Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 8
Lseknirinn og borgarfulltrúinn Katrfn Fjeldsted er kona með stórt hjarta. Hún er vinum sínum einatt holl og i þeirra hópi þekkt fyrir að gjalda vel og rikulega veittan stuðning. Ef til vill geta fáir vottað það jafn rækilega og Tommi, Tómas Tómasson, eigandi veitingastaðarins Spreng- isands, sem að öðru leyti er þó einkum þekktur fyrir að hafa auðgað menningu landans með því að flnna upp Tommaborgar- ana. Katrín Fjeldsted náði glæsi- legum árangri í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Það var ekki síst að þakka einbeittum stuðningi Tomma á Sprengisandi sem studdi vinkonu sína lækninn af ráðum og góðum dáðum. í sjálfu sér var það einkar drengi- lega gert af hamborgarafram - ieiðandanum að sjá af tíma til að vasast i prófkjöri í nóvember síð- astliðnum. Þá lá nefnilega margt annað þungt á sinni Tómasar Tómas- sonar. Sprengisandur gekk ekki nógu vel. Það vantaði viðskipta- vini. Vinur í raun Sprengisandur er staðsettur á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, og Tómas Tómas- son sá af meðfæddu hyggjuviti að til var ráð. Tækist að kría út leyfi fyrir innkeyrslu af Reykjanes- Sprengisandur Katrín launar Tomma greiðann Lœknirinn Katrín Fjeldsted knúði ígegn innkeyrslu að Sprengisandi. Allir sérfrœðingar lögðust gegn málinu vegna slysahœttu. Grundvallarreglur um umferðaröryggi voru brotnar. En Tommi á Sprengisandi studdi Katrínu íprófkjörinu... brautinni inná lóð Sprengisands myndu eflaust fjölmargir skjótast út úr hinu mikla umferðarfljóti, sem streymir eftir Reykjanes- brautinni áleiðis að Breiðholtinu, til að fjárfesta í auðmeltum skyndibita á Sprengisandi. Sá var hængur á, að slík inn- keyrsla myndi skapa stórfellda slysahættu, hún stríddi í raun gegn öllum grundvallarreglum um umferðaröryggi og því myndi trautt takast að snúa út leyfið. En um þann mann sem gerst hefur mestur frumkvöðull í hamborg- araframleiðslu á íslandi er ekki hægt að segja einsog Jón Grind- vicensis um meistara sinn Árna Magnússon: Minn herra á aungvan vin. Tómas Tómasson á nefnilega voldugan vin í kerfinu sem skuldaði honum greiða fyrir veittan stuðning: Katrínu Fjeld- sted. Katrín sat á síðasta kjörtíma- • bili í Umferðarnefnd borgarinnar og var því í kjörinni aðstöðu til að rétta Tómasi hjálpandi hönd. Það verður þó að taka fram henni til hróss, að hún hefur að öðru jöfnu unnið sér gott orð fyrir að stuðla að aðgerðum sem auka ör- yggi í umferðinni. Þannig hefur hún mest íhaldsmanna stutt við- leitni vinstri manna til að koma upp öldum, sem draga úr hraða á götum í íbúðahverfum. Eigi að síður vílaði hún ekki fyrir sér að taka Tómas og inn- keyrsluna hans að Sprengisandi upp á sína arma, þrátt fyrir alla þá slysahættu sem fylgdi. Daðrað við slys Viðurkennd aðferð til að minnka slysahættu er að nota flokkað gatnakerfi. Götum er þá skipt eftir umferðarþunga. Þær sem mest umferð liggur um eru stofnbrautir (einsog Reykjanes- brautin) og reglan er sú að við þær má einungis tengja götu úr næsta umferðarflokki fyrir neð- an, sem kallast tengibraut (t.d. Bústaðavegur). Við slíkar brautir má svo tengja safngötu, þar fyrir neðan eru húsagötur og í neðsta flokki eru svo götur inn á einstak- ar lóðir, einsog til dæmis inn- keyrsla inná bílastæðin við Sprengisand. í augum fræðimanna á umferð- arsviði stappar það nærri glæp gegn vegfarendum að tengja slíka innkeyrslu inná stofnbraut, vegna slysahættunnar sem það hefur í för með sér. Þetta var þó það sem Katrín Fjeldsted tók að sér að berjast fyrir - í krafti vin- áttu við veitingamann sem þurfti að selja fleiri hamborgara. Sérfræðingarnir voru á móti Svokallað umferðarteymi borgarverkfræðingar er myndað af helstu sérfræðingum borgar- innar um umferðarmál. Þar sitja m.a. Ingi Ú. Magnússon gatnam- álastjóri, Stefán Hermannsson aðstoðarborgarverkfræðingur, Baldvin Baldvinsson og Þórarinn Hjaltason, sem nú er forstöðu- maður umferðardeildar borgar- innar. Til þessara manna leitaði Katrín fyrst um stuðning. Eftir umræður þessara sér- fræðinga varð sameiginleg niður- staða þeirra að slík innkeyrsla stríddi gegn öllum reglum sem lagðar eru til grundvallar við skipulag umferðarmála. Innkeyrsla hlyti að auka verulega slysahættu. Umferðarteymið samþykkti því að standa einarð- lega gegn því að leyfið yrði veitt. Katrín fór því bónleið til búðar og