Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 7
VHDHORF
Ótrúlegt ábyrgðarleysi
eftir Kristínu Á. Ólafsdóttur
Borgarstjórinn okkar hefur
trúlega stunið þungan þegar fjöl-
miðlar fóru að segja frá erfið-
leikum við mönnun dagvistar-
heimila Reykjavíkur í byrjun
mánaðarins. „Smámál“ kallaði
hann sams konar vandræði fyrir
réttu ári, en þá þurfti að loka
dagvistardeildum vegna skorts á
starfsfólki. Og nú á afmælisári
hefur manni helst skilist að ekki
þyki við hæfi að sjá eða nefna það
sem miður fer í henni Reykjavík.
Þeir sem það gera eru umsvifa-
laust afgreiddir sem nöldurskjóð-
ur og þeim bent á að erfiðleikar á
okkar tímum sé hégómi miðað
við líf Reykvíkinga árið 1786!
Mér er bæði ljúft og skylt að fylla
flokk „nöldurskjóðanna" sam-
kvæmt skilgreiningu borgarstjó-
rans, ekki síst þegar kemur að því
sem hann leyfði sér að kalla
smámál síðastliðið haust.
Ástand dagvistarmála í
Reykjavík er þannig að það
hvarflar að manni að ráðamenn
borgarinnar hafi ekki alls kostar
fylgst með þjóðfélagsbreytingum
síðustu tveggja alda. Nema að
skýringin á ófremdarástandinu sé
einfaldlega sú að meirihluti
stjórnenda Reykjavíkur er og
hefur verið karlkyns. Ábyrgðar-
leysis karla gagnvart bömum
verður átakanlega oft vart og
skilningsskortur þeirra á uppeld-
isaðstæðum er stundum ótrú-
legur. En það er villandi einföld-
un að skipta í lið eftir kyni: með
eða á móti góðum barnaheimil-
um. Pólitísk afstaða kemur þar
einnig við sögu - í dag engu síður
en á tímum Atómstöðvarinnar
þegar frú Árland kærði sig ekki
um að setja skattpeningana sína í
barnaheimili fyrir almúgabörn.
Biðtími lengist
Uppbygging dagvistarheimila
fyrir börn hefur aldrei fengið að
vera forgangsverkefni í Reykja-
vík, þótt löngu sé ljóst að þörfin
vex stöðugt með aukinni atvinnu-
þátttöku kvenna. Aðeins böm
foreldra í forgangshópum komast
á dagheimili og biðtími þeirra
tvöfaldaðist milli áranna 1984 og
1985, var orðinn 8 mánuðir að
meðaltali hjá einstæðum foreldr-
um í fyrra. Aðeins 47 miljónum
króna á að verja úr borgarsjóði til
byggingar dagvistarheimila á
þessu ári. Það er heldur minna fé
en áætlað er að framkvæmdirnar
við göngin undir Miklubrautina
kosti. Þörfin fyrir hraðari upp-
byggingu dagvistarheimila er
löngu ljós og réttlætir fyllilega
mun hærri fjárhæðir úr sameigin-
legum sjóði okkar í slíkar fram-
kvæmdir.
Uppeldisstarfið
Pólitískar dfeilur um dagvist-
armál hafa einatt snúist um
plássafjölda og hæga uppbygg-
ingu. En síðustu misseri hefur
ljósið beinst meir að innra starfi
heimilanna og þar hafa afleiðing-
ar láglaunastefnu stjómvalda
ekki leynt sér. Stöðugt hefur
reynst erfiðara að halda í starfs-
við sem afleiðing láglaunastefn-
unnar. Við þessu hafa stjórnvöld
neitað að bregðast. Ábyrgðar-
leysi þeirra hefur verið hreint
óhemju dugnað og þrautseigju í
baráttu sinni við að halda heimil-
unum gangandi. Þetta þýðir oft á
tíðum aukið álag þeirra og ann-
}yÁ stand dagvistarmála íReykjavík er
þannig að það hvarflar að manni að
ráðamenn borgarinnar hafi ekki alls
kostarfylgst með þjóðfélagsbreytingum
síðustu tveggja alda“
fólk og manna lausar stöður. Á
milli áranna 1984 og 1985 fækk-
aði fóstrum á dagvistarheimilum
Reykjavíkur þrátt fyrir fjöl'gun
starfsfólks með nýjum heimilum.
Þannig lækkaði hlutfall fag-
menntaðs fólks og er það eitt og
sér nægjanlegt áhyggjuefni þeim
sem gera sjálfsagðar kröfur til
uppeldisstarfs heimilanna. En
auk þess hafa mannabreytingar
orðið æ tíðari meðal annars
starfsfólks svo mikill tími for-
stöðumanna, fóstra og reyndari
aðstoðarmanna fer í að setja nýtt
fólk inní störfin. Álagið vex og
markmið uppeldisstarfsins verða
fjarlægari. Vonleysi og þreyta
fara að þoka til hliðar þeim áhuga
sem á sínum tíma kallaði fólk til
uppeldisnáms og starfa. Tíð
skipti starfsfólks grafa undan ör-
yggiskennd barnanna.
