Þjóðviljinn - 22.10.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA b ÞJÚÐVHJINN ÞJÓDMÁL VIÐHORF IÞROTTIR HEIMURINN Það er ekki hægt að segja annað en að þessir tveir sovétmenn, sem eru skipverjar á rannsóknarskipi sem nú hefur viðdvöl í Sundahöfn, hafi góðar gætur á næsta nágrenni. Sá einkennisklæddi gjóar augunum í átt að Höfða, en félagi hans í brúnni horfir suður með sjó, þar sem fjölmargir bíða þess að næstu skref verði stigið í samningaviðræðum við Sovétmenn um síldarkaup. Mynd E.ÓI. Fjárlög Þróunaraðstoð skorin niður Ifyrsta skipti lœkkaframlög til þróunaraðstoðar og hjálparstarfsemi í krónum talið. Hlutfall afvergri þjóðarframleiðslu komið í 0,05%. Eitt og hálft ár síðan samþykkt var á Alþingi að stefna að 0,7% á sjö árum. Útlit , fyrir að þróunaraðstoðin hverfi á því tímabili Ifyrsta skipti síðan 1978 lækka framlög íslendinga til þróunar- aðstoðar og alþjóðlegrar hjálpar- starfsemi í krónutali. Jafnframt; er þetta þriðja árið í röð sem hlut- fallið af vergri þjóðarframleiðslu sem varið er til þessarar starfsemi lækkar. Þó er ekki nema eitt og hálft ár síðan Alþingi samþykkti samhljóða þingsályktunartillögu um að á næstu sjö árum skyldi stefnt að því að koma hlutfaliinu upp í 0,7% einsog við höfum skuldbundið okkur til á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Á fjárlögum 1985 þegar þessi tillaga var samþykkt var varið 0,087% af þjóðarframleiðslunni til þróunarmála. Á fjárlögum 1986, þegar hefjast átti handa við að ná 0,7% markmiðinu á sjö árum, lækkaði hlutfallið í 0,063% og í fjárlögum fyrir 1987 fer hlut- fallið niður í 0,050%. Með þessu áframhaldi tekst að útrýma þróunaraðstoðinni á næstu sjö árum. Alls átti á fjárlögum 1986 að verja rúmum 85 milljónum króna til þróunarmála og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi. í fjárlögum fyrir árið 1987 lækkar þessi tala niður í 82,5 milljónir. í fjárlagafr- umvarpinu er gert ráð fyrir að verg þjóðarframleiðsla aukist um tæp 8% á árinu. Hlutfall þeirrar upphæðar sem veitt er til þróun- armála lækkar því niður í 0,05%. Hjörleifur Guttormsson hefur málanefnd og mun væntanlega spurst fyrir um þetta í utanríkis- leggja fram fyrirspurn á Alþingi. -Sáf Asmundur Lægstu taxtamir smánarblettur Asmundur Stefánsson íleiðara Vinnunnar: Þurfum að þvo af okkur smánarblett lœgstu kauptaxtanna Hvernig sem að næstu samning- um verður staðið virðast meginverkefni samninganna Ijós, afnám lægstu taxta og uppstokk- un taxtakerfisins. Verkalýðs- hreyfíngin ber ábyrgð á 19 þús- und króna mánaðarkaupi, kaupi sem ekki nægir til mannsæmandi framfærslu. Þann blett verðum við að þvo af okkur, segir Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ m.a. í leiðara nýjasta tbl. Vinn- 'unnar. Ásmundur segir að hækka verði lægsta kaupið og að þeir sem náð hafa lengra verði að veita því beinan stuðning að það kaup hækki meira en þeirra eigið. „Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á kauptöxtunum sem atvinnurek- endur hver fyrir sig hafa gert ómerka með persónubundnum yfirborgunum. Verkalýðshreyf- ingin ber ábyrgð á því að þetta úrelta taxtakerfi verði stokkað upp þannig að umsaminn taxti og greitt kaup séu í særrylegu sam- ræmi.