Þjóðviljinn - 17.09.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 17.09.1986, Qupperneq 3
FRETTIR Getur Orkustofnun þá ekki ein- beitt sér að boðun guðsorðs- ins með dyggri aðstoð heita vatnsins okkar? Keflavíkurflugvöllur Upptok mengunar ókunn Magnús Guðjónsson heilbrigðisfulltrúi: Losun úrgangsefna er óleyst vandamál hér á landi Enn er ekki vitað hvaðan olíu- hreinsiefni bárust í vatnsból á Keflavíkurflugvelli og leiddu til þess að vatnsholu var lokað til frambúðar. Heilbrigðisyfirvöld á Suðurnesjum vinna nú í sam- vinnu við sérfræðinga bandaríkj- ahers að flnna upptök mengunar- innar. Magnús Guðjónsson heilbrigð- isfulltrúi á Suðurnesjum sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að fengist hefði staðfesting á því að umrætt eiturefni væri af tegund- inni trioklóretilen. Þetta efni hefði mjög verið notað áður fyrr til að hreinsa olíu en hin síðari ár hefðu önnur efni komið til sög- unnar, sem ekki væru eins hættu- leg. í>ó væri ljóst að þetta efni væri einhvers staðar í notkun og ynnu sérfræðingar af fullum krafti við að upplýsa það mál. Eins og áður hefur komið fram er talin hætta á að mengun af þessu tagi geti haft víðtækar af- leiðingar þar sem líkur benda til að allt grunnvatn á Rosmhvala- nesi sé meira og minna ein heild. Magnús Sigurðsson sagði að nú yrði allt grunnvatnssvæðið kort- lagt til að menn fengju óyggjandi vitneskju um flæði grunnvatns- ins. „Segja má að þetta mál sem hér er í deiglu sé hluti af stærra vandamáli því sannleikurinn er sá að hér á landi eru engar viðurkenndar aðferðir við að losna við hættuleg meng- unarefni. Á meðan menn setja ekki strangar reglur þar um er alltaf hætta á að eitthvað fari úr- skeiðis," sagði Magnús Guðjóns- son heilbrigðsfulltrúi að síðustu. -v. Orkustofnun erlendis Fundin skýring a skjotn kristmtöku? Tuttugufyrirtæki hafa sameinast um kynningu og sölu orkuhugvits á erlendum markaði Vissir þú að hinir heiðnu vík- ingar ncituðu við kristnitökuna að vera skírðir í ísköldum ám og fóru fram á að vera vatni ausnir í heitum lindum? Hefðu heitar lindir ekki verið til staðar hér á landi væru íslendingar e.t.v. enn að blóta Óðin og Þór...segir m.a. í einum kynningarbæklinganna sem ís- lensk fyrirtæki hafa gert til að kynna íslenskt hugvit og má flnna á sölusýningu á Loftleiðum þessa dagana. „Snemma á þessu ári samein- uðust tuttugu íslenskir aðilar með sérhagsmuni í orkumálum undir forystu ORKINT um átak til kynningar og sölu orkuhugvits á erlendum vettvangi,“ sagði Ing- var Níelsson framkvæmdastjóri ORKINT sem stendur fyrir Ork- ustofnun erlendis. „ORKINT var stofnsett af iðnaðarráðherra á sl. ári til að markaðsfæra sérþekk- ingu Orkustofnunar á erlendum markaði. Orkustofnun er mjög sérhæfð á sviði rannnsókna og vísinda og nýtur nokkurs álits víða um heim, einkum í hagsmunahópum um jarðorku. Margar fyrirspurnir sem berast ORKINT krefjast sérþekkingar í verkfræði, framleiðslu og fram- kvæmdum og falla því að hluta til utan ♦ið hefðbundið verksvið Orkustofnunar. Þá leitum við Ingvar Nlelsson framkvæmdastjóri ORKINT: Tilbúnir að kynna og selja orkuvit og þekkingu landans. Mynd - E.