Þjóðviljinn - 17.09.1986, Qupperneq 15
ÍÞRÓTTIR
Evrópukepprú
Handbolti
Slakt og tap í
seinni leiknum
Mörk Héðins í lokin Ijós punktur
íslenska landsliðið í hand-
knattleik náði sér aldrei á strik í
síðari leik sínum við Vestur-
Þjóðverja sem háður var í Lemgo
í gær. Vestur-Þjóðverjar unnu
öruggan sigur, 20-15, en fyrri
leikurinn, í fyrrakvöld, endaði
19-19.
Úrslitin réðust nánast í fyrri
hálfleik. Vestur-Þjóðverjar kom-
ust þá í 4-1 og 6-2 og náðu síðan
sex marka forystu, 12-6. Staðan
var 12-7 í hálfleik. Hinn snjalli
Thiele í marki Vestur-Þjóðverja
var íslensku leikmönnunum erf-
iður og varði oft frá þeim í dauða-
færum.
íslenska liðið náði aldrei að
saxa á það forskot og munurinn
var4-6mörk, mest 18-11 og 20-13
skömmu fyrir leikslok. Héðinn
Gilsson, FH-ingurinn ungi, lék
síðustu 10 mínúturnar og vakti
mikla athygli. Hann skoraði 2
glæsimörk og að sögn Þórðar Sig-
urðssonar fararstjóra minnti
hann mjög á Atla Hilmarsson -
hékk lengi í loftinu og setti mark-
vörðinn úr jafnvægi áður en hann
skoraði með hörkuskoti.
„Það má segja að allt liðið hafi
sýnt slakan handbolta. Mikið um
mistök, slæmar sendingar, og vít-
aköst ekki nýtt. Páll Olafsson og
Bjami Guðmundsson komust
best frá leiknum og Geir Sveins-
son lék vel í vörninni," sagði
Þórður.
Mörkin gerðu Páll Ólafsson 4,
Bjami Guðmundsson 3, Héðinn
Gilsson 2, Þorgils Óttar Mathie-
sen 1, Geir Sveinsson 1, Guð-
mundur Guðmundsson 1, Krist-
ján Arason 1, Sigurður Sveinsson
1 og Jakob Sigurðsson 1.
-VS
England
Enn tapar Man.Utd!
Manchester United mátti þola
sitt fjórða tap í sex leikjum í 1.
deild ensku knattspyrnunnar í
gærkvöldi. Nú var það Watford
sem bar sigurorð af Man.Utd, 1-0
á Vicarage Road. Watford er þar
með komið í 6. sæti 1. deildar
með 10 stig en Man.Utd er Qórða
neðst með 4 stig.
Velskur unglingalandsliðs-
maður, Iwan Roberts, kom inná
sem varamaður og skoraði sigur-
mark Watford 16 mínútum fyrir
leikslok.
í 2. deild vann Shrewsbury
sigur á Brighton, 1-0. í 3. deild
komust Bournemouth og Giliing-
ham á toppinn með góðum sigr-
um og hið fornfræga Preston
North End tók forystuna í 4.
deild.
-VS/Reuter
Úrslit í Evrópumótunum í knattspyrnu í gær-
kvöldi - 1. umferð - fyrri leikir:
Evrópukeppnl blkarhafa:
Fram-GKS Katowice(Póllandi)..............................................0-3
B1903 (Danmötku) - Vitosha (Búlgaríu)....................................1-0
UEFA-bikarinn:
Groningen (Hollandi) - Galway United (Irlandi)...........................5-1
Jeunesse D'xEsch (Luxemburg) - Ghent (Belgíu)............................1-2
Neuchatel Xamax (Sviss) - Lyngby (Danmörku)..............................2-0
Mönchengladbach (V.Þýskal.) - Partizan Belgrad (Júgóslavíu)..............1 -0
Skagamenn gegn
Sporting í dag
,„Sporting Lissabon er með
sterkt lið og leikurinn verður erf-
iður. En íA hefur áður staðið sig
vel gegn sterkum liðum sem litið
hefur verið vitað um, t.d. Aber-
deen og Beveren, svo það getur
allt gerst,“ sagði Pétur Pétursson
landsliðsmaður frá Akranesi um
leik ÍA og Sporting Lissabon frá
Portúgal í UEFA-bikarnum sem
fram fer á Laugardalsvellinum
kl. 17.45 í dag.
