Þjóðviljinn - 29.08.1986, Page 21

Þjóðviljinn - 29.08.1986, Page 21
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, verður stöðugt óvinsælli meðal landsmanna sinna, ef marka má skoðana- könnun sem gerð var nýlega af Mori stofnuninni fyrir enska dagblaðið London Standard. Hins vegar gefur könnunin einnig til kynna að íhaldsflokk- urinn sé að ná aftur svipuðu fylgi og Verkamannaflokkur- inn, er það í fyrsta skipti á þessu ári sem nokkuð slíkt gerist í skoðanakönnunum þar í landi. Samkvæmt könnuninni er Thatcher næstum komin niður í það fylgi sem hún hafði 1981, aðeins 27 % aðspurðra eru ánægðir með hana. Það er aðeins tveimur prósentustig- um meira en var fyrir fimm árum. Þá hafði enginn forsæt- isráðherra eftir stríð notið jafn lítilla vinsælda. Nú eru 65 % aðspurðra óánægðir með frammistöðu hennar. Verka- mannaflokkurinn og íhalds- flokkurinn njóta nú, sam- kvæmt skoðanakönnuninni, 37 % fylgis hvor, bandalag sósiai-demókrata og frjáls- lyndra nýtur nú fylgis 24 % kjósenda. Ef þetta yrðu úrslit kosninga (sem búist er við að verði í júní 1988), gæti því eng- inn flokkur myndað eins flokks stjórn. Vefarar í íran eru nú að Ijúka við að vefa tvö persnesk teppi sem búið er að selja fyrir 108 milljónir ís- lenskra króna. Vefararnir sem eru búsettir í þorpum nálægt borginni Isfahan, hafa unnið í fimm ár að vefnaðinum og annað teppið er orðið 1,200 fermetrar. Það er úr ull og silki, hitt teppið er 400 fermetrar. Ekki er vitað hver kaupandinn er, né hvað í ósköpunum hann ætlar að gera við slík teppi. Fangar í Orange héraði, í útjaðri Los Angeles, verða sendir heim á næstunni. Ekki vegna þess að þeir hafi verið náðaðir eða vegna þess að fangelsistími þeirra er útrunninn. Þeir verða sendir til heimila sinna og skipað að halda sig þar. Ástæðan er einfaldlega sú að fangelsin eru yfirfull. Þetta mun vera ný áætiun sem ráða- menn í fylkinu samþykktu í gær. Samkvæmt henni verða 25 fangar sem sagðir eru „áhættulitlir“ og hafa afplánað fangelsisdóma sína um helgar í fangelsi héraðsins, sendir til síns heima. Eina eftirlitið með þeim er verður að þeir eiga að svara hringingu fangelsisyfir- valda á hvaða tíma sem er. Eina skiptið sem þeir mega yf- irgefa heimili sitt, verður þegar þeir fara til vinnu sem fangels- isyfirvöld hafa skipulagt fyrir fanga. Herforingi í Perú verður bráðlega leiddur fyrir rétt þar sem kollegar hans dæma hann fyrir þátt hans í að kæfa fangauppreisnina í Lur- igancho fangelsinu þar sem 124 fangar voru myrtir í júní- mánuði. Það hefur sem sagt verið ákveðið að hershöfðing- inn, Jorge Rabanal, verði dæmdur af herdómstól. Talið er að allt að 400 fangar hafi lát- ist í uppreisnum sem áttu sér stað í fjórum fangelsum. Tals- maður dómsmálaráðuneytisins í Perú tilkynnti þessa ákvörðun Hæstaréttar í gær, saksóknari í landinu hafði hins vegar farið fram á að fá að ákæra hers- höfðingjann fyrir morð, fyrir al- mennum dómstól. Slíkur dóm- ur felur í sér þyngstu refsingu í landinu, 25 ár í fangelsi. HEIMURINN Kamerún Hætta á smitsjúkdómum Umfangsmikið hjálparstarfernú hafið í Kamerún vegna náttúruhamfaranna fyrir nokkrum dögum síðan þegar að minnsta kosti 1500 manns létust. Mikil hœtta er talin á að smitsjúkdómar fariað berastút Yaounde - Umfangsmikið hjálparstarf er nú hafið í Kam- erún til að aðstoða þá sem lifðu af náttúruhamfarirnar í landinu þegar eitraðar gasteg- undir bárust út í andrúmsioftið með þeim afleiðingum að minnsta kosti 1500 manns lét- ust. Nú er talin mikil hætta á drepsóttum á