Þjóðviljinn - 29.08.1986, Side 12
Fræðslumiðstöð iðnaðarins
Endur-
menntunar-
námskeið
fyrir fagfólk
Heilsað upp á vélvirkja á námskeiði í Breiðholti
„Hérerumvið með
endurmenntunar- eða viðbótar-
námskeið í rennismíði og fræs-
ingu fyrir utanbæjarfólkfyrst og
fremst. Þetta er 50 tíma nám-
skeið, haldið á vegum fræðslu-
miðstöðvar iðnaðarins, en hún
gengst fyrir slíkum námskeiðum
tyrir fagfólk í f lestum greinum iðn-
aðarins," sagði Þorsteinn Guð-
laugsson, er blaðamann bar að
garði að verkmenntahúsi Fjöl-
brautaskólans í Breiðholti. Þar
var hópur manna að störfum við
járnsmíðavélar er þar standa í
röðum.
„Þátttakendur koma víða að af
landinu og eru allir fagmenn að
ljúka námi í vélvirkjun eða
rennismíði. Þeir koma af ýmsum
sviðum atvinnulífsins og oft fyrir
hvatningu fyrirtækisins sem þeir
vinna hjá. Hér er kennd renni-
smíði og spóntökuvinna, þ.e.
kennt að renna öxla og tannhjól
og því um líkt og er það tengt við
bóklega þáttinn þannig að menn
læra útreikninga og teikningar
hlutanna fyrst og koma síðan
með teikningarnar í vinnusalinn
og renna hann þar. Einnig leggj-
um við áherslu á að kenna
mönnum að keyra vélarnar á hag-
kvæman og arðbæran hátt.“
- En hvers vegna sérnámskeið
fyrir utanbœjarmenn?
„Aðstaða til þessarar kennslu
er hvergi eins góð og hér. Það
hefur verið stefnan að nýta þá að-
stöðu sem er hér í Fjölbrauta-
skóianum fyrir iðnaðinn og því
hafa verið haldin hér námskeið
allt frá 1980. Á sama tíma var
fræðslumiðstöð iðnaðarins sett á
laggirnar og síðan hefur verið
reynt eftir bestu getu að koma
markvissu skipulagi á þau nám-
skeið sem haldin eru. Þannig
reynum að við að nýta skólana og
tengja þá sem mest atvinnulífinu,
en mjög víða vantar upp á að
menn geti nýtt sér þau tæki sem
fyrir hendi eru vegna kunnáttu-
leysis og eiga þessi námskeið að
baéta þar úr. Þetta námskeið sem
nú er, er sérstakt að því leyti að
það er í raun samsett úr öðrum
námskeiðum. Hér eru kenndir 1
hluti í rennismíði og þrír í fræsun
og þannig reynum við að koma til
móts við mismunandi þarfir
manna, því menn standa mjög
mismunandi að vígi í hverjum
þætti fyrir sig. Þess vegna erum
við tveir leiðbeinendur nú til að
geta sinnt hverjum nemanda bet-
ur því fæstir þeirra eru að fást við
hið sama,“ sögðu leiðbeinendur
námskeiðsins að lokum, Þor-
steinn Guðlaugsson og Gísli Sig-
urhansson.
- G.H.
Unnið af kappi við járnsmíðavélar.
Ljósm.: KGA.
Gfsli Sigurðsson og Þorsteinn
Gu&laugsson, leiðbeinendur á
námskeiði í rennismíði og fræsun.
Ljósm.: KGA.
Námsflokkar Reykjavíkur
Einn stærsti skólinn
Guörún Halldórsdóttir skólastjóri:
Námsflokkarnir eru ein af þjónustustofnunum borgarinnar og gegna mikilvægu starfi í menntakerfinu
Alltaf eitthvað nýtt
Námsf lokkar Reykjavíkur eiga
sér langa og merka sögu sem
elstafullorðinsfræðslanílandinu.
Þeireru stofnaðirí
Miðbæjarbarnaskólanum við
Tjörnina árið 1939 og enn eru
þeir starfræktir í því forna húsi.
Við gengum á fund Guðrúnar
Halldórsdóttur skólastjóra og
báðum hana um að lýsa fyrir
okkur megindráttum í starfsemi
námsflokkanna.
Starfsnám
verkafólks
„Segja má að fræðsian hjá okk-
ur skiptist einkum í tvo hluta,
annars vegar greinar sem engin
próf eru tekin í og hins vegar
prófadeildir. í fyrrnefnda flokkn-
um er bæði verklegt og bóklegt
nám og þar eru eins og áður sagði
ekki tekin sérstök próf nema oft
eru sumar greinanna metnar inn
sem valgreinar í menntaskólum.
Má sem dæmi nefna portúgölsku.
