Þjóðviljinn - 04.07.1986, Side 21
HEIMURINN
Norðmenn
Hætta hvalveiðum í ágóðaskyni
Norska ríkisstjórnin ákvað ígœr að hœtta
hvalveiðum íágóðaskynifrá ogmeð nœstu
áramótum, fyrir þrýstingfrá
Bandaríkjamönnum, eftir þvísem Reuter
fréttastofan segisthafa heimildir fyrir.
Norðmenn œtla sérhins vegarað veiða hval
í vísindaskyni
Osló — Norðmenn hafa látið
undan alþjóðlegum þrýstingi
og tilkynntu í gær að þeir
hefðu ákveðið að hætta hval-
veiðum í ágóðaskyni frá og
með næstu áramótum.
Knud Frydenlund utanríkis-
ráðherra landsins tilkynnti á
fréttamannafundi í gær að hval-
veiðar Norðmanna í ágóðaskyni
myndu héðan í frá minnka smátt
og smátt og ljúka alveg í lok
næsta árs. Hins vegar myndu
Norðmenn halda áfram hval-
veiðum eftir þann tíma í vísinda-
skyni. Norðmenn eru síðasta
þjóðin innan vébanda Alþjóða-
hvalveiðiráðsins sem ákveða að
hætta hvalveiðum í ágóðaskyni.
Samkvæmt heimildum Reuter
fréttastofunnar úr herbúðum
norsku ríkisstjórnarinnar mun
þessi ákvörðun hafa verið tekin
eftir þrýsting Bandaríkjastjórnar
sem hótaði að banna innflutning
á norskum fiskafurðum til
Bandaríkjanna ef Norðmenn
hættu ekki hvalveiðum.
Fréttamaður Reuter fréttastof-
unnar ræddi við talsmann Green-
peace samtakanna um borð í
skipi þeirra Moby Dick sem verið
hefur við Noregsstrendur til að
trufla hvalveiðar Norðmanna.
Hann sagðist telja að þessi niður-
staða væri mikill sigur fyrir um-
hverfisverndarsinna. Hann sagði
einnig að þeir myndu nú hverfa
aftur til hafnar í Osló. Áhöfn
skipsins hefur þrívegis verið
handtekin fyrir að vera með ólög-
legum hætti í landhelgi Noregs.
Þegar haft var samband við höf-
uðstöðvar Greenpeace í Eng-
landi sagði David McTaggart,
formaður samtakanna, að þessi
ákvörðun væri aðeins fals. Norð-
menn ætluðu að halda áfram að
veiða og drepa hval, nú undir yf-
irskyni vísinda.
Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í
gær að hún myndi setja á stofn
óháða nefnd til að rannsaka mis-
munandi niðurstöður vísinda-
manna um það hversu stór
hrefnustofninn er. Ákvarðanir
verða síðan teknar um framhald-
Moby Dick, skip Greenpeace-manna.
ið í ljósi þeirra niðurstaðna sem
nefndin kemst að ásamt viðhorf-
um Alþjóðahvalveiðiráðsins til
þessa máls. Norðmenn hafa
smátt og smátt minnkað hrefnuk-
vóta sinn, úr 2000 hrefnum
snemma á þessum áratug, niður í
400 hrefnur á þessu ári. Þrátt fyrir
það hafa hvalveiðar Norðmanna
valdið hinni 7 vikna gömlu ríkis-
stjórn Verkamannaflokkksins
nokkrum vandræðum en fulltrúi
Norðmanna er formaður nefndar
á vegum Sameinuðu þjóðanna
um umhverfisvernd.
Bjarne Moerk, sjávarútvegs-
ráðherra Norðmanna sem er á-
kveðinn fylgismaður norskra
hvalveiða, sagði á fréttamanna-
fundi í gær, að eining væri innan
ríkisstjórnarinnar um þetta mál
en lagði áherslu á að Norðmenn
myndu halda áfram hvalveiðum
ef sérfræðingar kæmust að þeirri
niðurstöðu að hrefnustofninn
væri nógu stór fyrir þær. Norð-
menn hættu hvalveiðum í stórum
stíl árið 1967, nú eru þar aðeins
veiddar hrefnur við norður
strönd Noregs á 55 litlum bátum.
Þetta
tlkSimmm
París — Ef marka má skoðana-
kannanir hefur Jacques Chirac,
forsætisráðherra Frakklands, fall-
ið í áliti hjá Frðkkum um 8%.
Samkvæmt skoðanakönnun
franska blaðsins LÉxpresse voru
aðeins 38% aðspurðra ánægðir
með frammistöðu Chirac í emb-
ætti í júní miðað við 46% í maí,
óánægðir voru 48% miðað við
39% í maí. Mitterrand, forseti er
hins vegar vinsæll meðal að-
spurðra, 59% voru ánægðir með
störf hans í maí, hafði sú tala
minnkað um aðeins eitt prósent
frá fyrri mánuði.
Lausanne—Talsmaður Alþjóða ól-
ympiunefndarinnar sagði í gær að
Norður- og Suður-Kóreumenn
hefðu „brugðist mjög jákvætt“ við
tiliögu um að þjóðirnar skipti með
sér umsjón með næstu Ólympíu-
lelkum.
