Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.09.1986, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Tollverðir Ríkinu lá mikið á ÓlafurA. Jónssonfulltrúi tollvarða ístjórn BSRB: Boð ríkisvaldsins meira virði en verkfallsrétturinn sem varskertur ísamningum lögreglumanna. Þykir miður að ákvörðun er tekin áður en samningsréttarnefnd lýkur störfum, en ríkisvaldinu lá á Okkar félagsmönnum hefði þótt það skrítið ef stjórn Tollvarðafélagsins hefði neitað 12-27% launahækkunum þegar þær voru boðnar, sagði Ólafur A. Jónsson fulltrúi tollvarða í stjórn BSRB þegar hann var spurður að því hvort kjarabætur þær sem rfldsvaldið hefur boðið tollvörðum væru meira virði en verkfallsrétturinn. - Kristján Thorlacius segir í Þjóðvfljanum í gær að tollverðir séu sterkasta vopn BSRB í verk- fallsbaráttu samtakanna, ertu sammála því? „Það var mjög lítið eftir af okk- ar verkfallsrétti eftir að lögreglu- menn, sem gegna oft störfum tollvarða, sömdu í sumar, þannig að ég tel svo ekki vera lengur. Ég er hins vegar fyllilega sam- mála Kristjáni um að nefnd sú sem er að hefja viðræður um að samningsréttur aðildarfélaga BSRB færist til þeirra sjálfra hefði átt að starfa áður en þessi ákvörðun var tekin. Mér þykir miður að svona var farið að, en við fengum þarna sama boð og lögreglumenn og auk þess höfum við tryggt ýmislegt annað sem ég get ekki skýrt frá að svo stöddu.“ - Lá svona mikið á að semja? „Okkur viðsemjendum fannst það víst. Yngra fólk í félaginu hefur líka hamrað á því að tollvörðum verði tryggð betri laun, og samningarnir hafa verið lausir í allt sumar.“ - Hver eru fyrstu viðbrögð fé- lagsmanna? „Það eru skiptar skoðanir um þetta en samningurinn verður kynntur fyrir þeim á föstudags- kvöld og allsherjaratkvæða- greiðsla fer fram strax á mánu- dag. Meira segi ég ekki í fjöl- miðla.“ - vd Leikarar og starfslið Leikfélags Akureyrar eru tilbúnir að takast á við verkefna- lista vetrarins. Leikfélag Akureyrar 5 uppfærslur Barnaleikrit, revía, dagskrá úr verkum Kristjáns frá Djúpalœk, Rauðhcerði riddarinn og Kabarett Leikfélag Akureyrar frumsýnir sitt fyrsta verk á komandi leikaári, barnaleikritið Herra Hú, um aðra helgi. Síðan tínast verkin eitt af öðru á fjalirnar þar til þau verða orðin fímm og kom- ið fram á vor. Herra Hú er eftir Finnann Hannu Makela sem er þekktur í heimalandi sínu og víðar fyrir skáldsögur, ljóð og leikrit. Sagan af Herra Hú er upphaflega skrif- uð sem skáldsaga en síðan gerði höfundurinn leikgerð eftir henni og hefur hvorutveggja farið sigurför víða um heiminn. Sagan fjallar um lítinn svartan karl sem heitir Herra Hú og hefur hlotið það hlutverk í arf að hræða börn, en reyndar kemur í ljós að hann er hræddastur allra sjálfur. Leik- stjóri er Þórunn Sigurðardóttir en Njörður P. Njarðvík þýddi verkið. Reyndar þýddi hann bók- ina líka og kemur hún út frum- sýningardaginn. Skúli Gautason leikur Herra Hú, en Inga Hildur Haraldsdóttir og Einar Jón Bri- em leika önnur hlutverk. Næsta verk heitir Marblettir og er að sögn Péturs Einarssonar leikhússtjóra revíukabarett eftir hina og þessa. Hluti er þýddur úr revíu eftir Finnann Bent Alfors og önnuðust Pétur og Kristján frá Djúpalæk þá þýðingu, auk þess sem bætt hefur verið inn söng- textum eftir þá félaga en Pétur mun leikstýra verkinu. Þetta verk verður frumflutt seinnipartinn í október. Mánuði síðar hefjast sýningar á dagskrá sem hefur hlotið nafnið Reyfar af dagsláttu og er saman- tekt á verkum, skáldsögum og ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk, en dagskráin er tileinkuð skáld- inu sem varð 70 ára 16. júlí sl. Sunna Borg tekur dagskrána saman. í byrjun janúar hefjast sýning- ar á verkinu, Hvenær kemur þú aftur rauðhærði riddari? eftir Mark Medoff í þýðingu Stefáns Baldurssonar. Pétur Einarsson leikstýrir. Þá hefjast einnig eftir áramótin sýningar á söngleiknum Kabarett. Ekki er endanlega frá- gengið hver leikstýrir en víst er að leikfélagið þarf að kalla til eitthvað til viðbótar við fastráðið starfsfólk því verkið er afar viða- mikið. -yk./Akureyri. í gær var 17. skák heimsmeistara- eínvígisins tefld í Leningnrad. Karp- off stýrði hvítu mönnunum og voru fyrstu 13. leikirnir leiknir með elding- arhraða enda þeir sömu og í 15. skák- inni. Þá kom Karpoff með snjalla ný- jung og fékk upp úr því þægilega stöðu. Kasparoff tókst ekki að finna leið út úr vandanum og gafst upp í 31. leik. Með þessum sigri hefur Karpoff bætt sinn hag nokkuð en hann þarf að vinna þrjár skákir til viðbótar til að sigrast á Kasparoff og er hæpið að það takist í þeim sjö skákum sem eftir eru. Kasparoff hefur nú 9 Vz vinning en Karpoff 7 '/2. Hvítt: Karpoff Svart: Kasparoff 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. Rf3 - Bg7 5. Db3 - dxc4 6. Dxc4 - 0-0 8. Be3 - Rf-d7 9. Hdl - Rc6 10. Be2 - Rb6 11. Dc5 - Dd6 12. e5 - Dxc5 13. dxc5 - Rc8 14. h3 - ... 