“ Forseti ASÍ segir jafnframt að markmið næstu samninga hljóti að vera að tryggja taxtafólkinu sinn hlut í góðærinu og að í skattamálum verði stefnt að rétt- látu og einföldu staðgreiðslukerfi skatta. -lg- Reykjavíkurkratar Jón Sig. í framboð Sterkar líkur eru á því að for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, Jón Sigurðsson, fallist á að fara í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík. Háttsettur maður innan Alþýðuflokksins hermdi Þjóðviljanum í gær, að yrði af framboði Jóns myndi hann að lík- indum fara rakleiðis í fyrsta sætið - án prófkjörs - en Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokks- ins, setjast í þriðja sætið á eftir Jóhönnu Sigurðardóttur og freista þess að vinna það. Þeir nafnarnir hittust í hádeginu í gær til að ræða málið. Jón Baldvin var í gær spurður af Þjóðviljanum hvort hann myndi fallast á að taka þriðja sæt- ið og svaraði stutt og laggott: „Já“. Hann staðfesti að viðræður hefðu verið í gangi í nokkurn langan tíma við nafna sinn Sig- urðsson, en ekki væri enn fengið lokasvar frá honum. Þess má geta að samkvæmt heimildum Þjöð- viljans hefur Jón Sigurðsson raun afráðið framboð sitt, en mun ekki tilkynna það formlega fyrr en síðar. Þegar Jón Sigurðsson var spurður svaraði hann: „Þið á Þjóðviljanum urðuð víst fyrstir til að nefna þetta opinberlega. Ég get staðfest að mjög margir innan Alþýðuflokksins hafa skorað á mig að taka, eða sækjast eftir, sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Og ég er að hugsa um Síldarsöltun Vika eftir af síldarsöltun Hálfnað við að salta síld á Skandinavíumarkaðinn. Hver söltunarstöð má salta í 300 tunnur á dag eftir að salta í 21.000 tunnur sem tekur um eina viku. Flök verða unnin í 10.000 tunnur þannig að alls kaupa Svíar og Finnar 51.000 tunnur af íslendingum. Tólf bátar eru nú á miðunum Samkvæmt ákvörðun sfldarút- vegsnefndar mega sfldarsölt- unarstöðvar á Austfjörðum salta 300 tunnur af sfld dag hvern, eða um 40 tonn. Nú þegar hefur verið saltað f 20.000 tunnur og er þá og höfðu tíu þeirra tilkynnt um afla í fyrrinótt, alls um 700 tonn. Saltað er í flestum stöðvum frá Seyðisfirði til Hornafjarðar og hafa 25-30 manns atvinnu af síld- arsöltuninni í hverri stöð. þetta í mikilli alvöru en er ekki búinn að taka ákvörðun, meðal annars af því að mér leikur hugur á að vita hvernig þeir hugsi sér að velja mennina á listann." Þess má geta að Jón er ekki flokksbund- inn í dag. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans innan Alþýðuflokksins mun Jóni ekki hugnast að fara í prófkjörsslag, og svar hans virtist ýta undir að hann hefði sett fram það skilyrði að ekki yrði próf- kjör, einsog er altalað innan flokksins. Aðspurður neitaði hann hins vegar að hafa sett nokkur slík skilyrði og Jón Bald- vin staðfesti það. Jón Baldvin kvað hins vegar ekki víst að neitt prófkjör yrði viðhaft. „Samkvæmt lögum flokksins frá 1984 þarf þess ekki, nema sérstök ákvörðun verði um það tekin.“ - Jón Baldvin, muntu beita þér fyrir prófkjöri? „Það liggur ekki ljóst fyrir á þessu stigi.“ -ÖS Geislavirkni Fiskislóð í hæthi? Utanríkisráðuneytið hefur ekki aflað neinna upplýsinga enn um fyrirhugaða stækkun kjarn- orkuversins i Dounreay í Skot- landi, sem sjómenn jafnt og um- hverfisverndarmenn hafa miklar áhyggjur af. Þetta kom fram í fyrirspurnar- tíma á alþingi í gær og sagði Matt- hías Á. Mathiesen að í tilefni fyrirspurnar frá Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur hefði hann óskað upplýsinga m.a. frá geisla- vörnum ríkisins, Hafrannsókna- stofnun og Siglingamálastofnun. Þegar þær bærust myndi hann taka málið fyrir á alþingi. Fyrirhuguð stækkun kjarnorku- versins og þau áform eigenda að endurvinna þar £ stórum stíl úr- gangsefni frá öðrum kjarnorku- verum í Bretlandi hafa valdið miklum áhyggjum og kallað fram mótmæli víða að. Guðmundur J. Guðmundsson upplýsti að fær- eyska sjómannasambandið og sjómenn í Danmörku, Skotlandi og Bretlandi hefðu sent hörð mótmæli • -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.