Þjóðviljinn - 29.08.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Page 6
m Frá Menntaskólanum í Kópavogi Skólinn veröur settur þriöjudaginn 2. september kl. 14 í samkomusal skólans. Aö lokinni skólasetningu fá nemendur stunda- skrár og bókalista gegn greiðslu nemendagjalds aö upphæö kr. 2.500.- (fyrir allan veturinn). Kennarafundur verður haldinn í skólanum mánu- daginn 1. september kl. 10. Skólameistari. Frá grunnskólum Kópavogs Grunnskólarnir í Kópavogi veröa settir meö kennarafundum í skólanum mánudaginn 1. sept- ember kl. 9 f.h. Næstu dagar verða notaðir til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur eiga aö koma í skólana fimmtudaginn 4. september sem hér segir: 1. bekkur börn fædd 1979 kl. 13 2. bekkur börn fædd 1978 kl. 14 3. bekkur börn fædd 1977 kl. 10 4. bekkur börn fædd 1976 kl. 11 5. bekkur börn fædd 1975 kl. 10 6. bekkur börn fædd 1974 kl. 9 7. bekkur börn fædd 1973 kl. 11 8. bekkur börn fædd 1972 kl. 10 9. bekkur börn fædd 1971 kl. 9 Forskólabörn (fædd 1980 - 6 ára) og foreldrar þeirra veröa boðuð í viðtal símleiðis 2.-9. sept- ember. Skólaganga forskólabarna hefst 10. september. Skólafulltrúi. Kennari Kennara vantar að Grunnskóla Raufarhafnar. Húsaleigu- og flutningsstyrkur í boði. Gott hús- næði. Uppl. gefa Líney Helgadóttir í símum 51225 og 51131 og Sigurbjörg Jónsdóttir í síma 51277. Grunnskóli Raufarhafnar. Börn og starfsfólk á dagheimilinu Steina- hlíð við Suðurlandsbraut óska eftir sam- verkafólki. Menntun og/eða reynsla æskileg. Upplýsingar í síma 33280. Eiginmaöur minn Ingvar Indriðason Engjavegi 1, Selfossi er andaðist 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Skálholts- dómkirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum. Bílferð verður frá Bifreiðastöð íslands kl. 12.00 og frá afgreiðslu Sérleyfisbíla Selfoss kl. 12.45. Þeim sem vildu minnast hans er bent á að láta Torfastaðakirkju njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Halldóra Jósefsdóttir Þessi mynd sýnir hvers konar bákn verðlaunatillagan gerir ráð fyrir að verði byggt I miðbæ Reykjavíkur. Dómkrikjan verða nánast eins og krækiber í helvíti. því þvert á það sem dómnefnd um nýbyggingu Alþingishúss gekk útfrá. Súrheysturninn frægi í kaflanum um nýbyggingar í skýrslunni frá 1978 er minnt á að taka verði tillit til gamla Alþingis- hússins og Dómkirkjunnar „á þann hátt að nýbyggingar dragi ekki um of frá þeim athyglina og skerði ekki reisn þeirra né hlut- föll.“ Tillaga sú sem fékk náð fyrir augum dómnefndar og raunar flestar þær tillögur sem fram komu, taka mið af samkeppnis- skilmálum og ganga því þvert á öll þau aðvörunarorð arkitekta húsameistara sem áður var vitnað í. Til dæmis leggja Sigurður Ein- arsson og félagar til að glerturn- inn frægi milli nýbyggingar og Al- þingishúss rísi jafnhátt til himins og vindhaninn á Dómkirkjuturn- inum. Með þessari tillögu er ein- faldlega verið að undirstrika reisn nýbyggingarinnar á kostnað gamla þinghússins. Raunar virð- ist erfitt að átta sig á tilgangi þessa glerturns nema ef skyldi að minnast 3. internationalsins í Moskvu, en þessi turn mun vera námkvæm eftirlíking minnis- merkisins sem þar stendur og um leið tákn um þá lágkúru í bygg- ingalist sem stalíntími Sovétríkj- anna er þekktur fyrir. Átti að rífa? Hér skal ekki iagður á það neinn endanlegur dómur hvort hefði átt að endurbyggja húsin við Kirkjustræti eða rífa þau. Að- alatriðið er að það var tekin ákvörðun um niðurrif án þess að arkitektar eða almenningur fengi tækifæri til að skoða þá kosti sem fyrir hendi gátu verið. Fyrir bragðið leggja allir þeir sem tóku þátt í samkeppninni, nema tveir, til að byggt verði nýtt hús við Kir- kjustræti. Afleiðingin er sú að okkur leikmenn vantar fleiri valkosti frá hendi sérfræðinganna til að vega og meta hvað hefði átt að gera. Og hvað er svo merkilegt við þessi hús sem styrinn stendur um? í fyrsta lagi er það svo að öll hús í Kvosinni eru merkileg í menningarlegu tilliti og marka djúp spor í 200 ára sögu Reykja- víkurborgar. Tillögur Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar eru um að Kirkjustrætishúsin fái að standa