Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1986, Blaðsíða 2
“SPURNINGIN" Á að byggja dagvist við Hamarinn í Hafnarfirði? Esther Kláusdóttir verslunarmaður: Ég er algjörlega á móti því. Fólk hér í Hafnarfirði vill fá að hafa Hamarinn í friði. Maður hefði haldið að það væru nægir staðir fyrir dagvistarheimili ann- ars staðar í bænum. Þess vegna tel ég mikil mistök að fara að raska öllu á þessu svæði. Kristján Hauksson tæknifræðingur: Það er enn margt óljóst í þessu máli. Mér finnst rétt að bíða álits Skipulagsnefndar áður en ég mynda mér eindregna skoðun. Ingi Tómasson slökkviliðsmaður: Nei, þetta er friðað svæði og ég er þeirrar skoðunar að þar eigi ekki að byggja nokkurn skapað- an hlut. Við Hafnfirðingar eigum nóg af landi og það er sífellt verið að þrengja að þessum vernduðu svæðum. Þetta mál þarf að at- huga betur. Vilborg Helgadóttir fyrrv. hjúkrunarfræð- ingur: Ég er alveg á móti því að byggja þetta dagvistarheimili. Helst vildi ég friða Hamarinn al- gjörlega en ef skólinn þarf hús- næði kæmi einhvers konar byggð til greina. En núna og sem aílra lengst eigum við að verja Hamar- inn átroðningi. FRÉTTIR Fiskvinnsla Starfsfræðslan af stað Fyrsta námskeiðið í Vestmannaeyjum. Boðið uppá 10 námskeið sem standa í4 klst. hvert Fyrsta starfsfræðslunámskeið- ið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu sem Starfsfræðsluncfnd fisk- vinnslunnar stendur fyrir og er einn liður febrúarsamninganna sl, vetur var haldið í Vestmanna- eyjum í gær. Atvinnuleysistryggingarsjóður mun greiða laun fiskverkunar- fólks meðan það situr náms- keiðin en gert er ráð fyrir að yfir 2 þúsund manns víðsvegar af landinu muni taka þátt í þessum námskeiðum fyrsta árið en skil- yrði fyrir rétti til þátttöku á þeim eru þau að fiskvinnslufólkið hafi undirritað fastráðningarsamning sem standa nú til boða frá og með síðustu mánaðamótum. Allir sem hafa unnið lengur en 3 mánuði við fiskvinnslu hafa rétt á fast- ráðningarsamningi. Námskeiðin verða haldin í samvinnu verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda á hverjum stað en alls verður boðið upp á 10 nám- skeið sem hvert um sig er 4 klst. Styrkur til listasafns Menningarsjóður Sambands íslenskra samvinnufélaga hefur veitt Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Reykjavík 150 þús. kr. styrk til starfsemi safnsins en það er til húsa í vinnustofu Sigur- jóns heitins í Laugarnesi. Á myndinni sjást starfsmenn kjöt- iðnaðarstöðvar og afurðarsölu sambandsins afhenta Birgittu Spur ekkju Sigurjóns og for- stöðumanni safnsins styrkinn. Sigurjóns Frá v. Úlfar Reynisson, Svala Hjaltadóttir, Birgitta Spur, Guð- björg Haraldsdóttir, Vilhjálmur Þorbergsson og Hjálmar Bjarna- son. að lengd. Þegar fiskvinnslumað- ur hefur unnið 12 mánuði sam- fellt samkvæmt fastráðningar- samningi og lokið þessum 10 námskeiðum auk tveggja vikna starfsþjálfunar telst hann sér- hæfður fiskvinnslumaður og fær laun samkv. 20. launaflokki sem eru í dag 18.919 kr. á mánuði. Fatlaðir Hver er rétturinn? Nýr upplýsinga- bæklingur kominn út Vissir þú að sækja má um lækkun tekjuskatts vegna kostn- aðar af völdum fötlunar? Vissir þú að fatlaðir geta sótt um ókeyp- is gistiaðstöðu hjá gistiheimili Þroskahjálpar í Kópavogi? Vissir þú að ýmsir styrktarsjóðir geta veitt fötluðum aðstoð í sérstökum tilvikum? Þessi atriði og ótal mörg önnur eru nákvæmlega tíunduð í nýjum upplýsingabæklingi fyrir foreldra fatlaðra barna og landssamtökin Þroskahjálp hafa nýlega gefið út. Bæklingurinn heitir „I hnot- skurn“ og þar er að finna ítar- legar upplýsingar um réttindi og þjónustu við börn og ungmenni sem búa við fötlun eða langvar- andi veikindi. Þessi bæklingur er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, saminn af félagsráðgjöfunum Hafdísi Hannesdóttur og Sævari Berg