Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 15
Evrópuleikirnir Amór skoraði gegn Gomik Lið íslendinganna héldu hreinu Arnór Guðjohnsen lagði grunninn að sigri belgísku meistaranna Anderlecht á pólsku meisturunum Gornik Zabrze í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigrinum í Brussel, eftir 26 mín- útna leik. Ekkert liða íslendinganna fékk á sig mark í Evrópuleikjunum í gærkvöldi. Sigur Stuttgart á Spartak Trnava, 1-0, var þó í naumara lagi. Karl Allgöwer skoraði sigurmarkið úr víta- England Norwich sigraði Nýliðar Norwich eru í 6. sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar eftir 2-1 sigur á Leicester í gær- kvöldi. í 3. deild tók Middlesboro forystu með 2-1 sigri á Bristol Ro- vers og Northampton komst á topp 4. deiidar með 2-0 sigri á Tranmere. -VS/Reuter spyrnu aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok og síðari leikurinn í Tékkoslóvakíu gæti orðið Ásgeiri og félögum erfiður. Bayer Uerdingen, lið Atla Eð- valdssonar, vann hinsvegar ör- uggan sigur á Jena frá Austur- Þýskalandi, 3-0. Hinn ungi Oli- ver Bierhoff og Friedhelm Funk- el skoruðu á lokamínútum fyrri hálfleiks og Rudi Bommer bætti þriðja markinu við úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Luzern, lið Ómars Torfasonar og Sigurðar Grétarssonar (sem er meiddur) náði óvænt 0-0 jafntefli gegn Spartak í Moskvu og ætti að eiga góða möguleika á að komast í 2. umferð UEFA-bikarsins. í Evrópukeppni meistaraliða vekur mesta athygli góður úti- sigur Bayern Munchen, 2-0, á hollensku meisturunum PSV, tap Real Madrid gegn Young Boys í Bern og að Paris St. Germain náði aðeins jafntefli gegn Vitko- vice frá Tékkoslóvakíu á heima- velli. í Evrópukeppni bikarhafa tapaði Dinamo Búkarest óvænt í Albaníu og finnska liðið Haka gerði jafntefli við Torpedo frá Moskvu. í UEFA-bikarnum náði Barcelona aðeins jafntefli í Al- baníu og Nantes fékk ljótan skell gegn Torino á heimavelli, 0-4. -VS/Reuter Úrslit í Evrópumótunum í knattspyrnu í gærkvöldi - 1. umferð - fyrri leikir: Evrópukeppni meistarali&a: Juventus(ltalíu)-Valur........................................................7-0 PSV Eindhoven (Hollandi)-Bayern Munchen(V.Þýskalandi)........................0-2 Porto (Portúgal) - Rabat A)ax (Möltu)........................................9-0 AvenirBeggen(Luxemburg)-AustriaWien(Austurríki)...............................0-3 RauðaStjarnan(Júgóslavíu)-Panathinaikos(Grikklandi)..........................3-0 Beroe Stara (Búlgaríu) - Dinamo Kiev (Sovétrikjunum).........................1-1 Young Boys (Sviss) - Real Madrid (Spáni)......................................1-0 Anderlecht (Belgiu) - Gornik Zabrze (Póllandi)................................2-0 Bröndby (Danmörku) - Honved (Ungverjalandi)..................................4-1 Besiktas (Tyrklandi) - Dinamo Tirana (Albaníu)................................2-0 Apoel Nicosia (Kýpur) - HJK Helsinki (Finnlandi)..............................1-0 Rosenborg (Noregi) - Linfield (N. Irlandi)...................................1-0 örgryte (Svíþjóð) - Dinamo Berlin (A.Þýskalandi)..............................2-3 ShamrockRovers(lrlandi)-Celtic(Skotlandi)....................................0-1 Paris St.Germain (Frakklandi) - Vitkovice (T ékkoslóvakíu).................. 2-2 Steaua (Rúmenfu) situr hjá. Evrópukeppnl blkarhafa: Rapid Wien (Austurríki) - FC Brugge (Belgíu)..................................4-3 Roma(ltalíuj-RealZaragoza(Spáni)..............................................2-0 Benfica(Portúgal)-Lilleström(Noregi)..........................................2-0 Nentori (Albaniu) - Dinamo Bukarest (Rúmenlu).................................1-0 Aberdeen (Skotlandi) - Sion (Sviss)..........................................2-1 Waterford(lrlandi)-Ðordeaux(Frakklandi).......................................1-2 Malmö (Svíþjóð) - Apollon Limassol (Svíþjóð)..................................6-0 Bursaspor (Tyrklandi)-Ajax (Hollandi).........................................0-2 Zurrieq (Möltu)-Wrexham (Wales)...............................................0-3 Haka(Finnlandi)-TorpedoMoskva(Sovétrfkjunum)..................................2-2 Olympiakos Pireus (Grikklandi) - US Luxemburg (Luxemburg).....................3-0 Stuttgart(V.