Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 14
FRA LESENDUM
Kjarasamningar
Sambandsleysi við sjómenn
Pað er algerlega út í hött að œtlast til afsjómönnum að þeir greiði atkvœði með eða á móti
Sambandsleysi sjómannafé-
lagsins við sjómennina er oft ansi
mikið, svo furðu gegnir oft á tíð-
um. Einna áþreifanlegast er það
hjá þeim félagsmönnum sem
skráðir eru á skip sem leigjast til
erlendra aðila og þvælast um öll
heimsins höf svo mánuðum
skiptir án viðkomu í sinni heima-
höfn.
Tökum eitt dæmi. Kjarabarátt-
an í algleymingi. Margvíslegar
kröfur lagðar fram. Eina sem
skipsmaðurinn fær vitneskju um
er það að eitthvað sé verið að
hringla með nýja samninga í hans
þágu. Fregnir af kröfugerðinni
bárust honum frá stuttbylgju-
sendingu íslenska útvarpsins, þó
einkennilegt sé. En áfram með
smjörið. Um annað sem þar á sér
stað hefur hann enga hugmynd
frekar en aðrir áhafnarmeðlimir.
Menn neyðast til að geta í
eyðurnar. Síðan líður tíminn, í
þögn, þá einn daginn er mönnum
borið skeyti, hvaðan, jú frá fé-
laginu þar sem þeir fara þess á leit
við mannskapinn að greidd verði
atkvæði um borð í viðkomandi
skipi. Vitaskuld varðandi hina
nýgerðu samninga. Hér vandað-
ist málið illilega. Hverjar voru
kröfurnar, um hvað á að kjósa?
Hærri eða lægri laun? Styttri eða
lengri vinnutíma? Afnám eða
fjölgun frídaga, rauða daga?
Hér virðist mér að hreinlega sé
verið að gera grín að fólki. Það er
einhverju sem enginnþekkir haus né sporð á
Samband fólagsforystunnar við farmenn á hafi úti þarf að vera miklu betra svo menn viti hvað er að gerast
samningamálum I landi, segir bréfritari.
algerlega út í hött að ætlast til af
sjómönnunum að þeir greiði at-
kvæði með eða móti einhverju
sem enginn þekkir haus né sporð
á, því fátt er auðveldara í dag en
að koma upplýsingum milli
manna.
Ég veit ekki hug allra í málinu
en ég og margir aðrir gerum þá
kröfu til sjómannafélagsins
margnefnda að það sendi reglu-
lega út fréttabréf til sinna þegna
þar sem greint yrði frá öllu því
helsta sem í höfuðstöðvunum er
hverju sinni að gerast og hvað
framundan er sem hlýtur að vera
lágmarkskrafa, því ekki stendur á
því að grenja út gjöldin.
Um ferðir fleyjana er ekki ýkja
erfitt að fá vitneskju. Einhver
gerir þá út, skyldi maður ætla, sú
afsökun er þar með dæmd dauð.
Verði fyrrnefnd hugmynd ofaná
hjá forkólfunum geta þeir með
góðri samvisku sent sín skeyti, ef
ekki, ættu þeir alfarið að sleppa
því.
Ég skora á þá er með þessi mál
hafa að gera að hisja nú upp um
sig buxumar og kippa hinum
sjálfsagða hlut hið bráðasta í lið-
inn og gefa þar með öllum félags-
mönnum sínum tækifæri á því að
fylgjast betur en nú er hægt með
okkar lifibrauðsmálum.
Konráð Friðfinnsson
Garðastræti 4
N Á M S K E I Ð
saNskipti
f oreldra og barna
Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér
ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum
foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um
hvað foreldrar geta gert til að:
• aðstoða börn sín við þeirra vandmál
• leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi
• byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl-
skyldunnar
Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas
Gordons sálfræðings og hafa nær 1.000.000
foreldra sótt slík námskeið bæði í Bandaríkjun-
um sem í Vestur-Evrópu („Parents Effectiveness
Training").
Leiðbeinendur hafa hlotið tilskilda þjálfun og
leyfi til að halda þessi námskeið á íslandi.
Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti.
Næstu námskeið byrja
mánud. 22 sept. og fimmtud. 25 sept.
Skráning og upplýsingar
í síma 25770 kl. 16- 19.
Wilhelm Norðfjörft,
sálfræðingur.
Hugo Þórisson,
sálfræðingur.
saNskipti
ffiæðsla OG RÁÐGJÖF S.F.
Fáeinar
athugasemdir
frá oddvita Rípurhrepps
í ÞjóðvOjanum 9. ógúst sl.
ræðir blaðamaður nokkuð um
sveitarmál I Rípurhreppi í Skag-
afjarðarsýslu, að því er virðist af
fremur lítiUi þekkingu. Umfjöll-
un blaðsins er ekki ósvipuð þeim
skrifum, sem birtust í Feyki á
Sauðárkróki 13. ágúst sl. og ég
hef þegar að nokkru svarað. Fá-
ein atriði í pistium þessum vil ég
þó minnast á, og jafnframt
leiðrétta rangfærslur, er þar
koma fram.