og hús Skúla Thorodd- sen við Vonarstræti 12 verði flutt út á horn Tjarnargötu og Kirkju- strætis gegnt Fógetagarðinum. Dómnefndin hunsar þessar hug- myndir. Einn valkosta embættis húsameistara frá 1978 er sömu ættar og hann er hunsaður líka. Kirkjustræti 10 er jafngamalt Alþingishúsinu, raunar byggt ári fyrr eða 1879. Krirkjustræti 8 er afar fallegt hús með tveimur turn- um, reist árið 1905 eftir teikning- um Magnúsar Blöndals, en hann teiknaði m.a. Næpuna. Hótel Skjaldbreið er reist árið 1882 úr timbri en hefur síðan verið múr- húðað og því tæpast heilt lengur. Þó mætti vel hugsa sér að gera þaðhús uppánýjan leik. Þarfyrir vestan, þ.e. við lóðirnar nr. 4 og 6 er ekki byggt í dag og þangað hafa sumir hugsað sér að húsið við Vonarstræti 12 verði flutt, en það er afar vandað timburhús, reist árið 1908. Var það hús upp- gert fyrir fáum árum. Hvað með Steingrím? Nú er það svo að Alþingi kaus yfir sig þá dómnefnd um nýbygg- ingu Alþingis, sem að því er virð- ist án nokkurrar almennrar um- ræðu ætlar að knýja í gegn stór- brotnustu breytingar á umhverfi gamla miðbæjar Reykjavíkur. En hvað sögðu alþingismenn þegar málin voru rædd á sínum tíma? Ýtarlegasta umræðan fór fram á árunum 1976-78. Þá kom m.a. fram þingsályktunartillaga um að rífa Kirkjustrætishúsun og byggja þar þinghús. Margir voru andvíg- ir þessum hugmyndum, m.a. Steingrímur Hermannsson nú- verandi forsætisráðherra. Hann sagði m.a. við umræðurnar að nauðsynlegt væri að byggja á lóð- um þingsins en ekki endilega vestan við núverandi Alþingis- hús. í sama streng tók Tómas Árnason og Albert Guðmunds- son taldi allt of þröngt um nýjar byggingar í miðbænum. Ragnar Alþingishúsið og Arnalds formaður þingflokks Al- þýðubandalagsins taldi að ný- byggingar þingsins ættu ekkert erindi í gamla bæinn en Stefán Jónsson fyrrum þingmaður sagði margt annað við fjármuni al- mennings að gera en byggja skrauthús yfir þingmenn. Og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, núverandi forseti Sameinaðs þings kvaðst ekki vera búinn að gera það upp við sig hvort ætti að byggja á lóðunum við Kirkjust- ræti. Engin fagleg umræða Arkitektafélag íslands hefur staðið sig slælega í þessu máli. Það er félagsskapur sem hefur m.a. það hlutverk að halda uppi faglegra umræðu um arkitektúr í landinu. Því hlutverki hefur fé- lagið og arkitektastéttin upp til hópa ekki sinnt á síðustu árum enda hafa misvitrir pólitíkusar og aðrir valdamenn framkvæmt hver mistökin á fætur öðrum án þess að fagleg sjónarmið hafi fengið að ráða ferðinni. Hér er rkki sagt að tillögur þeirra ágætu arkitekta sem tóku þátt í samkeppninni hafi ekki ver- ið faglega unnar. En skilmálar þeir sem arkitektarnir gengust undir voru svo þröngir að fjöldi arkitekta tók ekki þátt í sam- keppninni af þeim sökum. Þess vegna stöndum við í dag uppi með 23 tillögur um að sprengja umhverfi Austurvallar í tætlur en aðeins tvær sem ganga út á ein- hvers konar verndun menningar- verðmæta. Tilraun til umræðu Þessar hugleiðingar blaða- manns eru á þrykk settar til að skapa einhvers konar umræðu um framtíð byggðarinnar við Kvosina og raunar þá stefnu sem menn vilja taka í byggingarmál- um höfuðborgarinnar. Þar ríkir í dag algjört öngþveiti og sjálfskip- aðir aðilar víla ekki fyrir sér að taka ákvarðanir um framtíð þessa merka menningarsvæðis í blóra við tillögur og hugmyndir hinna færustu manna. Og síðast en ekki síst: blessaður almúginn hefur ekki færi á að segja sitt álit frekar en endranær. - v. „Eitt er þó nokkuð ijóst, að við hönnun nýbygginganna ber að taka tillit til gamla Alþingishússins og Dómkirkj- unnar á þann hátt, að nýbyggingar dragi ekki um of frá þeim athyglina cjg skerði ekki reisn þeirra né hlutföll". (Húsameistaraembættið, 1978) Það virðist því eðlilegt, að Alþingi nýti þann húsakost, sem er á athugunarsvæðinu, ásamt nýbyggingum, sem smám saman munu fylla f óbyggð skörð og tengja ný og gömul hús saman. Yrði Alþingi þannig með aðstöðu í mörgum húsum, einskonar Alþingishverfi, í stað aðstöðu í aðeins einni þingbyggingu". (Húsameistaraembættið, 1978) 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.