Tel Aviv — Utanríkisráðherra ísra-
els neitaði í gær í blaðaviðtali að
hann hefði átt þátt í að hylma yfir
morð á tveimur Palestínuaröbum
árið 1984 sem þá voru í haldi í Isra-
el fyrir að ræna strætisvagni.
Varsjá — Wojcieck Jaruzelski,
hershöfðingi, var í gær einróma
endurkjörinn leiðtogi kommún-
istaflokks Póllands á síðasta degi
fyrsta þings kommúnistaflokksins
frá Samstöðudeilunum 1981.
París — Frakkland ætlar að nema
úr gildi svo til að allar takmarkanir
sem eru á erlendum gjaldeyrisvið-
skiptum í tengslum við viðskipta-
lífið í landinu. I tilkynningu franska
fjármálaráðuneytisins frá því í gær
var sagt að reyna ætti með þessu
að bæta stjórn þess á verslun með
almennan gjaldeyri.
ERLENDAR
FRÉTTIR
hjörleifsson'R EUIER
Mexíkó
Fylgst með Chihuahua
✓
A sunnudaginn verða kosningar til fylkisstjórnar í Chihuahua, stœrsta
fylki Mexíkó, oggagnrýnendur stjórnarinnarsegja hana munu
hagrœða úrslitum kosninganna. Slíkgagnrýni á mexíkönskstjórnvöld
er ekki ný afnálinni í Mexíkó
Mexfkóborg — Kjósendur í
stærsta fylki Mexíkó, Chihua-
hua, því fylki landsins þar sem
pólitískt litróf er hvað fjöl-
breytilegast, ganga á sunnu-
daginn til kosninga á sama
tíma og gagnrýni á stjórn
landsins fer stöðugt vaxandi.
Chihuahua var vagga mexík-
önsku byltingarinnar í upphafi
aldarinnar og gagnrýnendur
stjórnarinnar fylgjast nú grannt
með því hvort stjórnvöld eru til-
búin að breyta út af hefðbundinni
hagræðingu kosningaúrslita og
leyfa lýðræðinu að njóta sín.
Gagnrýnendur segja að nú sé
kominn tími á stjórnina til að
leyfa kröfum níunda áratugarins,
um eitthvað annað en það eins
flokks kerfi sem hefur verið í
Mexíkó síðustu 58 árin, að koma
fram.
De la Madrid.
Ýmsir bankastjórar í landinu
hafa lýst því yfir að þetta sé skil-
yrði þess að mögulegt verði að
ráða bót á bágbornu efnahagsá-
standi landsins. Þeir segja að eng-
in leið sé að koma á þessum
breytingum nema núverandi
kerfi flokksræðis og spillingar
verði afnumið.
Hinn hægrisinnaði Þjóðar-
hreyfingarflokkur (PAN) sem
hefur meirihluta í sjö stærstu
borgum fylkisins hefur lýst því
yfir að stjórnarflokkurinn, PRI,
sé að undirbúa stórfellt kosninga-
svindl. Fulltrúar um það bil
200.000 kjósenda í 94 samtökum
sem slegið hafa saman í „Lýðræð-
islegu kosningahreyfinguna"
segjast munu iama gervallt fylkið
ef í ljós kemur að slíkt hefur
gerst. Margir búast við að slík
þróun mála muni leiða til ofbeld-
is, sérstaklega í Ciudad Juarez
sem er í norðurhluta landsins,
rétt við landamæri Bandaríkj-
anna. Það segir sjálfsagt sitt að
PRI hefur aldrei tapað fylkis-
stjóraembætti í neinu af 31 fylki
landsins og fáir fréttaskýrendur
telja líklegt að flokkurinn sé neitt
sérstaklega viljugur til að missa
þau yfirráð sín í stærsta og efnað-
asta fylki landsins. Ef PRI grípur
til kosningasvindls — og eitthvað
í líkingu við það stórfellda kosn-
ingasvindl sem PAN hélt fram að
hefði átt sér stað í fylkinu Sonora
fyrir ári síðan — þá kemur óhjá-
kvæmilega fram mikill þrýstingur
á stjórnvöld um lýðræðislegri
vinnubrögð.
Fulltrúar PRI blása á slíkar
staðhæfingar, segja aða ekkert frammi og flokkurinn muni
kosningasvindl hafi verið haft í endast í önnur 100 ár.
Málningarvinna
Tilboö óskast í aö mála aö utan húseignina
Háaleitisbraut 68 (Austurver).
Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar Háaleitisbraut 68, til 9. júlí n.k..
Stjórn húsfélagsins
C
LANDSVIRKJUN
Vinnubúðir til sölu
Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi til-
boð fást, vinnubúðir við Búrfellsstöð.
Um er að ræða eftirtalin hús:
4 íbúðarhús stærð 100 m2
1 mötuneytishús stærð 260 m2
1 íbúðarhús stærð 50 m2
1 svefnskáli stærð 260 m2
Dagana 4.-5. þessa mánaöar munu starfsmenn
Landsvirkjunar sýna væntanlegum bjóðendum
húsin frá kl. 10-18.
Nánari upplýsíngar veitir innkaupastjóri Lands-
virkjunar.
Tilboð þurfa að berast Landsvirkjun,
innkaupadeild, Háaleitisbraut 68,108 Reykjavík,
eigi síðar en 8. þessa mánaðar.
Föstudagur 4. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21