Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.07.1986, Blaðsíða 15
Utvarp í útvarpsrýni um síðustu helgi fjallaði einn blaðamaður Þjóðviljans um öfgakennt tónlistarval Ríkisútvarpsinsog átti þá annars vegar við ofuráherslu Rásar 2 á vinsældarlista unglinganna og hins vegar, og sérstaklega, ofur- ást Rásar 1 á klassískri músík sem blaðamaður fullyrðir að þorri fólks hafi ekki gaman af. Útvarpsrýni þessi varð síðan tilefni í Klipp Þjóðviljans á miðvikudaginn þarsem blaðamanni er klappað föðurlega á kollirm’af Khppara og. honum bent á það að sem betur fer hafi Ríkisútvarpið fórnað lýðræðíssjónarmiðinu þar sem tónlist er leikin í réttu hlutfalli við eftirspurn, hunsað kvartanir fussandi og sveiandi hlustenda yfir ölllum aríunum og haldið sínu striki. Þar með hafi ríkisútvarpinu tekist að “stækka" verulega eyrað í þjóðinni. Þetta hafi eftir allt saman veriðþjóðinn fyrir bestu. Þetta sjónarmið er auðvitað lýsandi fyrir þá afstöðu að sjálfskipaðir menningarsérfræðingar viti hvað er alþýðunni fyrir bestu og hvað það er sem hafi mesta fræðslugildið. Á meðan þessi rekstrargrundvöllur byggir á því að stýringin komi frá sérfræðingaveldinu er annar rekstrargrundvöllur, jafn öfgakenndur, sem einkaútvarpið er rekið á en hann byggir á stýringu frá auglýsingamarkaðnum. Þriðji rekstrargrundvöllurinn, og auðvitað sá lýðræðislegasti, byggir á því að koma til móts við sem flesta og þar með talda minnihlutahópa með sérþarfir. Þessu hlutverki hefur Ríkisútvarpið að mjög takmörkuðu ieyti sinnt hvað tónlistarval snertir og þá eru báðar rásirnar meðtaldar þó Rás 2 sé mun betri að þessu leyti. Það er auðvelt að taka undir með útvarpsrýnara síðasta helgarblaðs þegar hann bendir á allar þær tegundir tónlistar sem sjaldan er send í loftið en margir hafa gaman af. Tónlistardagskrá Rásar 1 í gær ber því ágætlega vitni hversu einhæft tónlistarvalið er. Af 7 tónlistarþáttum sem eru á dagskrá þennan dag eru 5 þeirra þættir sem snúast um klassíska tónlista. Aðeinstveimur þáttum er varið í annan tónlistarflutning og er annar þátturinn Lög unga fólksins og hinn Nýtt undir nálinni. Að sögn starfsmanns Tónlistardeildar Rásar 1 er hlutfall flutnings á klassískri tónlist þennan dag í samræmi við það sem gerist aðra daga, nema um helgar en þá er leikið meira af klassískri tónlist en virka daga. Það er athyglisvert að á meðan um 70% af mínútufjöldanum sem notaður var í sérstaka tónlistarþætti þennan dag, var tileinkaður klassískri tónlist, þá er líklegt að aðeins 4-6% hlustenda Ríkisútvarpsins hafi lagt eyrun við stóran hluta þessara þátta. Þessar upplýsingar er að fá í hlustendakönnun KRISTIN ÓLAFSDÓTTIl Ríkisútvarpsins en þar kemur fram að þetta sé hlustendahlutfall morguntónleika og síðdegistónleika Rásar 1 árið 1985. En stefnan er víst að stækka eyra þjóðarinnar og klassíska tónlistin virðist vera hin eina tegund tónlistar sem skapar þau vaxtarskilyrði. Svo segja að minnsta kosti þeir sem skilgreina hvað fjöldanum er fyrirbestu. —K.ÓI. Sjónvarp Það heyrir því miður til undantekninga að sjónvarpsáhorfendum sé boðið upp á kvikmyndir frá öðrum menningarsvæðum cn engilsaxnesku nágrannalöndunum okkar. Einstaka sinnum slæðist þó mynd frá Norðurlöndunum á skjáinn og svo fáum við okkar vikulega skammt af öldungnum frá Þýskalandi og kolkrabbanum frá Ítalíu. Þaðvarþví tilhlökkunarefni að setjast fyrir framankassannsl. mánudagskvöld og njóta kvikmyndar frá Ghana. Nana Akoto er gerð af leikstjóranum King Ampaw en Þjóðverjar munu hafa stutt hann fjárhagslega við gerð myndarinnar. Sagangreinirfrá lífinu í litlu sveitaþorpi og er höfðingi þorpsins, stórkostlega leikinn af Joe Eyison, miðdepill frásagnarinnar. Þó ýmsir lifnaðarhættir þorpsbúa komi okkur spánskt fyrir sjónir og okkur finnist jafnvel hugmyndaheimur þeirra oft á tíðum einfaldur, ef ekki barnalegur, þá eru þau vandamál sem þeir