Þjóðviljinn - 17.09.1986, Qupperneq 8
MENNING
Myndlist
Síðasta
vika
Ásta Ólafsdóttir
„ Það hef ur verið góð aðsókn
og ég vil endilega hvetja fólk til
þess að koma og legg áherslu á
að það þarf ekki að hafa neitt
sérstakt vit á myndlist til þess að
njótasýningarinnar. Þettaer
sýning fyrir alla, “ sagði Ásta
Olafsdóttir sem nú sýnir í
Nýlistasafninu og lýkursýningu
hennar um næstu helgi.
Ásta nam við Myndlista-og
Handíðaskóla íslands og síðan
við Jan van Eyck Akademíuna í
Hollandi, þar sem hún lagði sér-
staka stund á mynd- og hljóð-
bandalist, auk hefðbundnari
myndmiðla.
Astu
í Nýlistasafninu
Hún hefur verið búsett í Hol-
landi síðustu 5 árin og var henni
þar m.a. veittur ársstyrkur 1985
frá hollenska ríkinu til að vinna
að myndlist og hún hefur sýnt hér
heima og víða erlendis.
Verk Ástu eru fjölbreytt að
efnisvali og allri gerð. Þess má
einnig geta að hún hefur gefið út
tvær bækur, þar á meðal bók sem
hét Þögnin sem stefndi í aðra átt
og vakti verulega athygli bók-
menntafólks. Ásta hefur líka gert
hljóð- og myndbandaverk og er
eitt slíkt á sýningu hennar nú í
Nýlistasafninu. Það er opið frá
16-20 virka daga en helgar frá
14-20.
Ásta við eitt verka sinna (mynd KGA).
Bókmenntir
Skólasafn-
veröir
verðlauna
V eita árlega norræn
barnabókaverðlaun
Félag norrænna skólasafn-
varða veitti á dögunum í annað
sinn árleg verðlaun sín til
höfunda barnabóka. Félagið
ákvað verðlaunaveitinguna til
þess að styrkja barnabókmenntir
almennt og stuðla sérstaklega að
framgangi góðra barnabók-
mennta.
Verðlaunin í ár hlaut norski rit-
höfundurinn Tormod Haugen, en
í fyrra þegar verðlaunin voru í
fyrsta sinn veitt hlaut sænska
skáldkonan Maria Gripe þau.
Báðir þessir höfundar eru ís-
lenskum Iesendum að góðu
kunnir. Eftir þau bæði hafa kom-
ið út bækur í íslenskrí þýðingu,
eftir Tormod Haugen „Náttfugl-
arnir“ í þýðingu Önnu Valdi-
marsdóttur og ,J6akim“ í þýð-
ingu Njarðar P. Njarðvík sem
hlaut fyrir þýðingarverðlaun
Fræðsluráðs. Bókaútgáfan Iðunn
gaf þær báðar út.
Verðlaununum var úthlutað á
ráðstefnu Félags norrænna skóla-
safnvarða í Þórshöfn í Færeyjum í
sumar. -pv
Bókmenntir
Skáldsaga
um Kína
BAB gefur út bók eftir
Pearl S. Buck
Síðasta skáldsaga
nóbelsverðlaunahöfundarins
Pearl S. Buck, Dæturfrú Liang
er komin út hjá bókaklúbbi
Almenna bókafélagsins í þýð-
ingu Arnheiðar Sigurðardóttur.
Sagan kom út árið 1969 og lýs-
ir, eins og svo margar bækur höf-
undar, lífinu í fjölmennasta ríki
veraldar - Kína. Með aðferðum
skáldskaparins nær hún vel að
sýna margbreytileika hins dag-
lega h'fs í Kína á erfiðum árum, en
menningarbyltingarárin koma
nokkuð við sögu.
Pearl S. Buck var um tíma með
mest lesnu höfundum heims og
nutu Kínabækur hennar mikilla
vinsælda. En þar var hún alin upp
og kenndi þar lengi. Hún lést árið
1972.
Amaldur Amarson gítarleikari
Tónleikar
Arnaldur
og Carlos
Gítardúettar
„Þetta verða skemmtilegir
tónleikar og dálítið óvenjulegir í
því að við munum eingöngu spila
dúetta af ýmsu tagi,“ sagði
Arnaldur Arnarson gítarleikari en
hann mun halda tónleika annað
kvöld í Kristskirkju ásamt
spænska gítarleikaranum Carlos
Trepat.
