Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA september 1986 fimmtu- dagur 211. tölublað 51. örgangur áW ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Kvennaathvarfið Reksturinn mjög ótryggur Álfheiður Ingadóttir Samtökum um kvennaathvarf Reksturinn alls ekki tryggður með 160þúsund krónum. Árni Sigfússon formaður félagsmálaráðs skiptir um skoðun. Bubbi Morthens og Viðar Arnarson: Enn á ný með styrktartónleika fyrir athvarfið Það er alveg fráleitt að ætla að 160 þúsund króna aukafjár- veiting frá borginni tryggi rekstur Kvennaathvarfsins. Ef svo væri hefðum við sótt um 160 þúsund en ekki 500 þúsund, sagði Álfheiður Ingadóttir gjaldkeri Samtaka um kvennaathvarf I samtali við Þjóð- viljann í gær. Árni Sigfússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður félagsmálaráðs sagði í samtali við blaðið í gær að afgreiðsla flokks- bræðra hans í borgarráði á beiðni athvarfsins hefði komið honum á óvart, hann hefði haldið að fjár- þörf athvarfsins væri meiri. Hins vegar sagðist hann trúa því eftir að hafa kynnt sér málið nánar, að 160 þúsund króna fjárveiting myndi tryggja þennan rekstur. „Það er rétt að við í félagsmála- ráði mæltum með því að orðið yrði við beiðni samtakanna, en ég tel að þar hafi ekki beinlínis verið tekin afstaða til neinnar tiltekinn- ar upphæðar. Félagsmálaráð fjal- laði einungis um félagslega hlið þessarar starfsemi, þar fór engin fagleg umfjöllun fram, þótt við fyrir okkar leyti höfum samþykkt þá upphæð sem farið var fram á,“ sagði Árni. Málið verður tekið fyrir í borg- arstjórn í kvöld. Árni var spurður hvort hann myndi styðja tillögu Davíðs Oddssonar um að veita aðeins 160 þúsund krónum til starfseminnar og játti hann því. Ljóst þykir að Sjálfstæðisflokk- urinn mun ekki hvika frá afstöðu sinni á borgarstjórnarfundinum í kvöld. Bubbi Morthens og Viðar Arn- arson umboðsmaður hans hafa þegar brugðist við synjun borg- arráðs með því að bóka Háskóla- bíó undir tónleikahald til styrktar athvarfinu 11. október n.k. „Við lásum um þessa afgreiðslu í blað- inu hjá ykkur og sáum strax að það yrði að gera eitthvað í mál- inu. Við ætlum að halda þessa tónleika í Háskólabíói og mögu- lega á Selfossi og á Akureyri líka,“ sagði Viðar í gær. -gg Sjá nánar á síðu 3 Sovétríkin Ádrepa um Tsjemobyl Sovéski rithöfundurinn Vla- dimír Gúbaréf hefur skrifað ádeiluleikrit um kjarnorkuslysið í Tsjernobyl sem verður sýnt á næstunni í nokkrum sovéskum leikhúsum. Vikublaðið Sovéskaja kúltúra birti fyrir síðustu helgi alllangan úrdrátt úr leikritinu, sem fjallar á einkar óvæginn hátt um viðbrögð manna við slysinu og viðleitni þeirra, sem ábyrgð bera til að hvítþvo sig af því „kerfi ábyrgðar- leysis“ sem afhjúpað er í leiknum. Einkum er vikið að því. að atómstöðin hafi haft ýmsa smíðagalla vegna þess, að menn spöruðu til hennar og voru að flýta sér að standast áætlun og reynt að kveða niður þau viðhorf, að „allar tækniframfarir kosta einhver slys“. Nánar verður sagt frá leikriti þessu í Sunnudags- blaði Þjv. Það var svart septemberkvöld fyrir íslenska knattspyrnu ígærkvöldi. ÍAtapaði 0-9 fyrir Sporting Lissabon á Laugardalsvellinum og Valur tapaði 0-7 fyrir Juventus á Italíu í Evrópumótum félagsliða. Erlendis stóðu lið Islendinganna sig hinsvegar vel og Arnór Guðjohnsen skoraði mark. Á mynd E.ÓI. sækir Sigurður Lárusson, IA, að markverði Sporting. Sjá bls. 15. Hátún Borgaiíulltrúi borgar prófkjörsstuöning Katrín Fjeldsted knúðifram leyfi til eiganda Sprengisands um innkeyrslu frá Reykjanesbraut. Stóraukin slysahœtta sérfræðinga. Katrín datt hins veg- ar ekki af baki, heldur lagði til- Kona fannst látin Lést afvöldum höfuðáverka Ungur maður handtekinn Lögregian hefur krafist gæslu- varðhalds til 19. október yfir 30 ára gömlum manni sem hand- tekinn var í gær grunaður um að hafa veitt 31 árs gamalli fatlaðri konu áverka sem leiddu hana til dauða. Konan fannst látin í íbúð sinni í húsnæði Sjálfsbjargar við Hátún í Reykjavík á sunnudagskvöld og leiddi krufningin í ljós að konan hafði látist af völdum höfuðá- verka. Er talið að konan hafi lát- ist aðfararnótt laugardags. Maðurinn sem handtekinn var í gær hefur játað við yfirheyrslur að hafa komið í íbúð konunnar á föstudagskvöld en konan hafði farið út að skemmta sér þá fyrr um kvöldið. Helstu sérfræðingar borgarinji- ar í umferðarmálum lögðust eindregið gegn tillögu Katrínar Fjeldsted borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um leyfi til eigenda veitingahússins Sprengi- sands fyrir innkeyrslu frá Reykjanesbraut að veitingast- aðnum. Ástæðan: stóraukin slys- ahætta. í augum fræðimanna á umferðarsviði stappar það nærri glæp gegn vegfarendum að tengja slíka innkeyrslu inná stofnbraut, vegna slysahættunnar sem það hefur í för með sér. Katrín bar tillöguna upp í um- ferðarnefnd borgarinnar, sem felldi hana eftir að hafa hlýtt á löguna fram í borgarráði með stuðningi Davíðs Oddssonar, þar sem hún var samþykkt. Katrín Fjeldsted, sem að öðru leyti hefur getið sér gott oi ð fyrir að stuðla að bættu öryggi í um- ferðinni, var með tillöguflutn- ingnum að launa Tómasi Tómas- syni, eiganda Sprengisands, fyrir dyggan stuðning við hana í próf- kjörinu. Þetta er dæmi um spillinguna sem þrífst í skjóli Sjálfstæðis- flokksins í borgarkerfinu. -ÖS Sjá opnu Háskólinn Hannes fær stöðu Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra setti Hannes Hólmstein Gissurarson í gær rannsóknarlektor í sagnfræði við Háskóla íslands. Er Sverrir með þessu að veita þér sárabót vegna útreiðarinnar sem þú fékkst í heimspeki- deildinni um daginn? „Nei, menntamálaráðherra hefiir sýnt að hann tekur aðeins ákvarðanir sem eru Háskólanum fyrir bestu. Hann fer ekki f póli- tískt manngreinarálit og ég þarf ekki pólitískan stuðning til starfa í Háskóla íslands." Líður samkeppnispostulanum Hannesi Hólmsteini þá ekki illa í stöðu sem hann hefur ekki þurft að keppa um? „Ég tel sjálfsagt að auglýsa stöðuna og hafa um hana sam- keppni,“ sagði hinn nýsetti lekt- or. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.