Þjóðviljinn - 29.10.1986, Side 15

Þjóðviljinn - 29.10.1986, Side 15
ÍÞRÓTTIR Drengjalandslið Jafnt í Freiburg A. Þjóðverjar unnu 3-2 samanlagt Drengjalandslið Austur- Þýskalands og Islands skildu jöfn, 1-1, í Evrópukeppninni fyrir 16 ára og yngri í Freiburg í gaer. Þetta var seinni leikur þjóðanna, Austur-Þjóðverjar unnu þann fyrri hér á landi og komast áfram, 3-2 samanlagt. Austur-Þjóðverjar voru betri í fyrri hálfleik og náðu þá forystu á 25. mínútu. Island lék betur í seinni hálfleik og strax á 7. mín- útu jafnaði Ingólfur Ingólfsson. Síðan fengu bæði lið ágæt færi en fleiri mörk voru ekki skoruð. Að sögn Sveins Sveinssonar farar- stjóra áttu Kristján Finnbogason, Guðbjartur Auðunsson og Har- aldur Ingólfsson bestan leik í ís- lenska liðinu. -VS Laugardalshöll 28. október Ísland-DDR 21-22 (11-13) 0-2, 1-3, 3-5, 4-6, 6-6, 7-7, 7-10, 9-10, 9-12, 10-13, 11-13-12-13, 12- 15,14-15,14-18,15-20,18-20,20-21, 20-22, 21-22. Mörk íslands: Siguröur Gunnarsson 9(5v), Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Guðmundur Guömunds- son 2, Héðinn Gilsson 2, Júlíus Jónas- son 1, Valdimar Grímsson 1. Mörk DDR: Rudiger Borchart 5, Ingolf Wiegert 5, Frank Wahl 4, Frank Pysall 2, Mathias Hahn 2, Uwe Dreyer 2, Olaf Pleitz 2(1 v). Dómarar: Broman og Blademo (Svíþjóð) - þokkalegir. Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði íslands brýst framhjá Peter Pysall og skorar. Mynd: E.ÓI. ísland - Austur-Þýskaland England Cardiff vann Chelsea! Allt gengur á afturfótunum hjá Chelsea þessa dagana og í gær- kvöldi dundi enn eitt áfallið yfir- 2-1 tap gegn 4. deildarliðinu Car diff í 3. umferð deildabikarsins Nicky Platnauer, sem lék með Co' ventry í fyrra, gerði bæði mörk Cardiff. Úrslit í gærkvöldi urðu þessi: Arsenal-Manch.City.......3-1 Cambridge-lpswich........1-0 Cardiff-Chelsea..........2-1 Charlton-Q.P.R...........1-0 Coventry-Oldham..........2-1 Everton-Sheff.Wed........4-0 Shrewsbury-Hull..........1-0 Everton hefur ekki tapað fyrir Sheff.Wed. í 21 ár og vann Iétt í gærkvöldi. Paul Wilkinson skoraði 2 markanna. Paul Davis skoraði tvívegis fyrir Arsenal í ör- uggum sigri á Manchester City. Cambridge, sem leikur í 4. deild, vann Ipswich úr 2. deild óvænt með marki frá David Crown. Aðrir leikir í3. umferð fara fram í kvöld. -VS/Reuter Frábær vamarleikur Austur-Þjóðverjarskoruðu2mörká!7mínútumennáðuað sigra22-21 Kvennahandbolti Skellur á Spáni íslenska kvennalandsliðið fékk skell, 23-7, í vináttuleik gegn Spán- verjum í Valencia í gterkvöldi. ís- lenska liðið býr sig þar undir C- heimsmeistarakeppnina sem hefst á fóstudag. Staðan í hálfleik var 10-2 en að sögn Helgu Magnúsdóttur fararstjóra voru spænsku stúlkurnar ekki svona mikið betri þó þær væru betri. Guð- ríður Guðjónsdóttir skoraði 3 mörk, Erla Rafnsdóttir 2 og Katrín Fre- driksen 2. Kolbrún Jóhannsdóttir varði 13 skot í leiknum. -Ibe Það er langt síðan stemmningin í Laugardalshöllinni hefur jafnast á við þá sem ríkti í leik íslands og Austur-Þýskalands í gærkvöldi. Bronsliðið frá HM virtist