í ríkisfjármálum án nýrrar tekjuöflunar Eg vil ekki blekkja nokkurn mann með því að halda því fram að unnt sé að brjótast útúr þessum ógöngum í ríkisfjármál- um án nýrrar tekjuöflunar og það liggur alveg Ijóst fyrir að hvaða ríkisstjórn sem tekur við af þcirri sem nú situr verður að leggja á sérstakan óreiðuskatt, til að gera upp óreiðuna eftir fárra ára fjármálastjórn Sjálfstæðisflokks- ins, sagði Kagnar Arnalds alþing- ismaður aðspurður hvað væri framundan vegna þeirrar ógnvænlegu stöðu sem ríkis- fjármálin eru komin í. Um orsakir þessa mikla vanda sagði Ragnar: Mikið ójafnvægi er komið á tekjur og gjöld ríkissjóðs vegna þess að skattar atvinnurekenda og stóreignamanna liafa verið lækkaðir stórlega í tíð þessarar stjórnar. A kranes Gulllax í marning HB & Co á Akranesi hyggst gera eitt skipa sinna, Rauðscy, út á gulllax að ári og cr fyrirhugað að vinna aflann í marning um borð. I því skyni verður að koma fyrir vélum til blokkarfrystingar og marningsvél um borð í skipinu. Bæjarblaðið á Akranesi hefur þetta eftir Haraldi Sturlaugssyni framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Haraldur segist reikna með að af þessu geti oröið næsta vor, en gulllax veiðist aðallega á vorin. Hann veiðist á togaraslóðum bæði við suöur- og vesturland og mun halda sig á svipuðum slóðum og karfi. Nokkuð hefur verið gert af því að veiða gulllax hér við land, en aðeins til vinnslu í landi, en slíkt hefur gengið illa. Marningurinn er mest notaður til bollugerðar og í svokallað surimi. —gg Akranes Ingimundur bæjarstjóri Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag á Akranesi gengu í gær endanlega frá samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn næstu fjögur árin. Þar með er komin undirritun, en ennþá á eftir að ganga endan- lega frá nefndaskipan. Ingimund- ur Pálsson bæjarstjóri sendi flokkunum í gær jákvætt svar urn að starfa áfram sem bæjarstjóri á Akranesi. Hann gerir hins vegar kröfu um launahækkanir og enn á eftir að semja við hann um það. —gg Hallinn sem orðið hefur í þess- ari stjórn hefur síðan myndað langan hala af skuldum, sem ým- ist hafa orðið til með venjulegum lántökum eða eru hreinar óreiðu- skuldir, eins og gildir um megnið af skuldunum í Seðlabankanum. Vextir af þessum skuldum eru geysiþungur baggi á ríkissjóði og því er ekki nóg að rétta fjár- Iagahallann til frambúðar heldur verðum við líka að gjalda fyrir óreiðustefnu undanfarinna þriggja ára. Sagan frá seinasta áratug er sem sagt að endurtaka sig. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með yfirstjórn fjármála á ár- unum 1974-1978 söfnuðust líka upp mjög miklar skuldir á þeirra tíma mælikvarða. En síðan kom það í okkar hlut í tveimur ríkis- stjórnum að greiða þessar skuldir. Við vorum reyndar nærri því búnir að hreinsa upp skuldina í Seðlabankanum í árslok 1982. Árið eftir urðu stjórnarskipti og skuldasöfnun hófst að nýju. Vissulega jukust erlendar skuldir nokkuð í tíð seinustu stjórnar vegna stórframkvæmda í orkumálum, m.a. mikilla hita- veituframkvæmda. En þessar skuldir eru allt ann- ars eðlis en óreiðuskuldir ríkis- sjóðs. Þetta voru skuldir fyrir- tækja, sem sjálf standa undir