Þjóðviljinn - 25.07.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 25.07.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Hassan-Peres Engin niðurstaða Peres er ánœgður eftir fund sinn með Hassan sem er aftur heldur óánœgður og hefur nú boðað til fundar Arababandalagsins Jerúsalem - Shimon Peres, for- sætisráðherra ísraels og Hassan Marokkókonungur sendu í gær frá sér sameigin- lega yfiriýsingu þar sem sagði að viðræðum þeirra hefði lokið án árangurs varðandi frið í Mið-Austurlöndum. Peres sagði fundinn sögulegt skref í átt að friði sem gæti leitt til fleiri funda, Hassan virtist hins vegar óhress yfir því að þetta framtak hans skyldi fara út um þúfur. í yfirlýsingu þeirra sagöi að fundur þeirra hefði aðeins ver- ið könnunarviðræður sem alls ekki hefði átt að leiða til einhvers samkomulags. Hassan sagði í sjónvarpsávarpi eftir lok fundarins í gær að hann heðfi ákveðið að ljúka viðræðum þegar ljóst varð að Peres væri ekki tilbúinn til að ræða við Frelsishreyfingu Palestínuaraba, PLO, né að draga ísraelskt herlið af herteknum svæðum araba. í gær sendi Hassan skilaboð til allra leiðtoga Arabaríkja um að boða til ráðstefnu Arabaríkja sem lengi hefur verið frestað. Hassan vill ræða niðurstöður við- ræðna sinna við Peres og skýra ástæður sínar fyrir fundinum. Hassan ráðfærði sig ekki við neinn leiðtoga Arabaríkja fyrir fundinn. PLO hefur beðið um skyndifund Arababandalagsins, FEZ. Hassan hefur tvívegis reynt að koma á fundi með aðildar- þjóðum en þær hafa ekki getað komið sér saman um dagskrá. Noregur S-Afríka Efnahagslegar refsi- aðgerðir í undirbúningi Osló - Heimildarmenn Reuter fréttastofunnar segja að stjórn norska Verkamannaflokksins hafi nú meirihluta á þingi til að setja algjört bann á verslun við S-Afríku, þará meðal umdeilda olíuflutninga með norskum skípum til landsins. Harald Synnes, formaður Kristilega Þjóðarflokksins sagði í útvarpsviðtali í gær að flokkurinn myndi styðja minnihiutastjórn Verkamannaflokksins til að leggja bann á verslun við S- Afríku til að mótmæla stefnu stjórnvalda þar. „Við getum ekki lengur tekið sérstaka hagsmuni Noregs fram yfir stöðugt versnandi ástand í S- Afríku,“ sagði Synnes. Þar með hefur ríkisstjórnin fengið meirihluta á þinginu sem hefst aftur í haust til að beita S- Afríkustjórn refsiaðgerðum. Reglugerðir þar að lútandi eru nú í smíðum. Leiðtogar íhalds- tlokksins, stærsta stjórnarands- töðuflokksins, sögðu í gær að allsherjar viðskiptabann þjónaði engum tilgangi nema Bretar, Bandaríkjamenn og Vestur- Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama. Javier Perez De Cuellar er nú á sjúkrahúsi eftir hjartaaðgerð. Sameinuðu Þjóðirnar Aðalritarinn í aðgerð Sameinuðu Þjóöunum - Aðalrit- ari Sameinuðu Þjóðanna, Javi- er Perez de Cuellar, gekkst í gær undir hjartaaðgerð á Mo- unt Sinai sjúkrahúsinu í New York, að sögn talsmanns Per- ezar. Perez sem er 66 ára að aldri, fór í fyrradag á sjúkrahús í hefð- bundna rannsókn en læknar á sjúkrahúsinu tóku þá ákvörðun að Perez yrði að fara í aðgerð. Perez kom til New York í síðustu viku eftir tveggja vikna heimsókn um fimm Evrópulönd. Perez ætl- aði síðan aftur af stað í ferð um nokkur Afríkulönd á síðasta þriðjudag. Þeirri ferð var frestað vegna kvartana Perezar um of- þreytu og læknar hans ráðlögðu honum að fara í rannsókn. Frakkinn Jean Ripert, forstöðu- maður þróunar- og efnahagss- tofnunar SÞ veitir samtökunum forstöðu í fjarveru Perezar ásamt 30 aðstoðaraðalriturum. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR /nrinco HJÖRLEIFSSON R E Ui E R Ýmsir valdamenn sem ekki vilja láta nafns síns getið virðast vilja meiri umbylt- ingu en Corbatsjof. Sovétríkin Háttsettir menn hvetja til umbyltingar Hópur fólks sem nefnir sig „Hreyfingu um sósíaliska endurnýjun “ og vill enn meiri endurnýjun en Gorbat- sjof á sovéska kerfinu fœr skömm í hattinn hjá yfir- völdum Moskvu - Háttsettur sovéskur embættismaður sagði í gær að skjai það sem áður óþekkt samtök sendu breskum og bandarískum blaðamönnum í síðustu viku um róttækar breytingar á sovéska þjóðfé- lagskerfinu, væri andsósíal- ískt og ögrandi. Fréttaritari The Guardian í Moskvu, Martin Walker sagði að skjalið kæmi frá háttsettum mönnum í sovéska embættis- mannakerfinu. í skjalinu segir m.a. að ef komast eigi hjá