Þjóðviljinn - 22.10.1986, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 22.10.1986, Qupperneq 15
IÞROTTIR Úrvalsdeildin Tæpt hjá KR-ingum Evrópukeppnin Arnór ogfélagar mœta vœngbrotnu liði Steaua í kvöld. Asgeir íMoskvu ogAtli gegn Lodz. Meiðsli hjá Real og Juventus Guðjón Skúlason átti góðan leik með Keflvíkingum í gær en það dugði ekki. Mynd: E.ÓI. Þjálfarafundur Mest um ísland „Við töluðum að sjálfsögðu mikið um leikinn I Osló og viður- eign Frakka og Sovétmanna, en þó langmest um árangur íslenska landsliðsins," sagði Bernd Stange, landsliðsþjáifari Austur- Þýskalands í knattspyrnu, í sam- tali við austur-þýska blaðið Sportecho í síðustu viku. Hann sagði þar frá viðræðum sínum við Sigfried Held, landsliðsþjálfara íslands og Tor-Röste Fossen, landsliðsþjálfara Noregs, er þeir þrír hittust í Leipzig fyrir skömmu. „Held, þjálfari íslands, sagði að íþróttaáhugamenn á eyjunni væru í sjöunda himni yfir jafnteflunum við Frakkland og Sovétríkin. íslensku leikmenn- irnir væru í góðri æfingu og vel undir leikinn í Karl-Marx-Stadt búnir. Þeir myndu freista þess af öllum mætti að koma á óvart í þriðja sinn í Evrópukeppninni,“ sagði Stange. Austur-Þýskaland og ísland mætast sem kunnugt er í Evrópu- keppni landsliða eftir viku, í Karl-Marx-Stadt næsta miðviícu- dag. Það sést á skrifum í Sportec- ho að Austur-Þjóðverjar eru nokkuð kvíðnir, enda hafa þeir ekki náð að sigra í síðustu 7 lands- leikjum sínum og sjálfstraustið er því ekki mikið. Þeir gerðu 0-0 jafntefli gegn Norðmönnum í Osló í fyrsta leik sínum í keppn- inni og sluppu vel með þau úrslit. -VS ,,Ef við sigrum ekki Steaua nú gerum við það aldrei,“ sagði Martin Lippens, þjálfari belgísku meistaranna Anderlecht, í gær. Arnór Guðjohnsen og félagar leika í kvöld fyrri leik sinn við Evrópumeistarana Steaua (Stjörnuna) frá Rúmeníu á heimavelli sínum í Brussel. Steaua bar sigurorð af Ander- lecht í undanúrslitum keppninnar í fyrra. Anderlecht vann fyrri leikinn 1-0 en Steaua þann seinni í Búkarest 3-0. Sigurlíkur Ander- lecht í kvöld eru miklar því þrír lykilmanna Steaua eru í leikbanni, auk þess sem mark- vörðurinn snjalli Helmut Duca- dam hefur orðið að hætta að leika knattspyrnu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bílslysi í sumar. En Steaua hefur unnið 8 af fyrstu 9 leikjum sínum í rúmensku 1. deildinni og Anderlecht á mjög erfiðan leik fyrir höndum í Búka- rest eftir hálfan mánuð, hvernig svo sem fer í kvöld. Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eðvaldsson eiga einnig erfiða leiki fyrir höndum í kvöld. Stutt- gart leikur við Torpedo í Moskvu og þátttaka Ásgeirs þar hangir á bláþræði vegna meiðsla sem hann á við að stríða. Atli og félagar í 1X2...1X2...1X2... 1X2... 1X2... í 9. leikviku komu fram 60 raðir með 12 réttum leikjum og er vinning- ur fyrir hverja röð 17,190 krónur. Með 11 rétta voru 1,083 og vinningur þar er 408 krónur á röð. Vinningspotturinn var alls 1,473,616 krónur og knattspyrnudeild Fram var söluhæsti aðili. Spá fyrir 10. leikviku er þessi: Arsenal-Chelsea Aston Villa-Newcastle Everton-Watford Leicester-Southampton Luton-Liverpool Manch.City-Manch.Utd Oxford-Nottm.Forest Q.P.R.-Tottenham Sheff. Wed. -Coventry West Ham-Charlton Wimbledon-Norwich Sunderland-Birmingham Bylgjan tók forystu í fjölmiðlakeppninni en af persónulegum ástæðum er gengi annarra ekki tiundað hér. Uerdingen leika á heimavelli við Widzew Lodz frá Póllandi. Stórleikur kvöldsins er þó tví- mælalaust viðureign Real Madrid og Juventus í Madríd en þar.eru á ferð tvö af alfrægustu og bestu knattspyrnuliðum heims. Óvíst er að Michael Laudrup geti leikið með Juventus vegna meiðsla og heimsmeistararnir frá 1982, Ga- etano Scirea og Antonio Cabrini, eru einnig meiddir en leika þó líklega með. Fjórir sterkir leik- menn hjá Real eru meiddir, þar á meðal Ántonio Maceda og Car- los Santillana sem hvorugur getur leikið. En stjörnuflóðið í liðun- um er samt nægilegt til þess að búast má við líflegum leik. Aðrir mjög áhugaverðir leikir í kvöld eru viðureign Celtic og Di- namo Kiev í Evrópukeppni meistaraliða, Benfica og Borde- aux í keppni bikarhafa og Barce- lona og Sporting Lissabon í UEFA-bikarnum. -VS/Reuter Michael Laudrup gæti misst af stórleiknum við Real Madrid í kvöld. Handbolti „Ovenjulegar aðstæður“ Handknattleikssamband Islands hefur sent frá sér eftirfarandi greina. gerð vegna leiks KR og Fram sem