Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 14
AFMÆLISÚTGÁFA vegna 70 ára afmælis Guðrúnar Guðvarðardóttur FERÐA- SÖGUR FRÁ VESTFJÖRÐUM Guðrún Guðvarðardóttir NIÐJATAL Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarfhóli Álftafirði I tilefni af 70 ára afmæli Guðrúnar Guðvarðardóttur I vor s.l. mun Starfsmannafélag Þjóðviljans gefa út feröasögur hennar frá Vestfjörðum og niðjatal Þóru Gunnlaugsdóttur frá Svarihóli. Bókin er væntanleg á markaðinn í október. Þeir sem hug hafa á aö tryggja sér eintak geta hringt i síma 681333/73687 (Jóhannes) og 610398 (Jörundur) eða fyllt út pöntunarseðil og sent Starfsmannafélagi Þjóðviljans. Pósthólf 8020, 128 Reykjavfk. Nöfn áskrifenda munu birtast í bókinni sem heillakveðja. Bókin kostar kr. 1.300,- til áskrifenda. (Útsöluverð úr búð verður kr. 1.500.-). Pöntunarseðlll Nafn Heimili Sími Er ekki tilvalið að gerast áskrifandi? DJ0ÐVIUINN Sími 681333 Póstnúmer Frönskunámskeið hjá Álliance Francaise Næst síðasti innritunardagur á frönskunám- skeiðin hjá Alliance Francaise er í dag, opið kl. 3-7 á Laufásvegi 12. Athugið, innritanir ekki teknar niður símleiðis. Kennslan hefst á öllum stigum 22. september n.k. Starfsfólk óskast Óskum að ráða vaskt fólk nú þegar til starfa í áfyllingardeild. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 40460 milli kl. 13 og 16. Málning h.f. Eiginmaður minn Þór Erling Jónsson Funafold 15 andaðist þriðjudaginn 16. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Guðný Sverrisdóttir Faðir okkar og tengdafaðir Jörgen Þorbergsson fyrrverandi tollvörður lést þriðjudaginn 16. september. Agnar Jörgensson Sigurður Jörgensson Svana Jörgensdóttir Ása Jörgensdóttir Jensey Stefánsdóttir Sigrún Gissurardóttir Gunnar Torfason Einar Þ. Guðmundsson HEIMURINN Þegar núverandi valdhafar Frakklands voru í stjórnar- andstöðu gagnrýndu þeir harðlega þáverandi stjórn sós- íalista fyrir að sýna linkind gagnvart hryðjuverka- mönnum frá Austurlöndum nær. Kenndu þeir aðgerða- leysi hennar um sprengjutil- ræði sem þá voru gerð í París, og lofuðu kjósendum því að ef þeir kæmust til valda myndu þeir taka þessi mál fastari tökum og tryggja öryggi lands- manna. Er ekki ólíklegt að þessi áróður hafi haft nokkur áhrif í kosningunum 16. mars, þótt því fari víðs fjarri að hann hafi á nokkurn hátt ráðið úrslit- um. Sú alda hryðjuverka, sem nú dynur yfir París og er hin lang- versta síðan á dögum Alsírstyrj- aldarinnar fyrir aldarfjórðungi, hefur sýnt svo ekki verður um villst, að þrátt fyrir stefnu- breytingar á ýmsum sviðum hefur stjórn Chiracs ekki tekist betur að vinna bug á hryðjuverkastarf- semi en stjórn Fabiusar áður. í rauninni kemur þetta nokkuð á óvart, því að burtséð frá öllu tali um hörku og linkind hefði stjórn Chiracs átt að hafa ýmsar for- sendur til að komast að einhvers konar samkomulagi við arabíska skæruliða og ná þannig „vopna- hléi“ ef svo má segja. Skilningur á málstað Araba Um langan aldur hafa Gaullist- Sjúkrabíll fyrir utan lögreglustöðina í París, þar sem 51 maður særðist í sprengjutilræði. Sprengjutilræðin í Frakklandi ar nefnilega sýnt málstað Araba fullan skilning og kappkostað á valdatíma sínum að hafa sem best samskipti við Arabaríkin. Þetta var á sínum tíma stór þáttur í utanríkisstefnu Frakklands og bar góðan árangur, enda var það ekki ofmælt að de Gaulle væri vinsælasti stjórnmálamaður Vesturlanda í hinum arabíska heimi. Frá fornu fari hafa sósíal- istar hins vegar haft samúð með fsraelsmönnum í deilum þeirra við Araba, og var sú stefna ríkj- andi bæði áður en Mitterand gerðist leiðtogi flokksins og svo eftir að hann tók við stjórn hans, þótt hann hafi síðan hvikað nokk- uð frá henni vegna raunsæis síns þegar hann var kjörinn forseti landsins og tók við stjórnartaum- unum. Þess vegna töldu sumir, að til- gangur með þeim sprengjutilræð- um sem framin voru í París í fe- brúar og jafnframt