svæðinu. Fulltrúar frá Sameinuðu þjóð- unum sögðu frá því í gær að lækn- ar og jarðeðlisfræðingar jafnt sem tjöld, teppi, rúm, lyf, öndu- nartæki, sótthreinsunarefni og matvæli væru nú komin á svæðið við Nios vatnið. Þeir sögðu að nú væri mesta hættan á að smitsjúk- dómar brytust út vegna rotnandi dýra og gruggugs vatnsins eftir eldgosið sem varð á botni vatnsins fyrir viku síðan. Fulltrúi hjá Barnahjálp Sameinuðu Þjóð- anna (UNICEF), sagði við frétta- menn í gær að hamfarirnar myndu hafa mikil áhrif á 30.000 manns í Kamerún. Þarna eru meðal annarra börn án foreldra, særðir og fólk sem þarf að flytj a á brott. í gær var verið að grafa hina látnu þar sem óttast var að líkin gætu komið af stað sjúkdómum. Þá veldur það einnig miklum vandræðum að fólk sem flúði heimaþorp sín er nú á leið heim til sín á ný í leit að eigum sínum og ættingjum. Sérfræðingar eru ekki enn sammála um það hvaða gas- tegund olli dauða svo margra á svo stuttum tíma og er talið að það líði margir mánuðir þar til það mál skýrist. S-Ameríka Umsátursástand í Bólhnu La Paz - Ríkisstjórn Bólivíu lýsti í gær yfir umsátursást- andi í landinu og fyrirskipaði hernum að stöðva mótmælag- öngu námaverkamanna sem voru að mótmæla aðhaldsað- gerðum stjórnvalda. Talsmaður innanríkisráðu- neytisins í Bólivíu, Rolando Vizcarra, sagði í gær við frétta- menn að umsátursástandið væri til komið vegna mikillar ólgu sem skapast hefði vegna vikulangra mótmælaaðgerða námuverka- manna. í síðustu viku hófu 5000 námaverkamenn göngu frá nám- ahéraðinu Oruro sem er í 184 kílómetra fjarlægð frá höfuð- borginni La Paz. Aætlunin var að ganga til La Paz og hefja þar hungurverkfall í skólum og kirkj- um borgarinnar. Búist var við að gangan kæmi til La Paz í dag. Þetta er í annað sinn sem lýst er yfir umsátursástandi og hernum skipað að stöðva mótmæli verka- lýðsfélags námuverkamanna. í aðhaldsaðgerðunum felst m.a. að dregið er mjög úr starfsemi við tinnámurnar í landinu með þeim afleiðingum að fjöldi námaverka- manna missir vinnu sína. S-Afríka Sökuð um blekkingar S-Afríkistjórn viðurkenndi ígœrað þeirsem létust ífjöldamorðunum á þriðjudaginn íSoweto vœrufleirien áður vargefið upp eða21, leiðtogarsvartra segja stjórnina hins vegarfara með blekkingar, látnirséu munfleiri og öryggissveitirnar hefðu hafið átökin án tilefnis Jóhannesarborg - Yfirvöld í S- Afríku tilkynntu í gær að 21 svertingi hefðu látið lífið í átökum í Soweto á þriðjudag- inn var, þar af hefðu 20 látið lifið fyrir byssukúium öryggis- sveitanna sem gerðu innrás í White City á þriðjudaginn. Tvennar sögur fara af því hvernig átökin hófust. í fyrradag héldu yfirvöld því fram að 13 manns hefðu látist og 65 særst. Þessar tölur hafa hækk- að og segja yfirvöld nú að 273 hafi særst í átökunum. Sameinaða lýðræðisfylkingin (UDF), stærstu samtökin í S-Afríku sem berjast gegn kynþáttamisrétti, hélt því hins vegar fram að minnsta kosti 30 hefðu látist og 200 manns hefðu særst. Ljóst er að þetta eru mestu átökin í S-Afríku frá því neyðarástandslögin tóku gildi í júní síðstliðnum. UDF hefur ákært yfirvöld um að reyna að falsa frásagnir af því sem raunverulega gerðist. Yfir- völd hafa dregið úr frásögnum vitna um að átökin hafi hafist þegar öryggissveitirnar hófu að flytja burtu fólk sem tók þátt í að neita að borga leigu fyrir hýbýli sín. Þau hafa tilkynnt að átökin hafi hafist í White City með því að handsprengju var kastað að félögum öryggissveitanna. Leið- togar UDF og Frank Chikane, vinsæll leiðtogi í Soweto, héldu því hins