Þjóðviljinn - 27.07.1986, Side 20
Suður-Afríka
Má giftast
en ekki
búa með
Hvítur Suður-Afríkubúi var ný-
lega dæmdur fyrir að búa með
eiginkonu sinni sem er kynblend-
ingur í íbúðarhverfi sem er ætlað
hvítum. Honum var skipað að
taka hafurtask sitt, konu og þrjú
börn og flytja burt frá Maitland
sem er í nágrenni Höfðaborgar.
Eiginmaðurinn benti dómar-
anum á að fasteignasalinn hefði
sannfært hann um að Maitland
væri grátt hverfi, þar sem
blandað fólk mætti búa en dóm-
arinn benti honum á að slík svæði
væru ekki til samkvæmt stjórn-
arskránni.
í fyrra afnam ríkisstjórnin í S-
Afríku lög sem banna hjónabönd
milli kynþáttanna en aðrar reglur
Aparheitstefnunnar eru enn í
fullu gildi.
„Áður mátti ég ekki giftast
henni vegna laga sem bönnuðu
hjónabönd einsog okkar,“ segir
hinn ógæfusami eiginmaður. „Nú
má ég giftast henni en ekki búa
með henni.“
Laumað
á skjáinn
Áhorfendur Suður-afríkanska
sjónvarpsins fengu fyrir tilviljun
að heyra lag sem er á bannlista
stjórnar hvíta minnihlutans.
Sjónvarpsáhorfendur voru að
horfa á bandaríska leynilögreglu-
seríu, en í þessum þætti var lagið
notað sem bakgrunnstónlist í
fimm mínútur. Hér er um að
ræða lagið Biko eftir enska
söngvarann og lagasmiðinn Peter
Gabriel og fjallar það um hvernig
Steve Biko, hinn þekkti andstæð-
ingur Apartheit-stefnunnar, lést í
varðhaldi árið 1977. Opinber
talsmaður sjónvarpsstöðvarinnar
hefur héitið því að rannsókn
verði látin fara fram.
Blómin
þagna
Stærsti blómamarkaður
heims, sem staðsettur er í
Aalsmeer í Hollandi, heíur
ákveöið að selja ekki lengur blóm
frá Suður-Afríku.
Að sögn talsmanna markaðar-
ins er það ekki gert til að sýna
pólitíska samstöðu með þel-
dökka meírihlutanum í S-Afríku,
heldur vegna ótta við mótmæla-
aðgerðir andstæðinga Apartheit-
stefnunnar. Ákvörðun þessi var
tekin efir að andstæðingar Apart-
heit kveiktu í bensínstöð sem
hafði viðskipti við S-Afríku auk
þess sem eignir ýmissa verslana,
sem hafa viðskiptasambönd við
S-Afríku hafa orðið fyrir skemm-
dum.
Markaðurinn selur árlega
blóm fyrir um 2,5 miljarða króna,
þar af hefur hlutdeild S-Afríku í
sölunni verið rúmar 33 milljónir
króna.
lena*1 “íSlan9t
- 'SÍSrrBiWöur
gsgsss**"
*
Á leið til útlanda er gott að vita af verslun íslensks Markaðar í flug-
höfninni í Keflavík. Þar er mikið vöruval, miðað við þarfir þeirra sem
eru að byrja utanlandsferðina. Allskonar minjagripir, gjafavara og
efni til afþreyingar.
Ullar- og keramikvörur, margskonar landkynningarbækur, blöð og
tímarit.
íslensk matvara vekur líka síaukna athygli. Ostar og mjólkurvörur,
lax og fjölbreyttar fiskafurðir. Hangikjöt og annað lambakjöt. Frá-
gangur og pökkun á matvælum er eins og best verður á kosið. Þá er
íslenska sælgætið vinsælt erlendis.
Þetta er þægileg þjónusta, prófaðu bara næst þegar þú átt leið úr
landi. - Þú getur greitt í íslenskum krónum eða með krítarkorti.
ÍSUNSKUR MARKADUR
FLUGHQFN
KEFLAVIK
Sími 92-2791