Þjóðviljinn - 17.09.1986, Side 13

Þjóðviljinn - 17.09.1986, Side 13
Frostlögur varð fimmtán mönnum að bana í Litháen, en þeir drukku hann í þeirri trú að hann væri sérlega konsentrerað aklóhól, að sögn opinbers dagblaðs. Þetta atvik gerðist í síðasta mánuði í Kaunas: Ætluðu þrjá- tíu menn að kaupa áfengi af 64 ára gamalli ömmu, sem fékkst við sprúttsölu í hjáverkum, en hún gaf þeim frostlög í stað veiganna. Fimmtán létu lífið, en hinir fimmtán voru fluttir á sjúkrahús, þar sem tókst að haida í þeim lífinu. Frostleginum hafði verið stol- ið úr gosdrykkjagerð, þar sem hann hafði legið í vöru- skemmu í marga mánuðf ásamt með spíra, sem notaður var til að geyma límonaði. Spilling háttsettra manna í kommún- istaflokknum er nú mjög í sviðsljósinu í Sovétríkjunum. Hefur stjórn kommúnista- flokksins í Volgograd-héraði rekið 35 yfirmenn flokksins undanfarin tvö ár fyrir spill- ingu og önnur afbrot, að sögn flokksformannsins í héraðinu. í síðasta tölublaði tímaritsins „Kommúnist11 sagði flokksfor- maðurinn, Vladimir Kalashnik- ov, að fjölmargir lögreglu- menn og forstjórar í Volgograd myndu bráðlega koma fyrir rétt, ákærðir fyrir ýmis afbrot svo sem fjárdrátt úr opinber- um sjóðum. Forstjórar efnafyr- irtækis hefðu dregið til sín 140000 rúblur milli 1983 og 1985 og haldið drykkjuveislur, að sögn Kalashnikovs. Hann var útnef ndur f lokksformaður í Volgograd í janúar 1985. Krákur eru nú taldar ógna hinu sér- stæða fuglalífi á Seychelles- eyjum, og hefur stjórn eyjanna sett fé til höfuðs þeim, j>ótt þær séu aðeins tuttugu tals- ins. Þessar krákur eru allar af- komendur tveggja fugla, sem flugu tíl eyjanna frá indversku flutningaskipi fyrir níu árum, og telja fuglafræðingar að þær lifi á eggjum og ungum ann- arra fugla og geti keppt um fæðu við veikbyggðari tegund- ir ef þeim fjölgar. Umsjónar- menn segja að nauðsynlegt sé að útrýma krákunum meðan tala þeirra er lág, því að eftir sjö ár gætu þær verið orðnar 5000. Seychelles-eyjar, sem eru í Indlandshafi 1600 km frá ströndum Afríku, eru heim- kynni margra mjög sjaldgæfra fuglategunda, svo sem bláu dúfunnar, sólarfuglsins og svarta páfagauksins, sem að- eins fimmtíu eintök eru til af. Tugir þúsunda ferðamanna koma til eyjanna ár hvert, og eru margir þeirra fuglaskoð- endur. Alkóhól verður notað í tilraunaskyni síðar í þessari viku til að knýja flugvél á leiðinni yfir Atlants- hafið, að sögn talsmanna franskra samtaka sem vinna að útbreiðslu slíks eldsneytis. Stærðfræðikennari einn frá Waco í Texas, Max Shruck að nafni, ætlar að leggja af stað í tveggja hreyfla flugvél, sem gengur fyrir alhóhóii, frá St. Johns í Nýfundnalandi, milli- lenda í Azor-eyjum til að taka eldsneyti og lenda síðan í Bor- deaux í einu helsta vínræktar- héraði Frakklands. Eldsneyti flugvélarinnar verður blanda úr áfengi og tréspíra og því illa hæft til drykkjar. Áætlað er að flugvélin lendi í Frakklandi skömmu áður en ráðstefna um notkun áfengis sem eldsneytis verður sett, en hana munu sækja sérfræðingar frá 22 ríkj- um. HEIMURINN_________________ Róstur mili hústaka og lögreglu Kaupir Kim Larsen poppari húsið, sem deitt er um? Frá Gesti Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðviljans í Kaupmannahöfn Undanfarna daga hafa geisað harðir götubardagar milli lög- reglu og hústaka á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Hreyfíng hús- taka í Kaupmannahöfn er fímm ára gömul, þeir hafa sest að í mörgum húsum sem staðið hafa tóm og krafíst þess að fá að búa þar. Hústakar eru almennt atvinnulaus ungmenni og þeir krefjast þess að fá gömul og illa farin hús til yfírráða gegn lítilli sem engri leigu en þeir muni sjálf- ir sjá um endurnýjun og viðhald. Þeir leggja megináherslu á að þeir ráði