Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Þýðing tilraunabannsins
Það hefur að vonum vakið athygli að þau
alþjóðlegu þingmannasamtök, sem Ólafur
Ragnar Grímsson er í forsvari fyrir, fengu
bandarísk friðarverðlaun. Verðlaunin tengjast
m.a. þeim merku tíðindum, að Sovétmenn hafa
hleypt bandarískum sérfræðingum inn fyrir sín
landamæri til að þeir geti haft eftirlit með fram-
kvæmd þess einhliða banns við tilraunum með
kjarnorkuvopn, sem Sovétmenn hafa nú fram-
lengt einu sinni enn í þeirri von að Bandaríkin
geri slíkt hið sama.
Tilraunabannið skiptir gífurlega miklu máli
um það, hvort hægt verður á næstunni að
stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og byrja á raun-
hæfri afvopnun eða ekki. Bandarískir valdhafar
og þeir sem enduróma viðhorf þeirra víða um
heim, m.a. á íslandi, hafa viljað gera lítið úr því
að Sovétmenn hafa hætt að sprengja atómsp-
rengjur neðanjarðar, talað um að þar fari áróð-
ursbragð og allt sé það mál útreiknað út frá
sovéskum hagsmunum.
Nú er ekki að efa, að viðleitni sovétstjórnar-
innar til að koma á algjöru tilraunabanni er So-
vétríkjunum í hag um margt: þau vilja ekki að
tilraunirnar leiði til þess að búin verði til ný kyn-
slóð atómvopna. Telja það ekki barasta háska-
legt - eins og svo margir aðrir sem hafa hina
mestu vantrú á þeim áformum í vígbúnaði sem
kennd eru við Stjörnustríð - heldur mundi slík
þróun stórspilla þeirri viðleitni til efnahagslegra
umbóta sem nú kemur fram í mörgum fróðleg-
um myndum í Sovétríkjunum. En þegar margir
áhrifamenn í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum
sjálfum fara jákvæðum orðum um frumkvæði
Gorbatsjofs og hans manna í þessum málum,
þá eru þeir vitanlega ekki að ganga erinda So-
vétmanna. Þeir eiga svipaðra hagsmuna að
gæta og þeir í þessum málum - þeir vilja ekki
magna atómháskann með nýjum tegundum
vopna, og jDeim finnst þar að auki ekki vænlegt
fyrir framvindu sæmilegrar sambúðar manna
og ríkja, ef Reagan og hans menn halda fast við
það að nota vígbúnaðarkapphlaupið til að halda
Sovétríkjunum í efnahagslegri spennitreyju og
spilla þar með lífskjörum fólks sem þar býr
(margir gleyma því einatt, að í Sovétríkjunum
búa fleiri menn en forystulið Kommúnistaflok-
ksins).
Þeir í Washington eru stundum að segja sem
svo: tilraunabannið hjá Gorbatsjof er bara slótt-
ugheit sem miðast að því að reka fleyg á milli
evrópskra Natóríkja og Bandaríkjanna. Enginn
vafi á því reyndar, að Kremlverjar gráta þurrum
tárum yfir sundurlyndi í Nató. En hitt skiptir þó
mestu í þessu samhengi, að fari nú gil
breikkandi milli Vestur-Evrópuríkja og Banda-
ríkjanna í utanríkis- og hermálum, þá er það
fyrst og síðast sjálfskaparvíti Reaganliðsins.
Þeim fjölgar mjög um Evrópu vestanverða sem
stendur mikill stuggur af áframhaldi vígbúnað-
arkapphlaups og herskárri framgöngu Reag-
ans gagnvart Nicaragua og fleiri dæmum svip-
uðum. Því er það, að afstaða vesturþýskra sósí-
aldemókrata, grískra og spænskra sósíalista,
og bæði Verkamannaflokksins breska og
Miðjubandalagsins - svo dæmi séu tekin af
öflugum flokkum til vinstri við miðju -til vígbún-
aðarmála er í veigamiklum greinum í beinni
andstöðu við hina opinberu stefnu í Bandaríkj-
unum. Og þeim fjölgar einnig til hægri við miðju,
sem sjá þann kost vænstan í öryggismálum, að
Evrópuríki finni sérsameiginlega eigin leið út úr
þeim ógöngum sem menn nú eru í.
