Þjóðviljinn - 29.08.1986, Qupperneq 4
LEIÐARI
Refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku
Einn af Ijótustu köflunum í mannkynssögu
síðustu áratuga er grimmileg kúgun hvíta minni-
hlutans í Suður-Afríku á hinum fjölmenna meiri-
hluta svertingja í landinu. Jafnvel í dag er með-
ferð hvítu mannanna á þeldökkum íbúum Suður
Afríku svo hrikaleg að helst minnir á einskonar
opinbert þrælahald.
Apartheid, aðskilnaðarstefna hvítu mann-
anna sem ráða lögum og lofum, nær til bókstaf-
lega allra mannlegra samskipta. Aragrúi svert-
ingja er fluttur nauðungarflutningum úr borgum
og gróðursælum sveitum út á torbýl lands-
svæði, þar sem heilar kynslóðir alast upp í öm-
urlegum hreysaþyrpingum. Stjórnvöld neyða
heimilisfeður til að sækja atvinnu víðs fjarri fjöl-
skyldunum og heimila ekki heimsóknir til
kvenna og barna nema endrum og sinnum.
Með þessu móti er auðvitað ókleift að lifa eðli-
legu fjölskyldulífi. Launum er jafnframt haldið
niðri, þannig að fjölmargir svertingjanna lifa
undir fátæktarmörkum.
Lítilsvirðinging og niðurlægingin blasa all-
staðar við þeim. Þeir fá ekki að sækja sömu
skóla og hvíta fólkið. Þeir verða að fara á önnur
veitingahús, þurfa sérstök vegabréf til að ferð-
ast milli landshluta, - mega ekki einu sinni nota
sömu salerni! Hinn forríki hvíti minnihluti fer
með svertingjana, hina upprunalegu íbúa og
eigendur Suður Afríku, einsog dýr.
Vissulega hefur ástandið lengi verið slæmt,
en í sumar keyrði þó um þverbak. Stjórnvöld
settu þá svokölluð neyðarlög til að hemja hið
vaxandi andóf á meðal svertingjanna. Sam-
kvæmt nýju ólögunum geta stjórnvöld beitt
fangelsunum algerlega að geðþótta, haldið fólki
í svartholi án tilefnis og án þess að sakargiftir
séu kannaðar fyrir dómstólunum.
í fangelsum stjórnarinnar er pyntingum beitt
reglubundið, og menn jafnvel drepnir með köldu
blóði innan múranna. Gleymum ekki Steve
Biko, stúdentaleiðtoganum sem gekk alheill inn
í fangelsi kúgaranna en var nokkrum dögum
síðar borinn þaðan limlest lík. Vopnaðir lög-
reglumenn fremja hryðjuverk í viðurvist fjölda
vitna, án þess að stjórnvöld geri hætishót.
Þannig er ógninni og hræðslunni beitt til að hafa
hemil á svertingjunum, til að halda þeim í járn-
greipum grimmdar og kúgunar.
Um allan heim hafa komið fram harðyrt mót-
mæli við mannréttindabrotum suðurafrískra
stjórnvalda. En mönnum verðursvarafátt þegar
spurt er: hvað getum við gert til að hjálpa þel-
dökkum systrum okkar og bræðrum í Suður
Afríku? Upp á síðkastið hafa menn helst hallast
að beitingu efnahagslegra refsiaðgerða gegn
stjórnvöldum landsins til að þvinga fram jafnan
rétt svartra á við þá hvítu. Einsog við mátti búast
hafa Reagan Bandaríkjaforseti og Margrét
Thatcher, forsætisráðherra Breta gengið fram
fyrir skjöldu til að véfengja réttmæti viðskipta-
þvingananna. Þau hafa bæði borið fyrir sig, að
slíkar refsiaðgerðir myndu hitta fyrir þá sem síst
skyldi, - svertingjana sjálfa.
I þessum efnum ber okkur því að hlusta
grannt eftir hvað hinir kúguðu segja sjálfir um
slíkar aðgerðir. Þar þurfa menn ekki að velkjast í
neinum vafa því svarið er afdráttarlaust: Des-
mond Tutu biskup, og einn af leiðtogum
friðsamlegra andófsmanna, hefur hvatt til efna-
hagslegra refsiaðgerða. Skoðanakannanir sem
bresk stórblöð gerðu fyrir nokkrum misserum
sýndu jafnframt að yfirgnæfandi meirihluti
svertingja Suður Afríku vildi freista þess að
brjóta aðskilnaðarstefnu stjórnvalda á bak aftur
með aðgerðum sem þessum.