rekstri húsanna algerlega sjálfír. Lögreglan hefur ávallt hent hústökum út, oft meö miklu of- beldi. Hústakar hafa sjaldnast fengið að vera lengi í friði, en nú hafa um fimmtíu þeirra búið í tvö og hálft ár að Ryesgade 58, og það hús er orðið að tákni baráttu þeirra. Fyrir nokkrum vikum fengu hústakarnir þau skilaboð að þeir yrðu að flytja út úr Ryesgade 58 fyrir fimmtánda september. Til að mótmæla þessu var efnt til að- gerða síðastliðinn sunnudag og gengu hústakarnir og stuðnings- menn þeirra frá Ráðhúsinu og að Ryesgade. Þar tóku menn til við að hlaða götuvígi, og á örstuttum tíma var búið að loka öllum að- iiggjandi götum með því að velta um vinnuskúrum, bflum og öðru sem til féll. Göturnar umhverfis Ryesgade eru sumar hlaðnar úr grjóti og voru götusteinarnir tíndir upp og notaðir í götuvígin og til að henda í lögregluna, þeg- ar til hennar sást. Á bak við götu- vígin eru nokkur hundruð hús- takar og stuðningsmenn þeirra. Lögreglan aðhafðist ekkert í fyrstu. Daginn eftir gerði hún til- raun til að rjúfa eitt götuvígið en átti fótum fjör að launa. Um- hverfis vígin hafa orðið skærur milli lögreglu og hústaka. Yfir- menn lögreglunnar hafa sagt að það myndi að öllum líkindum kosta mannslíf, ef reynt yrði að rjúfa götuvígin, og skorað er á stjórnmálamenn að finna aðra lausn. Borgarstjóri Kaupmannahafn- ar kveðst hins vegar ekki vilja beygja sig fyrir þessum óalda- seggjum, heldur skuli hart mæta hörðu. í gær, þriðjudag, lýsti eigandi hússins því yfir, að fram sé komin hugsanleg lausn á vandanum, því að borist hafi tilboð til kaupa á húsinu. Er talið að á bak við til- boðið standi rokksöngvarinn Kim Larsen og hyggist hann gefa hústökum húsið. Refsiaðgerðir gegn Suður-Afríku Brussel - Utanríkisráðherra Evrópubandalagsríkjanna á- kváðu í gær að grípa til efna- hagslegra refsiaðgerða gegn Suður-Afríku. Aðgerðirnar eru þó mjög takmarkaðar og ná aðeins til lítiis hluta viðskipta bandalagsríkjanna við Suður- Afríku, en þeim er ætlað að gefa til kynna gremju Evrópu- manna yfir því hve seint miðar í framfaraátt í landinu. Eftir tveggja daga erfiðar samningaumræður um það til hvers konar aðgerða ætti að grípa, urðu utanríkisráðherrar Evrópubandalagsins sammála um að banna nýjar fjárfestingar í Suður-Afríku og innflutning það- an á járni, stáli og gulipeningum. Utanríkisráðherra Bretlands, Sir Geoffrey Howe, sem nú er formaður Evrópubandalagsráðs- íns, sagði að stjómin í Pretoríu hefði sýnt að hún væri ekki reiðu- búin til að gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna um kynþátt- amál. Hann skýrði hinum utanrí- kisráðhermnum frá mishepp- naðri friðarferð sinni til Suður- Afríku í júlflok, og sagði hann að aðgerðirnar sýndu stjórn landsins glögglega hve brýna nauðsyn Evrópubandalagsþjóðirnar teldu vera á breytingum. Hann bætti því við að flestar þjóðirnar hefðu viljað grípa til harðari aðgerða, en hann hefði orðið að leita að samkomulagi samkvæmt reglum bandalagsins. Mjög var rætt um að banna innflutning á kolum frá Suður- Afríku, og hefði slíkt bann orðið miklu áhrifaríkara en þær refsi- aðgerðir sem að lokum voru sam- þykktar, en Vestur-Þjóðverjar komu í veg fyrir það. SprengjutilraaAln í París, sem hafa verið gerð í skrifstofum veitingahús- um, stórverslunum og neðanjarðarlestum, og virðast hafa það markmið að verða vegfarendum að bana, hafa vakið mikinn óhug í Frakklandi og orðið til þess að til strangra öryggisreglna hefur verið gripið. I gær var farið að krefja alla ferðamenn og aðra ríkisborgara Sviss og landa Evrópubandal- agsins um vegabrófsáritun. Til bráðabirgða voru vegabréfsáritanir gefnar út á flugvöllum og landamærastöðvum, og var af þessum sökum klukkut- íma biðröð á Charles de Gaulle flugvelli