- ÁB.
KUPPT OG SKORIÐ
VinsPi menn
í einkabisness!
Vinstri menn hafa löngum haft hom í síðu
atvinnurekenda og jafhframt talið fyrirtækjarekstur það
skítugasta af öllu skítugu. Undantekningar frá þessu hafa
þó verið til. Svo var um Héðin Valdimarsson, sem
jafnffamt því að gegna formennsku í Dagsbrún og
varaforsetaembætti ASÍ var stórkapítalisti, jafnvel
á okkar tíma mælikvarða. Hann benti á, að nauðsynlegt
væri að forystumenn verkalýðsfclaga væm óháðir
duttlungum atvinnurekanda. Þetta var hans réttlæting.
Hver er réttlæting þeirra vinstri manna sem standa
í einkabissness í dagen þeim ferört fjölgandi? Eða þurfa
þeir enga í þeim tíðaranda sem nú ríkir?
Við ræðum hér við fimm þeirra.
Vinstri menn
í einkabisniss
í nýútkomnu ÞJÓÐLÍFI kenn-
ir margra grasa, og þar er meðal
annars að finna viðtöl við fimm
menn sem eiga það sameiginlegt
að vera allir yfirlýstir „vinstri
menn“ og eru nú allir starfandi í
hinu svonefnda viðskiptalífi.
ÞJÓÐLÍF segir: „Hver er rétt-
læting þeirra vinstri manna sem
standa í einkabisniss í dag en
þeim fer ört fjölgandi? Eða þurfa
þeir enga í þeim tíðaranda sem nú
ríkir? Við ræðum hér við fimm
þeirra."
Ó, það er
dýrlegt að drottna
„Árið 1982 barst á markað hér
á landi bók sem ýmsum lands-
mönnum varð samstundis illa
við. Þessir landsmenn voru fram-
ámenn í verkalýðshreyfingunni.
Bókin Ó, það er dýrlegí að
drottna fjallaði um meint svik
verkalýðshöfðingjanna við máls-
íaðinn, verkalýðinn í landinu, og
lýst var hvernig lífsmáti þeirra
stakk í stúf við þau lífskjör, sem
umbjóðendum höfðingjanna
voru búin. Höfundur bókarinnar
var Guðmundur Sœmundsson,
uppreisnarmaður og maóisti, og
ófáar voru þær greinarnar sem
hann reit í dagblöð á árunum
kringum 1980 um verkaýðshöfð-
ingja, flokkana og yfirleitt spill-
ingu í landinu.“
Á eigin
skrifstofu
„Fjórum árum síðar situr hann
á eigin skrifstofu við Hverfisgöt-
una, umkringdur tölvum og skrif-
stofubúnaði keyptum fyrir eigið
fé, og býður þjónustu við aðra
landsmenn. Sem sé orðinn at-
vinnurekandi, vinstri maður í
einkabisniss.
Skrifstofuhúsnæðinu deilir
hann með tveimur öðrum, ekki
síður til vinstri en hann sjálfur.
Það eru þeir Þröstur Haraldsson
fyrrum blaðamaður á Þjóðviljan-
um, og Frosti Jóhannsson,
fyrrum maóisti. Fyrirtæki þeirra
heitir Ráðgjafar- og útgáfuþjón-
ustan. “
Raunveruleikinn
er alls ekki hreinn
Eftir þennan inngang fer
ÞJÓÐLÍF að athuga hvernig
andlegt jafnvægi sé hjá „vinstri
bisnissmönnunum:
„Finnst vinstri mönnum og al-
ræmdum róttæklingum áður fyrr
ekkert óþœgilegt að vera komnir í
þessa stöðu - sitja hinu megin við
borðið í hlutverki kapítalistans?
spyr ÞJÓÐLÍF (illyrmislega!)