Okkur ber skylda til að hlusta á þessar raddir.
Þessvegna er það siðferðileg skylda íslensku
ríkisstjórnarinnar að styðja þær þjóðir sem vilja
beita suðurafrísk stjórnvöld efnahagslegum
þvingunum. í bili erþaðsú leiðsemokkurerfær
til að aðstoða svertingja Suður Afríku við að
hrinda af sér oki kúgunarinnar.
KUPPT OG SKORK)
"Stundum er sagt um suma stjórnmála^
aó beir sóu gamaldags. Finnst bér .
sé sétt um eínhverja islenska í
AlhýóuíiokWur
Framsóknarflokkur
SjéJ ís t«óisilokkur
A1 þýáíútandr* J ag
Bandalag jaf naóa.rm
Kvennalisti
Annað
Vi 1] engan »
Nei, ekki r?
Neitat aá- s\
Veit ©kk
ALLS X 100
FJÖLOI 69
Pá getur
ymislegt skeð
Það hefur ekki farið mikið fyrir
ungum Framsóknarmönnum
undanfarin misseri. Enda verður
ekki með góðu móti komið auga
á ástæðu fyrir því að ungt fólk
gangi til liðs við þann flokk, nema
þá hentistefnumenn að leita sér
stjórnmála- eða embættisframa,
- fyrir utan þá sem eru svo
óheppnir að hafa fæðst með ætt-
gengan Framsóknarvírus og ekki
haft burði til að leita sér lækni-
ngar.
- Stjórnarsamstarf flokksins við
íhaidið hefur ekki hjálpað mikið
til af eðlilegum ástæðum, og for-
ystumenn í röðum ungra fram-
mara hafa heldur ekki haft mikið
aðdráttarafl á þá kynslóð sem
heiminn erfir. Formaður Sam-
bands ungra Framsóknarmanna
frammað þingi þess nú í Hrafna-
gilsskóla heitir Finnur Ingólfs-
son, og varð fyrst frægur fyrir pól-
itísk afskipti sem formaður
Stúdentaráðs í háskólanum, - í
einni aðför stjórnvalda að Lána-
sjóði námsmanna var verið að
reyna að mjaka honum til verka á
fundi, og sú tilraun endaði með
því að leiðtogi háskólastúdenta
gekk út með hurðaskelli og þeim
orðum að hann þyldi ekki „þessa
kröfugerðar- og heimtufrekju-
stefnu“.
Sami Finnur var í Tímaviðtali
um daginn, sjálfsagt til að draga
ungt fólk að flokknum með segul-
magni sínu og orðkynngi. Hann
var þar spurður hvers vegna ungt
fólk ætti að fylkja sér um flokk-
inn, og svaraði með þessari
meitluðu ljóðperlu:
Vegna þess að Framsókn
er flokkurinn,
þinn er mátturinn,
ef þú vilt vera með,
þá getur ýmislegt skeð.
Þetta þótti svo gott baráttuljóð
hjá formanninum að því var út-
varpað í allan gærdag á nýju
bylgjunni.
Gamaldags og
tækifærissinnaður
Samband ungra Framsóknar-
manna hefur valið einkunnarorð
á þingið sitt í Eyjafirði, og þau
ekki af lakari endanum: Afl nýrra
tíma. Að vísu kom í ljós að ungir
íhaldsmenn höfðu notað ná-
kvæmlega sömu einkunnarorð á
sitt þing fyrir nokkru, og hnakk-
rifust fylkingar dágóða stund um
höfundarrétt á slagorðum.
Heimdellingar vægðu að lokum á
þeim forsendum að Framsóknar-
mönnum væri enn meiri þörf á
afli nýrra tíma en gamla Ihalds-
grána; að auki var talið að SUF-
arar væru með þessu að vísa til
dagblaðsins Tímans sem oft hefur
þótt öflugra en nú.
