Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.09.1986, Síða 2
—SPURNINGIN- Hve mikiö fé þarft þú til framfærslu á mánuði? Þórhallur Sverrisson, verslunarmaður. „Ég þarf á að giska 20 þúsund krónur. Ég hef bara fyrir sjálfum mér að sjá og bý heima hjá foreldr- um og borga slatta til heimilisins.“ Helga Gunnlaugs- dóttir, skrifstofustúlka. „Við erum þriggja manna fjöl- skylda og höfum í laun 40 þúsund. Af þeim höfum við aldrei neinn af- gang, þannig að við þurfum eitthvað þar um bil. Við erum í leiguhúsnæði en leigjum aftur íbúð úti á landi þannig að þar stendur á jöfnu“. Jenný Ásmunds- dóttir, húsmóðir. „Ég held heimili með syni mínum og ég áætia að ég þurfi 25 þúsund alis. Pað er þó misjafniega mikið“. Dísa Guðjónsdóttir, nemi. „Ég þarf um 20 þúsund. Ég er ekki með fjölskyldu og bý í sambýli með nokkrum í leiguíbúð. Ég er í skóla og hef það sæmilegt en get ekki staðið í að fjárfesta í neinu.“ Símon Þorsteinsson, bílstjóri. „Ég tilheyri þriggja manna fjöl- skyldu og þarf að borga dýra leigu sem hirðir sinn skerf mánaðarlega. Ég giska á að 60 þúsund þurfi að jafnaði til framfæris en ég er með 26 þúsund í fastakaup, þannig að það hrekkur alls ekki til“. FRÉTTIR Heimilishjálpin Bráðatilfellum ekki sinnt Áfjórða hundrað heimili bíða eftir aðstoð hjá heimilisþjónustunni. Langur biðlisti hjá heimilishjálpinni. Fólkfœst ekki tilstarfa vegna lágra launa. Minnihlutinn íborgarstjórn: Hvað hyggstmeirihlutinn gera? Hjá heimiiisþjónustunni bíða á fjórða hundrað heimili eftir aðstoð sem ekki er hægt að veita vegna skorts á starfsfólki. Hjá heimilishjálpinni er einnig firna- langur biðlisti og þar er ekki hægt að sinna bráðatilvikum. Það liggur í augum uppi að grípa verður til einhverra ráðstafana og við spyrjum meirihlutann því hvað hann hyggst gera í málinu, sagði Guðrún Agústsdóttir borg- arfulltrúi í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Á fyrsta fundi borgarstjórnar á fimmtudaginn eftir langt sumar- frí munu borgarfulltrúar minni- hlutans leggja fram sameiginlega fyrirspurn til meirihlutans um hvernig hann hyggst bregðast við þeim mikla vanda hjá ýmsum stofnunum borgarinnar, sem stafar af því að nær ógerningur hefur verið að fá fólk til starfa. Minnihlutinn bendir á að í byrjun september voru aðeins 16 dagvistarheimili af 58 full- mönnuð og starfsfólk vantaði í 61 stöðugildi. Að erfiðleikar í skólum og á sjúkrahúsum eru verulegir vegna skorts á starfs- fólki. Bent er á ástandið í heimil- isþjónustu og heimilishjálp. Guðrún Agústsdóttir sagði í gær að þetta ástand væri afleiðing af láglaunastefnunni. „Þetta ástand er mjög erfitt. Borgin hef- ur auglýst eftir fólki í þessi störf, en það hefur engan árangur bor- ið.