Þjóðviljinn - 09.08.1986, Side 7
Umsjón:
Páll
Valsson
Uridirbúningsnefnd Þióðfræðiþingsins: Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Hallgerður Gísladóttir og Hallfreður Örn Eiríksson. (Ljómynd Ari).
Fræði
Þjóðfræóingar þinga
Norrænir þjóðfræðingar halda viku þing á fslandi í næstu viku
Norrænir þjóðfræðingar munu
í næstu viku halda sitt 24. þing og
stendur það frá 10.-16. ágúst.
Þjóðfræðingaþing sem þessi
eiga sér yfir hálfrar aldar sögu en
þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er á
Islandi haldið.
En hvað er þjóðfræði og hvað
ræða menn á slíkum þingum?
kann einhver að spyrja. Þjóð-
fræði er grein sem spannar hinar
ýmsu fræðigreinar, um margt ó-
líkar, svo sem mannfræði, samfé-
lagsfræði, bókmenntafræði,
sálarfræði, textafræði og trú-
fræði. Þjóðfræði er eins konar
samheiti rannsókna sem einkum
beinast í þrjár áttir (til einföldun-
ar): Þjóðsagnafræði þar sem
rannsakaðar eru þjóðsögur og
kvæði, gátur og leikir sem varð-
veist hafa í munnlegri geymd með
þjóðinni, þjóðhættir sem taka á
verkmenningu þjóða, vinnu-
bragða og hvers kyns iðnaðar og
þjóðlíf þar sem félagslegur vett-
vangur, samskipti og siðir manna
eru í brennidepli.
Tími til kominn
Tiltölulega hljótt hefur verið
um þjóðfræðirannsóknir á ís-
landi og sögðu þau Jón Hnefill
Aðalsteinsson, Ragnheiður H.
Þórarinsdóttir, Hallgerður Gísla-
dóttir og Hallfreður Örn Eiríks-
son sem skipuðu undirbúnings-
nefnd þingsins, að það væru von-
um seinna að halda þjóðfræði-
þing hérlendis. íslendingar væru
aftarlega á merinni varðandi
rannsóknir í þjóðfræði, þótt
sennilega væri hvergi jafn mikið
af óleystum þjóðfræðirannsókn-
um og hér. Það væri vonandi að
þing sem þetta verkaði sem hvati
á auknar rannsóknir sögðu þau.
Á sínum tíma sátu Sigurður
Nordal og Einar Ólafur Sveins-
son þessi norrænu þing, og nú á
allra síðustu árum hefur þátttaka
íslendinga aukist og geta má þess
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
að nú er þjóðfræði kennd sem
aukagrein til 30 eininga við Fé-
lagsvísindadeild Háskóla íslands,
en einnig eru námskeið í þjóð-
fræðum kennd í Heimspekideild.
Þetta ásamt öðru vekur vonir
manna um að betri tímar séu að
renna upp fyrir þjóðfræðinga.
Hallfreður Örn Eiríksson hefur á
vegum Stofnunar Árna Magnús-
sonar safnað miklu efni af alls
kyns sögum síðastliðin tuttugu
ár; menn segja að spólusafn
Hallfreðar sé orðið svo mikið að
það taki á annað ár bara að
hlusta. Og nýlega kom Hallfreð-
ur að norðan með nýjar fréttir af
Þorgeirsbola, þeim margfræga
bændahrelli til margra alda. Að
sögn Hallfreðar virðist sem Þor-
geirsboli hafi í seinni tíð verið að
gerast aðsópsmeiri í Skagafirði.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns-
ins hefur einnig undanfarna tvo
áratugi verið með spurningalista í
gangi þar sem eldra fólk er spurt
um ýmsa verklega starfshætti og
lifnaðar, sem og þjóðhætti al-
mennt.
