Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 4
LEIÐARI
Endurskoðun vamarsamningsins
Framkoma bandarískra stjórnvalda gagnvart
íslensku þjóðinni hefur á síðustu árum breyst
mjög, og í sjálfu sér þarf ekki djúpa kunnáttu á
flækjuvef alþjóðlegra stjórnmála til að skynja
breytinguna.
Fyrrum var lögð rík áhersla á að milli ríkjanna
tveggja lægju sérstök vináttutengsl. Stjórnvöld
vestra lögðu sig að minnsta kosti á yfirborðinu
eftir því að sýna íslendingum vissa virðingu, og
kostuðu kapps um að landsmenn fengju það
ekki á tilfinninguna að stórveldið væri að ráðsk-
ast með smáþjóðina. Þeir „hugsjónamenn"
sem hérlendis brugðu bröndum fyrir svokallaða
vestræna samvinnu og vildu veg Bandaríkj-
anna sem bestan á Fróni gátu því lengi vel talið
mönnum trú um að milli ríkjanna væri „sérstakt
samband“.
En nú er öld önnur. Hinn jákvæði hjúpur sem
reynt var að sveipa kringum tengsl ríkjanna
tveggja er fokinn fyrir björg.
Það þarf ekki einu sinni meðalgreindan ís-
lending til að skilja að milli ríkjanna er ekki neitt
sérstakt „vináttusamband". Almenningur er
einfaldlega búinn að skilja að viðhorf Bandaríkj-
anna gagnvart íslensku þjóðinni er hið dæmi-
gerða viðhorf voldugs stórveldis gagnvart smá-
þjóð, sem það hefur meir en í fullu tré við.
Það er staðreynd, sem öllum er að verða
kunn, að Bandaríkjamenn líta svo á að það sé
kominn hefðbundinn eignarréttur á okkur sem
peð í liði þeirra í refskákinni sem háð er á tafl-
borði stórveldanna. Þeir hirða ekki lengur um að
koma fram við okkur sem fullvalda þjóð, heldur
beita ofríki herrans við þrælinn.
Óvenju fruntaleg framkoma Bandaríkjanna
gagnvart íslensku þjóðinni síðustu misseri hefur
leitt til þess að meðal manna hér á landi er
kominn upp sterkur vilji til að taka samskiptin við
stórveldið til rækilegrar endurskoðunar.
Þessi viðhorf er ekki einungis að finna á með-
al fólksins á götunni, heldur er endurskoðun á
varnarsamningnum í einhverju formi rædd í
fullri alvöru á meðal áhrifamanna í flestum
stjórnmálaflokkunum.
Vissulega vilja herstöðvaandstæðingar her-
inn úr landi hið bráðasta, og vissulega stefnum
við að því að ísland gangi úr Nató og taki sér
stöðu við hlið hinna hlutlausu ríkja. En á hvað er
rétt að leggja áherslu eins og málum er nú
háttað?
Innan sumra flokka er að finna hreyfingar og
menn sem ganga að vissu marki til móts við
stefnu Alþýðubandalagsins í hermálinu. Sam-
band ungra jafnaðarmanna lýsti því skorinort
yfir á þingi sínu fyrir nokkru, að „segja þurfi upp
varnarsamningnum við Bandaríkin og herinn
fari í áföngum". Þessu ber auðvitað að fagna.
Innan Framsóknarflokksins er fólk sem er sama
sinnís, og jafnvel í þingliði hans er nú að finna
menn sem vilja segja upp samningum um her-
setuna. Stjórnmál eru hins vegar list hins mögu-
lega. Og við þurfum að átta okkur á hvað er
mögulegt í stöðunni - er hægt að ná samstöðu
um aðgerðir sem við andstæðingar herstöðva
teljpm ávinning?
Ýmsum möguleikum hefurverið varpað fram,
sem allir verðskulda að minnsta kosti umhugs-
un. í ályktun hinnaungujafnaðarmannaertalað
um að kleift sé að byrja með því að stórminnka
umsvif hersins og fækka verulega í herliðinu.
Það er ennfremur bryddað upp á því að auka
forræði og þátttöku íslendinga sjálfra í eftirlitinu.
Menn hafa ennfremur varpað fram þeirri hug-
mynd, að jafnhliða því að fækkað sé í herliðinu
verði aðrarþjóðiren Bandaríkjamennfengnartil
að gegna eftirlitshlutverkinu, á meðan Islend-
ingar leyfa enn hersetu.
Sú hugmynd sem hefur náð einna mestum
hljómgrunni er að hinn svokallaði varnarsamn-
ingur verði endurskoðaður, þannig að í framtíð-
inni verði nauðsynlegt að endurnýja hann á
þriggja til fimm ára fresti á Alþingi. Um tillögu af
þessu tæi ætti að vera hægt að ná þjóðarsam-
stöðu. Með því væru málefni hersins komin í
miklu meiri mæli undir þingið en nú er, og dregið
úr ofurvaldi utanríkisráðherra á því sviði.
í því væri óneitanlega nokkur ávinningur.
-ÖS
KUPPT OG SKORtÐ
Nöldur vegna
nýjunga
Staksteinar Morgunblaðsins
voru að vitna í bækling á dögun-
um, þar sem tíundað var hve
fljótt íslendingar grípa við sér í
ýmsum tækni- og neyslumálum.
Til dæmis að taka voru þeir
feiknafljótir að skipta um svart-
hvít sjónvarpstæki og fá sér lit-
sjónvörp og líklega hafa menn
hvergi í heiminum flýtt sér eins og
hér að kaupa myndbandstæki.