„Carlos er einn af virtustu
ungu gítarleikurum á Spáni um
þessar mundir, hann er fæddur
1960 í Katalóníu og hefur víða
Kristskirkju
lært,“ sagði Arnaldur sem nú
starfar sem kennari í Barcelona
og hyggst gera það áfram. Á efn-
isskrá þeirra féiaga eru ýmis
verk, allt dúettar eins og fyrr
segir. Fyrir hlé munu þeir spila
verk eftir Schubert, Juliani og eitt
íslenskt verk eftir Hróðmar Inga
Sigurbjömsson. En eftir hlé
munu þeir eingöngu spila
spænskt og suðuramerískt efni.
Tónleikarnir hefjast klukkan hálf
níu í Kristskírkju annað kvöld.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mi&vikudagur 17. september 1986
Sígilt
Eddukvæði
í skýru Ijósi
Aðgengileg útgáfa 4ra Eddukvæða og Völuspá á
veggmynd
Bókaforlagið Svart á hvítu
hefur sent frá sér nýja útgáfu af
fjórum eddukvæðum, Völuspá,
Gestaþætti Hávamála,
Helgakviðu Hundingsbana il og
Atlakviðu, undir heitinu Sígild
kvæði I. Texti Völuspár er
eingöngu tekinn úraðalhandriti
eddukvæða, Konungsbókog
verður það til þess að áherslur í
skýringum við kvæðið eru með
nokkuð nýjum hætti. Ennfremur
er stuðst við nýjar rannsóknir í
skýringum Hávamála. Þá eru í
bókinni ættartré og stutt
samantekt um helstu goð og
vættir sem koma fyrir í Völuspá
og skýringarmyndir eftir Guðjón
Ketilsson af heimssýn Völuspár
og aski Yggdrasils.
í Völuspá er sögð saga veraldar
frá sköpun heimsins til ragnaraka
og mannkyninu er óspart sagt til
syndanna. Gestaþáttur Háva-
mála geymir sígilda siðfræði úr
heiðni, ráðleggingar um almenna
hegðun og mannleg samskipti.
Helgakviða Hundingsbana II og
Atlakviða eru dæmigerð hetju-
kvæði og fjalla um ástir og örlög,
ágirnd, hefndir og valdabaráttu á
knappan og áhrifamikinn hátt
svo að nútímalesandi finnur forn-
ar tilfinningar lifna á ný af síðum
bókarinnar.
Útgáfa þessi er sérstaklega ætl-
uð til kennslu í framhaldsskólum
en er auðvitað aðgengileg fyrir
alla þá sem vilja njóta þessara sí-
gildu listaverka.
Kvæðin eru með nútímastaf-
setningu og ítarlegum skýringum
eftir Gísla Sigurðsson.
í tengslum við bókina hefur
Svart á hvítu fengið Guðjón Ket-
ilsson til að gera veggmynd af at-
burðum og persónum Völuspár.
Myndin sýnir goðheim og mann-
heim umkringda höfuðóvinun-
um: Óðinn mælir við höfuð Mím-
is, Heimdallur blæs í lúður sinn,
Þór sveiflar hamrinum, Höður
blindi verður bróður sínum
Baldri að bana, Frigg grætur og
Loki er í fjötrum með eiturorm-
inn yfir sér. í mannheimum er
barist og hórast á meðan
Gullveig, ímynd ágirndarinnar,
gín yfir öllu. Miðgarðsormur
hlykkjast um byggðina og hand-
an hans sækja þursar og jötnar að
rétt í þann mund sem ragnarök
dynja yfir.
Með útgáfu þessari hyggst
Svart á hvítu gera heim goðsagna
sem aðgengilegastan og sýna
kvæði eins og Völuspá sem mörg-
um hefur þótt myrkt og torskilið í
eins skýru ljósi og verða má
þannig að sérhver lesandi geti átt-
að sig á þeim stórmerkjum sem
kvæðið segir frá.
Námskeið
List-
meðferð
kynnt
Næstkomandi laugardag
verður haldið í Bjarkarási,
Stjörnugróf 9 námskeið í
listmeðferð (arttherapy). Þar
verður fólki gefinn kostur á að
kynna sér virkar aðferðir í
listmeðferð með æfingum í
myndsköpun og umræðum þar
að lútandi.
Ráðhildur Ingadóttir stendur
fyrir námskeiðinu sem er tak-
markað við 15 þátttakendur og er
innritun í síma 24381 milli 10 og
12.