Sporting Lissabon hefur verið
eitt sterkasta lið Portúgals í ára-
raðir. Félagið átti 4 landsliðs-
menn í heimsmeistarakeppninni í
Mexíkó, Sousa, Pacheco, Mor-
ato og De Oliveira. Með liðinu
leikur hinn snjalli Mexíkani Man-
uel Negrete sem frægur er fyrir
hjólhestaspyrnuna glæsilegu
gegn Búlgaríu í úrslitum HM í
sumar. í framlínunni eru tveir
Englendingar, Raphael Meade
sem lék með Arsenal í nokkur ár
og Rob McDonald sem mest hef-
ur leikið í Hollandi, með Gron-
ingen og PSV Eindhoven.
Portúgalirnir hafa fylgst mjög
náið með Skagamönnum, m.a.
með öllum undirbúningnum fyrir
úrslitaleik bikarkeppninnar.
Skagamenn vita hinsvegar lítið
um Sporting, forráðamenn liðs-
ins lofuðu að koma með mynd-
band með sér á bikarúrslita-
leikinn en gleymdu því heima af
einhverjum ástæðum.
í A hefur leikið flesta Evrópu-
leiki allra íslenskra liða og þeir
Ámi Sveinsson og Guðjón Þórð-
arson hafa tekið þátt í um 20
leikjum. Pétur Pétursson á að
baki eina 30 Evrópuleiki með ÍA,
Feyenoord og Antwerpen, og
hefur m.a. skorað tvívegis
þrennu í þeim leikjum.
Valsmenn leika einnig í Evr-
ópukeppni í kvöld, þeir mæta
hinum frægu ítölsku meisturum
Juventus í Torino á Ítalíu. Guðni
Bergsson getur ekki leikið með
Val, hann þarf að taka út
leikbann vegna tveggja gulra
spjalda frá því í fyrra. Juventus
stillir upp sínu sterkasta liði, þar á
meðal þeim Michael Laudrup og
Michel Platini.
Fleiri íslendingar verða í eld-
línunni í kvöld. Arnór Guðjohn-
sen leikur með Anderlecht gegn
Gornik Zabrze frá Póllandi, As-
geir Sigurvinsson með Stuttgart
gegn Spartak Trnava frá Tékk-
oslóvakíu, Atii Eðvaldsson með
Bayer Uerdingen gegn Jena frá
A.Þýskalandi og Ómar Torfason
með Luzern gegn Spartak í Mos-
kvu. -SH/SV/Akranesi/VS
Guömundur Torfason í besta færi Framara í gærkvöldi. Hann náði að renna boltanum framhjá markverðinum en þótt
mark blasi við á myndinni rann boltinn framhjá stönginni, öfugu megin. Mynd: E.ÓI.
Evrópubikarinn
Framarar langt undir getu
Áttu einn sinn slakasta leik á árinu og töpuðu 0-3 fyrir Katowice
Eftir fögnuðinn og hátíðahöld-
in síðustu daga voru Framarar
rækilega minntir á hina hliðina á
knattspyrnunni í gærkvöldi. Þeir
fengu skell, 0-3, gegn pólsku bik-
armeisturunum GKS Katowice á
Laugardalsvellinum og sýndu
sennilega einn sinn slakasta leik I
sumar. Vissulega voru þeir að
leika gegn sér sterkara liði en með
eðlilegum leik hefðu þeir getað
náð öllu hagstæðari úrslitum.
Síðari leikur liðanna í 1. umferð
Evrópukeppni bikarhafa sem
fram fer í Katowice cftir hálfan
mánuð er nú nánast formsatriði.
Það vantaði allan stöðugleika í
lið Fram og leikmenn virtust
taugaóstyrkir strax í byrjun. „Við
vorum ósannfærandi í byrjun og
það réð miklu. Ef við hefðum náð
strax góðri keyrslu hefðu þeir
^rðið óstyrkir og allt getað gerst.
í staðinn hjálpuðum við þeim til
að komast inní leikinn,“ sagði
Pétur Ormslev eftir leikinn.
,4»eir voru taugaóstyrkir fram-
anaf og við ætluðum að nota okk-
ur það og pressa þá framarlega.
En einmitt á þeim kafla gerði lið
okkar mörg mistök, leikurinn
opnaðist og þeir gátu nýtt sér að
vera fljótari, sneggri og teknisk-
ari en við,“ sagði Ásgeir
Elíasson, þjálfari Fram.
