Þjóðviljinn - 17.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.09.1986, Blaðsíða 16
DJÓÐVIUINN 1936-1986 ÞJOÐVIUINN 50ARA Miðvikudagur 17. september 1986 2lb. tölublað 51. árgarigur Hrossakaup Gífurleg aukning Útflutningur á hestum hefur aukist um 100% síðan í fyrra. tflutningur á íslenskum hest- um hefur aukist um 100% síð- an í fyrra og á sama tíma hefur verð á reiðhestum þrefaldast að sögn Sigurðar Ragnarssonar sölufulltrúa búvörudeildar Sam- bandsins. Nú þegar hafa um 340 hross verið seld til útflutnings og áætlað er að annar eins fjöldi fari í skip í byrjun næsta mánaðar. Meðal- verð fyrir reiðhesta er nú um 50.000-60.000 og grunnverð á sláturhrossum er 13.000 krónur. Markaðslöndin eru aðallega Norðurlönd og Evrópulönd en að sögn Sigurðar er áhugi í Evrópu vaxandi og lönd sem ekki hafa keypt íslenska hesta um nokkurt skeið farin að sýna áhuga 'aftur. Ekki er loku fyrir skotið að Bandaríkjamenn fari að auka kaup sín einnig þar sem flutnings- kostnaður er nú minni en áður og auk þess hyggst íslandssport efna til mikillar hestasýningar og keppni í Madison Square Garden í New York í nóvember. „Við erum að semja við dansk- an aðila um flutninga til Evrópu og vestur um haf flugleiðis," sagði Sigurður í samtali við blað- ið í gær. „Flutningar eru ekki lengur það vandamál sem áður var, og kostnaður við útflutning mun minni.“ _vd. Kartöflur Von á verðlækkun Horfur eru á offramleiðslu „Það mun verða einhver of- framleiðsla á kartöflum þannig að neytendur mega eiga von á frekari verðlækkunum í haust,“ sagði Gestur Einarsson fram- kvæmdastjóri Ágætis þegar hann var inntur eftir horfum í kartöflu- sölu. Að sögn Gests er kartöfluupp- skera víðast hvar jafngóð og jafnvel betri en á síðasta ári, sem var metár hjá kartöflubændum. „Útlitið er mjög gott í Þykkvabæ, í Eyjafirði og í Hornafirði er upp- skeran enn betri en í fyrra,“ sagði Gestur. „Uppskera einstaklinga í Reykjavík mun líka vera mjög góð og það setur strik í reikning- inn fyrir þá sem iifa á kartöflubú- skap. Maður vonar bara að þetta seljist.“ Eitt kíló af gullauga og rauðum íslenskum kartöflum kostar nú 46 krónur út úr búð í Reykjavík. -vd. Nokkur jarðepli á dag koma heilsunni í lag. Gestur Einarsson framkvæmdastjóri Ágætis heldur hér á dagsskammti sínum af kart- öflum. Sá skammtur verður að aukast mjög ef selja á alla kart- öfluuppskeru haustsins. Mynd E.OI. Ferðamenn Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 11 þúsund áfyrstu átta mánuðum ársins Mun fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins fyrstu átta mán- uði þessa árs en á sama tíma í fyrra. í ágústmánuði komu 18660 útlendingar til landsins, en í ágúst í fyrra voru þeir 16569. í frétt frá útlendingaeftirlitinu kemur fram að fyrstu átta mánuði ársins í fyrra komu alls 139797 einstakiingar til íslands með skipum og flugvélum. Þar af voru 75581 útlendingar. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs komu hins vegar 157621 til landsins og þar af voru 86593 út- lendingar. Erlendum gestum hef- ur því fjölgað um 11 þúsund mið- að við sama tíma í fyrra. Fjárlagahallinn Kostar miljarð Váxtakostnaður hátt í 200 miljónir. Heildarkostnaður 1985-87 Að öllum líkindum mun ríkis- sjóður þurfa að borga hátt í einn miljarð króna i vexti og ann- an fjármagnskostnað vegna hins mikla hallareksturs á ríkissjóði í ár, á liðnu ári og á næsta ári. Hallinn á ríkissjóði í ár verður að öllum líkindum um 2.2 mijjarðar króna og það mun kosta lands- menn á milli 150-200 miljónir í hreinan vaxta- og fjármagns- kostnað. „Þessi hallarekstur á ríkissjóði er að verða einn vítahringur. í ár þurfum við að borga hátt