frestað var vegna leiðtogafundarins um fyrri helgi en Hans Guðmundsson úr KR var að. störfum þar sem lög- reglumaður: Ljóst er að ekki var farið að ákvæðum 12. greinar Reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót þar sem kveðið er á um hvernig staðið skuli að frestun leikja. Ástæða þess er fyrst og fremst óvenjulegar aðstæður sem ríkjandi voru vegna leiðtogafundar stórveldanna f Reykjavík en vegna fundarins voru allir lögreglumenn kvaddir til starfa og gátu ekki fengið sig lausa úr vinnu. Búið var að ákveða frestun annars leiks í 1. deildinni af þessum ástæðum en aðilar sem þar áttu hlut að máli höfðu lagt fram frestunarbeiðni langtum fyrr. Beiðni um frestun leiks KR og Fram kom með mjög stuttum fyrirvara og var hún samþykkt vegna hinna óvenju- legu aðstæðna. Við boðun á frestun var því ekki farið að reglugerð HSÍ en ákvörðun var tekin í góðri trú um að málsaðilar myndu meta hinar óvenju- legu kringumstæður. Mótanefnd HSÍ og stjórn þykir miður að mál skyldu þróast á þann veg sem orðið er og gerir sér fulla grein fyrir að aðilar sem þarna áttu hlut að máli urðu fyrir verulegum óþægindum, svo og þeir áhorfendur sem komnir voru til að horfa á leikinn. Það hefur verið og er stefna mótancfndar að hvika sem minnst frá áætlun sinni um mótahald og ekki nema að fullgildar ástæður komi til. Það var mat formanns mótanefndar að ástæða væri til staðar í þessu tilviki og ákvörðun tekin í samræmi við það. Vill mótanefnd biðja þá er fyriróþæg- indum urðu afsökunar og vonar að til slíkra árekstra þurfi ekki að koma í framtíðinni. Er það mótanefnd og stjórn HSÍ ekki síður kappsmál en félögunum að mótahaldið geti gengið vel og snurðulaust fyrir sig. Stjórn HSÍ hefur átt viðræður við forsvarsmenn handknattleiksdeildar Fram sem fallist hafa á að draga kæru sína til baka en halda hinsvegar við þá skoðun sína að ekki hafi verið löglega að málum staðið og telja að HSl eigi að greiða sannanlegan kostnað vegna auglýsinga leiksins. Hefur verið ákveðið að setja leik KR og Fram á við fyrsta tækifæri og í samráði við félögin. Mi&vikudagur 22. október 1986 þjóðVILJINN - SÍÐA 15 Lokamínúturnar í leik KR- inga og Keflvíkinga voru svo sannarlega spennandi. Keflvíkingar voru búnir að vinna niður forskot KR-inga, en KR- ingar náðu að halda fengnum hlut og sigruðu 66-62. Staðan í hálf- leik var 36-27, KR í hag. KR-ingar voru sterkari framan af, en þegar líða tók á leikinn tóku Keflvíkingar við sér. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur og jafnræði með liðunum. KR- ingar þó alltaf með nokkurra stiga forskot. I síðari hálfleik var leikurinn mun hraðari og á köflum mjög skemmtilegur á að horfa. Keflvíkingar söxuðu jafnt og þétt á forskotið, en nýttu ekki færin nógu vel í lokin. KR-ingar áttu góðan Ieik. Sóknarleikurinn var hraður og Hagaskóli 21. október KR-ÍBK 66-62 (36-27) 6-2, 16-10, 27-15, 33-23, 36-27, 48- 45, 56-47, 62-59, 64-60,66-60, 66-62. Stig KR: Guðni Guðnason 21, Garðar Jóhannsson 14, Ástþór Inga- son 9, Matthías Einarsson 8, Ólafur Guðmundson 6, Guðmundur Jóhann- esson 4, Þorsteinn Gunnarsson 2 og Skúli Thorarensen 2. Stig IBK: Guðjón Skúlason 17, Gylfi Þorkelsson 14, Sigurður Ingimundar- son 8, Jón Kr. Gíslason 7, Hreinn Þork- elsson 6, Ólafur Gottskálksson 6, Fal- ur Harðarson 2 og Matti Stefánsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jóhann Dagur - slakir. Maður leiksins: Guðni Guðnason, KR. vörnin á köflum mjög sterk. Guðni Guðnason var mjög góður og hitti vel. Matthías Einarsson, Ástþór Ingason og Garðar Jó- hannesson áttu einnig góðan leik. Hjá Keflvíkingum bar mest á Guðjóni Skúlasyni, sem átti mjög góðan leik. Þá voru bræðurnir Gylfi og Hreinn góðir í sókninni og Jón Kr. Gíslason í vörninni. Sókn Keflvíkinga var ekki nógu sterk. Þeir fengu mikið af tæki- færum á lokamínútunum sem þeim gekk illa að nýta. Leikinn dæmdu þeir Jóhann Dagur og Kristinn Albertsson og byrjuðu þeir mjög vel, en þegar líða tók á leikinn fóru þeir að mis- sa tök á honum. -Ibe. England Portsmouth á toppinn Staðan í 2. deildinni í Englandi breyttist töluvert í gær. Portsmo- uth er nú efst eftir sigur á Derby 3-1. Plymouth sigraði Ipswich 2-0 og komst þarmeð í 4. sæti og Sunderland gerði jafntefli við Reading, 1-1. Þá mjakaði Hudd- ersfield sér af botni deildarinnar með sigri á Shrewsbury 2-1. -Ibe/Reuter. ,Jlú eða akkei!“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.