Þjóðviljinn - 29.08.1986, Síða 13
Tveir þátttakendur námskeiðsins, Eðvarð Björnsson úr Hafnarfirði og Valdimar Viggósson frá Skagaströnd. Ljósm.:
KGA.
Fræöslumiðstöðin
Gott að fá endurmenntun
Rætt við tvo þátttakendur á námskeiðinu
Ég króaði af úti í horni tvo þátt-
takendur námskeiðsins, þá Eð-
varð Björnsson úr Hafnarfirði og
Valdimar Viggósson frá Skaga-
strönd. Þeir voru þar ábúðarfullir
á svip með stálhólka í höndum og
ég spurði þá hvað þeir væru að
gera.
„Við erum að fara að smíða úr
þessum hólkum hluti sem við höf-
um áður reiknað út og teiknað,"
svaraði Valdimar. „Þetta er alveg
nýtt fyrir mér, þ.e. tölulega, og
ég hef kynnst nýjum útreikning-
um sem ég þekkti ekki áður.“
- Hvers vegna komstþú hingað
á námskeiðið?
„Meistari minn sendi mig hing-
að, en við vinnum á sama vinnu-
stað. Ég er langt kominn með
samning, en námskeið eins og
þetta er ekki haldið fyrir norðan,
enda engin aðstaða þar fyrir
hendi. Vélakostur eins og sá sem
hér er, er ekki til annars staðar,
og því verður fólk að leita hing-
að.“
- En þú Eðvarð, ekki ert þú í
námi?
„Nei, ég lauk vélstjóraprófi
1971 og síðan vélvirkjun og
meistararéttindum seinna. Ég
kem hingað fyrst og fremst til að
bæta við þekkinguna, en ég vinn
að hálfu hjá Sambandinu og hálfu
á eigin vegum og býst við að
verða eitthvað styrktur. Mig
vantaði alveg þekkingu á rennis-
míði og fræsun og hefur oft verið
bagalegt að geta ekki nýtt séi
ýmis tæki sem til reiðu eru, t.d.
um borð í skipum svo eitthvað sé
nefnt. Mér finnst mjög gott að fá
þessa endurmenntun. Námið
hefur breyst mikið og einnig hafc
ýmsar framfarir orðið. Sem dæmi
má nefna að nú eru komin nj
rennistál sem auka möguleika é
afköstum tífalt.“
- G.H.
Tölvunámskeið
í september býður Tölvufræðslan uppá mikið úrval af nám-
skeiðum bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir.
Námskeiðin eru stutt og hnitmiðuð og þannig gerð að þau
komi að góðu gagni í starfi.
IBM-PC Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun IBM- PC. Kennd eru undirstöðuatriði við notkun IBM- PC, MS-DOS stýrikerfið, ritvinnslukerfið WORD, töflureiknirinn Multiplan og gagna- safnskerfið D-base III. Enn fremur eru kynnt bókhaldskerfi á PC-vélar. 6. og 7. sept. kl. 10-17 MACINTOSH Hnitmiðað námskeið í notkun Macintosh og for- ritanna Macpaint MAC-write, WORD, Multiplan og File. 8.-11. sept. kl. 17-20. TÖLVUNÁMSKEIÐ FYRIR FULL- ORÐNA Gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir fólk á öllum aldri. Kennd eru grundvallaratr- iði við notkun tölva, forritun í BASIC, ritvinnsla við tölvu, notkun töflureikna og gagnasafns- kerfa. 16., 18., 23. og 25. sept. kl. 20-23.
.
MS-DOS Stýrikerfið MS-DOS er notað á IBM-PC og aðrar PC tölvur. Góð þekking á MS-DOS er nauðsyn- leg fyrir alla sem vinna við PC tölvur. Á námskeiðinu er farið í allar helstu aðgerðir í MS-DOS og þátttakendur eru æfðir í að leysa ýmis verkefni. 15. og 16. sept. kl. 13-16. STOÐ I FORRITIN FRÁ IBM Vandað námskeið í notkun grunnþáttanna í STOÐ forritunum, þ.e. ritstoð, skrástoð og skýrslustoð. 29. og 30. sept. kl. 17-20. AMSTRAD Fjölbreytt námskeið í notkun AMSTRAD tölva. Kennd er tónlist með AMSTRAD, AMSTRAD BASIC, ritvinnslukerfið TASWORD, töflureiknir- inn SUPERCALC og gagnasafnskerfið DFM. 15., 17., 22. og 24. sept. kl. 20-23.
FJÁRHAGSBÓKHALD
Námskeiöið kynnir vel uppbyggingu og skipulag
(fjárhagsbókhaldi og þátttakendur fá æfingu í að
færa bókhaldið í tölvu.
29. og 30. sept kl. 17-20.
WORDPERFECT
Ritvinnslukerfið WORDPERFECT er afar öflugt
og þægilegt í notkun. Á námskeiðinu er farið
vandlega í allar helstu aðferðir sem kerfið býður
uppá.
Að loknu námskeiði eru þátttakendur færir um
að nota kerfið hjálparlaust.
15.-18. sept. kl. 17-20.
D-BASE III
Kennd eru öll grundvallaratriði við notkun þessa
öfluga gagnasafnskerfis.
Þátttakendurfágóðaæfingu í að nota D-base III
við úrvinnslu á gögnum og límmiðaútprentanir.
Enn fremur eru kynnt helstu atriði í forritun með
D-base III.
22.-25. sept. kl. 17-20.
iMiritun ísímum
687590 og 686790
©Verið velkomin
á tölvunámskeið!
TÖLVU FRÆÐSLAN
ÁRMÚLA 36