frekari hnignun í landinu verði að gera róttækar breytingar á efnahags- kerfinu og pólitísku munstri stjórnkerfisins. Skjalið er 24 síðna langt og hópurinn sem stendur að baki því, nefnir sig Hreyfingu um sósíaliska endur- nýjun og heldur til í Leningrad, eftir því sem Walker segir. Hann segir það ekki ólíklegt að í þess- um hópi sé að finna KGB menn. Walker segir einnig að skjalið sé afurð undirbúnings undir 27. þing sovéska kommúnistaflokks- ins sem haldið var í mars síð- astliðnum. Þar hafi því hins vegar verið hafnað. í nóvember á síð- asta ári hafi hópurinn sent skjalið til sovéskra fjölmiðla. Samkvæmt Walker hefðu þeir komið fram í sjónvarpi og rökrætt það ef það hefði fengist birt. Þar sem slíkt hafi ekki gerst, hafi verið ákveðið að koma ekki fram opinberlega. Reuter fréttastofan hafði eftir háttsettum vestrænum dipló- mötum að þeir efuðust um gildi þessa skjals. 0g þetta líka... Genf - Sendinefndir Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna héldu í gær fund um Salt-2 samkomu- lagið frá 1979 um takmörkun kjarnorkuflauga. Brussel - George Schultz, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að mögulegt væri að Bandaríkjamenn gipu til ein- hverra aðgerða gegn S- Afríkustjórn en slíkt yrði alltaf að framkvæma í samráði við banda- menn Bandaríkjanna. Khartoum - Súdanski herinn stöðvaði í gær framsókn súd- anskra skæruliðasveita og hröktu þá af hæð sem stendur við Juba flugvöllinn. Tryggði herinn þannig að nýju örugg tök sín á höfuðborginni. París - Franska ríkisstjórnin stöðvaði í gær umræður á þingi um þingsályktunartillögu sem setur ákveðin skilyrði fyrir sölu 65 ríkisfyrirtækja. Varsjá - Pólsk yfirvöld leystu í gær úr haldi fyrstu pólitísku fang- ana samkvæmt lögum sem gengu í gildi í fyrradag. Sam- kvæmt þeim má búast við að allt að 350 samviskufangar verði látnir lausir. París - Karlmaður sem talinn er vopnaður sprengiefnum flýði í gær úr banka einum í miðborg Parísar með konu sem gísl og krafðist 10 milljarða franka fyrir hana. Edinborg - Samveldisleikarnir í Edinborg voru settir í gær. í frétt- askeyti Reuters sagði aö börnum hefði með mikilli fjöldasýningu tekist að létta nokkuð á því þunga andrúmslofti sem ríkt hefur við undirbúning leikanna. Bonn - Fyrrverandi fjármálaráð- herra V-Þýskalands, Otto Lambsdorff, sagði í gær að hann væri himinlifandi yfir því sem hann nefndi algjöra sýknu í spill- ingarmáli hans sem verið hefur fyrir dómstólum að undanförnu. Hann taldi ekki ólíklegt að hann yrði beðinn að taka sæti í ríkis- stjórninni að nýju. Ítalía Craxi aftur forsætisráðherra Haft var eftir heimildum í gær að Bettino Craxi muni aftur taka að sér forsœtisráðherraembœttið, lausn í deilu sósíalista og kristilegra dem- ókrata sé í sjónmáli Róm - Nú virðist sem ein versta ríkisstjórnarkreppan eftir stríð sé brátt á enda og Bettino Craxi endurlífgi stjórn sína sem forsætisráðherra fram á næsta vor, þá taki Kristilegur demókrati við í fimm flokka stjórninni. Bjartsýni virðist hafa aukist eftir að Craxi lauk viðræðum við leiðtoga þeirra fjögurra flokka sem voru með sósíalistum í stjórn þegar Craxi sagði af sér sem for- sætisráðherra fyrir 28 dögum. Renato Altissimo, formaður Frjálslynda flokksins og ráðherra í stjórn Craxi sagði í gær við fréttamenn að þeir væru nú á góðri leið með að endurlífga sam- steypustjórnina og koma sér sam- an um nýtt stjórnarsamkomulag sem gildi fram til næstu kosninga, 1988. Allt þar til í fyrradag áttu Kristilegir demókratar og sósíal- istar í miklum deilum sem virtust fyrst og fremst snúast um forsæt- isráðherraembættið. Kristilegir demókratar vilja fá það nú strax, því hafa sósíalistar neitað. Nú virðast deiluaðilar hafa komist að því að ekki er um ann- að stjórnarfyrirkomulag að ræða og neyðast því til að ná samkomulagi. Reuter fréttastof- an hefur eftir heimildarmönnum sínum að Craxi hafi samþykkt að hætta sem forsætisráðherra næsta vor. Hann muni þá aftur hverfa til formennskustarfa í flokki sín- um, en þar mun nú sótt að honum af valdamiklum mönnum í flokknum. Ekki þarf að koma til nýrrar stjórnarmyundunar þar sem Cos- siga forseti nýtti sér þann rétt sinn að gefa ekki svar við því strax hvort hann samþykkti afsögn Craxi. Föstudagur 25. júli 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.