Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 3
Frakkland FRETTIR Áritun kostar 370 kr. íslenskir ferðamenn þurfa að ná í vegabréfsáritun til Frakklands. Umsóknir afgreiddar á 2-3 dögum Samkvæmt þeim reglum, sem Ijóst hve lengi þessar ráðstafanir koma með ljósmynd og sýna far- afgreiddar á morgnana frá hálf franska stjórnin hefur sett verða í gildi. seðil til meginlands Evrópu. níu til hádgis. Þar sem þessar vegna sprengjutilræðanna I Par- í franska sendiráðinu fengust Kostaði vegabréfsáritunin fyrir reglur tóku gildi í fyrradag var ís, þurfa íslenskir ferðamenn nú þær upplýsingar að nú tæki tvo til stutta dvöl í landinu 370 kr. en ekkert um það vitað enn hve vegabréfsáritun ef þeir ætla að þrjá daga að fá vegabréfsáritun fyrir ársdvöl kostaði hún 610 kr. mikið væri um að menn sæktu um fara til Frakklands. Ekki er enn og þyrfti sá sem um hana sækti að Vegabréfsáritanir eru einungis vegabréfsáritanir til Frakklands. Sjálfstæðisflokkurinn Kona loks fundin Geirsklíkan býðurfram Sólveigu Pétursdóttur Sólveig Pétursdóttir, 34 ára for- maður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og 3 barna móðir hyggst bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mán- uði. Mjög fáar konur hafa gefið kost á sér og Sjálfstæðismenn leitað mjög mikið að hæfri konu í prófkjörið. Sólveig er dóttir Pét- urs Hannessonar, fyrrum for- manns Óðins, félags Sjálfstæðis- manna í verkalýðshreyfingunni, sem þykir líkleg til að tryggja henni stuðning þeirra sem tengj- ast Óðni. Eiginmaður Sólveigar er Krist- inn Björnsson, lögfræðingur, sonur Björns, bróður Geirs Hallgrímssonar. Stuðningur hópsins í kringum Hallgrímsson- fjölskylduna er því tryggður, og að auki hefur Sólveig vísan stuðn- ing kvenna,sem mjög hafa ör- vænt um kvennafæð í framboð- inu. Framboð Sólveigar mun því að líkindum auka verulega spenn- una í kjörinu, því möguleikar hennar hljóta að teljast nokkrir í ljósi þess hversu fáar konur verða í kjöri. - ÖS Námsmenn Mótmæla hariMega Námsmannahreyfingarnar vísa tillögum stjórnarflokkanna ábug Samstarfsnefnd náms- mannahreyfínganna fjögurra INSÍ, SHÍ, BISN og SÍNE fund- aði í gær um tillögur stjórnar- flokkanna um breytingar á lögum um námslán. Niðurstaða fundar- ins var að semja sameiginlega á- lyktun þar sem tillögunum er harðlega mótmælt og færð rök fyrir gagnrýni námsmanna. Ályktunin verður afgreidd á félagsfundum samtakanna í dag en samstarfsnefndin hefur þegar mótað aðalatriði hennar. í álykt- uninni segir að hugmyndum stjórnarflokkanna sé eindregið vísað á bug og vísað er til þess að lög um vaxtatöku af námslánum myndi brjóta algerlega í bága við grundvallarhugmyndina um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá er bent á að ætlun stjórnar- flokkanna sé að mismuna náms- mönnum gífurlega eftir efnahag og fjölskylduaðstæðum. - vd Hún Branda var þetta líka litla hrifin þegar Einar Óla Ijósmyndari smellti af henni mynd þegar hún var aö gá til veðurs út um gluggann á Þjóðviljanum í gær. Reyndar var hún ekki eins hrifin af veðrinu og því að fá að prýða síðu Þjóðviljans enda hálfgerður haustdrungi yfir borginni í gær. Kvennaathvarfið Gráta út hverja krónu Álfheiður Ingadóttir: Bjuggumst við jákvœðri afgreiðslu. Ánœgjulegurstuðningur almennings. Fjárþörfinframað áramótum um2 miljónir. Aðsókn