Það þarf engar rannsóknar-
nefndir til að finna ástæður þess-
arar þróunar. Svörin liggja í
launaumslögum kvennastéttanna
sem annast eitt vandasamasta
ábyrgðarstarf sem hægt er að fela
nokkurri manneskju, uppeldi
barna. 27.637 krónur eru byrjun-
arlaun fóstra eftir þriggja ára
nám. Ófaglærða starfsfólkið
byrjar flest með 23-24 þúsund
krónur í mánaðarlaun. Þeir sem
eru innan við tvítugt verða þó að
láta sér nægja 20.500 krónur
brúttó, en þá er eftir að draga frá
sparimerki o.fl., þannig að uppúr
umslaginu tínast ekki nema 14-15
þúsund. Með 15 ára starfsreynslu
og öll námskeið sem bjóðast nær
ófaglærða fólkið ekki 30 þúsund
krónum. Svo undrast menn þá
staðreynd að fyrstu 6 mánuði
þessa árs hættu 80 manns störfum
á dagvistarheimilum Reykjavík-
ur, 80 manns af rúmlega 500.
Undrast og vilja rannsaka ástæð-
ur!
Ábyrgðarlaust
yfirvald
Atgervisflóttinn úr mikilvæg-
um störfum á sviði uppeldis,
menntunar og hjúkrunar blasir
St. Jósefsspítali
Landakoti
Aðstaða við lyfjadeild Landakotsspítala er laus
til umsóknar fyrir sérfræðing í lyflækningum og
lungnalækningum. Æskilegt er að viðkomandi
hafi reynslu í störfum á gjörgæsludeild.
Umsóknarfresturertil20. októbern.k.. Umsóknir
með upplýsingum um námsferil og fyrri störf skal
senda til yfirlæknis spítalans.
St. Jósefsspítali, Landakoti.
ótrúlegt. í júlíbyrjun vísaði
Sjálfstæðismeirihlutinn frá til-
lögu um launauppbót til borgar-
starfsmanna. Og nú á dögunum
létu Sjálfstæðismennirnir, sem
skipa meirihluta stjórnar Dag-
vistar barna, sig hafa það að vísa
frá ályktun sem ætlað var að kalla
fram viðbrögð á æðri stöðum.
Viðbrögð við því ástandi sem
ljóst var í septemberbyrjun, en
þá voru aðeins 16 af 58 dagvistar-
stofnunum borgarinnar full-
mannaðar. Fólk vantaði í 61
stöðugildi eða 12%. Meirihlutinn
vildi rannsaka málið og ekki flana
að neinu!
Forstöðumenn hafa sýnt
arra starfsmanna, sem hvergi er
metið til launa. Allt er reynt áður
en gripið er til þess örþrifaráðs að
loka deildum. En að er ekki
endalaust hægt að níðast á
ábyrgðartilfinningu þess fólks
sem starfar á dagvistarheimilum
Reykjavíkurborgar. Og það eru
takmörk fyrir því hversu langt má
ganga á rétt barnanna með því að
halda opnum heimilum sem ekki
hafa tök á að uppfylla kröfur um
uppeldisstarf.
Sjálfstæðismenn verða að horf-
ast í augu við rætur vandans,
launastefnu sem stenst ekki veru-
leikann. Við þeim vanda ber
þeim að bregðast, vilji þeir heita
ábyrgir gagnvart uppeldi þeirra
barna sem dvelja á dagvistar-
heimilum borgarinnar. 1 þeim
efnum gæti ástandið átt eftir að
versna til muna ef fram heldur
sem horfir. Nemendum Fóstur-
skóla íslands hefur fækkað síð-
ustu 2 árin. Ungt fólk, sem
gjarnan vill leggja fyrir sig upp-
eldisstörf, hugsar sig tvisvar um
þegar það fær upplýsingar um
laun þessara stétta.
Hverju svarar
Davíð?
Fyrir borgarstjórnarfundi í dag
liggur fyrirspurn frá borgarfull-
trúum minnihlutans þar sem
spurt er hvemig meirihlutinn
hyggist bregðast við þeim vanda
sem uppi er á dagvistarheimilum,
sjúkrahúsum, í heimilisþjónustu
og víðar vegna skorts á starfs-
fólki. Grannt verður hlustað á
svörborgarstjóra. Vonandi hefur
hann og hans fólk áttað sig á að
ekki er lengur líðandi að neita að
bregðast við óþolandi veruleika.
Ef fólki tekst að þurrka veislu-
glýjuna úr augunum ætti því að
verða ljóst að hér er ekki um
smámál nöldurseggja að ræða,
heldur ábyrgðarlaust niðurrif á
þeim grunni sem mikilvægastur
er fyrir framtíðina. Vonandi
þurfa börnin okkar ekki að sanna
það.
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins.
HÁTÍÐARDAGSKRA
Dagskrá
ur verkum JÓhanneSar Úr Kötlum í umsjón Bríetar Héðinsdóttir
og Maríu Sigurðardóttur
verður haldin í
GERÐUBERGI
sunnudaginn 21. september kl. 16.00
Flytjendur:
Erlingur Gíslason Bríet Héðinsdóttir Jóhann Sigurðarson María Sigurðardóttir
Háskólakórinn flytur Sóleyjarkvæði undir stjórn Árna Harðarsonar.
Inga Backmann syngur við undirleik Þórhildar Björnsdóttur.
Jóhannes
úr Kötlum
Afmælisnefnd Þjóðviljans