Þjóðviljinn - 18.09.1986, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Qupperneq 5
UÖÐVIUINN Umsjón: Magnús H. Gíslason 1 Gróðrarstöðin á Tumastöðum í Fljótshlíð. Skógrœkt Að gera hið ómögulega Frá aðalfundi Skógrœktarfélags íslands Sá siður hefur tíðkast hjá Skógræktarfélagi íslands svo lengi sem elstu menn muna að halda aðalfundi sína til skiptis hér og þar um landið. Að þessu sinni var fundurinn í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit dagana 5.-7. sept. Aformað var að fundurinn hæfist kl. 10 á föstudagsmorgun. Það var því ekki um annað að gera fyrir þá, sem langt áttu að sækja, en að drífa sig norður á fimmtudag. Munu flestir eða all- ir, sem fundinn sóttu héðan af suðvesturhorninu, hafa farið flugleiðis, enda ekki með öðru móti hægt að bera sig hraðar yfir. Þó var þessi fylking fjölmennari en svo að hún rúmaðist öll í einni flugvél. Þær urðu því að vera tvær. Sú fyrri mun hafa látið úr höfn um kl. 4.00 og tók land á Aðaldalsflugvelli en þar beið bíll, sem flutti fundarmenn upp í Mý- vatnssveit. Síðari vélin fór ekki fyrr en kl. 7. Átti áfangastaður hennar einnig að vera Aðaldals- flugvöllur. En rétt í því að stigið skyldi um borð var tilkynnt, að vegna veðurs væri ólendandi orð- ið í Aðaldalnum. Hinsvegar væru allar horfur á að unnt yrði að finna Akureyrarflugvöll. Svo lágskýjað var og þoku- þrungið að hvergi sá til jarðar yfir hálendinu. Broshýr flugfreyja ók kaffivagni milli sætaraðanna og vonandi hafa allir verið búnir úr bollunum áður en komið var yfir Eyjafjarðardalina því þá fór vélin að taka ansi mikla fjörkippi en kaffið vel heitt og ekki beinlínis fýsilegt að fá það ofan í kjöltuna. Norðanslydduveður var í Eyja- firðinum og þokan hékk niður að bæjum svo að lítt eða ekki sá til lands fyrr en vélin renndi sér nið- ur á völlinn. Þangað sótti okkur svo bíll austan úr Mývatnssveit, og eftir um það bil tveggja tíma akstur vorum við í Reynihlíð. Afsíðis en þó ekki í útlegð Snorri framkvæmdastjóri hafði farið norður fyrr um daginn og var nú búinn að raða mann- skapnum niður í herbergi. Er ég spurði afgreiðslustúlkuna hvar mér væri ætlaður staður gekk illa að finna nafn mitt á blaðinu. Leit um sinn svo út sem ég hefði ein- hvernveginn lent á milli þils og veggjar - og ekki í fyrsta skiptið. Loks fannst ég þó þarna ein- hversstaðar úti í horni. „Jú, þú átt að vera uppi í Hraunbrún, í her- bergi nr. 4“. Ja, nú leist mér á það. Ætli þessi Hraunbrún sé ekki einhversstaðar uppi við Ódáðahraun? Nei, þá hringi ég nú heldur í Starra í Garði, Eystein á Arnarvatni, Böðvar á Gautlöndum eða Sigurð á Grænavatni og bið einhvern þeirra að hýsa mig. Við frekari eftirgrennslan kom þó í ljós að styttra var í Hraunbrún en ég hugði en þó nokkur spölur samt og ógerlegt fyrir ókunnugan að klöngrast það einan í myrkri. Til þess kom þó ekki því þarna var ýmsum öðrum ætluð gistin og tókst að fá bíl til að flytja okkur í náttstað. Hraunbrún reyndist vera vinnuskúralengja frá Landsvir- kjun - að mig minnir, - ekkert lúxushúsnæði en þó fullboðlegur gististaður og hefur einhverntíma verið notast við lakara húsnæði um gangnaleytið og samt þótt brúklegt. Svaf ég vel þessar þrjár nætur - eða hluta af þeim - sem ég lét þarna fyrirberast og bið að heilsa Snæbirni og stúlkunni, sem þarna var í afgreiðslunni. Og það var einmitt þessi stúlka, sem var í óða önn að hella upp á könnuna er við komum. Var það hugul- samt og þakksamlega þegið, kannski ekki hvað síst af blaða- manni, sem ekkert hafði borðað síðan um hádegi. Það sýndi sig nú, að Snorri framkvæmdastjóri hafði ekki far- ið í neitt manngreinarálit þegar hann úthlutaði herbergjum því meðal okkar „Hraunbúa“ voru ekki ómerkari menn en Stefán í Vorsabæ og Sveinbjörn allsherj- argoði. Leið svo af hin fyrsta nótt án þess að nokkuð bæri til tíð- inda. Áætlun um nytjaskóga Mig minnir að sú hafi verið meiningin í upphafi með þessum skrifum, að segja eitthvað frá störfum skógræktarfundarins. Er líklega sæmst að standa við þá ákvörðun, en auðvitað verður að stikla á stóru. Að afloknum morgunverði - og það skal tekið fram strax og í eitt skipti fyrir öll að viðurgern- ingur í Hótel Reynihlíð var allur með ágætum - setti Hulda Val- týsdóttir, formaður Skógrækt- arfélags íslands, fundinn og lét m.a. íljós ánægjuyfir þvíaðhann skyldi haldinn í þessari fallegu sveit, þar sem sýnt hefði verið í verki að skógrækt væri mikils metin. Bauð hún fundarmenn og gesti velkomna en meðal þeirra