framkomu skæruliða í málum franskra gísla í Líbanon væri sá að stuðla að stjórnarskiptum í Frakklandi, reyna að koma stjórn sósíalista frá og fá í staðinn valdhafa, sem kynnu að verða viðræðuliprari við Arabaleiðtoga. Vera má að slík hugsun hafi bærst í kolli einhverra hryðju- verkamanna eða þá þeirra stjórnmálamanna, sem fáir efast um að beiti skæruliðasamtökun- um fyrir sig þótt þeir hafi e.t.v. ekki nema takmarkaða stjóm á gerðum þeirra. En ekki er hægt að draga nema einn lærdóm af þeim sprengjutilræðum, sem framin hafa verið í París síðustu daga: Það skiptir engu máli hverjir valdhafarnir era, hvort þeir hafa meiri eða minni samúð með málstað Araba - innan þess ramma sem réttsýni og stjórnmálalegt raunsæi leyfir - hryðjuverkamenn finna þeim alltaf eitthvað til foráttu og halda áfram að grýta sprengjutólum sínum í allar áttir. Vitfirringar- lögmál Sú alda sprengjutilræða, sem arabískir hryðjuverkamenn standa á bak við, virðist ekki fara eftir öðru en sínum eigin vitfirringar-lögmálum. Yfirlýst markmið þeirra skæruliðasam- taka, sem lýst hafa ábyrgðinni á hendur sér, er að knýja Frakka til að láta lausa þrjá hryðjuverka- menn, sem þeir hafa í haldi, þ.á.m. Georg Ibrahim Abdallah, sem talinn er vera leiðtogi einna samtakanna. Þessum mönnum er gefið að sök, að hafa tekið þátt í banatilræðum í Frakklandi sjálfu gegn bandarískum og ísraelskum sendimönnum. Er því engan veg- inn hægt að líta á þá sem pólitíska fanga í venjulegum skilningi þess orðs. En aðgerðum hryðjuverka- mannanna virðist þó fremur ætl- að að valda sem mestu tjóni og skapa sem mesta upplausn í Frakklandi en stuðla að því að að þessum mönnum verði sleppt úr fangelsi. Dæmin sýna líka að í hvert skipti, sem gengið er til móts við þessa skæruliða, koma þeir með nýjar kröfur - og halda áfram aðgerðum sínum. Ekki er úr vegi að rifja upp hvernig þessum sprengjutil- ræðum hefur verið háttað. í fe- brúar sprungu eða fundust sprengjur á fjórum stöðum í Par- ís: í neðanjarðarlest á annatíma, í einni helstu bóka- og ritfanga- verslun Latínuhverfisins sem jafnan er full af stúdentum, í stærstu hijómplötuverslun París- ar sem er yfirleitt eins full af við- skiptavinum og húsakynnin frek- ast leyfa, og í göngum við Champs-Elysées þar sem margar verslanir eru til húsa. Síðustu tíu daga hafa verið gerð sprengjutil- ræði eða tilraunir til slíkra að- gerða í neðanjarðarlest, á póst- húsi, í skrifstofu í sjálfri lögreglu- stöðinni og í vinsælum veitinga- húsum. Enginn þeirra staða, sem orðið hafa á þennan hátt fyrir sprengjuárás í febrúar og nú, er á nokkurn minnsta hátt tengdur deilumálum í Austurlöndum nær, og ekki hefur heldur verið reynt að vega menn sem hafa haft einhver skipti af þeim málum. Hér er aðeins um blind hryðju- verk að ræða, með þann tilgang einan að granda sem allra flestum vegfarendum, það er að segja blásaklausu fólki sem er einungis svo óheppið að vera á staðnum, þegar vítisvélin springur. Það er reyndar mesta guðs mildi að ekki skuli hafa orðið meiri háttar manntjón af sprengingum: ýmsar þær sprengjur sem fundust í tæka tíð hefðu getað gert hinn mesta óskunda. Menn geta bara ímynd- að sér hvað myndi gerast ef sprenging yrði t.d. í troðfullum vagni í neðanjarðarlest á fullri ferð eftir þröngum undirgöngum. Franska blaðið „Libération“ heldur því fram að Frakkar súpi nú seyðið af linkind sinni í við- skiptum við hryðjuverkamenn, sem aliar stjórnir hafi átt sök á, hvort sem þær voru til hægri eða vinstri; þær hafi sýnt lit á að ganga til viðræðna við þá sem standa að baki tilræðanna. Greinilegt er að það er gersam- lega tilgangslaust að ætla sér að semja við hryðjuverkamenn og ganga að einhverju leyti að kröf- um þeirra. En öllum skynsam- legum ráðum verður að beita til að stöðva tilræðin. -e.m.j. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmludagur 18. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.