Guðbergssyni. Ritið er fáanlegt á skrifstofu Þroskahjálp- ar, öllum aðildarfélögum lands- samtakanna, á skrifstofum svæð- isstjórna um málefni fatlaðra svo og á flestum heilsugæslustöðv- um. -v. HM-einvígið Tvísýn biðstaða Miklar sviptingar í 18. skákinni Átjánda skákin í heimsmeistara- einvíginu var tefld í gær og fór í bið eftir 40 leiki. Karpoff lenti í nokkrum erfiðleikum í byrjuninni en þrátt fyrir góðar tilraunir tókst Kasparoff ekki að yfirbuga hann. Kasparoff átti um tíma kost á þrátefli, sem út af fyrir sig væri honum hagfellt, en hann vildi meira. Karpoff slapp úr þrengingun- um í uppskiptalotu rétt fyrir bið og í biðstöðunni eru færi hans heldur betri þótt óljóst sé hvernig úr stöðunni spinnst. Hvítt: Kasparoff Svart: Karpoff 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. R£3 - b6 4. Rc3 - Bb4 5. Bg5 - Bb7 6. e3 - h6 7. Bh4 - Bxc3+ 8. bxc3 - d6 9. Rd2 - ... f sjöundu skák annars einvígis þeirra félaga kom upp áþekk staða. Þar lék Kasparoff þennan leik sem undirbýr framrás e-peðsins (e4-e5), framfásina c4-c5 og opnar drottning- unni leið yfir á kóngsvæng. Þeirri skák lyktaði með jafntefli. f næsta leik upphefur svartur leppun riddar- ans á fó og við það veikist staðan á kóngsvæng. 9. ... - g5 10. Bg3 - De7 f næstu leikjum þreifar hvítur fyrir sér á báðum vængjum og reynir að gera hugsanleg griðlönd svarta kóngsins ófýsileg. 11. a4-a5 12. h4 - Hg8 13. hxg5 - hxg5 14. Db3 - Ra6 Hér stendur riddarinn ekki vel því peð hvíts varna honum leiðar fram á borðið. Hins vegar gekk 14. ... Rb-d7 ekki vegna 15. c5 dxc5 16. Bxc7 og ef svartur drepur ekki á c5 þá drepur hvítur á d6, leikur c3-c4 og hefur var- anlegan þrýsting á drottningarvæng svarts. 14. ... Rc6 er heldur ekki gott vegna 15. c5 og Bb5. 15. Hbl - Kf8 16. Ddl - ... Drottningin hefur lokið hlutverki sínu á drottningarvængnum og hyggst nú áreita kóng svarts hinu megin á borðinu. 16. ... - Bc6 17. Hh2 - Kg7 18. c5 - bxc5 E5 er lykilreitur í stöðunni og því má svartur ekki taka á c5 með d- peðinu (18. ... dxc5 19. Be5 með hót- uninni Dh5-h6 mát eða Dh5xg5). Þegar hvítur lék c-peðinu fram opn- aðist lína biskupsins á fl þannig að hrókurinn á a8 er bundinn við að valda riddarann á a6 og getur ekki beitt sér í vörninni. 19. Bb5 - Rb8 20. dxc5 - d5 Svartur neyðist til að gefa e5- reitinn eftir en tekur um leið reiti af riddara hvíts á d2. Næstu leikir Karp- offs eru þvingaðir. 21. BeS - Kf8 22. Hh6 - Re8 23. Dh5 - f6 24. Hh7 - Rg7 25. Df3 - Kf7 26. Dh5+ - Kf8 27. Df3 - Kf7 Hér átti Kasparoff kost á þrátefli en eins og góðum íþróttamanni sæmir þá vill hann meira. 28. Hh6 - Re8 29. e4 - g4 Hvítur bjó sig undir að drepa á f6 með biskupi og leika e4-e5. Þá hefði hann að minnsta kosti fengið betra endatafl. Svarti tekst nú að trufla samleik hvítu mannanna á kóngs- væng. 30. Df4 - Bxb5 31. Hxb5 - Rd7 Loks komst riddarinn í leikinn. 32. Bxc7 - Rxc5 33. De3 - Rxe4 34. Rxe4 - dxe4 35. Bxa5 - f5 Svarta kóngsstaðan má nú teljast alltrygg en staða hvíta kóngsins getur orðið viðsjárverð. Eftir Re8-f6 gæti svartur farið í aðgerðir á miðborðinu (Hd8, Rd5). 36. Bb4 - Dd7 37. Dd4 - Ha7 Vitanlega ekki 37. ... Dxd4 38. cxd4 Hxa4 39. Hb7+ og hvítur vinn- ur. 38. Hh7+ - Rg7 39. a5 - Kg6 40. Dxd7 - Hxd7 Hér fór skákin í bið. Hvítur má stórlega vara sig því eftir Hg-d8 og f5-f4 (jafnvel Rf5) vofa máthótanir yfir honum. Líklega er 41. Hh4 best (til að koma í veg fyrir f4). Hugsan- legt framhald væri 41.... Hg-d8 42. c4 Hdl+ 43. Ke2 Hcl 44. Hb6 (til að binda riddarann við að valda e-peðið) Hxc4. Þá á hvítur enn eftir að koma kóngshróknum í samband við hina mennina en hann getur sett mikið traust á frípeðið á a-línunni. Biðskákin verður tefld í dag. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. september 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.