Þýskalandi)-SpartakTrnava(Tékkoslóvak(u)..........................1-0 Glentoran(N.Irlandi)-LokomotivLeipzig(A.Þýskalandi)..........................1-1 Vasas (Ungverjalandi) - Velez Mostar (Júgóslavíu).............................2-2 UEFA-bikarlnn: (A-Sporting Lissabon (Portúgal)...............................................0-9 Lens(Frakklandi)-DundeeUnited(Skotlandi)......................................1-0 Atletico Bilbao (Spáni)- Magdeburg (A.Þýskalandi).............................2-0 AtleticoMadrid(Spáni)-WerderBremen(V.Þýskalandi)..............................2-0 PecsiMunkas(Ungverjalandi)-Feyenoord(Hollandi)................................1-0 Sparta Prag (T ékkoslóvakíu) - Vitoria Setubal (Portúgal)....................1-1 Hearts (Skotlandi) - Dukla Prag (T ékkoslóvakiu)..............................3-2 Nantes (Frakklandi) - Torino (Italíu)........................................0-4 Kalmar (Svíþjóð) - Bayer Leverkusen (V. Þýskalandi)...........................1-4 Dinamo Minsk (Sovétríkjunum) - Raba ETO (Ungverjalandi).......................2-4 Sigma Olomouc (Tékkoslóvakíu) - Gautaborg (Sviþjóð)..........................1-1 Coleraine (N.lrlandi) - Stahl Brandenburg (A.Þýskalandi).....................1 -1 Legia (Póllandi) - Dnepr (Sovétríkjunum)......................................0-0 Rangers (Skotlandi) - T ampere (Finnlandi)....................................4-0 BayerUerdingen(V.Þýskalandi)-CZJena(A.Þýskalandi).............................3-0 Linz(Austurrlki)-WidzewLodz(Póllandi)........................................1-1 Beveren(Belgiu)-Valerengen(Noregi)............................................1-0 Ofi Krit (Grikklandi) - Hajduk Split (Júgóslavíu).............................1-0 Flamurtari Vlora(Albaniu)-Barcelona(Spáni)...................................1-1 Fiorentina (Italíu) - Boavista (Portúgal).....................................1-0 Hibernians(Möltu)-TrakiaPlodiv(Búlgaríu)......................................0-2 SwaroskiTirol (Austurríki)-Sredetz(Búlgaríu)......................... hættv/regns Inter Milano (Itallu) - AEK Aþenu (Grikklandi)................................2-0 Sportul Studentesc (Rúmeníu)- Omonia Nicosia(Kýpur)...........................1-0 UniversitateaCraiova(Rúmeníu)-Galatasaray(Tyrklandi)..........................2-0 Rijeka (Júgóslavlu) - Standard Liege (Belgíu)................................0-1 Napoli (Italiu)-Toulouse(Frakklandi)..........................................1-0 Spartak Moskva (Sovétrlkjunum) - Luzern (Sviss)...............................0-0 IÞROTTIR Juventus-Valur laudrup lék Valsara grátt Amór Gu&johnsen skoraði fyrir Anderlecht I gærkvöldi, annað mark sitt I síðustu tveimur leikjum liðsins. „Daninn Michael Laudrup braut mótspyrnu íslendinganna á bak aftur með leifturhraða sínum og öryggi upp við markið og þrenna hans lagði grunninn að stórsigri Juventus á Val, 7-0,“ segir í frétt Reuters af viðureign ítölsku og íslensku meistaranna í Torino á Ítalíu í gærkvöldi. „En íslendingarnir sýndu að þeir geta komið á óvart og á 10. mínútu setti rafvirkinn Hilmar Sighvatsson vörn Juventus úr jafnvægi með hættulegum skalla sem Stefano Tacconi markvörður Juventus varði. Áhugamannalið- ið frá Reykjavík barðist hetju- lega eftir að hafa verið nálægt því að skora í byrjun leiks en það var eins og að ætla að stöðva flóð- bylgju að reyna að