með auðunninn leik í höndunum, leiddi 15-20 þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. En á þeim 17 mínútum sem eftir voru sýndi íslenska liðið stórkost- legan varnarleik, Kristján Sig- mundsson kom í markið og fékk aðeins 2 mörk á sig á þessum tíma - en það dugði ekki alveg - Austur-Þjóðverjar héldu út og sigruðu 22-21. Ahorfendur voru vel með á nótunum og stuðningur þeirra við íslenska liðið í síðari hálfleiknum var með ólíkindum. „Ég er auðvitað aldrei ánægð- ur með tap en ég er ánægður með varnarleikinn og baráttuna sem íslenska liðið sýndi í síðari hálf- leiknum," sagði Bogdan Kow- alczyck landsliðsþjálfari eftir Karl-Marx-Stadt Þrír lykilmenn þýskra meiddir Austur-Þýskaland - ísland kl. 16 í dag í beinni útsendingu Þrír af sterkustu varnar- mönnum Austur-Þjóðverja geta ekki leikið með í Evrópuleiknum við ísland í Karl-Marx-Stadt í dag. Það eru þeir Frank Baum, Ronald Kreer og Rico Steinmann, allir léku gegn Norðmönnum í síðasta mánuði en eiga allir við meiðsli að stríða. Ásgeir Sigurvinsson leikur ekki með íslenska liðinu vegna veikinda og óvíst er með Guð- mund Þorbjörnsson sem er meiddur í nára. „íslenska landsliðið er mun sterkara en meðalgeta íslenskra knattspyrnumanna segir til um,“ sagði austur-þýski landsliðsþjálf- arinn Bernd Stange í gær. Lið hans hefur ekki náð að skora mark í síðustu 7 landsleikjum og pressan á því er því orðin geysi- lega mikil. Leikur þjóðanna hefst kl. 16 í dag og verður sýndur í beinni út- sendingu í íslenska sjónvarpinu. ísland hefur sem kunnugt er hlotið 2 stig úr 2 leikjum, Austur- Þjóðverjar 1 stig eftir 1 leik. Sovétmenn og Norðmenn mætast einnig í riðlinum í Moskvu í dag. -VS/Reuter leikinn. „Vörnin var hinsvegar slök í fyrri hálfleiknum. Við töpum leiknum þegar upp er staðið á slæmri nýtingu á dauða- færum, á meðan Austur- Þjóðverjar voru fljótir að nýta sér okkar mistök. Okkur vantaði marga leikmenn og það voru fjór- ir með litla reynslu í byrjunarlið- inu. Miðið við það var þessi leikur mjög góður uppá framtíð- ina,“ sagði Bogdan. „Þetta gekk betur en ég bjóst við,“ sagði Þorgils Óttar Mathie- sen fyrirliði. „Baráttan var góð, leikkerfin gengu ágætlega og við skoruðum falleg mörk. En við hefðum mátt fá meira útúr hrað- aupphlaupunum, við vorum stundum of hræddir við að keyra upp hraðann," sagði Þorgils Ótt- ar. „Það fór gífurleg orka í vörnina í síðari hálfleiknum. Við lékum nánast maður gegn manni en með þessu tókst okkur að minnka muninn og ér er hissa á hvað þeir gerðu mikið af klaufavillum þarna undir lokin. Breiddin er ekki mikil hjá okkur í augnablik- inu og nýir menn þurfa sinn tíma þannig að þessi vetur verður ekki dans á rósum,“ sagði Kristján Arason. Kristján var lykilmaður í vörn og sókn, skoraði þrjú glæsimörk og átti stórkostlegar sendingar. Sigurður Gunnarsson gerði góða hluti, var þó mistækur á kafla í seinni hálfleiknum en sýndi mikið öryggi í vítaköstunum. Þorgils Óttar og Guðmundur Guðmundsson komust vel frá leiknum en Valdimar Grímsson náði sér ekki á strik. Júlíus