jókstgífurlegafyrrihlutaársins Við höfðum búist við jákvæðri afgreiðslu borgarráðs á beiðni okkar um aukafjár- veitingu eftir að embættismenn og félagsmálaráð höfðu fjallað um málið, þannig að þetta eru okkur mikil vonbrigði. Almenn- ingur styður hins vegar vel við bakið á starfseminni, samanber framtak Bubba Morthens, og það er mjög ánægjulegt, sagði Alf- heiður Ingadóttir gjaldkeri Sam- taka um Kvennaathvarf í samtali við blaðið í gær. Álfheiður sagði það fjarstæðu að borgin væri að tryggja áfram- haldandi rekstur Kvennaat- hvarfsins með 160 þúsund króna aukafjárveitingu. Samtökin skrifuðu borgaryfirvöldum bréf í ágúst þar sem beiðnin var ítrekuð og þar kemur fram að fjárvöntun starfseminnar til áramóta er um 2 miljónir króna, 1100 þúsund til reksturs og 900 þúsund til nauðsynlegs viðhalds. Húsið sem athvaifið er í er eins og Álfheiður orðaði það að hrynja yfir þær og það verður ekki undan því vikist að halda því við. Rekstrarkostn- aður hefur reynst mun meiri en búist var við og stafar það einkum af því að aðsókn að athvarfinu jókst stórlega á fyrri hluta ársins. Þess má geta að í gær voru 10 börn og 5 konur þar í heimili. Nú þegar Sjálfstæðisflokkur- inn hefur enn á ný sýnt hug sinn til þessarar starfsemi er ekki úr vegi að rifja upp samskipti samtak- anna við flokkinn. Þegar fjár- hagsáætlun þessa árs var í smíð- um í fyrra sóttu samtökin um tæp- lega eina miljón króna í styrk frá borginni. Minnihlutaflokkarnir mæltu með að orðið yrði við því, GARÐAR GUÐJÓNSSON Fréttaskýring en reyndin varð sú fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins að samþykkt var að veita 625 þúsund krónur, sem var í krónutölu sama upphæð og árið áður, en í reynd var þarna um talsverðan niðurskurð að ræða. Þegar líða fór á þetta ár fór konurnar að lengja eftir þessu fé, en þrátt fyrir fyrirspurnir og eftir- rekstur fékkst það ekki greitt út fyrr en komið var fram á sumar, og fékkst þó ekki öll upphæðin fyrr en nær var liðið hausti. Þá var athvarfið komið í mikla fjárþröng og sótti um aukafjárveitingu upp á 500 þúsund krónur. Sú umsókn hefur verið að velkjast í kerfinu síðan, allt fram á þennan dag og þá er henni synjað. Þannig hafa athvarfskonur sí- fellt þurft að gráta hverja krónu út úr borgaryfirvöldum, en aldrei fengið það sem þurfti. Aðeins vottaði þó fyrir hugar- farsbreytingu sjálfstæðismanna þegar málið var tekið fyrir í fé- lagsmálaráði. Þar samþykktu Árni Sigfússon og aðrir fulltrúar flokksins ásamt fulltrúum minni- hlutans, Guðrúnu Ágústsdóttur og Ingibjörgu S. Gísladóttur, beiðni athvarfsins, enda þótti sýnt að fjárþörfin næmi ekki lægri upphæð. Nú virðist Ámi hins vegar hafa skipt um skoðun nauðugur eða viljugur og segist munu greiða til- iögu Davfðs Oddssonar atkvæði sitt á borgarstjórnarfundi í kvöld. Enginn skyldi nefnilega ætla að borgarfuiltrúum Sjálfstæðis- flokksins leyfist að spila sóló nú þegar Albert Guðmundsson hef- ur yfirgefið hjörðina. En koma dagar og koma ráð. Bubbi Morthens og umboðsmað- ur hans hafa áður komið athvarf- inu til aðstoðar og ætla sér enn að gera það með tónleikahaldi. Og svo virðist sem athvarfið verði áfram að reiða sig á stuðning al- mennings, a.m.k. þangað til nú- verandi meirihluti í borgarstjórn sér að sér eða fer frá... -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.