var Wilhelm Elsrud, fyrrverandi framkvæmdastjóri norska Skógræktarfélagsins. Var hann gerður að heiðursfélaga Skóg- ræktarfélags íslands. Því næst ávarpaði Jón Helga- son landbúnaðarráðherra fund- inn. Sagði hann starf skógræktar- manna hafa sannað að unnt væri með góðum árangri að rækta skóg á íslandi. Búið væri að kort- leggja þau svæði, sem hentugust væru til skógræktar, og í kjölfarið kæmi áætlun um ræktun nytja- skóga. Vildi hann ekki efast um að rýmra yrði um ríkisframlög til skógræktar hér eftir en hingað til. - Hólmfríður Pétursdóttir í Reynihlíð, formaður Skógrækt- arfélags Suður-Þingeyinga, bauð fundarmenn velkomna í heima- hérað. Og þótt veður mætti vera mildara þessa stundina bættu aðrar viðtökur það vonandi upp. Og það gerðu þær svo sannar- lega. Hulda formaður greindi frá störfum stjórnarinnar á liðnu ári og afdrifum þeirra tillagna, sem vísað hafði verið til stjórnarinnar til fyrirgreiðslu. Snorri fram- kvæmdastjóri skýrði frá störfum félagsins á árinu og verður um skýrslu hans fjallað annarsstaðar. - Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri, kvað skógræktina eiga vaxandi fylgi að fagna, ekki síst í sveitunum. Menn skildu að skóg- rækt gæti átt sinn þátt í því að viðhalda byggð þar þótt sam- dráttur yrði í hefðbundinni bú- vöruframleiðslu. Skógrækt á ís- landi hefði hingað til lengst af verið starf hugsjónamanna, sem neituðu að gefast upp þrátt fyrir ýmiss konar andbyr. Vonbrigði hlytu alltaf að fylgja slíkri baráttu en oft næðum við lengst þegar við hugsuðum okkur að gera það, sem fjöldanum sýndist jafnvel ó- framkvæmanlegt. Gjaldkeri félagsins, Þorvaldur S. Þorvaldsson, las upp og skýrði reikninga, sem síðan voru sam- þykktir, meira að segja með lófa- taki, að mig minnir. Nú er þess að geta, að þrír fé- lagar, sem áratugum saman hafa setið aðalfundi Skógræktarfé- lagsins, voru fjarverandi að þessu sinni. Það voru þau Hákon Bjarnason, fyrrverandi skóg- ræktarstjóri, sem var veikur, Guðrún kona hans og öldungur- inn Tryggvi Sigtryggsson á Laugabóli. Voru þeim öllum send heilla- og þakkarskeyti fyrir „ómetanleg störf í þágu skóg- ræktar á íslandi". Eftir hádegi voru lagðar fram skýrslur einstakra félaga. Er um- deilanlegt hvort rétt sé að eyða tíma í að lesa upp skýrslur, sem allir fulltrúar hafa í möppunum hjá sér. Ef til vill væri tímanum betur varið í almennar umræður. En þetta er nú einu sinni venjan og hefur ekki þótt rétt að breyta henni. Fundarstörfum þessa fyrsta dags lauk svo með því, að lögð voru fram mál og kosið í nefndir. Tveir dagar teknir í einu Annar dagur fundarins hófst með þvf að dr. Vilhjálmur Lúð- víksson flutt erindi, sem hann nefndi: „Hugleiðingar um mark- mið skógræktar á fslandi". Urðu um það allmiklar umræður. í þessum pistli verður efni erindis- ins ekki rakið en ætlunin er að gera það við tækifæri. Sá háttur hefur jafnan verið á hafður að verja hluta úr degi til kynnisferða. Var svo einnig gert nú þótt ekki væri farið út fyrir landamæri Mývatnssveitar. Frá þeirri ferð verður sagt sérstak- lega, sem og hófi því, sem sýslu- nefnd Suður-Þingeyjarsýslu hélt fundarmönnum á laugardags- kvöldið. Fyrir hádegi á sunnudag voru afgreiddar ályktanir og kosið í trúnaðarstörf. Kristinn Skærings- son, sem setið hefur í stjórninni í 15 ár, baðst nú undan endurkjöri og voru honum þökkuð mikil störf og góð. Bjarni K. Bjarna- son, sem nú er orðinn hæstarétta- dómari, gaf heldur ekki kost á sér áfram. í stað þeirra voru kosnir Sveinbjörn Dagfinnsson og Bald- ur Helgason, sem reyndar var kominn inn í stjórnina, sem vara- maður fyrir Bjarna. Aðrir í stjórn Skógræktarfélags íslands eru: Hulda Valtýsdóttir, formaður, Jónas Jónsson, Ólafur Vilhjálms- son, Tómas Ingi Olrich og Þor- valdur S. Þorvaldsson. f vara- stjórn voru kosin: Jón Bjarnason og Ólafía Jakobsdóttir. Tillögur þær, sem fundurinn sainþykkti, birtast annars staðar hér í blað- inu. Eiginlega lauk svo fundinum með því, að gengið var í kirkju og sungnir tveir sálmar, sem sýnir, að þótt mikið sé sungið á skóg- ræktarfélagsfundum þá eru það ekki eingöngu veraldleg ljóð og lög. Einhver spurði hvers vegna kirkjan í Reykjahlíð sneri öðru vísi en aðrar kirkjur. Skýringin er sú, að sá þjóðkunni maður, Pétur Jónsson, fyrrum bóndi í Reykja- hlíð, vildi að kirkjudyrnar sneru að sveitinni fremur en að byggt væri beinlínis eftir áttavitanum. Góð hugmynd hjá Pétri. -mhg Fimmtudagur 18. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.