Bíldraugur
og rottur
En þau leggja öll áherslu á að
þjóðfræðin fáist ekki einungis við
hið liðna. Jón Hnefill segir þjóð-
fræðinga útií heimi hafa á tímabili
verið mjög upptekna af því að
færa þjóðfræðina nær samtíman-
um. Þannig hafi menn farið að
skrifa bækur um svokallaðar rott-
umatreiðslusögur sem gangi út
um allan heim. Það eru sögur um
að veitingahús noti rottur til
matreiðslu í stað annars og geðs-
legra kjöts og oft hafi þessar
sögur náð svo makalausri út-
breiðslu að ýmis veitingahús hafi
þurft að loka. Þá má nefna bíl-
draugana sem miklar sögur ganga
af, m.a. hér á íslandi, eða svo-
kallaða Hafnarfjarðarbrandara
sem mestan part væru innfluttar
sögur. Ragnheiður minntist líka á
að til dæmis væri þjóðhátíðin í
Eyjum mjög álitlegt rannsóknar-
efni fyrir þjóðfræðinga.
Þjóðfræðiþingið, sem verður
sett á mánudagsmorgun kl. tíu á
Hótel Esju og mun allt fara þar
fram, sækja um fimmtíu þjóð-
fræðingar frá öllum Norðurlönd-
unum. Meðal íslenskra fyrirles-
ara má nefna Árna Björnsson,
sem talar um íslenska óráðþægni,
Jón Hnefil um sagnir í fornbók-
menntum, Guðrúnu Bjartmars-
dóttur um huldufólkssögur, Hall-
freð Örn um íslenska þjóðtrú nú-
tímans, Ögmund Helgason um
norræna guði á 19. öld, Helgu Jó-
hannsdóttur, um söfnun þjóð-
laga, Gísla Pálsson um hugmynd-
ir um fisk í íslensku þjóðfélagi,
Davíð Erlingsson, um grundvall-
arhugtök, Sólveigu Georgsdóttur
um ýmis minni í skólakerfi og Þór
Magnússon um íslensk torfhús.
„Nœr kvikunni"
Af erlendu fyrirlesurunum
bentu menn sérstaklega á Finn-
ann Lauri Honko, „einn af
heimsoddvitum þjóðfræðinnar"
sagði Jón Hnefill, og annan
Finna, en þeir hafa löngum verið
þjóða og ekki bara Norðurlanda-
þjóða fremstir í þjóðfræði, Juha
Pcntikaincn. Lauri Honko ætlar
að tala um ýmsa grundvallarþætti
þjóðsagnarannsókna en Juha
Pentikainen um þjóðháttafræði
og trú.
Hér að framan var getið um
skyldleika þjóðfræðinnar við aðr-
ar greinar og við má bæta að hún
beitir svipaðri aðferðafræði og yf-
irleitt er beitt í húmanískum
greinum. En hver er þá sérstaða
þjóðfræðinnar? Jón Hnefill er
ekki í vandræðum með að svara
því - „Þjóðfræðin gengur nær
kviku mannlífsins".
”Pv
Menning
Djassað
í Djúpinu
Djassað verður í Djúpinu
næstkomandi mánudagskvöld.
Að venju verða jasstónleikar
þessir í beinni útsendingu frá
kjallara Hornsins við Hafnar-
stræti. Að þessu sinni leikur
Kvintett Sigurðar Flosasonar.
Kvintettinn skipa auk Sigurðar,
sem leikur á altosaxófón: Eyþór
Gunnarsson á hljómborð, Gunn-
laugur Briem á trommur, Tómas
R. Einarsson á kontrabassa og
Friðrik Karlsson á gítar. Sigurður
Flosason hefur undanfarin ár
stundað músíknám í Bandaríkj-
unum og lýkur þaðan masters-
gráðu áður en langt um líður,
þetta er því einstakt tækifæri til
að hlýða á leik hans áður en hann
hverhir aftur til náms. Þrír með-
limir Kvintettsins eru meira en
svo vel kunnugir hér heima og um
víða veröld. Það eru þeir: Eyþór,
Friðrik og Gunnlaugur úr Mezzo-
forte. Tómas R. Einafsson er
mönnum að góðu kunnur fyrir
lipran kontrabassaleik. Öllum er
heimill aðgangur á meðan hús-
rúm leyfir.
Frá vinstri: Tómas Einarsson, Sigurður Flosason, Friðrik Karlsson, Eyþór
Gunnarsson og Gunnlaugur Briem.