Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN Sprengjutilrœði Fimm láta Irfið í París Kólumbus var í gær tekinn út af dagskrá allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna eftir að hafa verið þar í fjögur ár. Á þinginu 1982. stungu fulitrúar ríkja Rómön- sku Ameríku upp á því að Alls- herjarþingið ræddi hvernig minnast mætti þess þegar fimm aldir verða liðnar frá því að hinn mikli sægarpur Kristó- fer Kólumbus fann Ameríku. Ekki varð annað sagt en að þessi uppástunga kæmi í tæka tíð, því að afmælið er ekki fyrr en 1992. En allsherjarþingið varði heilu eftirmiðdegi í að ræða hvort það hefði verið Kristófer Kólumbus, Leifur Eiríksson, heilagur Brendan frá írlandi eða einhver annar, sem hefði fundið Ameríku. Komust menn ekki að neinni niðurstöðu og var málinu síð- an frestað ár eftir ár. Þar sem lítið fé er nú fyrir hendi til að minnast stórafmæla var að lokum samþykkt í gær að taka málið út af dagskrá. Forseti allsherjarþingsins, Humayun Rasheed Choudhury utan- ríkisráðherra Bangladesh sagði, þegar þetta var ákveðið: „Það er búið að finna Ameríku og ekki þörf að ræða það máf frekar. Málið er tekið út af dag- skrá“. Fótboltaleikarar í liði einu í þriðju deild í Sovét- ríkjunum hafa viðurkennt að þeir hafi tekið þátt í mútugjöf- um tii að vinna kappleiki. Lögðu þeir fram þessa játn- ingu bréflega, eftir að þeir höfðu komist á þá skoðun, að þjálfari liðsins hefði stungið í eigin vasa þeim peningum sem liðsmenn gáfu honum til að múta dómurum. Það var tímaritið Sovietskaya Rossiya, sem skýrði frá þessu máli, og sagði það að liðsmenn hefðu í bréfi sínu lýst hvernig þjálfar- inn, Gennady Gagarinsky, hefði mútað dómurunum. En Gagarinsky hefði einnig vasa- bók með nöfnum þeirra sem hann mútaði, og skýrði hann frá því í bókinni hvernig hann hefði rætt um fjárhæðina við dómarana fyrir hvern leik og síðan afhent þeim féð á hótel- um, á götum, eða í búnings- klefum. Liðsmennirnir ákváðu að leysa frá skjóðunni, því að þeir fóru að gruna Gagarinsky um græsku þegar þeir töpuðu fótboltaleik eftir að hafa gefið honum peninga til að múta dómaranum. Fangar, a.m.k. tíu að tölu, létu lífið þeg- ar þeir reyndu að brjótast út úr fangelsi í bænum Presidente Weceslau í gær. Höfðu fang- arnir tekið átján gísla, þ.á m. þrjár konur, og krafist þess síðan að fá fjórar hlaðnar vél- byssur, þrjá bíla, vörubíl fyrir gíslana og 1001 af bensíni fyrir hvern bíl. Tóku um tuttugu fangar þátt í þessari uppreisn, og þegar þeir vildu ekki semja var lögreglunni gefin fyrir- skipun um að ráðast inn í fang- elsið. Fangarnir voru að sögn lögreglunnar vopnaðir hníf- um, sprengiefnum og bensíni og hótuðu þeir að kveikja í gíslunum. Nokkrir lögreglu- þjónar særðust lítilsháttar í bardaganum, en gíslarnir voru allir ómeiddir. Mannshöfuð fannst í fjórum fjögurra manna, sem lögreglan hand- tók á Filipseyjum, og viður- kenndu fjórmenningarnir að hafa banað eiganda höfuðsins til að refsa honum fyrir að stunda kukl og galdur. Lög- reglan skýrði svo frá því að hún hefði fundið líkama mannsins 50 km frá þeim stað þar sem