Þjóðviljinn - 29.08.1986, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Qupperneq 2
FRÉTTIR Kjaradómur Allt for eftir pöntun Farmenn fóru fram á 7 þúsund króna hœkkun a mánaðarlaunum en t kjaradómur skammtaði þeim 2.800 kr. Eins og fólk rekur eflaust minni til, voru sett lög í vor sem bönnuðu verkfall farmanna og kjaramálum þeirra vísað til kjaradóms. Úrskurður hans er nú fallinn og fengu undirmenn á farskipum hækkun sem nemur 2.800 kr. á mánuði en þeir fóru fram á 7 þúsund króna hækkun á mánuði í samningunum í vor. Kaup undirmanna á farskipum var 20 þúsund krónur á mánuði og vildu þeir fá hækkun uppí 27 þúsund krónur. Slík krafa þótti óhæfa og báðu skipafélögin sam- göngumálaráðherra um lög sem bönnuðu verkfall sjómanna. Hann varð við þeirri beiðni, vís- aði málinu til kjaradóms, sem svo eftir pöntun skammtaði sjó- mönnum 2.800 kr. hækkun á mánuði. -S.dór Það verður nú erfitt að yngja upp Palle Petersen pá Hallestad. Skeiðará Búast má við stóm hlaupi Eins og greint hefur verið frá í fréttum bendir allt til þess að Skeiðarárhlaup sé í aðsigi. Af ánni hefur lagt megnan brennisteinsfnyk og hún hefur dökknað, en oftast tekur hlaup Skeiðarár tvær vikur að ná há- marki. „Við erum sallarólegir enn,“ sagði Oddur Sigurðsson hjá Ork- ustofnun í gær. „Vatnavextir eru óverulegir enn, en þó er farið að votta fyrir sprungum í Gríms- vötnum við upptök hlaupsins. Við búumst ekki við miklu af ánni fyrr en eftir nokkra daga og þá byrjum við að mæla vatns- magnið." Að sögn Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns má búast við stóru hlaupi nú. „Síðustu hlaup í Skeiðará voru 1982 og 1983 og voru þá komin í það munstur að skammt leið á milli þeirra. Það var vegna þess að þá náði hlaupið sér út úr Grímsvötnum 50 metr- um hærra en í fyrri hlaupum. Sennilega hefur orðið eftir fylla í vatninu vegna eldvirkni sem lok- aði vatn inni. Vatnshæð í Grím- svötnum hefur nú náð 1330 metr- um yfir sjávarmáli, en það er sama hæð og var á árunum 1940 til 1982. Eftir því að dæma eru hlaup Skeiðarár að fara í gamla munstrið aftur, þ.e. að verða strjálli og jafnframt meiri,“ sagði Sigurjón Rist f samtali á miðviku- dag. -GH HúsnæÖisstofnun ríkisins NÝJAR LÁNAREGLUR Hinn 1. september 1986 taka gildi ný lög um Húsnæðisstofnun ríkisins og reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins. Meginbreyting frá fyrri reglum er sú að lánsréttur er í flestum tilfellum háður því að: a) Umsækjandi sé og hafi verið virkur félagi í lífeyrissjóði. b) Sá lífeyrissjóðurhafi keyptskuldabréfaf Húsnæðisstofnuninni fyrir verulegan hluta af ráðstöfunarfé sínu. Kristnesspítali gær bættist Þjó&viljanum nýr áskrifandi, kötturinn Branda. Til að vera alveg viss um að fá blaðið sent heim á réttum tíma gekk hún sjálf úr skugga um að nafn hennar væri komið á áskriftarlistann sem hún er hér að fletta með Herði afgreiðslustjóra. Mynd KGA. HINAR NÝJU REGLUR VARÐA NÁNAR TILTEKIÐ ÞESSI LÁN: 1. Lán til að byggja eða kaupa nýjar íbúðir í smíðum. 2. Lán til að kaupa notaðar íbúðir. 3. Lán til meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á notuðu íbúðarhúsnæði. 4. Lán til orkusparandi breytinga á íbúðarhúsnæði. Fræðslurit um hina nýju tilhögun verður fáanlegt nú á næstunni. NÝJAR REGLUR - ÓAFGREIDD LÁN Allir þeir, sem eiga óafgreidd lán eða lánshluta samkvæmt framansögðu, er eiga að koma til útborgunar eftir 1. september nk„ eða sækja um slík lán fyrir I. september nk„ geta óskað eftir því að með umsóknir þeirra verði farið eftir nýju reglunum. Sérstök eyðublöð fyrir slíkar beiðnir fást hjá Húsnæðisstofnuninni, og þurfa þær að hafa borist fyrir 30. september nk. EFTIRTALIN GÖGN ÞURFA AÐ FYLGJA HINNI NÝJU LÁNSUMSÓKN: 1. Vottorð frá lífeyrissjóði um iðgjaldagreiðslur sl. 24 mánuði. 2. Frumdrög að kostnaðar- og greiðsluáætlun. 3. Vottorð um tekjur á sl. ári og um íbúðareign sl. þrjú ár, útfyllt af skattstjóra eða löggiltum endurskoðanda. Hin nýju umsóknareyðublöð ásamt fylgigögnum liggja einnig frammi á skrifstofum sveitarfélaga. Reykjavík, 26. ágúst 1986. Húsnæðisstofnun ríkisins Endurhæfing hefst Stjórnarnefnd ríkisspítalanna samþykkti á þriðjudag nýja framkvœmdaáætlun. Felur í sér miklar endurbœtur á Kristnesspítala og aukna starfsemi Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hélt fund í Kristnesi í Eyjafirði á þriðjudaginn. Á þessum fundi var samþykkt ný framkvæmda- og starfsáætlun fyrir Kristnesspítaia sem miðar að því að stofnuð verði sérstök endur- hæfingardeild fyrir inniliggjandi sjúklinga, jafnframt því að haldið verði áfram að reka hjúkrunar- deild í hluta spítalans. Kristnesspítali hefur verið starfræktur frá því í árslok 1927. Upphaflega var hann byggður fyrir berklasjúklinga og rekinn sem berklahæli fram til ársins 1976 þó að aðrir sjúklingar og þá helst langlegusjúklingar hafi vist- ast þar í nokkrum rúmum frá ár- inu 1964. Frá árinu 1976 hefur Kristnesspítali verið skilgreíndur af heilbrigðisráðherra sem hjúkrunar- og endurhæfingar- spítali en vegna aðstöðuleysis hefur ekki verið hægt að sinna endurhæfingunni ennþá. Nú hef- ur verið tekin ákvörðun um það að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til endurhæfingar þegar í haust og á næsta ári er gert ráð fyrir að hafist verði handa við nýbygg- ingu við spítalann samkvæmt framkvæmdaáætluninni sem stjórnarnefndin samþykkti á þriðjudag. Bjarni Arthúrsson, fram- kvæmastjóri, Halldór Halldórs- son, yfirlæknir og Hulda Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri voru öll á einu máli um það að þessi afgreiðsla væri þeim mikið ánægjuefni, svo mikið að það jafnaðist helst á við jólin. -yk 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.