Jónas- son var mistækur í sókninni en varnarleikurinn hjá honum var góður. Héðinn Giísson skipti við hann af og til og lofar góðu. Geir Sveinsson var traustur í vörninni að vanda. Einar Þorvarðarson náði sér ekki fyllilega á strik í markinu en Kristján Sigmunds- son var vel með á nótunum á bak- við öfluga vörnina síðustu 17 mínúturnar. í heild er ekki hægt annað en að vera sáttur við frammistöðu íslenska liðsins, það sýnir góða breidd að vanta fjölda góðra leikmanna en tapa samt naumlega gegn einhverju albesta landsliði heims. Austur-Þjóðverjar léku lengi mjög vel og virtust hafa leikinn í hendi sér framí seinni hálfleik. Snillingarnir Frank Wahl og Ing- olf Wiegert virtust nánast geta skorað að vild og Peter Hoff- mann varði mjög vel. En undir álaginu í seinni hálfleik voru þeir við það að brotna, gerðu sig þá seka um óvenjulegar villur í sókninni - en með góðum varnar- leik og markvörslu Hoffmanns héldu þeir út. Þjóðirnar mætast aftur í Höll- inni í kvöld kl. 20.30 og þar má búast við öðrum hörkuleik. -VS Úrvalsdeildin Valur í vanda Vann Fram á lokasprettinum Valsmenn mörðu sigur á botn- liði Fram, 57-49, með því að skora síðustu 9 stig leiksins í Hagaskólanum í gærkvöldi. Framarar sýndu að þeir ætla ekki að gefast upp baráttulaust en það var greinilegt að Valsmenn áttu ekki von á að lenda í miklum vandræðum með þá. Eins og sjá má á tölunum var hittnin ekki góð. Bæði lið léku stífan varnarleik, einkum þó Framarar sem hafa ekki leikið betur til þessa í haust. Valsmenn hófu seinni hálfleik með látum, léku vörnina framarlega og gafst það nokkuð vel. Hinsvegar var sóknarleikurinn slakur og illa gekk að komast í gegnum sterka vörn Framara. Bestir í liði Vals voru þeir Ein- ar Ólafsson og Sturla ðrlygsson en þeir Tómas Holton og Torfi Magnússon áttu ágæta spretti inná milli. Hjá Fram átti Jóhann Bjamason góðan leik, sterkur í vörninni, og sama má segja um Þorvald Geirsson. Þá átti Jón Júl- íusson ágætan leik. -Ibe Uerdingen Sigurmarkið kært Nurnberg hefur kært úrslitin í leik sínum við Bayer Uerdingen í vestur-þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu sem fram fór síðasta laugardag. Sigurmark Uerdingen var umdeilt, dómarinn sá ekki að boltinn færi yfir marklínu Nurn- berg en línuvörður úrskurðaði hinsvegar að svo hefði verið. Mál- ið er í rannsókn en fordæmi er fyrir því í vestur-þýsku knatt- spyrnunni að svona kæra hafi verið tekin til greina. -VS/Reuter Miðvikudagur 29. október 1986 PJÓÐVILJIUN - SÍÐA 15 Hagaskóli 28. október Fram-Valur 49-57 (25-26) 6-6,6-11,16-15,25-26 - 33-29,39- 39, 49-48, 49-57. Stlg Fram: Þorvaldur Geirsson 18, Jóhann Bjarnason 10, Jón Júlíusson 10, Guðbrandur Lárusson 6, Auðunn Ellasson 3, Örn Þórisson 2. Stig Vals: Torti Magnússon 14, Tómas Holton 14, Einar Ólafsson 11, Sturla Örlygsson 10, Leifur Gústafs- son 5, Björn Zoega 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Sig- urður Valgeirsson - sæmilegir. Maður leiksins: Jóhanr Bjarna- son, Fram.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.