Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 9
Alkirkjuráðið Kirkjan er vitk í mannréttindabaráttu Rœttvið dr. Lois Wilsonforseta Alkirkjuráðsins um baráttunafyrir mannréttindum í Suður-Afríku, Nikar- agúa og víðar um heim Einn hinna merku gesta sem nú sitja þing Alkirkjuráðsins í Rcykjavík er dr. Lois M. Wilson frá Toronto í Kanada. Dr. Wilson er einn sjö forseta ráðsins og hef- ur starfað sem slíkur síðan 1983 en unnið innan ráðsins allt frá ár- inu 1969. Hún hefur verið forseti Sameinuðu kirkjunnar í Kanada, sem er samsett af kirkjudeildum meþódista og mótmælenda. Hún starfar nú sem prestur í Toronto fyrir utan störf sín við Alkirkju- ráðið þar sem hún sinnir aðallega mannréttindamáium og málefn- um kvenna innan kirkjunnar. Dr. Wilson kom hingað til lands beint frá Chile og var stödd þar í landi þegar gerð var tilraun til þess að ráða Pinochet af dögum nýlega. Hún var því fyrst spurð um ferð sína þangað og um ástandið í Chile eftir að Pinochet lýsti yfir herlögum. Fólkið er skelfingu lostið „Ég var á ferð um Uruguay, Argentínu og síðast Chile með um 20 guðfræðistúdentum til þess að kynna þeim ástand mannrétt- indamála í þessum löndum og hitta talsmenn mannréttindahreyfinga. Pinoc- het hefur nú lýst yfir stríði við andstæðinga sína í landinu og á- standið er mjög tvísýnt. Með her- lögunum hefur lögreglan vald til þess að handtaka fólk um miðja nótt án ákæru og fólk er því eðli- lega skelfingu lostið. Talsmenn mannréttindahreyfinga óttast mjög um að starfsemi þeirra verði stöðvuð og reyndar hefur Pinochet þegar lýst því yfir að svo muni verða. Kirkj an og hennar fólk er einn- ig í hættu því reynt er að brjóta á bak aftur alla andstöðu við stjórn Pinochets. Þetta verður að gera heyrin kunnugt um allan heim, það gæti hjálpað fólkinu í baráttu þess fyrir mannréttindum." - Pitt sérstaka svið innan Al- kirkjuráðsins er mannréttinda- og friðarmál, hvað geturðu sagt okk- ur um það? „í hinum vestræna heimi er mest rætt um að losa okkur við hættuna af kjarnorkuvopnum. Annars staðar í heiminum er spurningin „Get ég gefið börnun- um mínum að borða á morgun?“ aðalmálið. Vandamálin eru efna- hagslegs eðlis. Og getirðu ekki fætt börnin þín berstu fyrir því þangað til árangur næst. Þannig samtvinnast tvö málefni, friður og réttlæti, sem eru umfjöllunar- efni mitt. Umráðaréttur frumbyggja yfir landsvæðum er deiluefni um all- an heim, til dæmis í Kanada, Suður-Ameríku og á Nýja- Sjálandi. Ágreiningurinn er um hverjir eiga landið, hverjir mega yrkja það og hver fær ágóðann. Landið er tekið af maóríum á Nýja-Sjálandi og hið sama gerist hjá indjánum í Kanada. Mikill hluti stuðningsstarfs kirkjunnar þar er fyrir indjána sem leggja mál sín fyrir ríkisstjórnina og fara fram á landsvæði sem veitir þeim fullnægjandi lífsskilyrði. Þetta er eitt af þeim málefnum sem Al- kirkjuráðið hefur lagt lið svo dæmi sé tekið.“ Karlarnir ráða í kirkjunni - Þú hefur einnig unnið að mál- efnum kvenna innan kirkjunnar? „Já, það er rétt. Það má segja að áhugi okkar á því sviði liggi fyrst og fremst í endurnýjun á samfélagi karls og konu, bæði innan kirkjunnar og í þjóðfé- laginu almennt. Við berjumst ekki eingöngu fyrir jafnrétti kynjanna þó það sé vissulega stór hluti af viðfangsefninu, og þá sér- staklegá launamismunurinn milli kynjanna. Hinn upphaflegi grundvöllur fyrir sambandi karls og konu hefur horfið þannig að við erum nú færari en áður til þess að styðja hvert annað og vinna saman. Að þessu þarf að vinna, til dæmis innan kirkjunnar um allan heim, þar sem mjög margar konur starfa en karlar sjá um all- ar ákvarðanatökur. Konur eru ekki einu sinni í stöðum sem veita þeim vald til ákvarðanatöku.