ÓI. samvinnu við sérhæfð fyrirtæki í samræmi við fyrirliggjandi óskir og sameinum hagsmuni þeirra um verkefnin. Nú hefur ORKINT ásamt tutt- ugu íslenskum aðilum sameinast um kynningarátak. Við höldum þrjár sölusýningar samtímis al- þjóðlegum tækni- og vísindaráð- stefnum, þar sem saman koma handhafar ákvörðunarvalds úr orkugeira allrar veraldar. Fyrsta sýningin var að Lögbergi við Há- skóla íslands í tengslum við ráð- stefnu vatnafræðinga, og önnur stendur nú yfir í Kristalssölum Hótels Loftleiða samtímis ráð- stefnu S.Þ. á vegum Jarðhita- skólans um nýtingu jarðorku í Þróunarlöndunum 15.-19. sept. Aðal sýningin verður svo í Cann- es í Frakklandi 5.-11. okt. Er þar búist við 4-5000 gestum frá nán- ast öllum löndum heims. Til- gangur sýningar eins og þessarar er sviðsetning sölunnar sem á sér stað innan báss meðan á sýningu stendur. Án nærveru sölufólks er básinn því jafn gagnslítill og hljóðfæri án leikara. _gh Lögmenn Margt af þessu er mgl Mest af því sem þarna stendur er bara rugl, sagði Hafþór Ingi Jónsson framkvæmdastjóri Lögmannafélags íslands þegar Þjóðviljinn bar undir hann ásak- anir á hendur íslenskutn lög- mönnum sem fram koma í bréfi Samtakanna Lögverndar til Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra í fyrradag. Lögvernd bendir á að á íslandi vinni lögmenn sjálfstætt og eftir- litslausir, semji sínar eigin reglur og skipi sína eigin siðanefnd. Þeir meðhöndli sjálfír kærur sem á þá berast og sýkni sjálfa sig af alls kyns svindli og braski. Þá er bent á að lögmenn semja sjálfir gjald- skrá sína og samkvæmt henni sé þeim heimilt að setja upp hvaða upphæð sem er. „Ég vil nú byrja á því að taka fram varðandi innheimtu á gjald- föllnum skuldum að það gleymist stundum að það eru ekki lög- menn sjálfir sem eru með þessar kröfur. Þeir eru aðeins inn- heimtumenn kröfueigenda og rækja sínar skyldur við þá.“ En nú eru hins vegar nokkur brögð að því að lögmcnn kaupi upp kröfur og innheimti síðan með hagnaði. „Ég hef heyrt um þetta en við höfum ekki haft af slíkum tilfell- um að segja hér hjá félaginu.“ Er eðlilegt að lögmenn skipi sína eigin siðanefnd og Ijalli sjálf- ir um kærumál á hendur þeim? „Það eru til lög um málflytj- endur frá 1942, sem Ieggja stjórn félagsins þær skyldur á herðar að annast eftirlit með starfsemi lög- manna. Þetta er ekki hlutur sem við sækjumst eftir, heldur erum við aðeins að framfylgja laga- boði. Það mætti vel hugsa sér að breyta þessu. Það er hins vegar alveg út í hött að lögmenn séu ávallt sýknaðir af ákærum sem berast. Það liggja fyrir fjölmörg dæmi um að lög- menn hafi verið áminntir, að reikningar hafi verið lækkaðir eftir kæru. Það er bara rugl að halda því fram að ávallt sé um að ræða sýknu í slíkum málum. Auk þess er rétt að taka fram aó úr- skurði stjómar félagsins má á- trýja til hæstaréttar." Hvernig er þessu hagað t.d. í Danmörku? Dæma lögmenn þar sjálflr í sínum málum? „Eftir því sem ég best veit starf- ar þar nefnd þar sem í sitja lög- menn, dómarar og ólöglærðir menn og þessi nefnd fjallar um kærumál sem berast. Það mætti vel hugsa sér að taka upp fyrir- komulag sem væri eitthvað þessu líkt.