Tómas hamborgarasali uggði nú mjög um sinn hag. En læknir- inn var ekki búinn að gefast upp. Prófkjörinu lauk helgina 24. og 25. nóvember. Það liðu ekki einu sinni tíu dagar áður en Katrín hafði tekið málið upp í umferðar- nefnd borgarinnar. Hinn 4. desember lagði Katrín rst fram tillöguna í nefndinni. borgarstjórnarfundi eftir það tók Sigurjón Pétursson málið upp og fór hörðum orðum um fram- gang Katrínar. Fréttaskýrlng Eftir þessar ákúrur var Katrín nokkuð sneypt, og á næsta fundi umferðarnefndar gerði hún at- hugasemd við fundargerð frá fundinum þar sem tillagan kom fram, og kvað orðin „til bráða- birgða“ hafa fallið niður. Þeim var bætt við. Með því var hún í rauninni að reyna að draga úr málinu. Fyrirgreiðslukerfið Málið kom aftur fyrir um- ferðarnefnd, en áður en hún tók fullnaðarákvörðun voru þeir Baldvin Baldvinsson úr umferð- arteyminu og Guttormur Þormar sem þá var helsti umferðarsér- fræðingur borgarinnar fengnir til að gefa umsögn. Báðir mæltu ein- dregið gegn tillögu Katrinar af öryggisástæðum. Hinn fimmta febrúar í vetur felldi svo umferðarnefnd til- löguna. í öllum nefndum á veg- um borgarinnar hefur Sjálfstæð- isflokkurinn meirihluta, og það er auðvitað fáheyrt að tillaga frá einum af fulltrúum þeirra falli. í borgarkerfinu töldu menn að það hefði verið Davíð Oddsson sem ekki hefði viljað hleypa til- lögunni í gegn svo skömmu fyrir kosningar. Málið væri of augljóst dæmi um fyrirgreiðslukerfið sem flokkurinn ræki fyrir gæðinga sína, og kynni að nýtast andstæð- ingum í kosningabaráttunni. Katrín er hins vegar vinur vina sinna. í sumar fór hún því á stúf- ana enn, og nú - réttu megin við kosningar - tókst henni að tryggja stuðning Davíðs. Að sönnu lagði læknirinn ekki í að taka tillöguna aftur upp í um- ferðarnefnd, þar sem vitað var að allir sérfræðingar í umferðarmál- um myndu leggjast gegn henni. En Katrín situr í borgarráði og þar kaus hún að leggja tillöguna fram, - og viti menn, þvert ofan í ráðleggingar allra sérfræðinga var hún þar samþykkt! Mikil hætta í skýrslu sem Þórarinn Hjalta- son gerði fyrir Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins um um- ferðarmál kemur fram, að hann, sem reyndar er nú yfirmaður um- ferðardeildar borgarinnar er af- dráttarlaust þeirrar skoðunar að það verði að vera 750 til 1000 metrar á milli gatnamóta á stofn- braut til að fullnægja öryggisskil- yrðum. En á milli gagnamóta Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar annars vegar og Reykjanesbraut- ar og innkeyrslunnar að Sprengi- sandi hins vegar eru þó langt inn- an við hundrað metrar! Hér er því um mjög gróft brot að ræða á viðteknum vinnureglum. En slysahætta stafar líka af öðrum þáttum. Hámarkshraði um Reykjanesbrautina eru 60 km en í raun vita sérfræðingar að menn eru þar oft á 80 til 100 km hraða niður í kyrrstöðu á örfáum tugum metra. Að sjálfsögðu skapar þetta mikla slysahættu. Þrengsli inná bílastæðinu gætu einnig leitt til þess að biðröð nái út á Reykjanesbrautina. Afleið- ingin gæti orðið keðjuárekstur fjölmargra bfla. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Spilling Það er af þessum ástæðum sem sérfræðingarnir voru á móti því að fara að vilja Katrínar Fjeld- sted. Þeir gerðu sér grein fyrir hinni miklu hættu sem innkeyrsl- unni er samfara. Svipað mál kom forðum upp í tengslum við götu- tengingu að Miklagarði, þar sem gata lá frá stofnbraut inn á bflast- æði stórverslunarinnar, nákvæm- lega einsog í tilviki Sprengisands. Tcngingunni var lokað af örygg- isástæðum. Sprengisandsmálið er því í rauninni ósköp einfalt. Það er dæmi um þá spillingu sem þrífst undir stjóm Sjálfstæðisflokksins, þar sem hagsmunum borgarbúa er fórnað hvenær sem þarf á ölt- urum flokksgæðinganna. Tómas Tómasson eigandi Sprengisands gerði Katrínu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins greiða. Hún gerði honum greiða á móti. Svo einfalt var það, og hamborgar- arnir munu ugglaust steyma út og peningarnir inn í vasa Tomma. En meðan hamborgararnir seljast betur en áður munu líkur á slysum verða meiri, og það er auðvitað ekki hægt að segja neitt annað en að þetta er fullkomlega ábyrgðarlaus afstaða hjá Sjálf- stæðismönnum, sem fara þvert gegn ráðum sérfræðinganna. Það nöturlega í málinu er hins vegar, að það skuli vera læknir sem er frumkvöðull málsins...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.