Þjóðviljinn - 29.08.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
ÍÞRÓTTIR
GLÆTAN
UM HELGINA
LEIKUR AÐ L4ERA
Góðœri
Stórkostlegur spamaður
Vextir af erlendum lánum hafa lœkkað um eittprósentustig milli ára. Jón Sigurðssonforstjóri Þjóðhagsstofunnar:
Vaxtalækkuninfœrir þjóðarbúinu á milli 350 og 400 miljónir króna. Búist viðfrekari vaxtalækkun
sem munfœra okkur á milli 250-300 miljónir á nœsta ári. Fiskverð hefur aldrei verið jafn hátt og nú
Breytilegir vextir á erlendum
lánum hafa að meðaltali
lækkað um eitt prósentustig milli
áranna 1985 og 1986, en stór hluti
okkar lána lúta þeim. Þessi vaxta-
lækkun mun færa þjóðarbúinu
upphæð á milli 350 til 400 miljón-
ir króna á þessu ári. Gert er ráð
fyrir að vextir lækki enn um hálft
til eitt prósentustig á næsta ári,
sem þá myndi færa þjóðarbúinu á
milli 250 til 300 miljónir króna á
næsta ári.
Þetta sagði Jón Sigurðsson for-
stjóri Þjóðhagsstofunnar í sam-
tali við Þjóðviljann í gær. Hann
bætti því við að þetta ár væri þeim
sem væru með dollaraskuldir,
mjög hagstætt. Dollarinn hefur
lækkað úr um 42 krónum niður í
40.50 kr. og að auki hafa vextir
svo lækkað. Einkum væru það
skammtímalán í dollurum sem nú
væru hagstæð.
Þegar þetta bætist við olíu- og
bensínlækkunina, sem talið er að
færi flotanum um 1600 miljónir
króna, þá er ljóst að nú ríkir hér
mikið góðæri. Við þetta allt bæt-
ist svo að verð á sjávarafurðum
hefur aldrei verið hærra. Rækju-
verð er nú það hæsta sem orðið
hefur nokkru sinni eða eins og
Soffanías Cecilsson formaður
Sambands fiskvinnslustöðva
sagði í samtali við Þjóðviljann:
„Verðið er hreint ótrúlegt, mað-
ur trúir þessu eiginlega ekki“.
í Bandaríkjunum er fiskverð
nú hærra en dæmi eru til um áður
og búist við enn frekari hækkun,
þar sem skortur er á fiski þar í
landi.
- S.dór.
Búskapur
Kræklinga-
rækt í
Hvalfirði
Hákon Óskarsson
líffræðingur: Getum
vonandi boðið upp á
krækling eftir 2-3 ár
Kræklingarækt er loks hafín
hér á landi þó i smáum stíl sé og
enn á rannsóknarstigi. Hákon
Óskarsson líffræðingur hefur
ásamt fjórum félögum sínum haf-
ið tilraunir til þess að rækta
krækling í Hvalfirði og að sögn
hans gengur allt vel en margt þarf
að kanna.
Útbúnaðurinn er fenginn frá
Noregi en þeir félagar nota einnig
íslensk efni í svokallaðar hengjur
sem settar eru í sjóinn og krækl-
ingalirfurnar setjast síðan á. Jafn-
framt ræktinni tekur Hákon sýni
úr sjónum til rannsóknar og er
Hafrannsóknarstofnun innan
handar við það. Athuga þarf
sjávarhitann til þess að hægt sé að
finna út hvaða áhrif hann hefur á
vaxtarhraða kræklinganna og ef
til vill getum við íslendingar farið
að gæða okkur á ræktuðum og
ferkum kræklingi eftir 2-3 ár.
- vd.
Sjá nánar á síðu 2.
Er páfinn
kaþólskur?
Sydney - Páfinn er að koma til
Ástralíu og þar ætla margir að
græða á komu hans með fram-
leiðslu á hinum ólíklegustu
hlutum.