“ Hvernig er gjaldskrá danskra lögmanna ákveðin? „Þeirra gjaldskrá er háð eftir- liti hins opinbera að einhverju leyti en í ákveðnum tilvikum hef- ur hver lögmaður sína gjald- skrá.“ I bréfl Lögverndar til forsætis- ráðherra segir að starfsmenn Lögverndar hafi séð ótal marga reikninga frá iögmönnum sem séu á við tvöföld mánaðarlaun verka- manns án þess að sjá megi að innt hafi verið af hendi teljanleg vinna né heldur útlagður kostnaður sem neinu nemi. „Ég tel nú hæpið að hægt sé að finna mörg innheinitumál þar sem um svona stórar upphæðir er að ræða. Þau geta verið til en eru þá mjög fá. Því er hins vegar ekki að neita að ef kröfur eru afskap- lega háar getur þetta vel átt sér stað.“ ( Hvað segirðu um ásakanir á borð við þær að dæmi séu um að lögmenn neiti að semja um van- skilaskuldir við einstaklinga sem cru félagsmenn í Lögvernd? „Það þekki ég ekki, en tel það mjög hæpið. Þetta getur verið satt en hvers vegna eru viðkom- andi lögmenn ekki bara nafn- greindir?" sagði Hafþór. -gg Uppeldi Kljást við óþægðarangann Stendur þú stundum ráðþrota Námskeiðin eru byggð á hug- frammi fyrir þrjósku barnsins myndum dr. Thomas Gordons þíns og flnnst þú hafa reynt öll sálfræðings og hafa verið haldin möguleg ráð til að tjónka við það víða um heim við góðan orðstír. án árangurs? Sé svo getur ný leið Leiðbeinendur hér verða sál- verið sú að skoða betur samskipti fræðingarnir Hugo Þórisson og þfn við barnið. Wilhelm Norðfjörð og hafa þeir Fyrirtækið Samskipti: Fræðsla tilskilin leyfi og þjálfun til að og ráðgjöf s/f stendur nú fyrir haldaþau,aukþesssemþeirhafa námskeiðum þar sem fjallað er mikla reynslu af starfi með for- um hvernig foreldrar geta komist eldrum og börnum. hjá valdbeitingu í samskiptum Fyrstu námskeið hefjast í vik- sínum við börn sín. Þar er einnig unni 22. - 28. sept og verða hvert farið inn á hvernig ala má börn 8 skipti, 3 klst. í hvert sinn. Nán- upp og þroska þau til að takast á ari upplýsingar má fá hjá Sam- við vandamál daglegs lífs. skiptum s/f. -GH Skólar Niðunjreidd mjólk í boði Nemendur alira grunnskóla landsins eiga þess nú kost að fá ódýra mjólk keypta í skólanum sínum en samkvæmt heimild við- skiptaráðuneytis er skólamjólk til grunnskóla nú niðurgreidd um 3 krónur hver ferna. Skólamjólkina prýða teikning- ar 38 barna en efnt var til teikni- samkeppni í fyrra af hálfu mjólk- urframleiðenda með stuðningi heilbrigðis- og menntamálaráðu- neytis. Var þátttaka mikil og sýnir að hún var góð skemmtun auk þess að athygli var vakin á kostum þess að neyta næringar- ríkrar fæðu. Stuðlar hún að aukinni athyglisgáfu nemenda og betri námsárangri og góðri heilsu barna og unglinga. Er tilkoma hennar því kærkomin og holl nýjung fyrir alla. Skólamjólk mun verða fáanleg í verslunum auk þess að fást í skólunum og mega neytendur vænta þess að fá mjólk í hinum nýju umbúðum næstu daga. -GH Miðvikudagur 17. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.