Þá er í þessum flokki um að ræða
starfsnám samkvæmt kjarasamn-
ingum verkalýðsfélaganna og get
ég nefnt sem dæmi starfsnám
fyrir Sóknarfólk og dagmæður.“
Prófadeildir
frá 1970
„En- hjá Námsflokkum
Reykjavíkur er einnig boðið upp
á nám sem gefur réttindi til frek-
ara náms. Það köllum við prófa-
deildir, en þær hafa verið starf-
ræktar hér frá árinu 1970. Þessu
námi er skipt upp í
grunnnámsdeild þaðan sem fólk
getur tekið grunnskólapróf og
haldið áfram námi í almenna
skólakerfinu eða farið í einhverj-
ar af þeim framhaldsdeildum sem
við bjóðum upp á, t.d. forskóla
sjúkraiiða, hagnýtt verslunar- og
skrifstofunám, viðskiptabraut
eða almennan kjarna.“
Stór skóli
Námsflokkar Reykjavíkur er
einn stærsti skóli sem starfræktur
er í Iandinu. Þar hafa verið
skráðir um 2500-3500 nemendur
á vetri hverjum og kennarar eru
um 80 talsins. Við spyrjum Guð-
rúnu nánar út í skólahaldið:
„Allt skólahald í Námsflokk-
um Reykjavíkur er miðað við
þarfir vinnandi fólks. Flokkarnir
eru einkum starfræktir frá kl.
17.00 á daginn en einstaka hópar
eru hér á morgnana, ef það hent-
ar þátttakendum. Miðstöð og að-
alkennslustaðir Námsflokkanna
er í Miðbæjarskólanum, en hér
höfum við verið frá stofnun
flokkanna árið 1939. Raunar var
okkur úthýst úr þessu húsnæði
þegar Menntaskólinn við Tjörn-
ina var hér til húsa en fluttum
aftur inn árið 1976. Auk þess er
kennt í Laugalækjarskóla, Gerð-
ubergi og Árseli. Nemendur
Námsflokkanna eru allt frá 6 ára
aldri, en hér er m.a. boðið upp á
nám í norsku, sænsku og dönsku
fyrir börn sem dvalið hafa er-
lendis í æsku og ekki vilja tapa því
máli niður aftur. Efri mörk í
aldursstiganum eru raunar engin
og ég man t.d. eftir manni hér
sem kominn var á níræðisaldur.“
En Námsflokkarnir bjóða upp
á fleira nám en þetta hefð-
bundna. í seinni tíð hefur það
færst í vöxt að félög hafi beðið
kennara Námsflokkanna um að
skipuleggja námskeið fyrir félaga
sína og má nefna að námskeið
hafa verið í gangi fyrir Blindrafé-
lagið og Sjálfsbjörgu. Einnig var
skipulagt námskeið fyrir meðlimi
Foreldrafélags Hvassaleitisskóla
og þeim m.a. kennd skrautskrift,
tölvufræði, enska og sauma-
skapur.
Þótt langt sé um liðið síðan
Námsflokkar Reykjavíkur voru
stofnaðir er starfsemin stöðugt að
leita út á nýjar brautir. Á sl. vetri
var boðið upp á kennslu í mynd-
bandagerð og var eftirspurn eftir
þvf námskeiði mikil. f vetur er
ætlunin að bjóða upp á sérstaka
aðstoð fýrir þá nemendur flokk-
anna sem eiga í sérstökum erfið-
leikum og geta þeir þá leitað til
sinna kennara utan hins hefð-
bundan skólatíma og fengið að-
stoð. Þar er einmitt komið að ein-
um gildasta þættinum í starfsemi
flokkanna, sem er að hjálpa því
fólki til frekara náms og þroska
sem einhverra hluta vegna hefur
flosnað upp úr námi.
Námið senn
að hefjast
Og ballið fer senn að byrja.
Síðustu forvöð að innrita sig í
prófadeildir er á mánudag en
kennsla í þeim hefst um 15. sept-
ember. Innritun í almennu flokk-
ana hefst eftir miðjan september
og kennsla f þeim í lok næsta
mánaðar.
í kennsluskrá Námsflokka
Reykjavíkur kennir margra
grasa. Boðið er upp á nám í fram-
andi tungum eins og tékknesku,
rússnesku, hebresku, latínu og
esperanto. Þá er hægt að velja
barnafatasaum, tauþrykk, post-
ulínsmálun, bókband ellegar
tölvunám. Ætti hver að finna sér
þar námsefni sem vekur athygli
og áhuga. _v.
Guðrún Halldórsdóttir hjá Námsflokkum Reykjavíkur: bjóðum upp á próf-
adeildir og nám þar sem ánægjan ein er uppskeran. Ljósm.: KGA.