glíma við um furðumargt lík þeim vandamálum sem neyslufrík níunda áratugarins á Islandi glíma við. Aðal góðs skáldskapar er það að hann er ekki bundinn ákveðnum landamærum, heldur getur hann höfðað jafnt til allra hvar í heimi sem þeir búa. Sameiginlegur reynsluheimur mannanna er það miklu, miklu stærri en sú sérgæska þjóða og einstaklinga, sem oftar en ekki hafa getið af sér stríð til að standa vörð um þjóðerni ef ekki hreinræktun kynstofns. Það stórkostlega við íslendingasögurnar er ekki einasta það að nútíma íslendingar geta skammlaust lesið sér þær til gagns og ánægju, heldur ekki síður það að íbúar þorpsins hans Nana Akoto geta ekki síður hrifist af frásögnum sagnanna. Sú kvika sem í sögunum hrærist höfðar jafnt til allra manna. Það sama gildir um sögur Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar, Thors Vilhjálmssonaro.fl. skálda. Frásögnin af Nana Akoto á sér SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSC margar hliðstæður í íslenskum raunveruleika. Sagan af höfðingj anum, sem hefur í krafti valdsins gleymt því frá hverjum valdið er þegið og til hvers er ætlast að hann noti það. Árekstrar tveggja kynslóða, þar sem unga kynslóðin vill reyna nýjar leiðir og notfæra sér nýja tækni en rekst á stífni eldri kynslóðarinnar, sem þykist ætíð vitabetur. Nana Akoto hefur þó það fram yfir suma kollega sína hér upp á Islandi, að þegar hann sér að hann hefur gengið of langt tekst honum þó að snúa við með sæmd, segir af sér og leyfir nýjum straumum að njóta sín. Jafnframt miðlar hann ungu kynslóðinni af ómetanlegri vitneskju sinni. „ Auðvitað veit ég hvar vatn er að finna, það er jú hlutverk höfðíngjans að vita það.“ Það var nautn að horfa á sjónvarpiðsl. mánudagskvöld. Skjárinn færði okkur heim í stofu lífsbaráttuna í þorpinu hans Nana Akoto og brúaði þannig þá gjá sem við löngum höldum að sé milli okkar og þeirra. Megum við fá að sjá meira af slíku. —Sáf Á leið inn í virkið á Masada. Úr samnefndum myndaflokki. Sjónvarp Seilst f mannkynssöguna Á nœstunni hefjastýmsir nýir myndaflokkar í sjónvarpinu og er þar meðal annars að finna nútíma sakamólasögur og sögulega atburði ó borð við síðustu daga Pompei Þremur misjöfnum myndaflokkum lauk nú í vikunni, Kolkrabbanum, Hót- eli og Þeim gamla. Nú um helgina lýkur svo þáttaröðinni Aftur til Eden. Eitt kemur þá annað fer. Það sem tekur við af þessum myndaflokkum er að minnsta kosti forvitnilegt, svo ekki sé meira sagt. Virkir dagar fyrst. Kolkrabbanum lauk nú í vik- unni á dramatískan hátt, Cattani, að rekja upp spillingarvefinn í ít- ölsku samfélagi. Eins og venju- lega gefur endirinn tilefni til framhalds. Nú á þriðjudaginn tekur hins vegar við breskur spennuþáttur í átta hlutum, „Arf- ur Afródítu" (The Aphrodite In- heritance). Þeir sem höfðu gam- an af þáttunum „Hver greiðir ferjutollinn" ættu sjalfsagt að fá hér eitthvað við sitt hæfi, „Arfur Afródítu“ er eftir þann sama og skrifaði handritið að „Hver greiðir ferjutollinn", Michael J. Bird. Sá þáttur gerðist á Krít, „Arfur Afródítu" gerist á Kýpur. Þar segir frá David nokkrum Col- lier sem dreginn er inn í atburði sem hann fær engan botn í, til að byrja með. Flækjan hefst á því að bróðir hans hefur lerít í alvarlegu bílslysi á Kýpur og Collier flýgur úr tilbreytingaleysinu á Englandi til Kýpur þar sem hann kemst að því að bróðirinn er látinn. Hefst þar með keðja dularfullra at- burða þar sem Helena nokkur kemur mikið við sögu. Ef „Arfur Afródítu" er eitthvað í líkingu við „Hver greiðir ferjutollinn", má búast við dægilegri dægrastytt- ingu. Eitthvað stórbrotið Við sem eigum einhvern veg- inn erfitt með að loka fyrir imb- ann, erum sem betur fer laus við Hótel-lognmolluna á miðviku- dögum. Það sem við tekur hefur alla burði til að verða nokkru æsi- legra og stórbrotnara, nefnilega „Síðustu dagar Pompei“, sex miðvikudaga í röð. Það þarf