Þar á meðal er páfalegt léttvín,
súkkulaði, öskubakkar og orður.
Sérstök nefnd þarf að samþykkja
þessa framleiðslu sem þarf að
vísa til boðskaps páfans á ein-
hvern hátt. Það hefur því vakið
furðu að nefndin hefur samþykkt
framleiðslu á bol þar sem stendur
stórum stöfum „Er páfinn kaþ-
ólskur?“. - IH/Reuter.
Austurvöllur
Rís þar minnismerki
um 3. Internationalinn?
Sjáfréttaskýringu bls.
5-6
Hákon Óskarsson líffræðingur og kræklingabóndi heldur hér á hengjum sem settar voru í sjó í fyrra og sem á sitja þúsundir kræklinga.
SUF
Nýtt andlit á maddömuna
Formannsefni ungra Framsóknarmanna: Yngja uppþingflokkinn, Allirþingmenn burt nema
Steingrímurog Halldór? ÞórðurIngvi Guðmundsson: Umvendaflokknum.
„Á þinginu verðum við að
leggja drög að baráttuleiðum til
að skapa flokknum nýtt andlit“,
sagði Gissur Pétursson, for-
mannsefni ungra Framsóknar-
manna við Þjóðviljann í gær.
SUF-þing hefst í dag í Ilrafnagils-
skóla í Eyjafírði.
í skoðanakönnun sem félags-
vísindastofnun HÍ hefur gert fyrir
SUF kemur fram það almenn-
ingsálit að Framsóknar-
flokkurinn sé „lítill, afturhalds-
samur og tækifærissinnaður
bændaflokkur", og segir einn af
vonarpeningum SUF-ara, Þórð-
ur Ingvi Guðmundsson, í DV í
gær að á þinginu verði „mikill há-
vaði“. Stefnt sé að því að „um-
venda flokknum" og að því að
„skipt verði algjörlega um menn
á framboðlistum flokksins. fyrir
næstu þingkosningar“.
„Það er margt til í því sem
Þórður Ingvi segir, þótt hann taki
nokkuð djúpt í árinni“, sagði
Gissur í gær. „Við höfum í hönd-
unum vísindalega könnun um álit
fólks á flokknum. Við teljum
flokkinn ekki svona, en þessu
verður ekki breytt nema með
yngra fólki í þingflokknum. Ég
vil þó taka fram að ég tel flokkinn
eiga tvo vinsælustu stjórnmála-
menn landsins, Steingrím Her-
mannsson og Halldór Ásgíms-
son, og við munum ekki berjast
fyrir því að koma þessum
mönnum útúr þingflokknum."
Núverandi formaður SUF,
Finnur Ingólfsson, hyggst láta af
störfum, og hefur Gissur Péturs-
son þegar boðið sig fram sem for-
mann. Hann sagði í gær að hann
ætti ekki von á mótframboði.
Gissur er stjórnmálafræðinemi
við háskólann, hefur verið starfs-
maður SUF í sumar, fengist við
blaðamennsku á Tíma og út-
varpi. Bróðir hans er Helgi
tónlistar- og fjölmiðlamaður.
- m.
Herstöðvaandstœðingar
Skoðunarferð í freigátuna
Samtök herstöðvaandstæðinga
gengust fyrir mótmælastöðu við
bandarísku freigátuna USS-
Doyle í Sundahöfn í gær.
Með aðgerðunum mótmæla
samtökin því eina sýnilega fram-
lagi íslensku ríkisstjórnarinnar til
friðarársins að bjóða hingað
freigátu hlaðinni stýriflaugum.
í dag hyggjast herstöðvaand-
stæðingar dreifa dreifibréfum til
þeirra sem skoða skipið milli kl.
16-18. Herstöðvaandstæðingar
eru hvattir til að fjölmenna í
skoðunarferð.
- G.H.