í París. Hungursneyð í kjölfar kjamorkustyrjaldar Gœti orðið fjórum miljörðum manna að bana Bern - Allt að því fjórir miljarð- ar manna gætu dáið úr hungri í kjölfar kjarnorkustyrjaldar, eða enn fleiri en þau hundruð miljóna sem myndu láta lífið af völdum kjarnorkusprenging- anna sjálfra, brunasára og geislavirkni, að því er banda- rískur vísindamaður sagði á ráðstefnu í Bern í gær. „Víðast hvar í heiminum myndi nútímakjarnorkustyrjöld ekki minna á myndir af Hiros- hima og Nagasaki heldur miklu fremur á myndir af núverandi á- standi í Eþíópíu og Súdan,“ sagði Mark Harwell frá Cornell- háskóla í New York í fyrirlestri sem hann hélt. „Stórstyrjöld milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndi sennilega valda meira tjóni á Indlandi heldur en í risa- veldunum báðum til samans." ERLENDAR FRÉTTIR jóNnAsRsonR/REU1ER Þegar árið 1982 fóru banda- rískir og sovéskir sérfræðingar að leiða rök að því að afleiðingar kjarnorkustyrjaldar, jafnvel þótt hún væri takmörkuð, myndu verða miklu víðtækari en áður var talið. Þeir héldu því einkum fram að hinir miklu brunar, sem kviknuðu við kjarnorkuspreng- ingar, myndu valda því að þykk rykský leggðust yfir mikinn hluta jarðarinnar, þannig að hitastigið lækkaði til muna. Afleiðingin yrði hinn svokallaði „kjarnorku- vetur.“ Miklar umræður spunnust af þessum kenningum og fyrir- skipaði alþjóðaráð vísindafélaga sérstaka rannsókn, sem þrjú hundruð sérfræðingar frá þrjátíu iöndum unnu að. Voru meðal þeirra eðlisfræðingar, veðurfræð- ingar, búfræðingar og vistfræð- ingar. Er nú verið að halda ráð- stefnu í Bem til að ræða niður- stöðumar. Vísindamenn á ráðstefnunni töldu að lækkun hitastigs um fá- Miðvikudagur 17. einar gráður myndi hafa mjög al- varlegar afleiðingar fyrir matvæl- abirgðir í heiminum. Minnkandi sólarljós og hiti myndi leika upp- skem mjög grátt, og eyðilegging orkustöðva í styrjöld myndi einn- ig hamla mikið fæðuframleiðslu. Þannig myndu hungursneyð og svo sjúkdómar og upplausn sem henni eru tengd valda því að fólksfjöldinn minnkaði mikið. Mark Harwell sagði að Banda- ríkjamenn, Ástralir og Kanada- menn hefðu nægar matarbirgðir til að komast af í allmörg ár, svo framarlega sem beinar afleiðing- ar kj arnorkustyrj aldar væru ekki of miklar, en í flestum öðmm löndum hefðu menn ekki birgðir nema til fárra vikna eða mánaða, ef styrjöldin yrði rétt fyrir upp- skerutímann. Vísindamenn héldu því einnig fram að kjarnorkuárás á iðnaðar- svæði gæti valdið því að eitmð úrgangsefni úr iðnaði gætu borist út í andrúmsloftið og valdið skaða. 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Tœland Þýskir ferðamenn Kynferðistilburðir vestur- þýskra ferðamanna í Tælandi vekja nú gremju innfæddra. Var tilkynnt í gær, að lögreglan í landinu hefði hafið daglegar eftirlitsferðir um eyna Samui í Suður-Tælandi til að tryggja að ferðamenn frá Vestur- Þýskalandi misbyðu ekki vel- sæmiskennd eyjarskeggja með því að ganga berstrípaðir á al- mannafæri eða eðla sig coram pu- blico. Þessar eftirlitsferðir hófust eftir að lögreglan hafði skipað 180 vestur-þýskum ferða- mönnum um helgina að hylja nekt sína og hemja samfarir sínar innan fjögurra veggja og hótað þeim tugthússtraffi ella. „íbúar staðarins em orðnir vanir því að sjá ferðamennina stiplast og vera í stredderíi á ströndinni,“ sagði lögregluþjónn við Reuter, „en þeim finnst nóg komið þegar alls- berir túrhestar koma ríðandi á mótorhjólum inn í borgir.“ Lög- reglan sagði að flestir ferðamenn- irnir hefðu verið um kyrrt á Sam- ui og hegðuðu sér vel, en nokkrir hefðu flutt sig til óbyggðrar eyjar. „Við vitum ekki hvað þeir hafast þar að, en okkur er sama, því enginn sér þá.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.