Þeir félagar brosa. Frosti þó
mest. „Nú fataðist þér í hug-
myndafræðinni. Samkvæmt
kennisetningunni erum við ekki
orðnir kapítalistar, fyrr en við
erum komnir með fimm manns í
vinnu hver, - samtals 15 manns.
Við erum bara réttir og sléttir
smáborgarar ennþá.
„Höfum við ekki bara elst og
þroskast?“ segir einn þeirra bros-
andi.
„ „Hin hreina og piparmeyjar-
lega ásýnd vinstri mennskunnar á
heiminn og heimurinn sjálfur eru
tvennt ólíkt,“ segir Guðmundur.
„Raunveruleikinn er alls ekki
hreinn. Þegar sósíalistar fóru að
taka þátt í vinstri stjórnum kom í
ljós, að hreinleiki þeirra var bara
í orði, ekki á borði - hreinleikinn
var bara trúarbrögð. Sami rass-
inn var á þeim og öðrum þegar til
kastanna kom. Svo má kannski
segja, að vinstri menn hafi upp-
götvað sitthvað nýtilegt úr ný-
frjálshyggjunni - án þess þó að
taka undir hin kaldrifjuðu og
mannfjandsamlegu sjónarmið
sem einnig felast í henni. Þá má
einnig benda á, að undanfarin ár
höfum við verið að uppgötva
mikilvægi þess að hlúa að sjálfum
okkur og rækta eigin áhugamál.
Það er engin ástæða til að fórna
sér fyrir aðra og vera með allt í
klessu hjá sjálfum sér.“
Þröstur Haraldsson er greini-
lega sammála þessu öllu. „Það er
ósköp auðvelt að halda árunni
„hreinni“ þegar maður er ungur
og ábyrgðarlaus," segir hann.
„En veruleikinn er bara allur
annar. Og er ekki einhver Bjart-
ur í okkur öllum?“
Seisei jú mikil ósköp. En röðin
kemur næst að Birni Jónassyni
hjá bókaútgáfuni Svart á hvítu.
Hann segir við ÞJÓÐLÍF:
„Mér finnst að ég þurfi að
hugsa meira um hlutina og leita
fleiri lausna heldur en ef ég væri
hægri maður sem gengi beint inn í
þetta kerfi... En mér finnst að
vinstri menn eigi einmitt að gera
þetta núna: spyrja sig að því
hvemig eigi að reka atvinnulífið.
Margir eru reyndar farnir til þess
eins og dæmin sanna í kringum
okkur. Hugmyndafræðilegir
hlekkir hafa brostið og hefð-
bundin störf vinstri manna, störf í
ríkisgeiranum, veita ekki lengur
vel. Erlendis er víða að verða
mikill áhugi á að fá húmanista inn
í atvinnulífið... Og hver er betur
fallinn til þess en marxisti að
rannsaka og skilgreina markað-
inn? Hann hefur eytt allri ævinni í
það.“
Við vinstri menn
þekkjum betur
vandamálin
Og loks ræðir ÞJÓÐLÍF við
Ingólf H. Ingólfsson, einn af
eigendum verslunarfyrirtækisins
Natura Casa. Hann segir:
„Ég held einmitt að við séum
miklu betur í stakk búnir til að
taka við atvinnurekstri en hægri
menn. Hin klassíska auðmagns-
hugmyndafræði er byggð upp á
því að fá sem mestan gróða, án
tillits til afleiðinga og notagildis.
Auðvaldið verður einmitt að losa
sig við þessa þröngsýni ef
eitthvert framhald á að verða.
Við vinstri menn þekkjum betur
vandamálin og göngum til verka
með betri hugmyndafræði."
- Þráinn
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðins-
son.
Fróttastjóri: Valþór Hlööversson. ,
Blaöamenn: Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ölafs-
dóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dórSigurdórsson, SiguröurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir, Víðir
Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
LjÓ8myndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofu8tjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglý8inga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglý8ingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðlr: Ólöf HúnQörð.
Bfistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð (lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1986