eng- an að undra þó ítalskir og banda- rískir sjónvarpsmenn hafi fundið kjörið efni fyrir miðil sinn í síð- ustu dögum þeirrar borgar. Það er Columbia fyrirtækið banda- ríska og ítalska ríkissjónvarpið, RAI, sem hafa sett þessa þætti saman. Þeir eru byggðir á sagn- fræðilegri skáldsögu Edward Buller Lytton og leikstýrt af Pet- er Hunt. Meðal frægra leikara er að finna fólk eins og Nicholas Clay, Olivia Ilussey (lék Maríu í „Jesús frá Nasaret"), Laurence Olivier, Ernest Borgnine, Franco Nero og Anthony Quayle. Ást og pólitík blandast saman með þeim hætti sem fólk ætti að vera orðið kunnugt úr þáttum á borð við „Ég, Kládíus" og „Kristófer Kól- umbus“. A elskar B, B er of fá- tæk, C hatast við A, ætlar að henda A fyrir ljónin ásamt kristnum en bang, þá gýs Vesúví- us, líklega í 6. þætti! Maðurinn sem spœldi Hitler Sunnudagarnir, þar er einnig sótt í mannkynssöguna, fyrst til tiltölulega nýliðinna atburða. Um næstu helgi hefst „Sagan af Jesse Owens“. Paramount færir okkur sögu íþróttmannsins sem spældi Hitler. Þær fregnir berast að vestan að þessir þættir sem endast fram til 10 ágúst, hafi slegið út í vinsældum þættina „Verði laganna", „Dallas“ og „Hótel“. Það þykir víst nokkuð gott hjá Kananum (Paramount hreykir sér af því að hafa orðið fyrstir til að fá ýmis stórfyrirtæki „í lið með sér“ við framleiðslu þáttaraða fyrir sjónvarp, í þessu tilfelli t.a.m. Toyota, Gillette, McDonalds, og American Ex- press). Þó Owens hafi slegið í gegn í Berlín 36 og fengið mikla mót- tökuathöfn við komuna til Bandaríkjanna virtist hugur ekki hafa fylgt máli. Hann komst að því að svartur maður þurfti meira en fern gullverðlaun á Ólympíu- leikum til þess að breyta viðhorf- um fólks til svartra. Eftir heimkomuna fékkst hann við ó- líklegustu hluti þegar íþróttaiðk- un lauk. Allt frá fatahreinsun og hljómlistariðkun yfir í steppdans og fyrirlestraferð fyrir heilbrigð- isráðuneytið. Masada Að lokinni reynslusögu banda- rísks blökkumanns, 3. ágúst, er aftur horfið til fortíðar, næsti við- komustaður á sunnudagskvöld- um í sjónvarpinu er Palestína á 1. öld eftir Krists burð. Þátturinn nefnist „Masada", segir fræga sögu af baráttu þjóðernissinn- aðra Gyðinga gegn rómverska keisaradæminu á Masada fjalli í Palestínu. Á þessum tíma var uppreisn í gangi meðal Gyðinga gegn rómverska keisaradæminu sem var kæfð niður. Lítill hópur svonefndra Zealot Gyðinga sem voru ákafir þjóðernissinnar, ák- veða að flýja undan rómverskum hersveitum, inni í virki á Masada fjalli. Rómverjar sátu um virkið í sex mánuði, segir sagan, og þegar þeim tókst loksins að brjóta sér leið inn í virkið, sáu þeir nokkuð sem þeir höfðu ekki búist við. ísraelsmenn hafa nú gert virkið að minnismerki um baráttu Gyð- inga í gegnum tíðina. Peter OTo- ole Ieikur foringja rómverjanna af miklum fítonskrafti. Foringja Gyðinganna leikur Richard Strauss sem fólk man ef til vill eftir úr þáttaröðinni „Gæfa og gjörvileiki" sem sýnd var í ís- lenska sjónvarpinu fyrir nokkr- um árum. Meðal annarra leikara í þessum flokki, sem er í átta hlutum, má nefna David Warner og Anthony Quayle. Það er ljóst að ísraelskur hern- aðarandi nútímans hefur svifið yfir vötnunum við lokafrágang myndarinnar. Gagnrýnandi einn, Cyra McFadden segir frá því að þegar hún var á forsýningu mynd- arinnar hafi endirinn verið nokk- uð óvæntur. í lok myndaflokks- ins þegar Rómverjarnir eru komnir inn í virkið er skyndilega skotið inn myndskeiði úr nútím- anum þar sem ungir ísraelsmenn eru að skrá sig í herinn. Með þessu atriði fylgir svohljóðandi texti: „Masada er tákn um þann anda sem hefur gert hinn ísra- elska hermann að djarfasta og göfugasta verndara frelsis í heiminum í dag.“ Við skulum vona að þessi endir fylgi ekki þeirri útgáfu af Masada þáttun- um sem birtast á skjánum í ágúst. IH. Sunnudagur 20. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.