Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
LANDSBYGGÐIN
Ibúð óskast
Starfsmaður Þjóðviljans óskar eftir
að taka á leigu 2-3ja herb. íbúð sem
fyrst. Tvennt í heimili. Reglusemi og
öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í
síma 681331 kl. 9-:7.
Örlagið
hefur þá ánægju aðkynna Dagbók
Lasarusar, nýja Ijóðabók eftir Kjart-
an Árnason. Bók sem lyftir andan-
um og er til sölu hjá höfundi,
Hamrahlíð 33A. Máli og menningu,
Eymundssyni og í Laxdalshúi á Ak-
ureyri. Örlagið, sími 32926.
íbúð óskast
26 ára einstæð móðir með eitt barn
óskar eftir 2ja herb. íbúð sem fyrst.
Öruggar mánaðargreiðslur. Góðri
umgengni heitið. Meðmæli ef ósk-
að er. Uppl. í s. 73426 eftir kl. 17.
íbúð óskast
Systkin óska eftir 3ja-4ra herb.
íbúð. Öruggarmánaðargreiðslur, s.
73426 eftir kl. 17.
Til söiu eru eftirtalin
húsgögn og munir
Hjónarúm úr tekki með áföstum
náttborðum án dýna, dívan (sófi)
með Ijósum viðarörmum, strau-
borð, eldhúsvaskur með áföstu frá-
leggsborði og forn skíði. Ennfremur
gardínubrautir af ýmsum lengdum.
Verð ákveður kaupandi. Nánari
upplýsingar er að fá í sima 30672
eftir kl. 19.
Fataskápur óskast
Okkur vantar ódýran fataskáp.
Gjarnan gamlan og/eða óásjá-
legan. Uppl. í s. 621945 eftir kl. 18.
Einstaklingsíbúð óskast
í vestur- eða miðbæ frá og með 1.
okt. n.k. Sími vinna 16061, heima
621979.
Ég er 6 ára
og er í Austurbæjarskóla. Mamma
er að vinna til kl. 18.30. Er einhver
góð kona sem getur náð í mig kl. 12
og leyft mér að vera áfram þar til
mamma kemur að ná í mig? Við
erum í algjörum vandræðum. Sími
46348.
Þvottavél óskast
Óskum eftir að kaupa notaða sjálf-
virka þvottavél. Uppl. í síma
20943.
Eldavél
Er ekki einhver sem er að endur-
nýja eldhúsið eða taka til í
geymslunni og þarf að losna við
eldavél? Ég er dálítið þreytt á minni.
Það tekur mig 1/2 tíma að elda
hafragrautinn á morgnana fyrir
börnin mín. Ef þú ert aflögufær með
eina sæmilega góða, þó gömul
værí, þá vinsamlegast hringdu í
síma 681331 á daginn og 84997 á
kvöldin.
Eingstaklingsíbúð
Laugarneshverfi
Til sölu er einstaklingsíbúð á góð-
um stað í Laugarneshverfi. íbúðin
er ósamþykkt en í mjög snyrtilegu
ástandi með nýju teppi og nýmáiuð.
Upplýsingar í síma 83809.
Þverflauta óskast
Óska eftir að kaupa eða leigja þver-
flautu. Uppl. í síma 17087.
Gófteppi
fæst gefins. S. 685051.
Sv/hv
sjónvarp á boðstólum í síma 18538
eftir kl. 17.
Barnfóstra-heimilisaðstoð
Okkur bráðvantar barngóða mann-
eskju til að passa Sif, 6 ára milli kl.
8.45 og 12.15 á morgnana og sinna
jafnframt léttum morgunverkum á
heimilinu. Uppl. í síma 28372 eftir
kl. 18.
Geymslur til leigu
2 góðar þurrar geymslur tilleigu 6
og 8 mz í Ártúnsholti. Uppl. s.
672302 og 672284 eftir kl. 17.
Fallegur kettlingur
fæst gefins
vel vaninn og þrifinn. Upþl. s.
25859.
Til sölu
gömul Grundig hljómfiutningstæki,
frístandandi hátalarar Lenco plötu-
spilari. Mjög góð tæki. Cevrolet
Nova árg. '73 góður bíll, gott verð.
Ennfremur sv/hv sjónvarp og
regnhlífarkerra. Uppl. s. 622373.
Fundur
Kvenfélag Kópavogs heldur fund
fimmtudaginn 18. sept. kl. 2o.30 í
Félagsheimili Kópavogs. Sjúkra-
þjálfari kemur í heimsókn. Stjórnin.
Borðstofusett
2 skápar, borð og sex stólar o.fl. úr
gömlu búi til sölu. Uppl í síma 30205
síðdegis.
ísskápur óskast
Óska eftir litlum ísskáp, hæð ca.
100 cm. Sími 18619.
Til sölu
4 vetrardekk og 4 vel munstruð
sumardekk á felgum, 14 tommur,
öll nýleg, 1.500,- kr. stk. Uppl. s.