7. e4 - Bg4 Nýjung Karpoffs. f frægri skák Bó- tvinniks og Fischers, lék Bótvinnik h3 í 12. leik og gat þá ekki drepið aftur á f3 með biskup því þá hefði riddarinn á b6 getað stokkið til c4 og valdið mikl- Kaipoff vann um usla. Nú er hins vegar sá riddari kominn til c8 svo hvítur getur drepið á f3 með biskup í næsta leik. Svartur á varla annars úrkosta en drepa riddar- ann í næsta leik því annars lenti drott- ningarbiskup hans á hrakhólum. 14. ... - Bxf3 15. Bxf3 - Bxe5 Hvítur hótar Bxc6 og Hd7 síðar meir, Líklega er 15. ... Rd8 fullgeggjað svo þá er eftir mögu- leikinn 15. ... Rxe5. Eftir 16. Bxb7 Hb817. c6 hótar hvítur Rb5xc7-a6 en svartur á mótfæri með Rc4xe3 og Rd6 eða Rb6 eftir atvikum. Hvítur fær trú- lega betri færi en það er allt önnur skák eins og Túkmakoff var vanur að segja. 16. Bxc6 - bxc6 17. Bd4 - ... Rökrétt. Hvítur vill skipta upp eina manni svarts sem getur talist virkur. Eftir 17. ... Bxd4 18. Hxd4 er hrók hvíts leiðin greið upp á sjöundu reita- röðina. 17. ... - Bf4 18. 0-0 - ... Svarta staðan er erfið. Riddarinn á c8 aðskilur hrókana en biskupinn er einn að ráfa á kóngsvægnum engum að meini. Hvítur hótar að leika Hd7 og þá falla c-peð svarts fyrr eða síðar. Hér virðist skárst að leika 18.... e5 en eftir 19. Be3 Bxe3 20. fxe3 Re7 21. Hd7 Rd5 22. Rxd5 cxd5 23. Kd2 ætti hvítur að vinna. Svipað verður uppi á teningnum eftir 19. ... Re7 20. Hd7. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. september 1986 Svartur veður nú áfram með a-peðið en á meðan kemur hvítur síðustu mönnunum í leikinn. 18. ... - a5 21. Be5 - a3 19. Hf-el - a4 22. b3 - Ra7 20. He4 - Bh6 Eftir 22. ... Ha7 23. Hd7 fellur c- peðð hvort sem er. Hvítur vill taka það með hrók því biskupinn stendur ve| á e5. í svona stöðum liggur ekkert sérstaklega á að hirða lið, meiru skiptir að kæfa mótspil andstæðings- ins. 23. Hd7 - Bcl Hér er 23. ... Rb5 24. Rxb5 cxb5 25. Bxc7 vonlaust á svart. Kasparoff reynir nú af veikum mætti að flækia taflið. 24. Hxc7 - Bb2 25. Ra4 - Rb5 26. Hxc6 - Hf-d8 Hér er ástæðulaust fyrir hvít að taka á b2. T.d. 27. Bxb2 Hxa4 með flækjum eða 27. Rxb2 axb2 28. Bxb2 Hxa2 og svartur fær mótspil. Með næsta leik bægir Karpoff öllum hætt- um frá og einfaldar stöðuna. 27. Hb6 - Hd5 30. c6 - Bd4 28. Bg3 - Rc3 31. Hb7 29. Rxc3 - Bxc3 Kasparoff gafst upp því peðið renn- ur upp. “SPURNINGIN— Finnst þér borgin styðja Kvennaathvarfið nægi- lega vel? Þorbjörg Erla Sigurð- ardóttir, afgreiðslu- stúlka. „Nei, alls ekki. Svo virðist sem valdamönnum borgarinnar finnist lítil þörf fyrir þá starfsemi sem at- hvarfið rekur, miðað við þær fjár- veitingar sem veitt hefur verið. Þó er peningum veitt í ýmsan óþarfa". Anna Finnbogadóttir, ellilífeyrisþegi. „Nei, það finnst mér ekki. Kvenna- athvarfið er þó örugglega mjög þarflegt í okkar nútíma samfélagi. Það þarf miklu meiri fjárveitingar". * i ‘ /'> Hallgrímur S. Hall- grímsson, húsasmið- ur. „Mér finnst að borgin mætti styðja athvarfið betur án þess þó mér finnist hún beint hafa sinnt athvarf- inu sérstaklega illa“. Kristinn Jónsson, strætis vag nastjór i. „Nei. Öll svona starfsemi þarf fjár- magn,og ríki eða borg þarf að sinna athvarfinu betur. Mér finnst hins vegar vanta karlaathvarf sem karl- ar geta leitað til ef vandamál koma upp í fjölskyldunni, t.d. leigð her- bergi eða eitthvað siíkt". Ósk Axelsdóttir, kenn- ari. „Nei.þaðfinnstmérekki. Þaðhefur sýnt sig að þörfin fyrir kvennaat- hvarf er mikil og það er miklum fjár- munum varið í margan óþarfann, þannig að kvannaathvarfið mætti að ósekju fá mun meira“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.