“ - Hvað með Alkirkjuráðið, hve margir forsetanna sjö eru konur? „Við erum þrjár, við heimtuð- um það! Og þannig hefur það verið síðan 1983 en fyrir þann tíma var aðeins ein kona forseti. Þetta er því breyting til batnaðar, eins konar tákn um betri tíma fyrir konur innan kirkjunnar. Kirkjurnar eru að verða meira meðvitaðar um þessi mál, en ég verð þó að taka fram að flestallir yfirmenn eru karlar. Þegar ég var forseti kirkjunnar í Kanada var ég eina konan og ræddi eingöngu við karla í þvi starfi (innskot-vd. Staða forseta kanadísku kirkj- unnar er sambœrileg við bisk- upsstöðu hérlendis). En alvarlegra mál er þó staða kvenna sem vinna almenna verkakvennavinnu, til dæmis í Sri Lanka. Þar tína konur te fyrir nær engin laun. Ástandið í Manila á Filippseyjum er einnig mjög slæmt, þar eru konur misnotaðar og seldar í vændi. Iðnverkakonur í Suður-Kóreu eru líka mjög illa staddar, þeim er meinað að vera í verkalýðsfélögum þannig að þær njóta engrar verndar og kaup þeirra er í algjöru lágmarki. Þannig má tína til mörg mál sem snerta konur. Annað mikil- vægt atriði er það að þetta fer illa með karlmenn. Þeir eru sífellt að taka ákvarðanir og taka einir á sig ábyrgð; það hlýtur að vera hræði- leg byrði! Alkirkjuráðið mótmælir aðskilnaðarstefnunni Eitt vandamál til er skipun kvenna í prestsembætti, það er að segja, í mörgum kirkjudeildum er konum meinað að gegna prestsembættum. Einn þriðji hluti kirkjudeilda í heiminum er innan Rétttrúnaðarkirkjunnar og hún leyfir ekki skipan kvenna í prestsembætti. Þetta er þó ekki vandamál númer eitt, heldur miklu fremur vandamál kvenna í löndum Mið- Ameríku, Asíu og í Afríku þar sem fólk berst við að fullnægja frumþörfum sínum fyrir vatn og mat en skortir öll tæki og þekk- ingu til þess að fást við vandamál- in.“ Dr. Lois Wilson: Kirkjan er í hættu í Chile. Mynd. Sig.Mar - Svo að við snúum okkur að öðru, málefni Suður-Afríku verða til umrœðu hér á þinginu? „Já, það er rétt. Og það kemur raunar ekkert á óvart að kirkj- urnar séu mjög einhuga um að berjast gegn aðskilnaðarstefn- unni því hún er í beinni andstöðu við boðskap guðspjallanna. Það hefur verið samin yfirlýs- ing á þinginu sem á eftir að ræða endanlega, þar sem við skorum á Suður-Afríkustjórn að afnema aðskilnaðarstefnuna, leysa pólit- íska fanga úr haldi og að mynduð verði ríkisstjórn með réttkjörn- um fulltrúum fólksins án tillits til stjórnmálaskoðana, litarháttar eða trúarbragða. Því sem næst allar kirkju- deildirnar mæla með viðskipta- þvingunum sem vopni í barátt- unni og um leið er farið fram á að stuðningur verði veittur þeim þjóðum sem eiga mikið undir við- síciptum við Suður-Afríku, það er að segja Zimbabwe, Botswana og Zambia. Alkirkjuráðið stendur nú þeg- ar að efnahagslegum stuðningi við blökkufólk sem hefur verið hrakið úr heimabyggðum sínum í sérstök blökkumannahverfi og mun halda því áfram. Ráðið styður Sandinista í Nikaragúa Á þinginu hefur einnig verið rædd nauðsyn þess að stykja kirkjur í Bandaríkjunum sem hafa ákveðið að safna 100 milljónum dollara til hjálpar Nik- aragúa, en það er sama upphæð og Ronald Reagan Bandaríkjaf- orseti veitir Contra-skæruliðum í hemaðaraðstoð gegn Nikaragúa. í Kanada, heimalandi mínu, að- stoðar kirkjan einnig Nikaragúa- menn með því að senda þeim skipsfarm af landbúnaðartækjum og öðrum búnaði til þess að styr- kja atvinnulífið. Slík sending mun einnig fara frá Buenos Aires í Argentínu til Nikaragúa í desember. Alkirkju- ráðið gagnrýnir þannig opinskátt bæði Suður-Afríkustjórn og Bandríkjastjóm.“ Og að svo mæltu verður dr. Lois M. Wilson að kveðja í bili því hennar bíða löng og ströng fundarstörf á þingi Alkirkjuráðs- ins. Texti: Vilborg Davíðsdóttir Höfum flutt skrifstofurnar að FOSSHÁLSI27. - Nýtt símanúmer: HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON Fimmtudagur 18. september 1986 ÞJÖÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.