“ -gg Húsavík 140 metra rísi úr ís Borgarísjakar strand- aðir útifyrir Húsavík. ÞórJakobsson: Óvenju mikið um stóra ísjakafyrir norðan land Það hefur verið óvenjumikið um borgarísjaka norður af Iandinu í sumar og eitthvað af þeim hefur rekið á land. Þetta geta verið alveg feikistór ísfjöll, sagði Þór Jakobsson haflsfræð- ingur hjá Veðurstofunni í samtali við Þjóðviljann í gær. Húsvíkingar hafa undanfarna daga haft fyrir augum myndar- lega borgarísjaka sem eru strandaðir úti í miðri Eyvík skammt frá bænum. Töluvert hefur verið um borgarísjaka á siglingaleið norður með landinu að sögn Þórs Jakobssonar en fáa hefur rekið svo nærri landi sem þessa tvo. Þór sagði að eftir að losaði um hafísinn í Húnaflóa í sumar hafi farið að bera á borgarísjökunum vegna austlægra strauma frá Grænlandi. „Við getum átt von á þessum stóru jöklum allan ársins hring en það hefur borið óvenju mikið á þeim núna í sumar og haust,“ sagði Þór Jakobsson. -lg- Þegar borgarísjakarnir strönduðu úti fyrir Húsavík mældu heimamenn það sem upp úr stóð og reyndist jakinn vera alls 114 metrar á hæð sá stærri; þar af stóðu 14 metrar upp úr en 126 voru á kafi í sjó. Mynd - E.OI. Húsahitun Olíu- styrioirinn félldur niður Albert telur tímabœrt að leggja styrkinn niður vegna verð- lœkkunar á olíu Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra hefur ákveðið að fclla niður olíustyrki til þeirra sem enn þurfa að hita hús sín með gasolíu. Styrkurinn mun fara stiglækk- andi annan og þriðja ársfjórðung ársins og verður síðan að fullu lagður af á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Styrkur fyrsta ársfjórð- ungs hefur þegar verið greiddur og nam 910 krónum. 1 frétt frá iðnaðarráðuneytinu segir að ávallt hafi verið gert ráð fyrir að greiða þessa styrki aðeins tímabundið, en þeir voru teknir upp í kjölfar mikilla hækkana á oiíu árið 1974. Nú hefur olíuverð . hins vegar lækkað verulega og því er talið tímabært að leggja styrk- ina niður. -gg Sameining Skjaldborg slegið um bókina Áttafélög stofna Bókasamband íslands til styrkingar bókinni að var kynnt á dögunum að ein átta félög hafa sameinast undir samheitinu Bókasamband íslands í þvf skyni að styrkja bók- ina með ýmsum aðgerðum nú þegar ýmsar hættur steðja að henni. Hér eru í einni sæng útgefend- ur, rithöfundar, bókaverðir, prentarar, bókagerðarmenn, gagnrýnendur og fleiri sem eiga sitthvað undir bókinni öðrum fremur, því eins og fram kom á fundinum er aukin bókmenning þjóðarhagur. Bókasambandið hyggst beita sér fyrir aukinni kynningu á bókum og umfjöllun um þær, en einnig fyrir markvissum aðferð- um og ber þar hæsi: niðurfellingu söluskatts á bókum sem verið hefur baráttumál margra í ára- raðir, Sigurður Pálsson skáld varaformaður Bókasambandsins lagði m.a. áherslu á það að tekjur ríkissins af bókasöluskatti hefðu árið 1985 verið 150 miljónir, en einungis 6% af þeirri upphæð far- ið til Launasjóðs rithöfunda, svo það ætti engum að dyljast hver styrkti hvem í þessu efni. Ólafur Ragnarsson útgefandi er formaður Bókasambandsins og sagði hann menn ræða mikið alls kyns aðferðir til að auka bók- sölu m.a. aukna kiljuútgáfu, og dreifingu á sölunni, en brýnt væri að rjúfa þann vítahring að bækur seldust aðeins tvo síðustu mánuði hvers árs. Ætlun Bókasambands- ins væri að sannfæra menn um að bókin væri ekki bara gjafavara og hefði að auki ýmsa augljósa yfir- burði yfir aðra fjölmiðla. Fyrsta verk Bókasambandsins er að halda mikið Bókaþing sem verð- ur 23. september að Hótel Loft- leiðum og verður nánar frá því sagt síðar. -pv 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.