Þjóðviljinn - 04.07.1986, Side 2

Þjóðviljinn - 04.07.1986, Side 2
Landsmótið Lögregla með viðbúnað Um miðjan dag í gær var talið að um 6000 manns væru komin á Gaddstaðaflatir við Hellu og var stöðugur straumur fólks á svæðið allan daginn í gær. Veður var mjög gott og hefur allt farið vel fram. Kristján Guömundsson lögregluþjónn á Hellu sagði í samtali við blaðið í gær að ferðahraði væri skikkanlegur og umferðarþungi ekki mjög mikill. „Umferðin er mjög jöfn og góð og engin vandræði hafa orðið“, sagði Kristján. Lögregla hefur talsverðan viðbúnað á Hellu meðan á mótinu stendur. Að sögn Kristjáns kemur lið frá Reykjavík, Selfossi ogvíðar til að halda uppi lögum og reglu og verða fjölmennar vaktir allan sólarhringinn. „Þetta ætlar að verða mikill fjöldi gesta og við erum við öllu búnir“, sagði Kristján. Það verður mikið um að vera á Hellu í dag, þótt sunnudagurinn sé óumdeilanlega hápunktur mótsins. Alhliða gæðingar verða dæmdir, stóðhestar sömuleiðis, unglingar 12 ára og yngri keppa, Félag hrossabænda kynnir söluhross eftir hádegið, töltkeppni kl. 16.00 og kl. 19.00 verður sameiginlegur útreiðartúr um svæðið. Þá kemur hestalestin fræga úr kaupstaðarferð og um kvöldið verður dansleikur í Njálsbúð.________—gg Alþýðuflokkurinn Nýr fram- kvæmdastjóri Jón Baldur Lorange hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins. Jón starfaði áður sem skrif- stofustjóri fslensku hljómsveitar- innar og hefur kennt tölvufræði. Hann er 22ja ára gamall. FRETTIR Jóhannes Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Ásdísi Helgu t.v. og Þuríði Rögnu. Ólafsvík Lágmark 30.000 krónur Jóhannes Ragnarsson, formaður Alþýðubandalagsins í Ólafsvík: Skylda okkar sem Alþýðubandalagsmanna að leggja áherslu á þetta mál „Þetta er í fyrsta sinn í sögu Ólafsvíkur sem íhald og Fram- sókn missa meirihluta sinn, þeir eru náttúrulega alveg brjálaðir.“ Það er Jóhannes Ragnarsson, formaður Alþýðubandalagsins í Ólafsvík, sem talar. Jóhannes mun vera einn af arkitektum nýja meirihlutans í bæjarstjórninni á staðnum, Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Lýðræðissinna. „Þetta er meirihluti félagshyggju og var víst kominn tími til“, held- ur Jóhannes áfram. „Og það segir náttúrulega sitt um æsing fráfar- andi meirihluta að nýlega var helgistund í Staksteinum Morg- unblaðsins um þessa niðurstöðu kosninganna hjá okkur." Þegar Jóhannes er spurður að því hvað honum finnist mark- verðast í nýjum málefnasamningi meirihlutans, nefnir hann strax ályktun um að sú almenna regla gildi að laun fyrir dagvinnu verði ekki lægri en 30.000 kr. á mán- uði. „Þetta var stór þáttur hjá okkur Alþýðubandalags- mönnum í kosningabaráttunni. Það er auðvitað skylda okkar sem Alþýðubandalagsmanna að leggja áherslu á framgang þessa máls. Það gekk vel fyrir sig að ná samkomulagi um málið í meiri- hlutanum, enda ekki nema sjálf- sagt. Þetta er nú engin ofrausn, 30.000 kr. á mánuði." „Annað mál úr. atvinnulífinu sem við lögðum mikla áherslu á varðandi atvinnulífið á staðnum er varðandi atvinnumál aldraðs fólks. Það er nú svo með staði úti á Iandi sem byggja á fiskvinnslu og fiskveiðum að fólk ræður eiginlega ekki við þessi störf nema