halda aftur af snjöllum leikmönnum Juvent- us,“ segir ennfremur í fréttinni. Laudrup skoraði stórkostlegt mark á 18. mínútu, óverjandi þrumufleygur af 25 m færi, og fjórum mínútum síðar gerði hann sitt annað mark eftir sendingu frá Michel Platini. Platini átti mjög góðan leik og lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Aldo Serena á 43. mínútu, 3-0 í hálfleik. Antonio Cabrini skoraði fjórða markið með lúmsku snún- ingsskoti á 60. mínútu. Síðan breyttist rigningin í Torino í úr- helli og þá skoraði Laudrup á 65. mínútu, þriðja mark sitt í leiknum. Vignola skoraði sjötta markið á70. mínútu og lokaorðið átti Massimo Briaschi tveimur mínútum síðar, 7-0. -VS/Reuter Siguróur B. Jónsson ógnar markl Sporting eftir hornspyrnu en hann náði ekki að skora frekar en aðrír Skagamenn I leiknum. Mynd: E.ÓI. ÍA-Sporting Lissabon Met á heimavelli Snjallir Portúgalar léku á allt öðrum hraða en Skagamenn og skoruðu níu mörk í Laugardalnum Stærsta tap í heimaleik í Evr- ópukeppni í sögu íslenskrar knattspyrnu leit dagsins Ijós á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Skagamenn voru gjörsigraðir af snjöllum leikmönnum Sporting frá Lissabon, einhverju al- skemmtilegasta liði sem komið hefur til íslands. Lokatölur urðu 9-0 en þær segja meira um styrk Sporting en um slakan leik Skaga- manna. Staðreyndin er sú að Skaga- menn léku á margan hátt alls ekki illa. Þeir náðu oft upp ágætu miðjuspili og áttu þokkalegar sóknarlotur, svipaðar og oft áður í leikjum íslenskra liða við sér betri mótherja. Það var fyrst og fremst hraðinn sem skildi liðin að. Um leið og Skagamenn misstu boltann höfðu Portúgai- irnir brunað upp í stórsókn, oft fjölmennari en þeir sem eftir voru til að verjast hjá ÍA, og stór hluti markanna kom eftir slíka spretti. Femandes skoraði á 10. mín- útu og Englendingurinn Meade á 15. mínútu. Meade skoraði aftur á 38. mínútu og Fernandes sitt annað úr vítaspymu strax í næstu sókn á eftir. Staðan 0-4 í hálfleik. Englendingurinn Rob McDonald kom inná í hálfleik og lét vel að sér kveða. Hann skoraði strax á 50. mínútu og aftur á 61. mínútu. Það var glæsilegasta mark leiksins, Sousa hreinlega töfraði sig í gegnum miðja vörn ÍA og sendi á McDonald sem gat ekki annað en skorað. Mexíkaninn Negrete var næstur á 66. mín, McDonald gerði sitt 3ja mark á 87. mín. og Sousa átti endapunkt- inn úr vítaspyrnu þegar venjuleg- ur leiktími var liðinn. ÍA fékk 3 ágæt færi og Pétur Pétursson var á ferðinni í öll skiptin. Á 54. mín. varði Vital markvörður Sporting skalla hans eftir aukaspyrnu Guðjóns Þórð- arsonar, á 82. mfn. var tók Pétur við fyrirgjöf Árna Sveinssonar einn fyrir innan vörnina og skall- aði yfir markvörðinn en rétt framhjá. Á 89. mín. var hann síð- an einn gegn Vital markverði en renndi boltanum framhjá í þröngu færi. „Eg var hræddastur við hraðann hjá þeim og það kom á daginn aö við réðum ekki við hann. Það var hrein unun að sjá snilli leikmanna Sporting á köflum en vörn ÍA átti mjög slak- an leik. Ég get ekki skammað mina menn mikið fyrir þennan leik, þeir börðust og gáfu sitt, en mættu einfaldlega algerum of- jörlum sínum,“ sagði Jim Barr- on, þjálfari IA, í samtali við Þjóðviljann að leik loknum. Sveinbjörn Hákonarson og Guðbjörn Tryggvason áttu ágæt- an leik á miðjunni hjá ÍA og byggðu oft vel upp. Pétur Péturs- son var hættulegur þegar hætta var á annað borð nálægt portúg- alska markinu. Aðrir náðu sér ekki á strik og í heild voru Skaga- menn þunglamalegir og svifa- seinir, a.m.k. þegar þeir eru bomir samanvið eldsnögga og leikna andstæðinga sína. Og lokatölurnar munu gera 17. sept- ember að svörtum degi í sögu IA og íslenskrar knattspymu, það er óumflýjanlegt. Dómari var John Lloyd frá Wrexham í Wales, áhorfendur vom 1,518. -VS Fimmtudagur 18. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.