13651.
Bíll óskast
Óska eftir að kaupa gangfæran
skoðaðan bíl á kr. 20 þús. Uppl. í s.
651514.
Vesturbæingar!
Kjartan Orra, sem er 8 ára, vantar
athvarf fyrir hádegi frá kl. 9-1 í vetur.
Hann á heima á Brávallagötu og er í
Vesturbæjarskóla. Er nú ekki ein-
hver sem býr á þessu svæði, sem
vill leyfa honum að koma tii sín eða
koma heim til okkar? Þeir sem
áhuga hafa hringi í Gerðu í síma
21647.
Lumar þú á
húsnæði í Reykjavík
sem þú hafðir næstum gleymt? Ef
svo er þá höfum við not fyrir eitt slíkt
ef það er 80-100 m2 og nothæft í
vinnuaðstöðu. Uppl. í síma 79936
og 667271 eftir kl. 18.
TRUMF karlmannsreiðhjól
til sölu
Splunkunýtt. Sími 44689.
Óska eftir að kaupa
stóra rafmagnshakkavél. Uppl. í
síma 82723, e.h.
Ungt par
vantar góða íbúð i eða nálægt mið-
bænum strax. Uppl. í s. 611782 og
23271.
Til sölu
4 lítið notuð snjódekk 165SR15 á
Volvo-felgum. Verð 10 þús. Sími
610672 eftir kl. 18.
Rafmagnsritvél óskast
Óska eftir að kaupa notaða raf-
magnsritvél. Upp. í síma 27481.
Fæst gefins
svart/hvítt sjónvarpstæki í góðu
lagi. Sími 24691.
Húsnæði óskast
Par með barn á leiðinni óskar eftir
húsnæði. Fyrirframgreiðsla ef ósk-
að er. Uppl. gefur Gerður í síma
685108 eftir hádegi.
Óskum eftir að
kaupa barnarum
Stúlku sem er að verða 2ja ára
vantar rúm, sem er þannig úr garði
gert að hún detti ekki fram úr því. Ef
einhver hefur áhuga á að selja
svona griþ er hann beðinn að hafa
samband við foreldra stúlkunnar í
síma 622463.
Óskast keypt
Ungt fólk í sambýli óskar eftir að
kaupa eldhúsborð (ekki mjög stórt)
og ryksugu á viðráðanlegg verði.
Uppl. s. 688193.
Til sölu Trabant
árg. '79 Y1457 með dráttarkúlu.
Bifreiðin er vel ökufær. Verð 6 þús.
Uppl. S. 44430.
Píanó óskast
8 ára strák sem er að hefja píanó-
nám vantar notað píanó. Uppl. í
síma 41928.
Félag makalausra
Aðalfundur verður haldinn laugar-
daginn 27. sept. kl. 15 í Risinu
Hverfisgötu 105. Venjuleg aðal-
fundarstörf. Stjórnin.
14 ára og barngóð
getur tekið að sér pössun á kvöldin í
gamla miðbænum. Sími 12044.
Anna Kristín.
Óska eftir
góðu ræstingastarfi milli kl. 18 og
20 á kvöldin. Helst í vestur- eða
miðbæ. Sími 26068 eftir kl. 18.
Helga.
Hólar í Hjaltadal þar sem L.S. héldu aðalfund sinn.
Sauðfjárbœndur
Maifcaðsmálin
efst á baugi
Frá aðalfundi Landsamtaka sauðfjárbœnda
Landssamtök sauðfjár-
bænda héldu sinn fyrsta aðalf-
und á Hólum í Hjaltadal dag-
ana 23. og 24. ágúst sl., en
Samtökin voru, sem kunnugt
er, stofnuð á Hvanneyri í fyrra-
sumar. Fundinn sátu 44 fulltrú-
ar frá 22 aðildarfélögum, auk
stjórnarinnar og nokkurra
gesta.
í skýrslu stjórnarinnar, sem
formaður Samtakanna, Jóhannes
Kristjánsson, Höfðabrekku,
flutti í upphafi fundarins, gat
hann þess, að þótt stjórnin hefði
að sjálfsögðu fjallað um fjölmörg
hagsmunamál sauðfjárbænda þá
hafi „markaðsmálin jafnan verið
efst á baugi, bæði innanlands-
markaður og útflutningur. Þetta
er eðlilegt þegar í raun má segja
að það sé um líf og dauða stéttar-
innar að tefla ef ekki tekst að
stöðva samdrátt í sölu sauðfjáraf-
urða og snúa þróuninni við. Það
er og verður höfuðmarkmið Sam-
takanna".
Jóhannes taldi ljóst, að
neytendum hugnuðust best fitu-
litlir dilkaskrokkar en þar væri þó
ekki átt við horskrokka. Leitast
yrði við að mæta þessum óskum
og yrði að gerast með breyttu
kjötmati. Jafnframt þarf að
leggja áherslu á öflugt auglýs-
inga- og kynningarstarf og vöru-
þróun, sem tryggir fjölbreytt
vöruval og vörugæði. Meðal þess
sem stjórnin leggur til er:
1. Lögð verði rækt við sérstaka
framleiðslu, svo sem jólalömb,
páskalömb, léttlömb o.s.frv..