á besta aldri, svona á heildina litið. Það er mikið um það að fólk sem gengur ekki heilt til skógar, eða er farið að reskj- ast, á ekki völ á annars konar vinnu og lætur sig því hafa það. Nú á að leggja áherslu á að þetta mál komist á það stig að eitthvað verði gert til úrbóta. Eins og á- standið er nú leitar fólk mikið suður á Stór-Reykjavíkursvæðið þar sem meiri fjölbreytni ríkir. Þessu máli hefur ekki verið sinnt af neinni alvöru en nú er kominn rétti tíminn til þess“, sagði Jó- hannes að lokum. 1H DÆMI SEM VERT ER AÐ ATHUGA í HÚSGAGNADEILDlll - '*■ 15°/< STAÐGREIÐSLU- O AFSLÁTTUR SERSTAKT SUMARTILBOÐ Engir vextir í 4 mánuði Ath. Aðeins í húsgagnadeild Lokað á laugardögum í sumar. Dæmi 1: Húsgagnakaup fyrir kr. 25.000, kr. 5000 út og kr. 5000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. Dæmi 2: Húsgagnakaup fyrir kr. 50.000, kr. 10.000 út og kr. 10.000 pr. mánuð í 4 mánuði. VAXTALAUST. ATH. Einnig skuldabréf í allt að 8 mánuði með 20% útborgun. JIS KORT Ji Jón Loftsson hf. Miii A A Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 i zi Uiji]3 : uaqQaqrrí iuudc),- Ætli eitthvað hafi verið útí kaff- inu á Húsavík? Kópavogur Stór- markaðurinn lægstur Töluverður verðmunur áýmsum vörutegundum íkönnun Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaga í 9 verslunum í Kópavogi Stórmarkaðurinn í Kópavogi sker sig úr sem ódýrust þeirra níu verslana sem nýjasta verð- könnun Neytendafélags Reykja- víkur og aðildarfélaga ASÍ og BSRB náði til á ýmsum algengum neysluvörum. Verð á matvörum var í langflestum tilfellum lægst í Stórmarkaðnum eða í 15 tilfellum af 20. Töluverður verðmunur var á milli verslana á einstökum vöru- tegundum. Þannig kostaði 1 kg af lauk 49 kr. í Kaupgarði Engi- hjalla en 82.60 í Sækjöri við Kársnesbraut. Er þessi verðmun- ur rakinn að hluta til mismunandi verðs hjá innflytjendum. Einnig má nefna að 550 gr. af íva þvotta- dufti kostaði 57,95 kr. hjá Stór- markaðnum en 73,40 þar sem það var dýrast í Matvali við Þing- holtsbraut. -Ig- Landbúnaður Að nýta land Landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út á bók skýrslu sem heitir: Landnýting á íslandi ogfor- sendur fyrir landnýtingaráœtlun. Þessi skýrsla er niðurstaða nefnd- ar sem unnið hefur frá árinu 1984 að því að kanna þessi mál. f skýrslunni er dregið saman mikið af upplýsingum um land- nýtingu á fslandi, sem ekki hafa verið áður tiltækar á einum stað í svo aðgengilegu formi. í skýrsl- unni er einnig fjöldi korta og skýringarmynda um hina ýmsu þætti er tengjast landnýtingu. í niðurstöðum kemur fram að nefndin telur æskilegt að Skipu- lagi ríkisins verði falið í framtíð- inni að vinna að gerð landnýting- aráætlunar. Lagt er til að tvær fastanefndir verði skipaðar til að fylgjast með og vera til ráðgjafar í því efni, önnur skipuð fulltrúum Alþingis en hin fulltrúum þeirra ráðuneyta, ríkisstofnana og ann- arra aðila sem mestra hagsmuna hafa að gæta við gerð slíkrar áætl- unar. Skýrslan „Landnýting á íslandi og forsendur fyrir landnýtingar- áætlun" er 105 tölusettar blaðsíð- ur, gefin út í 1500 eintökum og er seld í bókaverslunum. -'g-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.