f jórmenningarnir voru handteknir með höfuðið í poka. Einn fjórmenninganna sagði, að hann hefði orðið manninum að bana fyrir þá sök að hann hefði valdið dauða ættingja með hinum skelfilegu „barang“-göldrum._______ París - Fimm menn létu lífið og ellefu særðust alvarlega í sprengjutilræði í fataverslun í París í gær. Um fjörutíu aðrir særðust einnig. Þetta er fimmta sprengjutil- ræðið sem gert er í París síðan á mánudaginn í síðustu viku og það langalvarlegasta. Að sögn lög- reglunnar var sprengju kastað á fataverslunina, - stórverslunina „Tati“ í Montparnasse-hverfi - úr bifreið sem ók á miklum hraða, og eyðilagði hún alla neðstu hæð- Evander, Suður-Afríku - Tala þeirra sem létu lifið í slysinu í Kinross-gullnámunni um 100 km fyrir austan Jóhannesar- borg komst í gær upp í 177, en yfirmenn námunnar töldu að lítil von væri til að þeim sjö, sem enn var saknað, yrði bjargað. Björgunarmenn með gasgrím- ur voru enn að leita í námugöng- unum um 1500 m fyrir neðan yfir- borð jarðar í þeirri von að ein- hverjir kynnu að hafa komist lif- andi undan eiturloftinu í fyrra- dag, en forstjóri námunnar sagði að lítil bjartsýni ríkti meðal björgunarmannanna. Um það bil 2200 námumenn hefðu yfirgefið ina. Mikill fjöldi manna var á staðnum, og sögðu sjónarvottar að blóðslettur hefðu verið alls staðar. Bifreiðar sem stóðu við gangstéttina eyðilögðust, gluggar brotnuðu í nálægum húsum og glerbrotum rigndi yfir götuna, hina fjölförnu Rue de Resses. „Ég kastaðist upp að vegg og sá tvö æpandi börn. Fótleggur hafði rifnað af öðru þeirra," sagði kona, sem var viðstödd tilræðið. Meira en fimmtíu sjúkrabflum var ekið á staðinn, og reyndu gullnámuna og hefðu 235 verið fluttir á sjúkrahús, en þeir væru ekki í hættu lengur. Talsmaður námustjórnarinnar sagði að göngin þar sem slysið varð yrðu lokuð í viku og myndu þau ekki verða opnuð aftur fyrr en búið væri að hreinsa burtu allar eitrað- ar lofttegundir. Allir hinir látnu nema fimm voru svertingjar úr nágrannaríkj- unum, Botswana, Leshoto, Mal- awi og Mósambik. Þeir sem sluppu lífs af úr slys- inu hafa skýrt frá því að óhapp við logsuðu hafi valdið því að súr- efniskútur sprakk, en síðan hafi efni sem notað var til að húða veggi námuganganna farið að læknar og hjúkrunarkonur að gera að sárum sumra, en aðrir voru fluttir í sjúkrahús í þyrlum. Átta menn hafa nú látið lífið í sprengjutilræðum í París síðustu tíu daga og 150 særst. Samtök hryðjuverkamanna frá Austur- löndum nær krefjast þess að þrír félagar þeirra verði látnir lausir úr frönskum fangelsum, hafa lýst ábyrgðinni á hendur sér. Mikil leit er hafin að tveim líbönskum bræðrum, sem grunaðir eru um aðild að sprengjutilræðunum, og brenna og gefið frá sér eitruð reykský. „Enginn hefði látið lífið ef eiturloftið hefði ekki komið til sögunnar," sagði forstjóri nám- unnar, „því að enginn fórst í sprengingunni." Isaiah Sipho, svartur námumaður, sem komst af, sagði fréttamönnum hvernig sér hefði tekist að komast niður í lægri göng, þar sem hann fann hreint loft. Honum var bjargað fimm klukkustundum síðar. Þetta er