Þjóðviljinn - 22.10.1986, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Síða 7
DJOÐVIUINN Umsjón: Ólafur Gíslason I^MENNINGARMOLAR- Ný menntamál „Fullkominn glundroði ríkir varðandi tilgang og markmið mynd- og handmennta í grunn- skóla“ segir Bjarni Daníelsson skólastjóri Myndlista- og hand- íðaskólans í fróðlegri grein í nýj- asta hefti Nýrra menntamála. Lýsir Bjarni þar eftir frumkvaeði mynd- og handmenntakennara við stefnumörkun í þessum greinum, sem hafi orðið hornrekur í skólakerfinu vegna þess að „hin yfirlýsta menntastefna hefur aldrei verið framkvæmd...". Hómer og Platón Eyjólfur Kjalar Emilsson ritar einnig fróðlega grein í sama rit, þar sem hann fjallar um vanræk- slu íslenska skólakerfisins við að miðla menningararfi grikkja og rómverja til nútímans, þar sem hugmyndasaga og listasaga fornaldarinnar sé sniðgengin með öllu. Segir Eyjólfur að það sé ekki skólayfirvöldum að þakka ef íslenskur nýstúdent veit að Appolon var grískur guð auk þess að vera bandarískt geimfar og að Sókrates var grískur heimspekingur ekki síður en brasilískur- knattspyrnumaður. Segir Eyjólfur að með vanþekk- ingu okkar á sögu og hugmynda- heimi fornaldarinnar förum við á mis við mikilsverða leið til nokk- urrar sjálfsþekkingar, því þótt Sturlungaöldin hafi vissulega verið merkileg sem og upphaf togaraútgerðar, þá skipti Hómer og Platón enn meira máli, jafnvel fyrir íslending. Tillaga hans er sú að tekin verði upp kennsla í al- mennum fornfræðum í fram- haldsskólum, og verði hún gerð að skyldunámsgrein til stú- dentsprófs. Próf fyrir atvinnurekendur Fleiri fróðlegar greinar eru í Nýjum menntamálum þar sem þær Svanhildur Kaaber og Birna Sigurjónsdóttir greina meðal annars frá merku starfi sem nú fer fram á vegum Kennarasam- bands (slands við mótun skóla- málastefnu. Anna Björg Aradóttir og María Guðmundsdóttir fjalla um tilgang, markmið og vanda- mál kynfræðslu og Kristján Krist- jánsson heimspekikennari mælir með notkun prófa sem heppilegu mælitæki fyrir atvinnurekendur við ráðningu starfsfólks. Læjonsklúbburinn „Kiddi“ með berjatínurnar. Stella í orlofi ★★ íslensk, 1986 Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Handrit: Guðný Halldórsdóttir Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson (Laddi), Gestur Einar Jónsson, Eggert Þorleifsson, Gísli Rúnar Jónsson, Sigurður Sigur- jónsson o.fl. Kvikmyndafélagið Umbi Austurbæjarbíó Það er ennþá þessi sérstaka spenna í loftinu þegar líður að fæðingu nýrrar íslenskrar mynd- ar, þótt sennilega sé liðin tíð að áhugamenn geymi frumsýningar- miðann einsog dýrgrip í koffort- um sínum, - og einsog fram- kvæmdastjóri Slellu sagði í inngangsræðu á laugardaginn var full ástæða til að ganga glaður til leiks í Austurbæjarbíó. Valds- menn virðast loks hafa séð að sér um peninga til Kvikmyndasjóðs sem nú loksins á að fá það sem hann á með réttu, og er nú von- andi að þessi listiðnaður fari að komast á legg. Kvikmyndagerð er milljóna- fyrirtæki og í þeim þrengingum sem menn hafa búið við hér að undanförnu eru þau viðbrögð eðlileg að róa á þau mið sem hafa reynst traustust. Stella í orlofi ber þess merki, það er búið til ærsla- fullt gaman, farsi, fenginn til leik- stjóri sem hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytileg sviðsverk og að auki komið við kvikmyndasögu (Hrafninn