Nú síðast berast svo fréttir af því,
að bflasímum fjölgi með gífur-
legum hraða (eins þótt samtöl um
þá ku opin svipaðri forvitni og
sveitasímar til skamms tíma). Og
enn má bæta því við, að „afrugl-
arar“ nýrrar sjónvarpsstöðvar
eru sagðir renna út eins og heitar
lummur, en í þeirri stöð eiga
menn ekki barasta von á Dallas,
heldur og Dynasty.
Staksteinar segja í framhaldi af
þessu að „nöldur vegna nýjunga"
sé algengt hér á landi, en sem
betur fer hlusti fáir á slíkt. Er í
framhaldi af þessu vitnað í klausu
í Alþýðublaðinu, þar sem kvart-
að er yfir því „hvernig farsímafár
hefur heltekið íslensku þjóðina“
og látið að því liggja að margt sé
þarfara en þetta nýja símakerfi.
„Kauptu einhvern
andskotann"
Nú eru það fleiri sem fyrr og
síðar hafa vakið athygli á furðu-
legri óþolinmæði Islendinga í
neyslu- og tæknimálum. Sumir
tala í þessu sambandi um óþarfa
bruðl og skjótræði, um að menn
láti sniðuga auglýsendur teyma
sig á asnaeyrum, um að það sé
ekki annað en síbernska að mega
ekki svo heyra um nýtt tryllitæki
að ekki sé rokið til undir vígorð-
inu: „ég vil fá mitt leikfang
strax“. Mætti í því sambandi
vitna til Sigurðar Nordal sem allir
hafa á milli tanna þessa daga, en
hann sagði í erindi sem hann flutti
á háskólahátíð árið 1942 og nefn-
ist „Manndráp“:
„Ef Reykvíkingar stýra pening-
um, hœttir þeim við að hugsa eins
og Gröndal lœtur Þórð í Hattar-
dal segja, þegar þeir Eggertsenda
Odd í Félagsgarði með
gullpeninginn inn í bœinn: (
„Kauptu bara eitthvað! Kauptu
einhvern andskotann!“ Það er oft
engu líkara enfólki liggi svo lífið á
að eyða og spenna, undir eins og
það kemst í álnir, að þaðfari með
peninga eins og drukkinn sjómað-
ur, sem kemur í höfn eftir útivist á
Kyrrahafi. Það spillir með því
ekki aðeins fénu, heldur heilsu
sinni og tíma, viti og sóma, fórnar
framtíð barna sinna með því að
ýta undir hégómaskap þeirra og
láta eftir hverjum heimskudutt-
lungi. “
Fleiri hliðar
Sú kaupgleði og sú nýjunga-
girni sem hér er um talað á sér að
sjálfsögðu fleiri hliðar en sið-
ferðilegar, það er um fleira spurt
en fornar dyggðir aðhaldssemi,
hófsemi og sparnaðar andspænis
„lífsþægindagræðgi". Það er
fljótlegt að reita saman fjölda
dæma af því, að nýjungagleðin í
samfélaginu reynist okkur af-
skaplega dýr, án þess að skila
þeim efnahagslega árangri sem til
stóð. Hér er átt við óteljandi of-
fjárfestingar í margskonar tækni-
búnaði, sem ráðist er í í fljótræði
og fordild og án þess að dæmið
hafi verið reiknað af kaldri ró
efnahagslegrar skynsemi. Pað er
ekki nóg að fyrirtæki og skrifstof-
ur tölvuvæðist, svo dæmi sé nefnt
- það er ekkert algengara en að
keyptar séu tölvur og búnaður
sem geta afkastað langt umfram
þau verkefni sem á dagskrá eru.
Það kemur mikil tölva inn í fyrir-
tæki og á náttúrlega að spara
mannafla: niðurstaðan er svo sú
að bætt er við tveim-þrem störf-
um til að hægt sé að mata gripinn.
Og svo framvegis. Möguleikarn-
ir, segja menn, eru svo margir.
Tvö-
feldnin
f fyrrnefndum orðahnipping-
um út af farsímum töldu þeir á
Staksteinum Morgunblaðsins sig
réttum megin í tilverunni - þeir
voru með frelsi og framförum en
Alþýðublaðið var nöldrandi
ríkisforræðisfýlupoki.
Þetta er dálítið spaugilegt, því
þegar betur er að gáð þá er ein-
mitt Morgunblaðið oftar en ekki
undarlega tvískipt í málum af
þessu tagi.
Þegar blaðið talar til alþýðu
manna setur það gjarna upp svip
hinna fornu dyggða. Menn eiga,
hver um sig og þjóðin í heild, að
fara að öllu með gát, gæta þess að
reisa sér ekki hurðarás um öxl,
ekki gera óhóflegar kröfur (þessu
er einkum beint til kennara og
fiskvinnslufólks), ekki lifa um
efni fram. En f sömu andrá er
talað á ísmeygilegan og áleitinn
hátt (bæði innan ramma auglýs-
ingaheimsins og utan hans) til
sérgæsku neytandans sem verður
að fullnægja strax ídag. Til þeirra
sem sífellt er verið að sannfæra
um að þeir séu ófrjálsir menn, ef
þeir fá ekki sjónvarpsefni og aðra
skemmtun ómælda, að þeir séu
hallærislegir heimaalningar ef
þeir tolla ekki í tísku á hverju
sviði. Þessum ávörpum - sem
eiga sér mörg form - fylgja öfl-
ugar áminningar um að hver
maður sé herra sinnar neyslu og
eigi að gera það sem honum sýn-
ist og ekki hlusta á „nöldur" í
gamlingjum, kennaradóti, menn-
ingarvitapakki og öðrum þeim
sem ætli að „hafa vit fyrir fólki“
og eru líkast til laumakommar
inn við beinið.
ÁB.
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðifis
son.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Biaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín ölafs-
dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir
Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljó8myndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. september 1986