Og það virðist engin vanþörf á
hópefli ungra Framsóknarmanna
á þessum síðustu og verstu. í
skoðanakönnun sem SUF-arar
létu gera kemur fram að meiri-
hluti þeirra sem afstöðu tóku
telja Framsóknarflokkinn fyrst
og fremst dreifbýlisflokk, og ekki
gæta hagsmuna íbúa í þéttbýli.
Spurt er um tækifærissinnaða
stjórnmálaflokka og þar er Fram-
sókn langefst á blaði, og þegar
spurt er um hvort íslenskir flokk-
ar séu „gamaldags“ fær maddam-
an heil 22,3% í einkunn á móti
10% Sjálfstæðisflokks, 3% á
Allaballa og 1% til krava.
Hafið þið séð hann
Jón, ó, Jón?
í skoðanakönnuninni sem fé-
lagsvísindadeild háskólans gerði
fyrir SUF eru aðspurðir beðnir að
nefna tvo almenna þingmenn
Framsóknarflokksins; það er
spurt um frægð. Þingflokksfor-
maðurinn Páll Pétursson er oftast
nefndur, enda í hálfgerðri stjórn-
arandstöðu almennt og algerðri
stjórnarandstöðu við landbúnað-
arráðherrann sinn. Páll er nefnd-
ur í rúmum fjórðungi tilvika. Síð-
an lalla þeir Húsavíkur-
Guðmundur og Stefán Valgeirs-
son, og rétt á eftir þeim Ingvar
Gíslason og Ólafur Þ., með 12-
16% útnefninga. Aftast á mer-
inni eru Haraldur Ólafsson
(4,4%) og Stefán Guðmundsson
(4,2%), - og einn er alveg
gleymdur, Jón nokkur Kristjáns-
son af Austfjörðum. Kannski
þetta standi í einhverju sambandi
við að vera tækifærissinnaður og
gamaldags úr dreifbýli?
Karaktereinkenni
Helgi Pétursson fyrrverandi
ritstjóri NT hefur fundið skýring-
una á hamingjuleysi Framsókn-
arflokksins og ritar um hana
grein í málgagn SUF, Sýn. For-
ingjar Framsóknarflokksins eru
of feimnir. Þei;
.skrifa ekki í blöð. Peir halda
ekki erindi í útvarp. Pingmenn
Framsóknarflokksins tala minnst
allra í málum á þingi. Sumir svo
sjaldan að það heyrir til tíðinda
meðal annarra þingmanna og
fréttamanna þegar þeir taka til
máls. “
En feimni þingmannanna er
barnaleikur miðað við uppburð-
arleysi háyfirleiðtogans. Helgi
kvartar undan því að Steingrímur
skuli ekki vilja birtast einn og sér
fýrir framan blaðamenn og hvet-
ur forsætisráðherra til að efna til
funda til að skýra frá því sem
ríkisstjórnin gerir.
„Og þá þyrfti hann ekkert að
hafa Steina litla með. Nokkrir
blaðamannafundir hafa vérið
haldnir, en þá alltafí sérstöku til-
efni og alltaf er einhver ráðherra
sjálfstœðismanna viðstaddur.
Oftast Porsteinn. Pað held ég sé
bara fyrir einstök karakter-
einkenni Steingríms, ekki það að
sjálfstœðismenn eða aðrir flokkar
mundu koma þannig fram við
okkur. “
Merkilegur samruni
Við höfum lengi haldið því
fram hér á Þjóðviljanum að í
þessari ríkisstjórn hafi verið lítill
munur á stjórnarflokkunum.
Helgi Péturs hefur nú bætt um
betur.
Menn muna eftir því úr
Leigjanda Svövu Jakobsdóttur
að húsráðandi rann í sögulok
saman við leigugest sinn, og
þóttu furður. Að sögn Helga eru
keimlíkir atburðir nú að gerast í
stjórnarráðinu. Formenn stjórn-
arflokkanna eru að vaxa saman í
eitt, - en á þann sérkennilega
máta að Þorsteinn Pálsson er orð-
inn að karaktereinkenni á Stein-
grími Hermannssyni.
Sumsé: ef þú vilt vera með, þá
getur ýmislegt skeð.
- m
DJOÐVIIJINN
Máigagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlööversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Siðumúla 6 símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 40 kr.
Helgarblöð: 45 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 450 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1986