flýgur t.d.), leikarar allflestir bæði þaulvanir og vin- sælir af tjaldinu. Efniviðurinn er þjóðlífsskop bundið saman með misskilningi ýmisskonar og kryddað ýmsu smágamni sem sumt hefur gengið aftur og aftur frá blábyrjun hreyfimyndanna. Gamanmyndir eru ágætar meðan áhorfendum finnst gam- an, og Stella er eftir fyrstu sýn líkleg til vinsælda. Undirtektir á frumsýningu voru góðar og að- sókn fyrstu dagana líka. Enda er leikurinn oftast hnökralaus og stundum með ágætum, leik- stjórn, taka og klipping án þeirra vandræða sem hafa átt það til að snúa niður heila kafla í fyrri gam- anmyndum hérlendum. Einum finnst eitt gaman, öðr- um annað; sá sem hér skrifar er svo illgjarn að sakna háðs, íróníu, finnast gamanið of græskulaust, full-flatneskjulegt, á köflum of fyrirsjáanlegt. Ef til vill lík'á of losaralegt, - ærslakapp síðari hluta myndar skyggir soldið á þá skapgerðar- og samskiptakóme- díu sem örlar á framanaf, til dæmis í hlutverkum flugstjóra og tánings. En um smekk er að vísu hægt að deila, en sjaldnast með góðum rökum. Stella íorlofi er engin nýjunga- mynd í íslenskri kvikmyndasögu, og það er heldur ekki verið að reyna neitt í þá áttina. Hún gengur hinsvegar ágætlega upp, er heilsteypt miðað við eigin frumteikningar, og það leiðist held ég engum. Sumsé full ástæða til að óska fjölmörgum aðstand- endum til hamingju og óska eftir meiru að heyra og sjá frá þeim umbum. Yndislegt óbó Það er ekki oft að manni gefst tækifæri að heyra einleikstón- leika þar sem blásturshljóðfæri er í aðalhlutverki og í þau fáu skipti sem það hendir, hefur það oftast verið flauta. Nú bar svo við sl. sunnudag, að ung stúlka frá Sví- þjóð, Helen Jahren, lék á óbó í Norræna húsinu, efnisskrá með Bach, Britten, Schumann, Pou- lenc og Kalliwoda. Mætti þar fjöldi manns, fullur eftirvænti- ngar og voru þar reyndar óvenju margir sem maður er vanur að sjá á konsertpalli fremur en í sal. Frk. Jahren hafði nefnilega gert boð á undan sér, hún er nemandi hins óumdeilda „óbósnillings" Heinz Holligers og þaraðauki al- þjóðlegur verðlaunahafi og einn af eftirsóttustu óbóleikurum Evr- ópu. Það varð líka ljóst þegar í upp- hafi, í gmoll sónötu Bachs, að hún er mjög sérstæður listamað- ur, sem keppir að persónulegum leikmáta, án þess þó að yfirdrífa eða nálgast tilgerð. Hún notar þykkt blað, sem gerir tóninn að vísu dálítið óþjálan, en sterkan * bithreinan og víst er þetta á- í skrítnu tónferli og-------- hrifamikið Bachsónötunnar, sem er á mörk- um þess yfirnáttúrulega. Að vísu er þetta enn sterkara þegar hljómborðshlutverkið er leikið á sembal, en ágætur píanóleikur Láru Rafnsdóttur sem lék með í öllum verkum nema Britten, tengdist þessu vel og vandlega. Sex metmorfósur samkvæmt Ovidusi eftir Britten er eitt af fáum bitastæðum sólóverkum frá okkar tímum. í meðförum Hel- enar öðlaðist það einhvern forn- eskjublæ, sem hélt manni við efn- ið, en gaf um leið frelsi til að svífa á vit ljóðsins í goðheimum. Það var spennandi og ágætt að skifta verkinu í tvennt, með Schumann og Poulenc á milli. Og mikið voru Rómönsur Schumanns eðlilegar og óþvingaðar hjá þeim stöllum. Poulenc sónatan olli nokkrum kvíða, því ekki var maður viss um að þessi leikmáti hentaði henni. En sá kvíði reyndist óþarfi; leikur Helenar Jahren varð allt í einu gagnsærri og léttari, líkt og hún hefði skift um blað og skóla og Lára hjálpaði vel til að koma frönskum „dægurstílnum" í höfn. Morceau de Salon eftir tékk- neska 19du aldarmanninn Kall- iwoda, skildi kannski ekki mikið eftir, en það var þægilegur endir á yndislegum tónleikum. LÞ. Miðvikudagur 22. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Blús í óperunni Kvartett George Adams og Dons Pullen í Gamla Bíói - Hefði Charlie Parker verið byssubófi, lægju þrjú þúsund eftirhermusaxistar í valnum, sagði Mingus þegar honum blöskraði metnaðarleysið. f dag hefði John Coltrane þurft að ráða sér aðstoðarmenn til að valda sama verkefni. En þessir meistar- ar saxófónsins hafa verið dauðir í samtals fimmtíu ár svo djassnemar um veröld víða geta óhindrað haldið áfram að læra af plötum og bókum allt nema það eina sem einhverju skiptir; að eignast sína eigin rödd á hljóð- færið. George Adams hefur nefnt þá Parker og Coltrane að óg- leymdum Webster sem sína höfu- ðáhrifavalda. En hann getur svo sannarlega tekið undir með frúnni í Atómstöðinni; ég er stú- dent en það sér einginn. George Adams vitnar ekki í Giant Steps- sóló Johns Coltrane, hans fyrir- mynd er fremur Coltrane á sínu lokaskeiði þegar hann hafði sprengt af sér öll bönd hljóma og tónalítets. Þar er lítið að fá að láni nema sjálfa hugmyndina - að blása sálina út í gegnum lúðurinn. Þess vegna er gaman að hlusta á Adams á þeim tímum þegar flest- ir ungir saxófónleikarar eru orð- nir svo lærðir að þeir eru búnir að gleyma því sem þeir ætluðu að segja. í Don Pullen togast á engillinn og demóninn. Úr lagrænum stefj- um sem hann spilar af rósemd og blíðu hleypur hann „gönuhlaup útí ofsafenginn djass“ eins og ,T.ldinblóð Búadóttir og er senni- lega ennþá ofsafengnari. Þá nægja honum ekki fingurnir og tæpast hendurnar upp að oln- boga. En út skal demóninn hvað sem það kostar. Verst er þegar djöflafarganið er orðið svo ásæk- ið að hreinsa verður til í flestum lögum, en avantgarðurinn lendir stundum í klisjunum líka, sbr. skyldugt skriðsund í flyglum. En þetta eru ekki barsmíðar útí loft- ið, hversu trylltur sem Pullan verður og grátbólginn í andliti hangir þetta allt saman, hægri höndin veit fullkomlega hvað sú vinstri gjörir og oftar en ekki tekst honum að stigmagna ryþm- íska spennu. Trommuleikur Dannie Richmond er heldur ekki beinlínis fallinn til að draga úr æsingnum, sjái hann einhvers staðar glóð er hann kominn með olíubrúsann á loft. En hann er líka sá sem heldur hópnum sam- an þegar allt ætlar að springa í loft upp. Maður og mold Sansinn fyrir sögulegu sam- hengi ryþmískrar tónlistar er þessum kvartett inngróinn - Ge- TÓMAS EINARSSON orge Adams hitaði upp fyrir Elm- ore James og Howlin’ Wolf á unglingsárum og lokalagið á tón- leikunum sl. fimmtudagskvöld var óður til ryþmablúsarans Bo Diddley. Einnig afleysingamað- urinn Lonnie Plaxico kontra- bassaleikari, sem ekki átti sístan aðgang að hjörtum áheyrenda þetta kvöld, spilaði í rokkuðum blús bassariffið úr Harðsnúnu Hönnu (landsfundarsöng Sjálf- stæðisflokksins). Blúsinn er það sem gefur þess- um kvartett sannfæringarkraft- inn. Kannski spila þeir bara einn tólftaktablús á hljómleikum en frumkrafturinn, tilgerðarleysið og dásamleg fjarvera allra pen- heita standa nær baðmullinni en borgaralegri menningu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.