vegar fram í gær að fé- lagar í öryggissveitunum hefðu fyrirvaralaust hafið skothríð að fólki sem var á fundi til þess að ræða leigugreiðslubannið. Chik- ane sagði á blaðamannafundi í gær að liðsmenn öryggis- sveitanna hefðu gerst mjög hrokafullir. „Ég hef það eftir vitnum", sagði Chikane, „að ör- yggissveitirnar hafi sett upp sterk ljós ogskotið síðan áhvern þann í götunni sem hreyfði sig." „Einn íbúi sagði að öryggissveitirnar hefðu gert innrás í White City, líkt og þeir væru að koma inn á svæði óvinarins í stríði, skjótandi af byssum.“ Chikane sagði skothríðina vera „fjöldamorð með köldu blóði" og að ofbeldið hefði hafist tveimur klukkustundum áður en hand- sprengju var kastað að öryggis- sveitunum. Danmörk Afturhalds- seggurinn Stallone Sylvester Stallone kom nýlega til Danmerkur og tóku þá einhverjir sig til og sprautuðu málningu á einkaþotu hans Kaupmannahöfn - Bandaríski leikarinn Sylvester „Rambo“ Stailone er þessa dagana í heimsókn í Danmörku ásamt eiginkonu sinni Birgitte Niels- en sem er dönsk. Hann kom til Danmerkur i einkaþotu sinni en einhverjir í Danmörku virð- ast lítið hrifnir af þeirri heim- sókn þar sem þotan var í gær orðin útkrotuð í pólitískum slagorðum. í gærmorgun höfðu fánalitir Víetnam verið sprautaðir á Bo- eing 727 þotu Stallone, einnig orðin, „Ho Chi Minh Air“ eða „Ho Chi Minh flugfélagið", er þar auðvitað vísað til fyrrum leið- toga Vietnam sem barðist gegn bandarískri heimsvaldastefnu í heimalandi sínu hérfyrr á árum. í „Rambo“ lék Stallone byssubrjálæðing og fyrrverandi hermann í Vietnam sem snýr þangað aftur til að frelsa landa sína. Ekki er vitað hverjir tóku að sér að skreyta flugvél kvik- myndaleikarans, en í gær fékk danska blaðið Ekstra Bladet skilaboð þar sem sagði að skrautmálningin hefði farið fram þar sem Stallone væri afturhalds- seggur og Kaldastríðshermaður. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR , . _ _ _ HJÖRLEIFSSON R fc U I E K S-Afríka Prestur píndur af lögreglu Pretoríu - Kaþólskur prestur í S-Afríku sem verið hefur í haldi í krafti neyðarástandslaganna, hélt því fram í gær að hann hefði verið pyntaður grimmi- lega af lögreglumönnum, með- al annars hafi hann verið látinn standa með bundið fyrir augun, handjárnaður og hálf nakinn í 30 klukkustundir sam- fleytt meðan hann var yfir- heyrður. Presturinn, Smangaliso Mkhatshwa, er aðalritari ka- þólska biskuparáðsins í S-Afríku (SACBC). Hann var handtekinn 12. júní, á fyrsta degi neyðarást- andslaganna. Hann segir frá reynslu sinni í eiðfestri yfirlýs- ingu sem var lögð fyrir Hæstarétt Pretoríu í gær. SACBC er nú að reyna að fá fram úrskurð Hæsta- réttar um að lögreglunni verði bannað að pynta prestinn. Hann segir í yfirlýsingunni að hann hafi verið fluttur úr fangels- inu á afvikinn stað til yfirheyrslu á miðvikudaginn fyrir rúmri viku síðan. Hann hafi fyrst verið klæddur úr að neðan og bundið hafi verið fyrir augu hans og hann handjárnaður. Síðan hafi dunið á honum spurningar. Hann segir ennfremur að hleypt hafi verið af byssu nálægt honum nokkrum sinnum. Einnig hafi einhverju kvikindi verið sleppt á fætur hans, það hafi á endanum bitið í kynfæri hans. Öryggismálaráðherra lands- ins, Louis Le Grange, tilkynnti í gær að hann hefði skipað lög- regluyfirvöldum að Mkhatshwa skyldi ekki gert mein. Lögreglan í S-Afríku öryggismálaráðherra liggur nú undir ámæli um pyntingar á kirkjuleiðtoga, landsins hefur óbeint viðurkennt athaefið. Föstudagur 29. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.