2. Hafin verði slátrun sem oft-
ast á litlu magni og kjöt afgreitt
ferskt t.d. einn dag í viku.
Samband hefur náðst við aðila
í Bandaríkjunum, sem áhuga hef-
ur á kjötkaupum. Hafa honum
verið send sýnishorn, sem hann
er ánægður með. Hann hefur
óskað eftir kjöti til sölu en
ósamið er enn um endanlegt
verð, og birgðahaldið verður að
vera á vegum íslendinga. Bú-
vörudeild SÍS annast þessi sam-
skipti en Sigurgeir Þorgeirsson
fylgist með þeim fýrir hönd L S.
Vonir standa til að útflutningur
geti hafist nú í byrjun sláturtíðar.
Margt fleira kom fram í máli Jó-
hannesar, sem hér er ekki rúm til
að rekja.
Ávörp á fundinum fluttu þeir
Jón Helgason, landbúnaðarráð-
herra, Ingi Tryggvason, formað-
ur Stéttarsambands bænda,
Matthías Gíslason frá Sláturfé-
lagi Suðurlands, Guðni Þorgeirs-
son frá Kaupmannasamtökun-
um, og Jón Bjarnason, skóla-
stjóri á Hólum. Stefán Olafsson
lektor greindi frá rannsókn á
félags- og efnahagslegri þýðingu
Iandbúnaðar á íslandi. Auðunn
B. Ólafsson sagði frá störfum
Markaðsnefndar. Jón Viðar Jón-
mundsson kynnti niðurstöður
búsetukönnunar sem gerð hefur
verið á Norðurlandi og Hilmar B.
Jónsson og Gísli Theodórsson,
matreiðslumeistarar, voru með
sýnikennslu á niðurhlutun dilka-
skrokka.
Ýmsar ályktanir voru gerðar á
fundinum og munum við leitast
við að geta þeirra.
- mhg.
Skógrœkt
Verði liður í búskap bænda
Alyktanir aðalfundar Skógrœktarfélagsins
A nýafstöðnum aðalfundi
Skógræktarfélags íslands
voru eftirfarandi ályktanir
samþykktar:
1. Að fela stjórn félagsins að
vinna að því við viðkomandi
sveitarfélög að girt verði og
friðað fyrir lausagöngu búfjár allt
land á Reykjanesskaga, sem
liggur utan línu frá Krísuvíkur-
bjargi í Kleifarvatn og þaðan í
girðingu Skógræktarfélags Hafn-
arfjarðar í Undirhlíðum. Er allt
þetta svæði innan marka
Reykjanessfólkvangs.
2. Varað var við því að flytja
hreindýr á Reykjanesskagann,
enda samrýmist það ekki því
landbóta- og skógræktarstarfi,
sem þar hefur þegar verið unnið
og fyrirhugað er.
3. Fundurinn taldi brýnt að
ráða erindreka eða ráðunaut fyrir
Skógræktarfélag íslands. Greiði
ríkið laun hans í sama mæli og
laun ráðunauta Búnaðarsam-
bandsins, þ.e. 2/3 hluta launa og
ferðakostnaðar.
4. Þá taldi fundurinn áríðandi
að skógrækt verði sem allra fyrst
gerð að virkum lið í búskap
bænda á þeim svæðum landsins,
þar sem vaxtarskilyrði eru góð.
Nauðsynlegt er að skógræktar-
bændum verði með opinberum
framlögum t.d. úr Framleiðni-
sjóði, tryggðar sambærilegar
tekjur og bændum í hefðbundn-
um búgreinum, enda dragi þeir
úr framleiðslu á hinum hefð-
bundnu búvörum, jafnhliða því
sem atvinna við skógræktina vex.
Telur fundurinn ótvírætt að skóg-
rækt sem atvinnugrein muni styr-
kja til muna atvinnulíf og búsetu í
sveitum. Vísað er til ályktunar
aðalfundar Stéttarsambands
bænda 9.-11. júlí sl., lið 4, máli
þessu til stuðnings. Skorar fund-
urinn á stjórnvöld að gera nú þeg-
ar nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að unnt verði að hefja þessa
atvinnustarfsemi á árinu 1987.
5. Að kanna og leita tilboða í
brunatryggingar á skógræktar-
svæðum og athuga möguleika á
að koma þar upp brunavörnum.
6. Að leita samstarfs við skóla-
yfirvöld og sýslunefndir ísafjarð-
arsýslna um verndun og viðhald
hins nafntogaða garðs Skrúðs,
sem sr. Sigtryggur Guðlaugsson
kom upp á Núpi í Dýrafirði.
- mhg.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1986