Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Tollverðir Verkfallsrétturinn seldur? Sveinbjörn Guðmundsson, formaður Tollvarðafélagsins: Vil ekkert segja. Kristján Thorlacius: Furðulegt af ríkis- valdinu að semja við tollverði um afsal verkfallsréttarins þegar viðrœður um samningséttarmálin eru að hefjast Stjórn Tollvarðafélags íslands gekk frá samningsdrögum við fuUtrúa fjármálaráðuneytisins síðdegis í gær. í þeim samnings- drögum felst m.a. það að toUverðir afsala sér verkfallsrétti gegn þvf að fá verulegar kjara- bætur, samkvæmt heimUdum Þjóðviljans. Sveinbjöm Guðmundsson, formaður Tollvarðafélagsins vildi ekkert segja um þessi samn- ingsdrög við blaðamann Þjóðvilj- ans í gær og sagði að þau yrðu kynnt fyrir félagsmönnum á föstudag eða laugardag og fyrr fengju fjölmiðlar ekkert að vita. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer fram eftir helgi. „Tollverðir hafa verið eitt sterkasta vopn BSRB í verkfalls- baráttu samtakanna,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í gær. Aðgerðir tollvarða í verkföllum BSRB hafa lamað skipakomur og getað haft áhrif á flugsamgöngur og því ákaflega mikilvægur þáttur í verkfallsað- gerðum. Kristján sagði það furðulegt af ríkisvaldinu að ganga til samn- inga við einstök aðildafélög BSRB um afsal verkfallsréttar fyrir tímabundnar launahækkan- ir á sama tíma og það ætti í við- ræðum við BSRB, launamálaráð BHMR og Bandalag kennarafé- laga um samningsréttarmál opin- berra starfsmanna. „Ég vil vara samtök launafólks við að láta ríkisvaldið komast upp með að höggva svona í einstök félög og láta það semja við þau upp á að þau afsali sér verkfalls- réttinum," sagði Kristján-Sáf/vd Útvarpsmálið Undarieg áftýjun , J>etta er mjög undarlegt“sagði Ogmundur Jónasson fréttamað- ur sjónvarpsins eftir að Ríkis- saksóknari kynnti útvarps- mönnum áfrýjun útvarpsmálsins til Hæstaréttar í gær en eins og kunnugt er voru viðkomandi starfsmenn útvarps og sjónvarps sýknaðir í málinu fyrir tveimur vikum. „Sýknudómurinn sem kveðinn var, var mjög afdráttarlaus og svo rækilega rökstuddur að allar for- sendur ákærunnar eru brostnar. Ákæran er byggð á gömlum lögum sem eiga að fyrirbyggja hryðjuverk og skemmdastarf- semi. í verkfallinu var haldið uppi fullri öryggisþjónustu og það má geta þess að einn hinna ákærðu sat m.a.s. öryggisvakt og útvarpaði nauðsynlegum tilkynn- ingum og veðurfréttum á til- skildum tímum.“ Ögmundur sagði að það væri gersamlega út í hött að beita þess- um lögum gegn ábyrgri lýðræðis- legri réttindabaráttu nema nátt- úrlega menn vildu kveða alla slíka baráttu niður. „Sem betur fer eru þeir fáir hér á landi sem það vilja þótt þeir kunni að vera áhrifamiklir.“ -GH Ekki átti ég von á því að menntagyðjan heilsaði mér svona kuldalega, er hann sennilega að hugsa þessi busi úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla, sem lenti í busavígslu í staðinn fyrir málfræði þegar hann kom í skólann í gærmorgun. Mynd E. Öl. Góðœrið Nauðungarsölum fjölgar vemlega Jónas Gústafsson borgarfógeti: Ekki hliðstæðar tölur í fjölda ára Nauðungarsölum hér í Reykja- vík hefur fjölgað verulega. Það verður að leita mörg ár aftur í tfmann til þess að finna hlið- stæður, jafnvel áratugi, sagði Jónas Gústafsson borgarfógeti í samtali við Þjóðviljann í gær. Nauðungarsölur á vegum em- bættisins eru þegar á fyrstuátta mánuðum þessa árs orðnar tals- vert fleiri en þær voru allt árið í fyrra og höfðu þær þó ekki verið fleiri um langt árabil. Þegar hafa farið fram 34 söiur á árinu, en 28 húseignir seldust á þennan hátt í Reykjavík í fyrra. Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík sagði í gær að 22 nauðungarsölur hafi farið fram þar það sem af er árinu. í fyrra voru nauðungarsölur á Suður- nesjum alls 33. Jón sagði flestar þessara sala hafa farið fram í vor, en síðan hefði lítil hreyfing verið í þessum efnum. „Maður er nú að vona að þetta minnki eitthvað, en þetta stefnir í svipaða tölu og í fyrra,“ sagði Jón. Þær upplýsingar fengust hjá Elíasi I. Elíassyni bæjarfógeta á Akureyri að þar hafa 13 húseignir verið seldar nauðungarsölu það sem af er árinu. Slíkar sölur voru 14 á Akureyri árið 1984 og 16 í fyrra og taldi Elías að talan yrði eitthvað hærri í ár. „Það hefur orðið talsverð fjölgun hjá embættinu hér, það er alveg augljóst. Nú þegar hafa far- ið fram 8 sölur á þessu ári, en þær voru alls 9 á árinu 1985,“ sagði Pétur Kr. Hafstein bæjarfógeti á ísafirði þegar Þjóðviljinn leitaði upplýsinga hjá honum í gær. Að sögn Péturs voru nauðung- arsölurnar 3 árið 1983, en í mörg ár þar áður hafði ekki farið fram ein sala. Árið 1984 seldust 5 hús- eignir nauðungarsölu hjá em - bættinu á ísafirði. -gg Kvennaathvarfið Davíð sýnir hug sinn Borgarráðsmenn Sjálfstœðisflokksins skera aukafjárveitingu niður í 160 þúsund. Félagsmálaráð samþykkti 500 þúsund Borgarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins synjuðu í gær beiðni Samtaka um kvennaathvarf um 500 þúsund króna aukafjár- veitingu til reksturs Kvennaat- hvarfsins, en ákváðu þess í stað samkvæmt tillögu Davíðs Odds- sonar að veita 160 þúsund krón- um til starfseminnar. Beiðni sam- takanna hafði áður verið sam- þykkt einróma í féiagsmálaráði og auk þess höfðu embættismenn borgarinnar, Bjöm Friðfinnsson og Gunnar Sandholt iagt blessun sína yfir beiðnina. „Ég harma þann skilningsskort á málefnum athvarfsins sem felst í þessari ákvörðun,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- fulltrúi Kvennalista þegar Þjóð- viljinn leitaði álits hennar á þess- ari ákvörðun í gær. Sigurjón Pétursson Alþýðu- bandalagi lagði til á fundi borg- arráðs að Kvennaathvarfið fengi hálfa miljón. Bjarni P. Magnús- son studdi þá tillögu Sigurjóns, en hún var felld og síðan sam- þykktu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins tillögu Davíðs Odds- sonar borgarstjóra um 160 þús- und króna fjárveitingu. Sigurjón Pétursson sagði í gær að þarna væri um að ræða fjár- þörf fyrir heimili sem gegndi mikilvægu starfi. „Þessi ákvörð- un er tekin þrátt fyrir einróma stuðning félagsmálaráðs og ber aðeins vott um þekkingarskort eða lítilsvirðingu þessara borgar- fulltrúa á starfsemi Kvennaat- hvarfsins,“ sagði Sigurjón. Ekki tókst að ná tali af Davíð Oddssyni vegna þessa máls í gær. -Sg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.