Eins og fram hefur komið
neituðu nokkrir íbúar í sveitinni
að starfa í nefndum, sem hrepps-
nefnd hafði kjörið þá í, og sendu
nefndinni bréf þar að lútandi.
Hreppsnefnd ritaði þeim, hverj-
um og einum svarbréf, en þar
segir að hún líti svo á, að það sé
borgaraleg skylda hvers og eins
að taka kjöri og starfa í nefndum
á vegum sveitarfélagsins, sé hann
til þess kosinn.
Blaðamaður segir: „Þessum
aðilum fannst undarlega staðið
að kosningu hreppsnefndarinnar
og að auki var núverandi oddviti
og hreppstjóri formaður kjör-
stjórnar“. Hverju er verið að
læða hér inn? Er verið að gefa í
skyn, að ég hafi sem formaður
kjörstjórnar á einhvern hátt mis-
notað aðstöðu mína? Þeirri ás-
ökun vísa ég alfarið heim til föðu-
rhúsanna. En ef til vill mætti rifja
það upp, að fyrir kosningarnar
1982 var þáverandi oddviti og ef-
sti maður á öðrum framboðsli-
stanum, formaður kjörstjórnar.
Fannst þá þessum aðilum undar-
lega staðið að kjöri í hrepps-
nefnd?
Og blaðamaður heldur áfram:
„Deilur vegna hreppsnefndar-
kosninga hafa risið vegna þess,
að sú hreppsnefnd, sem nú situr,
er af lista, sem lagður var fram á
síðustu stundu, en rætt hafði ver-
ið um í sveitinni að kosningar
yrðu óhlutbundnar“. Hvaðan
hefur blaðið það, að iistinn hafi
verið „lagður fram á síðustu
stundu"? Hefði ekki verið nær
fyrir blaðamann og heimildar-
mann (-menn) hans að leita sér
fyllri upplýsinga um það, sem
hann skrifar um, og fria sig þar
með frá því, að fara með bein
ósannindi? Ég get alveg fullyrt,
að listinn var ekki lagður fram á
síðustu stundu. En þótt svo hefði
verið, - var þá eitthvað athuga-
vert við það?
Blaðið segir að það hafi verið
eitt af fyrstu verkum hrepps-
nefndar að skipa mönnum í nefn-
dir fyrir hreppinn. Undarleg ár-
átta þetta hjá blaðamönnum,
sem um þessi mál hafa fjallað, að
gera engan greinarmun á skipun-
um og kjöri. Ég sé ekki betur en
þeir falli hér í sömu gryfju og þau,
er sendu hreppsnefnd mótmæla-
listann og töldu hreppsnefnd
sjálfskipaða.
„Við vilum auðvitað sætta
menn en nú keyrir um þverbak í
þessum deilum, sem hafa staðið
lengi“.
Trúlega er þetta rétta aðferðin
til sátta, að rjúka með - ég vil
segja tilbúinn ágreining í blöðin.
Ég hefði nú talið aðra leið öllu
vænlegri til þeirra hluta. En sín-
um augum lítur hver á silfrið.
Árni Gíslason
Bréfavinir
fráBEiana
Frá Ghana hefur blaðinu borist
bréf þar sem tveir strákar og tvær
stúlkur á aldrinum 20-22ja ára
óska eftir að komast í bréfasam-
band við íslendinga.
1) Miss Stalo Moore
P.O. Box 465, Cape Coast
Chana w/a
Hún er 22ja ára og hefur áhuga
á matreiðslu, leikfimi, safnar
póstkortum og myndum.
2) Miss Georgina Quaqea
P.O. Box 776, Cape Coast
Chana w/a
Hún er 21 árs gömul og hefur
áhuga á matreiðslu, hornabolta
og sjónvarpi.
3) Mr. James Northcross
P.O. Box 765, Cape Coast
Ghana w/a
Hann er einnig 21 árs og hefur
áhuga á fótbolta, blaki og safnar
póstkortum.
4) Mr. George Ouaquea
P.O. Box 776 Cape Coast
Chana w/a
Hann er 20 ára gamall og hefur
áhuga á körfubolta og ljósmynd-
un.
Fríða Björnsd.
var ritstjóri
í grein í Sunnudagsblaði um
aldarafmæli vesturíslenska blaðs-
ins Heimskringlu var rangt með
farið þar sem segir frá því, að síð-
ustu ritstjórar Lögbergs-
Heimskringlu hafi komið frá Is-
landi. Þar sagði að fyrst þeirra
ritstjóra hafi verið Birna Björns-
dóttir, en hið rétta er að Fríða
Björnsdóttir, nú framkvæmda-
stjóri Blaðamannafélags íslands,
var ritstjóri blaðsins 1976-1977.
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. september 1986