end- urgreiðslum, t.d. Landsvirkjun, án þess að skattborgarar landsins þurfi að hlaupa undir bagga nema í undantekningartilvikum. En skuldir ríkissjóðs verða ekki gerðar upp nema með greiðslum sem fjármagna verður með sköttum. Þetta er eftirtektarverð Iexía sem þjóðin hefur lært á seinustu árum. Það kemur á daginn að sjálfstæðismenn eru sérstaklega ábyrgðarlausir þegar ríkissjóður er annars vegar. Svipuð reynsla hvað hægri menn varðar er frá ýmsum öðrum löndum, t.d. frá Bandaríkjunum, en þar hefur Reagan reynst ábyrgðarlausari í ríkisfjármálum en nokkur annar forseti á undan honum. -S.dór í gær voru afhent verölaun í teiknísamkeppni grunnskólanema verðlaun. Myndefnið var hið fjölbreytilegasta og auðséð af teikningunum að um myndskreytingar á skólamjókurumbúðir. Ovenjumikil þátt- börnin tengdu verkefnið hollustu, dýrum og íþróttum. taka var í samkeppninni en tæplega 11 þúsund teikningar bárust. Dómnefndin ákvað að veita tveimur skólum sérstaka viðurkenningu fyrir vand- Dómnefnd ákvað að verðlauna sérstaklega 39 börn fyrir teikningar sínar og fá aða teiknikennslu og lifandi áhuga kennara á þessu verkefni, en það eru Foss- þau annaðhvort úttekt í íþróttaverslunum fyrir 5000 kr. eða vikudvöl í sveit í vogsskóli í Reykjavík og Laugabakkaskóli í V-Húnavatnssýslu. —lg. Mynd Ari. Landsmót hestamanna Kaupstaðarferð að fomum sið Gera út leiðangurfrá Rangárbökkum niður ímiðbce Reykjavíkur með hesta klyfjaða smjöri, ull ogþess háttar varningi. Sundríða Pjórsá, Rangá og Ölfusá Reykvíkingar mega eiga von á því nú í lok júni að sjá lcst klyfjahesta upp á gamla móðinn í hjarta borgarinnar og verða þar hestamcnn í kaupstaðarferð að fornum sið. Framkvæmdanefnd Lands- móts hestamanna stendur fyrir þessari uppákomu, sem eflaust á eftir að vekja mikla athygli. Örn Ingólfsson sem á sæti í fram- kvæmdanefndinni sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að lestin myndi leggja af stað frá Rangár- bökkum 26. júní, en þar verður landsmótið haldið dagana 2.-6. júlí. Þrjú fljót verða á vegi ferða- langanna á leiðinni til Reykjavík- ur, Rangá, Þjórsá og Ölfusá, og verða þau sundriðin. Áætlað er að komið verði til Réykjavíkur 30. júní og aftur til Hellu 4. júlí. Ferðamennirnir verða klæddir að fornum sið, og munu klárarnir bera klyfjar þar sem m.a. verður að finna smjör og ull. Landsmótið verður sem fyrr segir haldið 2.-6. júlí og átti Örn von á að 10-15 þúsund manns myndu leggja leið sína þangað, þar af 2000 erlendir áhugamenn um íslenska hestinn. —gg Yfirlýsing Geir Hallgrímsson gerir athugasemd vegna samtals Pjóð- viljans viðAlbert Guðmundsson iðn- aðarráðherra Ritstjórar Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík. Ég vil biðja ykkur að birta í blaði ykkar á morgun svofellda athugasemd: Af gefnu tilefni í samtali Þjóð- viljans við Albert Guðmundsson, ráðherra, í blaði ykkar í dag, skal tekið fram, að ég hef ekki verið fundarstjóri á aðalfundum Verzlunarbankans eftir að ég varð forsætisráðherra 1974, og ég var fyrst fundarstjóri á aðalfundi Eimskipafélags íslands nú í ár, eftir að ég lét af störfum utan- ríkisráðherra. Með þökk fyrir birtinguna, Geir Hallgrímsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.