„Við spiluðum vitlaust í byrj-
un, reyndum pressu sem við
réðum ekki við. Við hefðum átt
að bakka og byggja meira á hrað-
aupphlaupum. I seinni leiknum
verðum við að spila öðruvísi og
gerum allt til að sýna betri leik,“
sagði Guðmundur Torfason.
Framarar fengu fyrstu færin og
stórhætta var við mark Pólverj-
anna á 12. mínútu þegar Kristinn
Jónsson og Guðmundur Steins-
son áttu báðir skot í varnarmenn
á markteignum. Friðrik Friðriks-
son þurfti fyrst að verja skot á 19.
mínútu þegar hann sló boltann í
hom eftir hörkuskot frá Ku-
bisztal af 25 m færi.
Fyrsta markið kom á 25. mín-
útu og var af ódýra markaðnum.
Aukaspyma, sent á Koniarek
sem skallaði að marki, Friðrik
missti óvænt af boltanum sem
skreið yfir línuna, 0-1. Katowice
gat síðan bætt við og var næst því
á 35. mínútu þegar Koniarek
skaut framhjá úr dauðafæri af
markteig. Síðan vom tvö mörk
dæmd af liðinu með stuttu milli-
bili, fyrir brot og rangstöðu.
Besta færi Fram í leiknum kom
á 43. mín. Misheppnað útspark
markvarðar Katowice, Pétur
Ormslev sendi viðstöðulaust til
baka inná vítateiginn, Guðmund-
ur Torfason slapp innfyrir varn-
armann og renndi boltanum
framhjá markverðinum en rétt
framhjá. „Ég var kominn úr
jafnvægi, varnarmaðurinn var
búinn að negla mig niður áður en
ég gat skotið,“ sagði Guðmund-
ur.
Seinni hálfleikur var tíðindalít-
ill. Framarar náðu aldrei vel sam-
an og flestar sóknartilraunir
þeirra enduðu með mistökum við
miðju vallarins. Á 66. mín. náði
Katowice skyndisókn, hinir eld-
fljótu Kubisztal og Koniarek
brunuðu upp, sá fyrrnefndi skaut
í vamarmann og boltinn hrökk til
þess síðarnefnda sem skoraði sitt
annað mark í leiknum af mark-
teig, 0-2.
Fram hefði átt að fá vítaspyrnu
á 82. mín. þegar boltinn hrökk í
hönd vamarmanns Katowice í
vítateignum og mínútu síðar átti
Guðmundur Torfason gott skot
úr aukaspyrnu rétt yfir slá. En á
85. mín. renndi Kubisztal sér
framhjá Jóni Sveinssyni einsog
ekkert væri auðveldara, var þar
með kominn einn innfyrir og
skoraði auðveldlega, 0-3. Og
Fram slapp ódýrt við fjórða
markið á 87. mínútu þegar Koni-
arek brunaði aleinn uppað mark-
inu frá miðju, renndi sér til hliðar
við Friðrik en skaut í samskeytin
og útaf úr galopnu færi.
Flestir leikmanna Fram léku
talsvert undir getu. Þorsteinn
Þorsteinsson var eini vamarmað-
urinn sem stóð vel fyrir sínu.
Ormarr örlygsson átti nokkrar
ágætar rispur og Kristinn Jónsson
sömuleiðis, annars var miðjuspil-
ið í molum. Guðmundarnir vom
frískir framanaf í framlínunni en
fengu minni og minni aðstoð eftir
því sem á leið. Guðmundur
Steinsson varð að fara útaf vegna
meiðsla um miðjan seinni hálf-
leik, Amljótur Davíðsson kom
þá inná og sýndi skemmtilega
takta. En það skorti fyrst og
fremst allan heildarsvip á Fram-
liðið, eftir óömgga byrjun náðu
leikmenn aldrei upp eðlilegum
leik.
Pólska liðið er jafnt og sam-
stillt, svipað öðmm úr Austur-
Evrópu sem hér hafa leikið.
Framherjamir eru stórhættu-
legir, eldfljótir og gerðu oft usla í
opinni vörn Framara. Það var
greinilegt á leik Pólverjanna
framanaf að þeir vom smeykir og
tóku enga áhættu. En öryggið
færðist fljótlega yfir þá, fyrsta
markið létti af þeim pressunni og
þeir kvíða tæplega síðari leiknum
í Katowice. -VS
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15.