mesta slys sem orðið hefur í gullnámu í Suður-Afríku, og hefur ekkert slíkt slys orðið í þeim námugreftri síðan 1900, þegar 152 verkamenn drukknuðu í vatnsflóði í gullnámu. En mesta námuslys í landinu varð þegar hafa spjöld með myndum af þeim verið fest upp um allt Frakkland, og er hverjum þeim, sem getur gefið upplysingar sem leiða til handtöku hryðjuverkamanna heitið sem svarar sex miljónum króna. Líbanirnir, sem leitað er að, eru yngri bræður Georges Ibrahim Ábdullah, eins skærulið- ans sem er í frönsku fangelsi. Eru þeir taldir vera félagar í skærulið- asamtökum líbanskra Maróníta, og halda frönsk yfirvöld því fram að Ibrahim Abdullah sé foringi þeirra samtaka. Jacques Chirac forsætisráð- herra, sem hætti við opinbera ferð til Kanada vegna þessara at- burða, kvaddi í gær fjóra ráð- herra til sérstaks fundar, m.a. dómsmálaráðherrann og innan- ríkisráðherrann. Fyrr í gærdag hafi lögreglan tilkynnt, að hún hefði fundið feiustað, þar sem 40 kg af sprengiefni voru geymd. ERLENDAR FRÉTTIR EINAR MÁR/ry i- * i -t c D JÓNSSON /R £ U 1 E R kolanáma hrundi saman 1960 og 437 menn létu lífið. Opinber rannsókn er þegar hafin á orsökum slyssins, en ekk- ert hefur enn verið skýrt frá þeim. Miklar deilur hafa verið milli stéttarfélaga og námufélaga um öryggisreglur í námum, og telja stéttarfélög að þær séu ekki á neinn hátt fullnægjandi. Yfir- menn námumannafélags lýstu því yfir í gær, að slysið væri dæmi um það verð sem svertingjar væru látnir borga fyrir ofsagróða nám- ufélaga. Um 8000 menn unnu við Kinross-gullnámuna og voru flestir þeirra innfluttir svertingjar úr nágrannaríkjunum. Fimmtudagur 18. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 " ,v "■ 4'^'- * ■ "■ ■ í gœr sat lögreglan um hústaka á Austurbrú í Kaupmannahöfn, þar sem miklar óeirðir hafa geisað undanfarna daga, og var allt með kyrrum kjörum á yfirborðinu, en engir samningar höfðu enn tekist. Var því mikil ólga undir niðri. Myndin er frá mótmælagöngu hústaka. Mexíkómenn fá frest París - Stjórnvöld á Vestur- löndum hafa samþykkt að gefa Mexíkómönnum meiri frest til að greiða 1,8 miljarða dollara, sem falta í gjalddaga næstu átján mánuði, að sögn franskra og mexíkanskra fjármáiastjóra. Samkomulag þetta náðist snemma í gærmorgun eftir mik- inn Maraþon-fund, sem samn- ingamaður Mexíkómanna i skuldamálum landsins og félagar hins óformlega „Parísarklúbbs“ vestrænna lánardrottna tóku þátt í. Sögðu diplómatar og banka- menn að þetta samkomulag gæfi góðar vonir um að samningar næðust um meiri lán handa Mex- íkómönnum. „Við erum mjög þreyttir og mjög ánægðir," sagði einn fulltrúi þeirra. Erlendar skuldir Mexíkó nema nú 98 miljörðum dollara og áttu Mexíkómenn að endurgreiða níu miljarða af því fé á þessu ári, en þeir tilkynntu að þeir gætu það ekki vegna verðlækkana á olíu. Samkvæmt samkomulaginu í gær fá þeir frest á 1,8 miljörðum doll- ara til 1992 og eiga þá að borga þá á fjórum árum. Suður-Afríka Mikið manntjón í námuslysi Svertingjar greiða hátt verð fyrir gróða námufyrirtœkjanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.