í 200 miljónir í vexti vegna fjárlaga- hallans og með útkomunni fyrir hátt í miljarður 1985 er vaxtareikningurinn orð- inn um 500 miljónir. Ofan á þá fjárhæð koma síðan vaxtavextir líklega í kringum 40 miljónir. Þannig er þetta orðinn einn víta- hringur,“ sagði Geir Gunnarsson alþm, í samtali við Þjóðviljann í gær. Magnús Pétursson hagsýslu- stjóri sagði í gær að verið væri að ieggja lokahönd á frágang fjár- lagafrumvarpsins fyrir næsta ár í fjárlaga- oghagsýsiustofnun. Að- spurður um vaxtakostnað af fjár- lagahallanum í ár taldi hann ekki ólíklegt að hann yrði um 150 milj- ónir króna. Talið er að hallinn á fjárlögum á næsta ári verði um 1.5 miljarður samkvæmt stefnu stjórnvalda og miðað við 6.5% raunvexti á ríkisskuldabréfum mun vaxtareikningurinn fyrir þann halla verða á annað hundr- að miljónir. „Það er rétt að menn átti sig á því í öllu þessu góðæristali stjórnvalda að eftir útkomu ríkis- sjóðs í fyrra, í ár og það sem boð- að er á næsta ári, þá verður ríkis- stjórnin búin að reka ríkissjóð með 7 miljarða króna halla og vaxtakostnaður og annar fjár- magnskostnaður vegna þessarar fjármálastjórnar verður þá lík- lega í kringum einn miljarð,“ sagði Geir Gunnarsson. Grœnhöfðaeyjar Steingrímur á ferðalagi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hélt í gær ásamt föruneyti í opinbera heimsókn til Cabo Verde (Grænhöfðaeyja) og stendur heimsóknin fram á laug- ardag. Um skeið hefur stærsti hluti af þróunaraðstoð frá íslandi runnið til verkefna á Grænhöfðaeyjum og munu forsætisráðherrar þjóð- anna ræða framhald þeirra verk- efna í heimsókninni. Æskulýðsmál Þrengt að Erlendi Æskulýðssambandið hugleiðirað höfða málgegn œskulýðsfulltrúa ríkisins. Tóksér þóknun í leyfisleysi ásamt tveimur öðrum vegna undirbúnings Norðurlandaþings Það er rétt að sá möguleiki hef- ur verið ræddur í Æskulýðssam- bandinu að höfða mál gegn Er- lendi Kristjánssyni og Hjörleifl Hringssyni vegna þessar fjár, en það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Ég tel ekki ólfldegt að við munum fara fram á fjár- hagsstuðning frá æskulýðsráði til þess að greiða danska æskulýðs- sambandinu þessar 87 þúsund krónur, sagði Ólafur Ólafsson stjórnarmaður í Æskulýðssam- bandi íslands í samtali við Þjóð- viljann í gær. Deilur vegna þessara 87 þús- unda króna má rekja allt til Norðurlandaþings æskunnar sem haldið var hér á landi í upphafi árs 1985. Danska æskulýðssam- bandið sá um fjármál vegna undirbúnings þingsins, en nefnd skipuð þeim Erlendi Krist- jánssyni, sem Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra skipaði nýlega æskulýðsfulltrúa ríkisins, Hjörleifi Hringssyni og Kristínu Stefánsdóttur sá um undirbúning hér heima. Á fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 60 þúsund króna fjárveitingu til starfs þremenn- inganna, en að því er virðist fyrir misskilning fengu þeir 60 þúsund danskar krónur upp í hendurnar eða yfir 200 þúsund krónur ís- lenskar. Af þessari fjárhæð reiknuðu þremenningarnir sér 87 þúsund krónur í þóknun, en því vildu Danirnir ekki una og í fyrrahaust var Æskulýðssamband íslands sett í málið. Gerð var krafa á hendur Erlendi, Hjörleifi og Kristínu um að endurgreiða fjár- hæðina og hefur Kristín fallist á að verða við því, en Erlendur og Hjörleifur neita. Æskulýðssam- bandið hefur hins vegar ábyrgst greiðslur þessara peninga til danska sambandsins og mun að sögn Ólafs freista þess að inn- heimta þá. Miklar deilur hafa staðið um þetta mál síðan uppvíst varð um athæfi þremenninganna, en lík- legt er að Æskulýðssambandið láti til skarar skríða innan tíðar. -gg -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.